Morgunblaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 10
10 MOBflUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 1944 Smjörhákur litli Æfintýri eftir P. Chr. Asbjömsen. sagði hún við Waight. „Jeg fann það á mjer, að eitthvað myndi ske í kvöld“. „Jeg vildi óska“, sagði Waight kvartandi, „að þú gætir gleymt þessu bannsetta blaði í eina eða tvær klukkustundir. Jeg held, að þú hafir blek í æðun- um, en ekki blóð“. Hún brosti elskulega til hans. „Við skulum koma“, sagði hún. „Jeg er glorhungruð“. Þau ætluðu að vera við opn- un á nýju veitingahúsi, sem Lefty Halligan, frægur íþrótta- maður, átti, og af einhverri heimskulegri forsjálni hafði Waight trygt sjer borð mörg- um vikum áður, því að aðsókn var mjög mikil. Á leiðinni þangað hugsaði Muriel stöðugt um Vaughan- rr^lið og Barney, og svaraði þvaðrinu í Waight aðeins eins- atkvæðisofðum. Hún fann á sjer, að eitthvað mikilVægt var að gerast. Sjötta skilningarvit- ið, sem hafði gert hana að sVo góðri blaðakonu, var þar að verki. Hvar var Barney, og hvað var hann að gera? Veitingahúsið var þegar yfir- fult, þegar þau komu þangað. Þar var öllu mjög smekklega fyrir komið, maturinn og vín- ið gott, og sömuleiðis hljóm- sveitin. „Það heyrðist þá að minsta kosti í henni“, hugsaði Muriel með sjer, og langaði til þess að grípa fyrir eyrun. Jeffery Waight hallaði sjer að henni. „Eigum við að dansa?“ Hún kinkaði kolli. Alt var betra en sitja svona og bíða eft ir að eitthvað gerðist. Jeffery dansaði mjög vel, og skemtu þau sjer dálitla stund við að athuga fólkið í kringum þau. Þarna var Htexford Johnson með mjög laglegri stúlku, blá- klæddri. Auðvitað! Hann var alsstaðar. Nú kom hann auga á Muriel og brosti til hennar. „Og þarna er Hilda Masson. Hvernig skyldi hún skemta sjer“, sagði Muriel. „Hilda Masson?" „Nei, Hilda Lassiter", leið- rjetti hún og brosti. „Það er dökkhærða stúlkan í gráa kjóln um í horninu þarjaa“. Hann leit þangað. Við stórt borð í horninu var hópur af fólki að setjast niður. Hilda Lassiter stóð dálitla stund eftir að hún var farin úr loðkápunni, og horfði á fólkið. Síðan sett- ist hún. „Er þetta Lassiter — þessi Ijóshærði?" Muriel kinkaði kolli. „Og þetta er Herbert Martin, lögfræðingur Hildu, sem með þeim er. Hvað skyldi hann vera að gera hjer?“ Hún starði hugs- andi á þau Hún hafði tekið eft- ir sigurhróssvipnum á andliti Hildu. Það var auðvitað brjef- ið, sem orsakaði hann. Það var eitthvað í svip Hildu Lassiter, sem orsakaði mikil umbrot I huga Muriel. Ýmis- legt, sem Barney hafði gefið í skyn, spurningar, sem hann hafði ekki svarað, óljós grunur hennar sjálfrar, alt þetta fór að taka á sig fasta mynd. „Þú skalt fara aftur að borð- inu“, sagði hún við Waight, þegar dansinn var á enda. „Jeg kem rjett strax“. Hún flýtti sjer fram í snyrti- herbergið, og náði þar í simann. En Barney var ekki í skrif- stofunni. Þeir sögðu, að hann hefði komið þar, en væri nú farinn heim. Og hafði hún heyrt það nýjasta? Lík Vaughans var fundið — hafði verið grafið út úr skafli í Vesturgötu. Það var Barney sem fann það, og hann fengi áreiðanlega heiðursverð- laun fyrir. Muriel var svo skjálfhent, að hún ætlaði varla að koma fimm eyringunum niður um rifuna, þegar hún hringdi aftur. — En enginn svaraði. Barney var ekki kominn heim enn þá. En hann myndi verða kominn, þeg ar hún kæmi þangað. Hún náði í kápu sína, og bað stúlkuna að segia hr. Waight, að ungfrú Masterman hefði orðið lasin, og farið heim. „Já, ungfrú. Á jeg að ná í bif reið handa yður?