Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 1
81. árgangur. 115. tbl. — Föstudagur 26. maí 1944. liafoldarprentsmiðja h.f. Ettir talningu í 14 kjördsemum: Sambandsslitin: Lýðveldið: 46 — - 47.855 jd 257 nei 675 jd 819 nei Einangrun Anziosvæðisins rofin Bandamenn eru að taka Cisterna London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ANZIOSVÆÐIÐ ER EKKI LENGUR EINANGRAÐ. Framsveitir bandamanna þaðan og framsveitir fimta hers- ins, sem sækir að sunnan frá Terracina, mættust þar á stra'ndveginum í dag snemma, eftir að Þjóðverjar höfðu hörfað af öllu svæðinu milli Terrachina og Anzio-forvígis- ins, til þess að verða ekki umkringdir, er Kanadamenn rufu Hitlervirkin nokkru austar. Harðir bardagar eru enn háðir um allar vígstöðvarnar, og seint í kvöld bárust fregnir um það, að bandamenn væru að brjóta á bak aftur síðustu mótspyrnu Þjóðverja í bænum Cisterna. Útvarpið í Róm sagði í kvöld, að krafturinn í sókn bandamanna væri mjög mik ill og færi vaxandi. Hefðu þeir enn aukið skriðdrekalið sitt og sæktu hvarvetna á í ákafa, en sjerstaklega þó fyr ir norðan Pico, þar sem þeir beittu miklu magni skrið- dreka, fótgönguliðs og flug- liðs. Ákafar árásir Þá segir útvarpið, að bandamenn ráðist með jafn- miklum ákafa á stöðvar Þjóð verja milli ánna Liri og Mat- rice fyrir norðaustan Ponte Corvo og suðvestan San Gio vanni. Þrátt fyrir mikil byssustingjagagnáhlaup hafa bandamenn sumsstað- ar rofið stöðvar Þjóðverja. Á Littoriosvæðinu nærri Anzio hafa Þjóðverjar hörf- að lengra upp í landið og kveðast hafa tekið upp nýj- ar varnarstöðvar norðvest- an við hinar fyrri. Pontecorvo tekin. Pontecorvo er nú á valdi bandamanna, en Þjóðverj- ar verjast enn af hörku í Aquino, sem er mikilvæg- asti staðurinn á varnarsvæði þeirra, sem stendur. Sveitir Þjóðverja, sem hörfuðu af svæðinu milli Anzioforvíg- isins og Terracina, eru sagð- ar hafa tekið sjer nýja stöðu uppi í jöðrum hálendisins. Það eru nú um 4 mánuðir síðan bandamenn gengu á land við Anzio- og ljet einn fregnritari svo um mælt, að sú martröð, að vera þar, væri nú á enda. M.b. Trausti kominn fram M.B. TRAUSTI, G. K. 9, sem var á leið frá verstöð við Faxa- flóa til Noi’ðfjarðar, með beitu- síld, lenti í slæmu veðri og hafði ekkert frjest af bátnum síðan í fyrradag og var farið að óttast um að eitthvað hefði orðið að honum. Var því Slysavarnafje- laginu gert aðvart.'Um það bil er blaðið var að fara í prent- un, kom frjett um að ekki væri áslæða til að óltast um bát- inn. Japanar liikynna iöku Loyeng Japanska herstjórnin tilkynti í dag, að þeir hefðu tekið borg- ina Loyeng, hina fornu höfuð- borg Honanfylkis, eftir harða bardaga. Kveðast þeir hafa bug að síðustu mótspyrnu setuliðs- ins í morgun snemma og felt þá 2000 Kínverja, en tekið hönd- um 4000 og auk þess allmikið herfang, þar á meðal 15 fall- byssur. Kínverjar hafa enn ekki viðurkent fall borgarinnar, en lengi hefir verið barist í henni, að sögn þeirra sjálfra. — Ziirich í gærkveldi: — Enn hefir 230 indverskum hermönn um, sem voru í haldi hjá Þjóð- verjum í Frakklandi, tekist að strjúka til Sviss. Voru þessir menn í fangabúðum skamt frá dvalarstað þeirra 200, sem ný- lega komust yfir landamærin. Látinn af sförfum Eftir læknisráði hefir hinn 72 ára ganili aðalbankastjóri Eng- landsbanka, hinn kunni