Morgunblaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ' 19 Miðvikudagur 2Am&1__ý 1ÁJ. JSomeróet YlrfaucýL iam: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju 2. dagur — auðn af flötum völlum. Jeg gat ekki að því gert, að mjer datt í hug, þegar jeg sá myndir þess ar, að Chester Bradlake hefði líklega vel vitað, hvað hánn var að gera, þegar hann yfir- gaf þetta og fór til borgarinn- ai\ Nú náðum við okkur í leigu- bifreið. Hún stansaði fyrir fram an hátt, brúnt steinhús. Til þess að komast að aðaldyrunum, þurfti að fara upp háar tröppur. Frú Bradlake stóð á fætur, þegar við komum inn, og Elli- ott kynti okkur. Hún hlýtur að hafa verið fögur kona á sínum yngri árum, því að vöxtur henn ar var enn-góður, þótt hún væri feitlagin, og augun voru fögur. En hin gulgráa húð á andliti hennar, sem var nær því öm- urlega laust við alla snyrtingu, hafði lagst í fellingar og mátti greinilega sjá, að hún hafði beðið lægri hlut í baráttunni við kerlingu Elli. Hinn gestur hennar var enn ekkl kominn, og meðan við bið um eftir honum, röbbuðum við saman. ,,Elliott segir mjer, að þjer hafið komið hingað suður um“, sagði frú Bradlake. „Komuð þjer við í Róm?“ „Já, jeg dvaldi þar eina vikiV'. „Og hvernig líður minni kæru Margrjeti drotningu?" Dálítið undrandi yfir spurn- ingu þessari sagðist jeg ekkert um það vita. „Ó, heimsóttuð þjer hana ekki? Það er indæl kona. Hún var svo góð við okkur, síðast þegar við vorum í Róm. Hvers vegna heimsóttuð þjer hana ekki?“ „Sannleikurinn er“, sagði jeg og brosti, „að jeg þekkí hana ekki“. „Þekkið þjer hana ekki?“ sagði frú Bradlake, eins og hún tryði ekki sínum eigin eyrum. „Hvers vegna ekki — ?“ „Ja, rithöfundar sitja nú ekki svona yfirleitt og skeggræða við konunga og dfotningar“. „En hún er svo indæl kona“, sagði frú Bradlake í aðfinslu- tón, eins og þao væri í meira lagi ljótt af mjer að þekkja ekki hdnnar konunglegu há- tign. „Jeg er viss um, að yður myndi geðjast vel að henni“. Nú opnuðust dyrnar og þjónninn vísaði Hilary Braba- zon inn. Þrátt fyrir nafn sitt var Hil- ary Brabazon langt frá því að vera rómantísk vera. Hann var stuttur, mjög digur maður, nauðasköllóttur, nema í hnakk anum var svartur, hrokkinn hárkragi. Andlitið var svo eld- rautt, að maður hafði á til- finningunni, að það hlyti brátt að svitna ofsalega, augun voru grá og á stöðugu iði, og varirn- ar þykkar. Hann var enskur, og jeg hafði nokkrum sinnum rekist á hann í London. Hann var mjög kátur og fjörugur,' og afar vingjarnlegur, en það þurfti ekki mikinn mannþekkj- ara til þess að sjá, að þessi vin- semd var aðeins til þess að hylja mjög slunginn verslun- armann. Hann hafði í nokkur ár verið mest eftirsótti húsa- skreytarinn í London. Nú kom þjónninn inn með vínblöndu á bakka. ' „Við bíðum ekki eftir Isa- bel“, sagði frú Bradlake og fjekk sjer eitt glas. „Hvar er hún?