Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 6
6 MORGÖNRLAÐIÐ Sunnudagur 4. júní 1944. Ötg.: H.í. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Þaðernauðsyn aðsigla í DAG ER SJÓMANNADAGURINN. Þá er um land alt minst þeirra manna af þjóð vorri, sem fallið hafa í hinum eilífu fang- brögðum við Ægi. Þar hljóta altaf einhverjir að falla, því það er nauðsyn að sigla. Land vort er eyland. Öll tengsl vor við umheiminn hafa á umliðnum öldum legið yfir hin breiou höf. Það hefir verið nauðsyn að sigla, og það höfum vjer íslendingar fundið. Fyrslu aldirnar eftir að vjer settumst að í þessu landi, önnuðumst við sjálfir að miklu leyti siglingar okkar, — síðar voru þær af okkur teknar, en vjer sáum altaf,'að lil þess að farsæld vor gæti orðið nokkur, urðum við að sigla sjálfir. Nú siglum vjer sjálfir. Það eru sjómennirnir okkar, sem halda uppi sambandi voru við umheiminn. Og það eru einnig þeir, sem draga mest af björginni í þjóðarbúið. Það eru þeir, sem berjast daglega við hættur hins mikla hafs, við hættur storma og brims og þótt ýmsir falli í þeim hildarleik, þá eru sigurvegararnir, sem betur fer, margfalt fleiri. í dag sjáum vjer Reykvíkingar, — já, allir íslendingar, sem við sjávarsíðuna búa, fulltrúa þessarar stjettar, stjettarinnar, sem sækir björgina á djúpið, sem brúar hin miklu höf, sem skilja oss ísiendinga við umheiminn, brúa þau jafnvel í hinum æðisgengnu ógnum haturs og manndrápa, sem heimurinn er nú sokkinn í. Og hað sjer enginn þessa menn æðrast. Þeir vita að ef ísland á ekki að verða einangrað og þjóðin að veslast upp og deyja, eða verða erlendum að bráð, þá verður að sigla. Og þeir sigia, sjómennirnir okkar, og munu altaf gera það. Margar stjettir halda hátíðir sínar árlega. Ein af þeim er sjómannastjettin. Flesta hefir oss unga langað út á hafið. Og það er eins og hafið sjálft í öllu sínu dýrasta skrúði, öllum sínum ósveigjanlega ægileik birtist oss, er vjer sjáum hópgöngur sjómanna vorra- á Sjómannadaginn. Þar sjest ekkert hik, þar á sjer ekkert skipulagsleysi nje óstundvísi, enginn ruglingshátt- ur nje hálfvelgja stað. Þar sjást sömu öruggu tökin, eins og á sjónum. Munum að sjómennirnir eru framherjar menningar vorrar, það eru þeir, sem gera og gert hafa mögulegt að kynna hana öðrum þjóðum, og það eru þeir, sem drjúgan skerf leggja til þess að þjóðin geli lifað sönnu menningarlífi. — Búum því vel að þeim. Er það þjóðarógæfa EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS hafði hlotnast það óvænta happ s. 1. ár, að græða mikið fje á leiguskipum, sem fjelagið hafði í þjónustu sinni. Nemur hagnaður fjelagsins rúmum 18 miljónum króna og er þá búið að leggja til hliðar fje fyrir afskriftum. Ætla mætti, að þessi góða afkoma Eimskipafjelagsins væri fagnaðarefni allra landsmanna. En ef marka má skrif sumra blaða að undanförnu, er svo að sjá sem þau telji að hjer hafi skeð þjóðarógæfa og beri ríkisvaldinu því að skerast í leik- inn og sjá til þess, að Eimshipafjelagið skili ríkissjóði ölium gróðanum. Erfitt er að skilja hugsanagang þessara manna. Eimskip á nú sex ’skip, hið yngsla er 14 ára og hið elsta 40 ára. Þessi skipastóll getur engan veginn fullnægt þörfum landsmanna. Er óumflýjanleg nauðsyn að auka hið bráðasta skipastólinn um 5 skip hið minsta. Skipin verða að vera fullkomin, með ríflegu frystirúmi. Það er lífsskilyrði fyrir atvinnuvegina, að þjóðin geti eignast þessi skip eins fljólt og unt er. En þau kosta 10 til 12 milj. kr. hverÞ skip. Efnahagur Eimskipafjelagsins er þannig nú, að telja má að það hafi um 30 milj. kr. upp á að hlaupa, til endurnýjunar skipastólsins. Þótt þétta sje álitleg upphæð, nægir hún aðeins til byggingu tveggja til þriggja skipa. Gæli það talist þjóðarógæfa, að Eimskip yrði þess megnugt að eignast þrjú ný skip að stríðinu loknu? Vissulega ekki. Þvert á móti. Hið endurreista lýðveldi gæli varl fengið betri vöggugjöf. Því að