fjár- málamaður, Montague Norman, nú látið af störfum. Hann hefir stjórnað Engiandsbanka í 24 ár. Aikveeðatalningin í DAG verða atkvæði talin í þéssum kjördæmum: Eyjafjarð arsýslu, Norður-Isafjarðarsýslu Suður-Þingeyjarsýslu, Dala- sýslu og Rangárvallasýslu. Talning í Eyjafjarðarsýslu hófst í gær, en varð ekki lokið. Engir Bandaríkja- þingmenn í hehn- sókn til Bretiands Washington í gærkveldi: Vegna aðkallandi starfa og mikilla anna, hafa þingmenn þeir úr öldunga- og fulltrúa- deild Bandaríkjanna, sem boð- ið var í ferðalag til Bretlands af breska þinginu, hafnað boð- inu. Var tillaga um þetta sam- þykt samhljóða í öldungadeild inni í dag. Var tekið fram, að þingmenn væru mjög þakklát- ir fyrir boðið, sem væri hafnað vegna mikils annríkis og þarfa fyrir það, að allir þingmenn væru kyrrir heima, og tekið fram, að þegar aðstæður leyfðu, myndi boð þetta verða athugað af þinginu. — Rcuter. Enn er ótalið í 14 «* kjördæmum EFTIR DAGINN í gær var lokið talningu í 14 kjördæmum og eru úrslitin þessi: Sanibandsslitin .. 47.855 já 257 nei Lýðveldisstofnun.. 46.675 já 819 nei í gær voru atkvæði talin í 6 kjördæmum: Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Vestur-Húnavatns- sýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, og urðu úrslit þessi: Gullbringu- og Kjósarsýsla: Já Nei Auðir Ógildir Sambandsslit 3226 8 12 30 Lýðveldissljórnarskrá . . 3171 15 V Borgarfjarðarsýsla: ■) Sambandsslit . 1856 6 4 22 Lýðveldisstjórnarskrá . . 1826 12 Mýrasýsla: Sambandsslit . 1101 2 5 11 Lýðveldisstjórnarskrá . 1087 3 Vestur-Húnavatnssýsla: Sambandsslit 853 5 1 7 Lýðveldisstjórnarskrá . 838 5 ir«c4«« Cl.„f45í011nn/.C!la. » caiui-oivainucuað^aia. Sambandsslit 919 4, ? ? Lýðveldisstjórnarskrá . 916 6 ? ? Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla: Sambandsslit 1653 9 14 26 Lýðveldisstjórnarskrá . . 1612 15 62 13 (hurchill gagnrýndur vegna utanríkismála London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Umræður um utanríkismál hjeldu áfram í neðri málstofu breska þingsins í dag, og bar margt á góma. Voru þingmenn á mjög mismunandi skoðunum. Ýmsir gagnrýndu Churchill fvr ir ummæli hans um sumar hinna hlutlausu þjóða, t. d. Tyrki, en öðrum fanst hann hafa verið helst til vægur í um- mælum sínum um Spánverja. Þannig sagði einn þingmaður inn, að Bretar ættu að vísu ekki að blanda sjer í málefni annara þjóða, en þeir gætu þó ekki þol- að fasisma. Annar þingm. kvaðst eiga ó- mögulegt með að trúa því, að 3 og 4 stórveldi gætu stjórnað öll um heiminum eftir styrjöldina. Sagðist hann vera hlyntur þjóð legri utanríkismálastefnu. Sú skoðun kom fram, að hug sjónin um bandaríki Evrópu væri ekki draumsýn ein, en því svaraði annar þingmaður, Shinwell á þá lund, að eftir styrjöldina og það um langan tíma, myndu aðeins tvö stór- veldi verða í Evrópu, Brfetland og Rússland. Þessu var þannig svarað af í- haldsmanni einum, að ef svo væri, myndi ekki mikið .úr því verða, að Bretland yrði vernd- ari smáríkjanna. Það VSeri ó- gerningur fyrir nokkurt ríki að vera raunverulega sjálfstætt, ef einhver ríki eða ríkjasambönd ættu öllu að ráða í heiminum. Sumir þingmanna hjeldu því fram, að Bretar sýndu Frökk- um, þar á meðal De Gaulle og mönnum hans ekki þann hlý- Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.