Morgunblaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16, maí 1944 TJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: , Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) 'Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Vilji íslendinga í NIÐURLAGI boðskapar síns til íslensku þjóðarinnar komst Kristján konungur tíundi þannig að orði: „Vjer óskum þess vegna, að áður en úrslitaákvörðun verður tekin, verði ríkisstjórn íslands og þjóðinni tilkynt, að Vjer getum e k k i á meðan núverandi ástand varir, viðurkent þá breytingu á stjórnarforminu, sem Alþingi íslands og ríkisstjórn hafa ákveðið án samn- ingaviðræðna við Oss“. Fám dögum síðar voru símuð hingað ummæli úr rit- stjórnargrein danska blaðsins „Berlingske Tidende“, þess blaðs, sem veit meir um hugarfar konungs en nokk- urt annað danskt blað. Blaðið gat þess, að samþykkis kon- ungs hafi ekki verið leitað í sambandi við aðgerðir ís- lendinga nú, en bætti við, að enda þótt slíks samþykkis hefði verið Ieitað, myndi það alls ekki hafa fengist. ★ Til voru þeir íslendingar, sem fanst það óviðeigandi að stofna hjer lýðveldi, án þess áður ayð ræða það mál við konung. Þeir höfðu trú á því, að ef málið yrði rætt við konung og þess farið á leit við hann, að hann afsalaði sjer konungdómi á íslandi, myndi slíkt samþykki auðfengið. En nú hafa þessir menn fengið sannanir fyrir því, bæði í boðskapi konungs sjálfs og einnig í ummælum hins danska blaðs, að þessi von þeirra hefir ekki við minstu rök að styðjast. Þvert á móti er enn ríkjandi í hugum ýmsra Dana hin gamla yfirdrottnunarstefna í garð ís- lendinga, sem íslenska þjóðin átti við að búa áður fyr. , « * , Eftir síðasta boðskapinn frá Eyrarsundi mætti ætla, að ekki fyndist einn einasti íslendingur, sem væri í vafa um, hvernig hann ætti að greiða atkvæði nú við þjóðar- atkvæðagreiðsluna. En þó munu vera til menn — að vísu mjög fáir — sem ætla að láta'sjer nægja, að greiða at- kvæði með sambandsslitum, en greiða svo atkvæði gegn lýðveldisstof nuninni. Skyldu þessir menn hafa athugað hvað þeir eru að gera? „Vjer getum ekki viðurkent þá breytingu á stjórn- arforminu, sem Alþingi íslands og ríkisstjórn hafa ákveð- ið“, sagði konungur í boðskap sínum. M. ö. o. konungur vill ekki á það fallast, að íslands sje fullvalda ríki og þar af leiðandi á valdi þjdðarinnar einnar og ákveða, hvaða stjórnarform hún velur sjer. Þenna frumrjett fullvalda ríkja vill konungur vefengja að ísland hafi. Er nokkur sá íslendingur til, sem er sammála þessu? ★ Ef einhverjir kjósendur greiða atkvæði gegn lýðveld- isstjórnarskránni, eftir það, sem á undan er gerrgið, verð- ur það skoðað sem yfirlýsing af þeirra hálfu um annað tveggja: Að þeir sjeu því sammála, að konungur hafi vald til að hindra stofnun lýðveldis á íslandi, eða Að þeir óski ekki eftir því, að æðsti valdsmaður lands- ins sje innlendur, þjóðkjörinn forseti, heldur verði hann áfram erlendur konungur samkvæmt- ákvæðum hinna dönsku konungserfðalaga frá 1853. Það er þeíta og ekkert annað, sem um er kosið. Hin mótbáran — sem undanhaldsmenn voru að bera fyrir sig — að þeir væru^óánægðir með sum ákvæði stjórnarskrár- innar, kemur ekki hjer til greina, því að ekki mátti að þessu sinni gerá aðrar breytingar á hinni gömlu stjórn- arskrá en þær, sem beinlínis leiddu af breytingunni á sjálfu stjórnarforminu, úr konungdæmi í lýðveldi. Aðrar breytingar á stjórnarskránni, sem eru margar og miklar, verða að bíða síðari tíma. 'k 1 íslenska þjóðin segir nú til um það, hvaða framtíðar stjórnarform hún ætlar að búa við. Og það er úrskurður fullvalda þjóðar, sem hjer verður upp kveðinn. Þess- vegna ríður á, að þjóðin verði einhuga og samtaka, svo ekki geti neinn vafi leikið á um vilja hennar. 