ekkert getur betur trygt hið efnalega sjálf- stæði landsins í framtíðinni en það, að þjóðin eigi sjálf nægan skipakost, til þess að annast flutningana til landsins og frá. Áttræður: Benedikt Þorláksson írá Höföa Á MORGUN 5. júní verðuv Renedikt Þovláksson fvá Höfða á Vatnleysuströnd 80 áva. Renedikt ev fædduv 5. júní 1864 að Minna-Knavnesi á Vatnsleysuströnd, sonuv hjónanna Þorláks Rjarnason- ar og Þuvíðar R>enediktsdótt- ur. Þau hjón eignuðust 6 bövn og eru 3 þeirra enn á lífi. Bene dikt misti föður sinn 7 ára gamall, en ólst upp hjá móð- ur sinni, þar til um fevming- araldur, að hann rjeðst til Stefáns Thorarensen prests á Kálfatjörn. Eins og flestir á Vatnsleysu- strönd, fór Renedikt að stunda sjómensku á opnum bátum strax á unga aldri enda .var hann tæplega tvítugur, þegar hann gerðist formaður hjá Rjarna heitnum bróður sínum, er þá bjó á Hellum. Stundaði hann upp frá því fovmensku á vertíðum og haustum, en var í kaupavinnu á sumrum, þar til menn fóru að fara til Austfjarða til sjóróðra. Pór Benedikt þangað til róðra mörg sumur og var þá ýmist sem háseti eða formaður á bát um þar. Nokkrav vov- Qg sum- arvertíðir var Renedikt á skút um og þótti rúm hans hvar- vetna vel skipað. Þótti hann sjerlega glöggur og athugull formáður, enda hlektist honum aldvei neitt á og var með afbrígðum hepp- inn. • Iiann hætti sjómensku um sextugt og fluttist þá til Hafn arfjavðav og stuudaði land- vinnu meðan heilsan entist. til þeirrar vinnu. Renedikt giftist 7. des 1894 Steiunni Jónsdóttuv frá Mora- stöðum í Kjós. Eignuðust þau tvo syni, dó annar þeirra á 1 ávi, en hinn, Guðjón vjel- stjóvi, er búsettuv í Hafnar- firði. » Nú dvelja þau hjón á Elli- heimili Ilafnarfjavðar og fell- ur sjaldan vinna úr hendi. Ræði hafa þau ferli- og fóta- vist. Enn þó Steinunn sje kom in að því að verða 95 ára. Óska jeg þjer svo hjartan- lega til hamingju, Benedikt. og vona að Guð gefi þjer blessunarrík og góð ókomin æfikvöld. G. B. japanar að missa Myifkina RANDAMENN hafa nú náð hálfri bovginni Myitkina í Norður-Burma á sitt vald, og er búist við, að Japanar muni ekki verjast þar lengi enn, þótt. þeiv berjist af mikilli seiglu. Fyrii'nokkni náði sveit ind- verskra hermanna úr 14. hern- um breska nokkrum kafla af veginum frá Myitkina til Mou- gang á sitt vald, og var Jap- önum að ]SVí mikið óhagræði. — Ilafa þessir hermenn nú orðið að láta undan síga fyrir öflugum áhlaUpum Japana, enda voru skotfævi þeivva mjög til þurðar gengin. Vonbrig-ði. BÆJARSTJÓRNIN vill ekki gera Bæjarfógetgarðinn við Aðal stræti að skrautgarði fyrir al- menning í bænum. Sú ákvörðun mun verða mörgum Reykvíking um vonbrigði. Af þeim umræð- um, sem fram fóru um þetta mál í bæjarstjórninni s. 1. fimtudag, er helst að skilja, að Landsíma- húsið eigi að fá lóðina, þar sem garðurinn er nú undir viðbótar- byggingu. Þá er gefið í skyn, að Landsím inn gerir tilkall til garðsins og þykist hafa einhverskonar eignar rjett á honum. En það getur varla verið rjett, því upplýst hefir ver- ið, að Tryggvi Gunnarsson banka stjóri var aðalhvatamaður þess, að bærinn seldi ekki garðinn, þegar um það var beðið einhvern tíma kringum síðustu aldamót og síðan hefir málinu ekki verið hreyft í bæjarstjórninni, að því er best er vitað. Það munu verða uppi háværar raddir gegn því, að Landsíma- húsið verði stækkað vestur að Aðalstræti. Uppsalahornið svo- nefnda er nógu þröngt eins og það er með Herkastalann út í miðja götu. Jafnvel þó Uppsalir verði einhverntíma rifnir, verð- ur þröng á þessu horni og eins gott að gefa því nafnið „Þrengsl- in“ strax. Þar að auki munu margir bæj arbúar verða á móti því, að far- ið verði að grafa fyrir grunni í þessum gamla kirkjugarði, þar sem ekki eru nema rúmlega 100 ár síðan hætt var að grafa þar látna Reykvíkinga. Þurfi Land- símahúsið að bæta við sig við- viðbyggingu, fetti að vera nóg, að byggja út frá vesturálmunni, gluggalausu. Það