“ spurði Elli- ott. „Hún er að spila golf með Larry. Hún sagðist ef til vill koma seint“. Elliott sneri sjer að mjer. „Larry er Laurence Darford. Isabel og hann eru víst trú- lofuð“. Jeg tók eftir því, að Hilary Brabazon leit vandlega í kring um sig, fyrst þegar hann kom inn í herbergið, og eins og ó- sjálfrátt lyfti hann augabrún- unum dálítið. Herbergið var og vissulega undravert. Veggfóðr- ið, gluggatjöldin og áklæði hús- gagnanna var alt í samræmi. Á veggjunum hjengu olíumál- verk í þungum gullumgjörð- um, sem Bradlakarnir höfðu augsýnilega keypt, þegar þeir voru á ferð í Róm. Þar voru minjagripir um dvöl þeirra í í Peking, útflúruð borð úr dökk- um viði og geysistórir postu- l línsvasar. Þar voru einnig munir frá Peru og Chili, | mannamyndir úr steini og leir- ker. Alt var þetta herfilegt, en þó skemtilegt. Á herberginu var jhlýlegur heimilisbragur, svo að maður kunni vel við sig þar. Allir þessir hlægilegu munir áttu þar heima, því að þeir voru hluti af lífi frú Brad- lake. | Við höfðum rjett lokið við vínblöndu okkar, þegar dyrn- ar voru opnaðar upp á gátt og inn komu piltur og stúlka. j .„Komum við seint?“ spurði stúlkan. „Jeg kom með Larry með mjer. Er nokkuð til handa honum að borða?“ „Já, ætli það ekki“, sagði frú Bradlake og brosti. „Hringdu og segðu Eugene að bæta við einum diski“. „Hann opnaði fyrir okkur. Jeg er búin að segja honum það“. „Þetta er dóttir jnín, Isabel“, sagði frú Bradlake og sneri sjer að mjer. „Og þetta er Lau- rence Darford“. Isabel var há vexti, andlitið ávalt og nefið beint, augun falleg og varirnar þykkar, en það virtist einkenna fjölskyld- una. Hún var snotur, þótt hún væri lítið eitt of feitlagin, sem var sennilega að kenna aldri hennar. Hún myndi grennast með tímanum. Hendur hennar voru sterklegar og fagurlega skapaðar, þótt þær væru einn- ig dálítið of feita^, og sömu- leiðis fætur hennar. Hún hafði mjög fallega húð og skifti vel litum. Hún Ijómaði af hreysti fjöri og lífsgleði. Hún var svo eðlileg, að Elliott, með allan sinn glæsileika, varð fremur glyngurslegur við hlið liennar. Og við hliðina á ferskleika hennar virtist frú Bradlake gömul og þreytt. Við fórum niður tíl þess að snæða hádegisverð. Hilary Brabazon fölnaði, þegar hann sá borðstofuna. Veggirnir voru fóðraðir með dökkrauðu, ódýru veggfóðri, og á þeim hjengu illa málaðar myndir af önug- legum konum og körlum, sem voru nánustu ættingjar hr. Bradlake. Þarna var einnig mynd af honum. Hann var með mikið skegg, í kjólfötum, með hvítan, stífaðan flibba. Hús- gögnin, úr dökkri eik, voru geysimikil fyrirferðar. „Jæja, hvað finst yður?“ spurði ísabel Hilary Brabazon, þegar við vorum sest niður. „Jeg er viss um, að þau hafa verið mjög dýr“. „Já“, svaraði frú Bradlake. „Við fengum þau í brúðargjöf frá tengdaföður mínum. Við fluttum þau með okkur til Lissabon, Peking, Quito og Róm. Margrjet drotning dáðist mjög að þeim“. „Hvað munduð þjer gera með þau, ef þjer ættuð þau?“ spurði Isabel Brabazon. En áð- ur en hann gat svarað, svaraði Elliott fyrir hann. „Jeg mundi brenna þeim“, sagði hann. Síðan tóku þau þrjú að ræða af ákafa, hvernig fara ætti með herbergið. ★ Og samtalið hjelt áfram. Frú Bradlake hlustaði, en það var ekki gott að segja, um hvað hún var að hugsa. Jeg sagði lít- ið, og Larry, unnusti Isabel — jeg hafði gleymt eftirnafni hans — sagði ekki orð. Hann sat hinu megin við borðið, á milli Elliott og Brabazon, og jeg gaf honum auga við og við. Hann virtist mjög ungur. Hann var svipaður á hæð og Elliott, tæp sex fet, mjög grann ur og útilimalangur. Hann var mjög geðugur piltur að sjá, hvorki laglegur nje hversdags- legur í útliti, fremur feiminn og vakti enga athygli á sjer. Jeg hafði gaman af að at- huga, að þótt hann hefði varla sagt orð, síðan hann kom inn í húsið, virtist hann