75 éra: Híeis Ftns- son NÍELS FINNSSON er fæddur að sögn móður hans, hinn 13. maí 1869, en samkvæmt kirkju |bók 16. maí sama ár. Hann trú- ir betur móður sinni, en viðkom andi presti og mun enginn lá honum það. Hann fæddist og ólst upp 1 Tungu í Fáskrúðs- firði. Ætt hans verður ekki rak in hjer. Þess má þó geta að hann er móðurbróðir þeirra lista- manna Jónssonar, Rík.arðar, hins oddhaga og hagyrta og Finns listmálara og Karls lækn is og Georgs bónda. Er það göm ul sögn, að menn sjeu móður- bræðrum líkastir. Árið 189J3 giftist hann Guð- björgu ' Guðmundsdóttir að Hafranesi í Fáskrúðsfjarðar- hreppi, mætri konu, er var af góðu bergi brotin. Skömmu seinna settist hann þar að búi tengdaföður síns. Árið 1930, andaðist kona hans og eftir það eirði hann ekki við búskap og hætti honum litlu seinna. Höfðu þau hjónin þá alið upp 4 vanda laus börn og að hálfu leyti 2 önnur. En auk þess áttu þar at- hvarf fjöldi manna, er á hjálp þurfti að halda og urðu þar hjúkrunar og líknar aðnjótandi. Tvíbýli var á Hafranesi og fór orð af því, hve sambúðin var góð. Það var í raun og veru eins og eitt heimili. Samlyndið á milli þessara tveggja heimila var svo innilegt, að alt bjarg- ræði var stundað í fjelagi, en sjávarafla og heyi skipt bróð- urlega á milli bændanna og varð aldrei að ágreiningsefni. Eindrægnin og friðurinn á þessu tvíbýli var, að því er jeg þekti, til alveg einstætt. Þar var mikil gestrisni á báðum heimil- um og gestnauð. Og öllum, er þar komu fanst heimilin brosa við sjer. Yfir öllu hvíldi ljettur og þýður blær, er heillaði þá, sem þar komu og vöktu þá til- finningu, að þar væri gott að vera. Þar var og jafnan fjöl- menni og vildu þar fleiri vera, en kost á áttu. Níels Finnsson bjó að Hafra nesi um 35 ára skeið og þótti hann sitja sinn hluta af þess- um búgarði vel. Fór þar saman góð greind, skilning og ná- kvæm athygli. Auk þess var hann hagleiksmaður á alt, er hann tók höndum til. Og enn vinnur hann nytsöm störf. Á 75 ára afmæli hans, munu minningar nágranna hans og annara, er samvista hans nutu, rifja upp drengskapinn og hjartaþilið hlýja, er þeir urðu aðnjótandi. Bjarni Sigurðsson. \Jilueiji ilrijar: ♦*• **♦ ♦** •*♦♦*♦ cícicj íe -fyCL lí^inu tæpum stundum yfir London í' gærkveldi. NÝTT hraðamet hefir verið sett í flugi yfir Atlantshaf. Var það sett af Mosquitoflugvjel, bygðri í Kanada, sem flogið var til Bretlands. Var flugvjel þessi 5 klst. og 40 mín. á leið- inni og er þetta langfljótasta ferð, sem enn hefir verið farin yfir hafið. — Reuter. Þjóðminjasafn. ÍSLENDINGAR eru sagðir sögu þjóð mikil og fróðir um margt gamalt og gott. En samt er það svo, að hinum sögulegu minj- um Islendinga hefir verið lítill sómi sýndur, eða vægast sagt alt of líti'll sómi sýndur. Það eru nú rúmlega 80 ár liðin síðan fyrsti vísir að þjóðminjasafni var stofn aður hjer á landi. í þessi 80 ár hefir safnið aukist mikið og á nú marga góða gripi. En þessi sögulegu gripir safns ins hafa verið á stöðugum hrakn ingi. Aldrei haft viðunandi húsa skjól. Saínið hefir verið hrakið af einu háaloftinu af öðru og úr einum kjalláranum í annan. Nú er ekki lengur hægt að láta við svo búið sitja. Nú verður að byggja vegleg hús yfir sögulegar minjar okkar og búa svo að þeim, að þeim sje óhætt fyrir eldi, eða öðru, sem gæti eyðilagt þær, um aldur og æfi. m Besta minningargjöfin. EINMITT NÚ þegar hin merk- ustu tímámót eru að verða- í sögu íslendinga, er tækifæri til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Það væri ekki hægt að gefa ís- lensku þjóðinni betri minningar- gjöf, þegar lýðveldið verður stofn að, en gott og stórt safnahús, þar sem menningarverðmæti þjóðar- innar frá liðnum öldum verða geymd. Þetta mál hefir þegar verið rætt nokkuð; innan Blaðamanna- fjelagsins og innan þjóðhátíða- nefndarinnar. Það hefir fengið góðar undirtektir hjá öllum. En það þarf meira en góð orð og fal- legar fyrirætlanir. Það þarf fram kvæmdir og það sem fyrst. Jeg hefi verið stuttorður um þetta mál, enda þarf ekki að reifa það neitt frekar. Allir íslendingar munu skilja, að hjer er um sjálf- sagt þjóðþrifamál að ræða. Er á öðrum stað hjer í blaðinu rakin hrakningarsaga safnanna, eins og Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður sagði frá henni á fundi Blaðamannafjelags íslands á sunnudaginn var. © „Það gerir hvern góð- an að