þarf ekki að skerða garðinn þó sú álma verði framlengd í beinu áframhaldi vestur á bóginn, þar sem nú er bæjárfógetahúsið gamla. máluð að utan í vor, en undan- farin sumur. Getur verið, að í hönd farandi hátíð sje mönnum hvatning til þess, að bærinn líti betur út. Skiptir það í sjálfu sjer ekki máli, hver ástæðan er, ef tilganginum er náð. e Menn mála sjálfir hús sín. ÞAÐ VAR H.TERNA eitt kvöld ið í vikunni, að jeg sá mann, sem var að mála hús. Mjer fanst jeg kannast við baksvipinn í stigan- um. Jú, rjett. Þetta var einn þeirra borgara, sem hafa orðið forstjóri fyrir áftan nafnið sitt í símaskránni og háa tölu fyrir aft an það í skattaskránni. Hann var að mála húsið sitt sjálfur. „Þetta líkar mjer“, sagði jeg, sísona. „Hvað skal gera, sagði hann. Jeg vil þrífa til hjá mjer eins og aðrir, Jeg ætlaði að fá málara til að mála hjá mjer, en gat ekki fengið neinn fyr en í júlí, eða á- gúst í sumar. Ekki gat jeg beðið eftir því og þessvegna reyni jeg að bauka við þetta sjálfur. Þetta gætu fleiri gert. • Hin rjetta gerð fánans. ÚT AF UMTALI um íslenska fánann og rjetta gerð hans, skal það tekið fram, að fyrirmæli um fánann voru auglýst í stjórnar- tíðindunum þ. 19. júní 1915. Þar segir svo um gerð fánans m. a.: Breidd krossmarksins als skal vera 2/9 af breidd als fán- ai^s, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 aí breidd fánans. — Reitirnir við stöngina skulu vera rjetthyrndir ferhyrningar, og all- ar hliðar þeirra jafnstórar. Ytri reitirnir .skulu vera jafnbreiðir stangarreitunum, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar hans verður um 18 á móti 25. Tjörnin. ANNAÐ MÁL, sem var til um- ræðu á bæjarstjórnarfundi i fyrradag, mun hinsvegar vera mönnum fagnaðarefni hjer í bæn um, en það er tillaga Gunnars Thoroddsen um Tjörnina. Hann fjekk samþykta ályktun um, að ekki væri hleypt vatni úr Tjörn- inni að sumarlagi og ennfremur að tjarnarbotninn yrði hreinsað- ur og helst steyptur og ennfrem- ur Tjörnin yrði dýpkuð. Reykvíkingar muna eftir Tjörn inni í fyrrasumar, er hún var vatnslaus alt sumarið. og eins og aurflag, og óþefinn lagði. um alt nágrennið. Sama sagan virtist ætla að endurtaka sig í sumar, en nú hefir verið girt fyrir það, sem betur fer. Tjörnin er ein- hver fegursti bletturinn í bænum og hana má ekki skemma. • Nýtt útlit á bænum. FYRIR NOKKRUM árum var Reykvíkingum boðjð nýtt „and- lit“ á bæinn sinn. Reykvíkingum leist ekki á þá ásjónu og höfnuðu boðinu. En það eru hinsvegar margir bæjarbúar, sem hafa á- huga fyrir að útlit bæjarins breyt ist. Sumir menn virðast haldnir þeirri firru, að ]iað sjeu bæjar- yfirvöldin ein, sem eigi að sjá um útlit bæjarins. Vitanlega geta bæjaryfirvöldin ekki nema iitlu einu ráðið um það og alls ekki nema í samvinnu við einstakl- lingana, sem bæinn byggja. Menn j virðast vera farnir að skilja þetta I betur en áður. Fjöldi húseigenda eru nú að dytta að húsum sínum log görðum. Fleiri hús hafa verið - F. y. S. í N.- ísafjarðarsýslu Frh. af bls. 3. verið plægður og mörgu sáð. En langt er ennþá að markinu, því marki, að verða sjálfstæð þjóð, meira en í orði — einnig á borði. En ef íslensk æska er einhuga um að láta hið kom- andi sumar í sögu þjóðarinnar verða henni heillasumar, þá þurfum við ekki að óttast, að fræum þeim sje ekki borgið, sem þegar hefir verið sáð. og megum , treysta því, að akur- inn verður bættur og stækkað- ur, og —- „að þar vaxa meiðir, þar vísir er nú. Það verður, ef þjóðin er sjálfri sjer trú“. Sæm. Bjarnason. - Byggjum sveit- irnar Frh. af bls. 3. bera svipað úr býtum fyrir vinnu sína og nðrar stjettir. Til þess þarf m. a. að taka upp full komnari vinnuaðferðir við fram leiðsluna, aukna vjelanotkun og ræktun landsins þarf að margfaldast. Það er mín trú, að ef rjett er á haldið, muni ís- lenskur landbúnaður þróast og dafna í hinum kjarnmiklu bygðum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.