Morgunblaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 107 tbl. — Þriðjudagur 16. maí 1944 Isafoldarprentsmiðja hJf. itJÍFA GUSTAVLÍNDMA Gandlii vill lægja Loudon í gœrkveldi. Mahatma Gandhi er nú staddur í Lahove í Indlandi og Jýsti hann því yfir í dag, að hann væri reiðubúinn að miðla málum í deilum Ilhxhía &g Múhammeðstrúarmanna. Sagðí hanu þetta vegna þess, að hann fjekk skeyti frá ein- iim Muhanimeðstrúarmanna, ]>ar sem hann var beðinn um þrtta. Kvaðst Gandhi muna j-æða við Jinnah, leiðtoga IMúhamnieðstniarmanna, og reyna að sameina báða flokk- ana lil sameiginlegra átaka fyrir frelsi Indlands. — Reuter. Snörp áfök við London í gærkveldi: llKESTJÓBK Rússa segir í tilkynningu sinni í kvöld, að engar meiriháttar breytingar hai'i orðið á Austurvígstöðv- umim í gœr, en fregnritarar segja, að t'im sje barist við Dniester, þar sem Þjóðverjar kveðast nú enn frekar hafa ininkað i'orvígi Rússa. Rússar ræða mikið uni loft- árásir, sem þeir hafa gert á ýmsa staði að baki víglínu JÞjóðverja, t. d. járnbrautar- stöðina Russkayja. Annarstað ai- segjast Rússar hafa kveikt í herflutningalestum. Þjóðverjar segjast nii Tiafa komið öllu liði sínu brott af Krimskaga, eða þvínær öllu, eftir mikla bardaga og erfið- ieika. Rússar gi'eina frá árás rúss- neskra sprengju- og tundur- skeytaflugvjela á skipalest Þjóðver.ja fyrir Norður- Nor- égi, Segjast Riíssar hafa sökt ])arna 3 stórum skipum í mik- illi orustu. • ? öruskiptajðfn- uöurinn í apnl var hagstæður VORUSKIFTAJÖFNUÐUR- INN í apríl var hagstæður um rúmar 10.7 miljónir króna. Verðmæti innfluttrar vöru nam 19.8 milj., útfluttrar als 30.5 miljónum króna. Það sem af er þessu ári, jan. —apríl, nemur verðmæti inn- fluttrar vöru als kr. 67.8 milj., og útfluttrar vöru kr. 78.1. Er því verslunarjöfnuðurinn hag- stæður um 10.3 miljónir króna, fyrstu fjóra mánuði ársins. Verslunarjöfnuðurinn á sama tíma í fyrra var óhagstæður um rúmar 14 milj. króna. Verðmæti innfluttrar vöru var þá als 77.4 milj. kr., og útfluttrar 63.2 miljónir króna. Oóffir hcrshofSingja Snörp loffárás ÞYSKAR sprengjuflugvjelar állmargar, gerðu í nótt sem leið allmiklar árásir á ýmsa slaði á Suður- og Suðvestur- strönd Englands. Þjóðverjar segja að aðalárásin hafi verið gerð á borgina Bristol, og hafi komið þar upp miklir eldar. — Bretar viðurkenna tjón af árás unum, en skutu niður 14 flug-- vjelanna og er langt síðan svo margar þýskar flugvjelar hafa Verið skolnar niður yfir Eng- landi á einni nóttu. ¦—Heulor. ? ? » Harðar orustur í Loyeng Chungking í gærkvöldi. JAPANAR eru nú komnir inn í borgina Loyeng á þrem stöðum og eru miklir götubar- dagar háðir í borginni. Rufu Japanar skörð í borgarmúrana, og er talið hjer, að varla geti á löngu liðið, áður en borgin fellur í hendur Japönum. Kínverjar hafa með snöggri gagnsókn rofiðá tveim stöðum járnbraukina milli Peiping og Hankow, en Japanar voru ný- lega búnir að ná hehni á sitt vald allri. Eru bardagar víða harðir um hjeraðið og segjast Japanar hafa umkringt mikinn kínverskan her. Sunnar, á landamærum Burma og Kína, hafa Kínverj- ar byrjað sókn á hendur Jap- önum, og mun markmið þeirra að brjólast til hersveita Still- wells og hinna kínversku sveita, er með þeim eru í Hu- ondalnum, sem nú er hálfur á valdi bandamanna. —Reuter. Þjóðverjar hörfa af nokkru landsvæði London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. TILKYNT hefir verið í Algiers, að franskar hersveitir, sem berjast með fimta hernum, hafi rofið Gústavlínuna svonefndu á einum stað, en annars staðar hafa Frakkar og sótt fram og tekið þorp nokkurt. — Þjóðverjar kveðast hafa yfirgefið allmikið af framstöðvum Gústavlínunnar vegna mjóg öflugrar sóknar bandamanna. Áttundi herinn hefir sótt lengra inn í Lieridalinn og bætt aðstöðu sína fyrir norðan Rapidoána, en þar er mjög örðugt að sækja fram, því mótspyrna Þjóðverja er