geyma vel sitt“. MIKLAR HAFA FRAMFAR- IRNAR orðið hjer á landi undan- farna áratugi. En þrátt fyrir all- ar framfarirnar höfum við staðið í stað í mörgu. Fyrir nokkru fann Matthías Þórðarson fornminjavörður 70 ára gamian fjársöfnunarlista, sem prentaður var á Akureyri árið 1874. Þegar þessi listi var prent- aður, var þjóðhátíð í vændum, eins og nú. Þá tóku sig saman nokkrir mætir menn og efndu til fjársöfnunar til byggingar safna- húsi, undir forngripasafnið, sem þá var 11 ára gamalt. Fyrirsögnin á þessum fjársöfn- unarlista var á þessa leið: „Það gerir hvern góðan að geyma vel sitt“. Það varð ekki úr byggingu fyrir forngripasafnið þá. En nú skulum við láta það verða til minn- ingar um í hönd farandi þjóðhá- tíð, að byggja veglegt hús yfir öll okkar söfn og bæta þannig fyrir 170 ára vanrækslu. Við skplum taka undir með þeim heiðurs- mönnum, sem höfðu framsýni til þess fyrir 70 árum, að skilja nauð synina á byggingu safnahúss: j „Það gerir hvern góðan að ' geyma vel sitt“. | ' ® j Merkileg bok. NOREGUR UNDIR OKI NAS- ♦*♦ «3* *I* ♦!♦ »!• *!*•!* ISTA heitir bók, sem kemur út á bókamarkáðinn í dag. Blaða- mannafjelag íslands gefur bók- ina út, en hún er eftir þann mæta mann, prófessor Worm Múller, sem dvaldi hjer í fyrra og flutti fyrirlestra um hernám og bar- áttu Norðmanna. Mun hinum fjölda mörgu, sem hlýddu á fyrir lestra hans, vera ])eir í fersku minni. Bókar þessarar mun verða minst í öðrum greinum hjer í blaðinu og skal jeg því ekki rekja efni hennar að neinu. En lesend- um minum vil jeg eindregið ráða til að lesa bókina. Eftir lestur hennar hefir lesandinn fengið glögga mynd af því, sem gerðist í Noregi. Hann skilur hina norsku þjóðarsál betur eftir en áður. Það er sjerstaklega gott fyrir íslend- inga, sem hafa áhyggjur af þvír að við Islendingar höfum tekið hernámi íslands af skeytingar- leysi. I bók Worm-Múllers pró- fessors sjer lesandinn greinilega hvert regindjúp er milli hernáms Breta á Islandi og síðar hervernd Bandaríkjanna og hernámi Þjóð- verja í Noregi. Bókin er fjörlega og skemtilega skrifuð, - eins og vænta mátti af jafn ritfærum og gáfuðum manni og Múller prófessor er. Hún er blátt áfram spennandi- og illa er jeg svikinn, ef menn geta lagt hana frá sjer fyr en þeir hafa lesið hana spjaldanna á milli. m Misnotkun happdrætt- isvinninga. ÓVÍÐA í HEIMI mun vera jafn rnikið um happdrætti og merkja- sölur til styrktar alskonar fjelög- um og á Islandi, og hefi jeg áður lýst áliti mínu á happdrættum al- ment. Jeg er þeirrar skoðunar, að happdrætti eigi að vera innan fje laga, ef þau eru leyfð. . Það eru haldin happdrætti um alt mögulegt milli himins og jarð ar hjer á landi. Lömb á fæti, kola sekki og lúxusbíla. Það virðist haSa gefið sjerstak- lega vel a'ð halda happdrætti um bíla og hús, enda eru það þau veraldlegu gæði, sem einna erf- iðast er að veita sjer hjer á landi og margir láta freistast til að fá stórhýsi fyrir tíkall eða lúxusbíl fyrir fimmkall. Þau fjelög, eða þeir forráða- me'nn, sem standa fyrir happ- drættum, hafa allmiklar skyldur við þá, sem taka þátt í happdrætt inu. Ein er sú, að hlutur sá eða hlutir.'sem dregið er um sjeu í því ástandi, sem þeir eru sagðir vera, þegar happdrættið er aug- lýst. Hlutur, sem settur hefír verið í happdrætti, er ekki eign fjelagsins í raun og veru. Hann er eign þess lánsama manns, sem á númerið er upp kemur. Fje- lagið má því ekki láta hluti þá skemmast, sem settir hafa verið í happdrætti, svo ekki sje nú tal að um að misnota þá, áður en dregið er í happdrættinu. Fjelag, sem hefir látið byggja hús til að hafa í happdrætti, get- ur ekki leigt það út á meðan happ j drættið stendur yfir. Það má ekki ^ heldur nota happdrættisbíl til j lerðalaga á meðan happdrættið , stendur yfir, þó hinsvegar sje ekki amast við því að honum sje | ekið spölkorn um sljettar götur í bænum í auglýsingaskyni. — Þetta ættu forstöðumenn happ- drætta að athuga, því það, sem hjer hefir verið drepið á, er ekki alveg tilefnislaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.