kunna mjög vel við sig, og taka þátt í sam- salinu á einhvern undarlegan hátt, án þess að opna munn- inn^ Jeg tók eftir höndum hans. Þær voru langar, mjög fagur- lega lagaðar og um leið sterk- ar. Jeg hugsaði með mjer, að það hlyti að vera unun fyrir málara að mála þær. Hann var ekki þreklega vax- inn, en annars engan veginn veiklulegur í útliti. Andlit hans, rólegt og alvarlegt, var sól- brunnið, en annars litlaust, og •andlitsdrættir hans voru lítt fyrirmannlegir, þótt þeir væru reglulegir. Kinnbein hans voru fremur há, og gagnaugun hol. Hárið var dökkbrúnt og lítið eitt liðað. Augun virtust stærri en þau í raun rjettri voru, vegna þess, að þau lágu djúpt í augnatóítunum, og augnahár- in voru þjett og löng. Augun Ný framhaldssaga Nýjasia skáldsaga hins vinsæla hölunil ar, W, Somersel Maugham. — með írá byrjun ISABEL BRAÐLAKE, fjörugui' afkomandi gamallar Illinois- ættar, og ástfangin af Larry. . 1 Ót» SOPHIA, 17 ára goniui * g sakanleg. Kemur meiJ‘a seinna. díf Friðrik fiðlung111 Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. Þegar Friðrik kom til borgarinnar, settist baa gistihúsi einu, þar ljek hann á fiðluna, og þeir seh1 V komu, þeir dönsuðu, og hann lifði í vellystingu111 g uglega og hafði ekkert að segja af sorg nje sut- gat neitað honum um það, sem hann bað uffl En þegar skemtunin stóð sem hæst, komu vai1 me irnir og áttu að draga Friðrik fyrir dóm, því sýs luiúa' l inn hafði kært hann fyrir árás og rán og jafnvel ul raun, og nú átti að hengja hann Friðrik. { En Friðrik var ekki alveg ráðalaus. Hann tók óa una og ljek á hana, og þá urðu varðmennirnir a þar til þeir duttu um koll og lágu gapandi á g°ul e Því næst voru sendir hermenn eftir Friðrik, ^ fór betur fyrir þeim, því fiðlungur spilaði og þeir ^ ^ dansa. En að lokum ljeku þeir á Friðrik og ^ meðan hann svaf eina nóttina og svo var hann til að hengjast strax, og var þegar lagt af stað ^£] Þar þyrptist saman múgur manns, sem vildi siagtad( undarlega mann, og sýslumaðurinn var þar líka ;. þ, og var mjög glaður, því nú hugðist hann fá hefn ’ ; fyrir peningana sína og fötin sín. Friðrik hafði fiðluna og byssuná, því þeim hlutum var ómogu ná af honum. Og þegar hann var kominn að &a ~ ( og var að klifra upp stigann, þá drógst hann atra ^.É og hann væri alveg að þrotum kominn, og á e^sta jeJ- settist hann og spurði, hvort hægt væri að neita j eina bón, sig langaði svo mikið til þess að leika • fiðluna, áður en hann ýrði hengdur. ^ Öllum fannst bæði synd og skömm að nelta b011^^ svona lítilræði. En sýslumaðurinn bað þá í öllui*1 g að leyfa ekki stráknum að spila, því, ef það V ^j myndi allt vitlaust verða. Bað hann svo menn j e sig við við birkitrje eitt, er þar var, svo hann að dansa, þótt stráknum væri leyft að spila. rja Svo tók Friðrik fiðluna og var ekki seinn a ^ þá fóru náttúrlega allir viðstaddir að dansa, b ^ og skepnur, bæði hermennirnir, fógetinn, bo ^j presturinn, en sýslumaðurinn dansaði bundmn ^ ] trjeð og rispaði sig á bakinu. Sumir dönsuðu ÞaI^ yi lágu sem dauðir, aðrir þar til þeir fjellu í svin1^ þa( fór þó fyrir sýslumanninum. Enginn hugsaði u ^ ^ hegna Friðrik fiðlungi, og hann fór loks burtu una sína og fiðluna og lifði vel og lengi, þvl neitað honum um fvrstu bónina, sem hann na ENPI]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.