þar afar hörð. Þctta er dóttir Carl Spaatz, ameríska flugflotastjórans. — Hún starfar að því að veita breskum flugmönnum í Eng- landi hressingar, eins og þær, sem hún sjest hjer með á bakka GLIMUKEPNI KJÓSARSÝSLU. Éidí á skíðum ÞAÐ SLYS varð um s. 1. helgi, að Leifur Kaldal fót- brotnaði, er hann var á skíðum inn í Innstadal. — Misrennsli var og mun það vera orsök þess, að svo illa tókst til. Leifur brotnaði á hægri fæti rjett fyrir ofan öklann. Var fyrst farið með hann niður að Kolviðarhóli, en þaðan var hann fluttur í Landspítalann. son frá Miðdal sigraSi UNGMENNASAMBAND Kjalarnesþings hjelt kapp- glímu Kjósarsýslu s. 1. laugar- dag að Brúarlandi. Áður en keppnin fór fram, flutti Kjartan Bergmann glímu kennari snjalt erindi um þróun ísl. glímunnar. Úrslit glímunnar urðu þau, að Davíð Guðmundsson varð sigurvegari og vann til eignar verðlaunagrip þann, sem kept var um. Hann hlaut einnig 1. verðlaun fyrir fegurðarglímu. Annar varð Njáll Guðmunds- son, og hlaut 2. fegurðarverð- laun. Þriðji varð Eiríkur Sig- urjónsson. • Þá flutti Stefán Runólfsson, frá Hólmi, formaður Ungmenna fjelags Reykjavíkur, ágætt er- indi um íþróttir. Loks var dans að. Skemtunin fór vel fram. Verkf allsmálið: Málaflufn- ingur í dag í DAG kl. 5 síðdegis fer fram málflutningur fyrir Fjelags- dómi í máli atvinnumálaráð- herra gegn Alþýðusambandinu, vegna verkfallsins í vega- pg brúavinnu. Vegna lasleika for- manns Fjelagsdóms gat mál- flutningur ekki farið fram í gær. Einar B. Guðmundsson hrl. flytur málið fyrir ríkisstjórn- ina, en Ragnar Ólafsson hrl. fyrir Alþýðusambandið. Úrskurður Fjelagsdóms ætti að geta komið á morgun. • * • Stofnað Skógrækf- arfjelag Ausfur- Húnvefninga SKÓGRÆKTARFJELACÍ- AusturJTúnvetninga, var stofn að á Blönduósi sunnudaginu Í4. maí. Stofnendur voru 63. Voru langar og fjörugar um- ræður á fundimun uni skóg- ræktarmál ogskógræktafjelög. 1 stjórn hins nýstofnaða f.je- lags voru þessir kosnir: Ágúst Jónsson, bóndi á ITofi, sr. Gunnar Árnason á Æsustæð- um, Jón Pálmason, alþm. á Akri, Steingrímur Davíðsson, kennari á Blönduós og Þor- björn Björnsson bóixTi á Geita- skar'ði. Hakon Bjarnason, skóg- græðslustjóri var á fundinum. í ráði er að fjelagið lieiti sjer fyrir að friðaðar verði skógar- leyfar í Laxárdal eða á svo,- nefndum Tindaskógi í Svína- dal. Aðal fundur skógræktarf.je- lags Borgfirðinga var haldinn í Borgarnesi á laugardaginn • Yfirleitt segja fregnritar- ar að sóknin sje hæg, og telja það mjög eðlilegt, vegna hinna óhemju miklu virkja Þjóðverja og harðrar varnar þeirra. Endurreist hersveit. Gegn fimta hernum berst 71. herfylkið þýska, sem var sigrað við Stalingrad, en síðan var endurreist. Telja bandamenn það hafa goldið allmikið afhroð í bardögun- um, en alls hafa þeir tekið urrf 2000 fanga, síðan sókn- in hófst. Skriðdrekaviðureignir. Þar sem land er fremur sljett, hefir komið til mik- illa skriðdrekabardaga, þar sem Þjóðverjar hafa beitt skriðdrekum og stórum fall- byssum. Þá hafa þeir mörg stálvirki um þessa slóðir. — Flugvjelar bandamanna taka mikinn þátt í barátt- unni gegn skriðdrekum Þjóð verja. Þjóðverjar segja í dag frá fallhlífarhermanni sínum einum, sem eyðilagði 6 skriðdreka andstæðing- anna, á sólarhring. Sumsstaðar kyrt. Það er ekki svo, að alls- staðar sje barist af jafnmik- illi hörku um víglínuna, þótt miklir bardagar sjeu um hæðir rjett hjá, getur verið hljótt og kyrt á milli þeirra. ¥are rekinn var. Þar var meðal annars rætt um að fá friðað skóg- lendið umhverfis TTirðavatn. LONDON —: Þingflokkur verkamannaflokksins breska hefir felt með 11 atkvæða meiri hluta að reka þingmanninn Aneurin Bevan úr flokknum,en hann hafði sýnt ráðherra flokks ins, Ernest Bevin verkamála- ráðherra og stjórninni mótþróa vegna aðferðar stjórnarinnar til þess að koma í veg fyrir verkföll. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.