“ „Já, þökk fyrir“. Hún stóð í anddyrinu og beið. Fyrir utan heyrði hún blaðadrengina hrópa. Já, Barn ey myndi fá heiðursverðlaun fyrir þetta. Maður kom út úr veitinga- salnum, bak við hana. Hún fylgdi honum eftir með augun- um, án þess að vera sjer fylli- lega meðvitandi um það. Hann ýtti við hinni þungu útidyra- hurð og kallaði á blaðadreng, keypti blað og stóð dálitla stund undir ljósinu, og leit yfir helstu frjettirnar! Á meðan hjelt Muriel áfram hugsunum sínum. Svo Vaughan hafði yfirgefið íbúð Stellu, eins og Barney sagði. Hann hafði þá farið stuttu eftir að skotin heyrðust, á þessum fimm mínútum, sem Johnson var ekki við gluggann. Hún mundi eftir vitnisburði prestSins. Hann sagðist hafa sjeð tvo menn halda niður Bank Street, í áttina til árinnar. Vest urgata var niður við ána. Það fór hrollur um hana. Kl. 10.15. Það var stuttu eftir að hún og Barney höfðu yfirgefið veitingahúsið á horninu við Waverly Place. Hún sá aftur fyr ir sjer skuggalega göturia, hvít- an snjóinb og spor Vaughans í snjónum, fyrir framan dyr veit ingahússins. Og þegar hún hafði hlaupið út í bílinn, hafði hún rekist á manninn með regnhlíf- ina.... Hún tók andköf., Alt í einu fjekk hún sv'ár við spurn- ingu þeirri, sem ekki hafði látið hana í friði síðan hún sá myndina af brúðkaupi Hildu. Hún vissi, hvar húri hafði sjeð þetta andlit áður. Og um leið og henni varð það Ijóst, langaði hana til þess að hlaupa á brott og fela sig. En það var of seint. Áður en hún gat snúið höfðinu undan, sneri maðurinn sjer í dyragættinni við, og þau stóðu augliti til auglitis í fyrsta sinn eftir kvöldið góða í Bank Street. Andartak vonaði hún í ör- Væntingu, að hann þekti sig ekki. En hann þekti hana. Á því var enginn efi. Hann varð náfölur í andliti og í augu hans, kom svipur, sem gerði hana skelfingu lostna. Áður en hann fjekk ráðrúm til þess að hreyfa sig eða tala, þaut hún framhjá honum, út um dyrnar. Dyravörðurinn var hvergi sjáanlegur. Sennilega hafði hann farið til þess að ná í bíl handa henni. En í sömu andránni kom þar að bíll. Maður og kona í sam- kvæmisklæðum stigu út. Hún náði í bílinn, og gaf bílstjóran um heimilisfang Barneys. Hann bjó skamt þar frá, en henni virtist ferðin aldrei ætla að taka enda. Þegar bifreiðin staðnæmdist loks fyrir framan uppljómað anddyrið, flýtti hún sjer að borga bílstj<jranum og hljóp upp stigann. Þetta var stórt leiguhús og í anddyrinu var röð af brjefa- kössum. Hún staðnæmdist fyrir framan einar dyrnar, og hringdi. „O, guð“, hvíslaði hún. „Láttu hann vera heima“. En enginn svaraði hringingunni. Hún leit- aði í tösku. sinni að lyklinum, sem hann hafði gefið henni kvöldið sem hann ljet hana bíðg sem lengst eftir sjer á tröppun- um. Hún hafði ekki fengið tæki færi til þess að nota hann fyr en núna. Hún ætlaði aðl fara inn og hringja niður á „Blobe“ og bíða svo eftir honum. Loks fann hún lykilinn. En þá varð hún alt í einu vör við, að ytri dyr anddyrisins voru opnaðar og einhver kom inn. Andartak stóð hún hreyfing- arlaus. Hún var of hrædd til þess að geta hreyft sig. Hún vissi hver það var, sem stóð bak við hana. Maðurinn hallaði sjer áfram og leit á nafnið íyrir ofan brjefakassann. „Jæja“, sagði hann. „Svo að 1. EINU SINNI VAR KONA. Hún sat og var að baka. Hún átti lítinn dreng, sem var skelfilega fertur og digur og sem langaði altaf í góðan mat, þess vegna kallaði hún hann Smjörhák, og svo átti hún hund, sem hjet Gullin- tanni. Alt í einu byrjaði hundurinn að gelta. „Skreptu út Smjörhákur minn og líttu eftir hverju hann Gullintanni er að gelta“, sagði konan. Út stökk strákur, því hann gegndi altaf mömmu sinni strax, en kom fljótt inn aftur og var hræddur: ,,Æ, mamma mín“, sagði hann, „það kemur stór og digur tröll- kerling með hausinn undir hendinni og poka á bakinu“. „Skríddu undir borðið og feldu þig“, sagði móðir stráksins. Svo kom stóra skessan inn. „Góðan daginn“, sagði hún. v j; ,.*• 1 „Sæl vertu sjálf“, sagði mamma Smjörháks. ’„Er hann .Smjörhákur þinn heima í dag?“ spurði skessan. „Nei, hann er úti í skógi með pabba sínum að veiða rjúpur“. „Það var slæmt“, sagði tröllið, „^eg kom hjerna með svo fallegan lítinn silfurhníf, sem jeg ætlaði að gefa honum“. „Bíddu, bíddu, hjer er jeg“, sagði Smjörhákur litli og gægðist fram undan borðinu. „Æ, jeg er svo gömul og stirð“, sagði skessan. „Ef þú vilt fá hnífinn, þá vcrðurðu sjálfur að sækja hann niður í pokann minn“. Þegar Smjörhákur var kominn niður í pokann, varpaði tröllkonan honum á bak sjer og þaut af stað. En þegar komið var nokkuð frá bænum, varð skessan þreytt og spurði: „Hvar get jeg sofið?“ „Gáttu svolítið lengra“, sagði Smjörhákur litli í pok- anum. Svo lagði skessan pokann frá sjer við veginn og gekk inn í skóginn og lagðist þar til svefns í rjóðri einu. Á meðan tók Smjörhákur litli hnifinn sinn, skar stórt gat á pokann og fór út, setti svo rótarhnyðju í staðinn fyrir sig og hljóp heim til mömmu sinnar. Þegar skessan kom heim til sín í helli sinn og sá, hvað hún var með í pok- anum, varð hún öskureið. Daginn eftir var móðir Smjörháks enn að baka. Alt í einu fór hundurinn að gelta ákaflega. „Skrepptu út, -urux O. Bergquist, biskup í Luleá var ákaflega vinsæll maður og orðheppinn. Hann var annálað- ur fyrir orðhepni sína við hvaða tækiíæri sem var. Eitt sinn er t. d. sagt frá því, að hann var í veislu hjá frjáls- lyndum stjórnmálamanni. Eft- ir miðdegisverðinn sátu gest- irnir upp á lofti og spjölluðu saman. Hafði þá einhver gest- anna orð á því, að hann skildi ekkert í því, að annar eins á- gætismaður og biskupinn og jafn rjettsýnn, skyldi geta ver- ið hægri maður. — Vitið þjer það ekki, sagði biskupinn hógværlega, en glett inn í augunum, að það stendur skrifað í prjedikara Salomons, 10. kap., 2. versi, að „hjarta hins vitra bendir honum til hægri, en hjarta heimskingjans bendir honpm til vinstri?“ ’ Hinn varð að sjálfsögðu orð- laus og lauk þessu með því að allir fóru að hlæja. Nokkru seinna áttu gestirn- ir að ganga niður í samkvæmis- salinn aftur. En nú vildi svo til að stiginn var snúinn og þurfti að beygja til vinstri. Þá ætlaði hinn frjálslyndi að ná sjer niðri á biskupnum og segir: — Jæja, nú verðúr herra bisk upinn að snúa til vinstri. — Já, svaraði biskup hik- laust, en þjer sjáið líklega sjálf ur, að þessi vegúr liggur norð- ur og ni.ður. ★ Ameríkumaður var staddur í írlandi og var að reyna að skýra það fyrir gestgjafa sínum, hvað Bandaríkin væru víðlend, en ír- inn ljet sjer fátt um finnast. Að lokum sagði Ameríkaninn: Ef jeg stíg í járnbraut í Pen- sylvaníu kl. 7 að kvöldi, þá er jeg enn í Pensylvaníu kl- 7 að morgni. Gestgjafinn brosti og mælti: — Já, vi§ höfúm álíka hrað- skreiðar járnbrautir hjer, en okkur dettur bara ekki í hug að monta af þeim. ★ Húsfreyjan: — Jón, Jón, komdu fljótt, það er kominn kýr inn í kálgarðinn okkar. Húsbóndinn: — Láttu ekki svona, kona. Flýttu þjer heldur og mjólka^ hana áður en húri fer út aftur. ★ Símaviðgerðarmaður: Haf- ið þjer gert boð eftir símavið- gerðarmanni hjer? Húseigandi (önugur): — Já, jeg bað um hann í desember. Viðgerðarmaðurinn: — Nú, þá á jeg ekki að fara hiqgað. Sá, sem jeg á að fara til, bað um viðgerðarmann í ágúst. ★ •— Munurinn á kú, sem jórtr- ar, og stúlku, sem jórtrar tyggi gúmmí, er sá, að kýrin virðist hugsa á meðan hún jórtrar. ★ _ „Jeg vona“, mælti hún, „að þú bjóðir mjer í brúðkaup þitt?“ Hann var feiminn, en mælti i þó: „Já, jeg ætla að bjóða þjer fyrst af öllum, og ef þú vilt ekki koma, þá gifti jeg mig ekki“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.