Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 19. júní 1944. Morgunn lýðveldisins ÍSLENSKT LÝÐVELDI hefir verið stofnað. Á hinum fornhelga stað, Lögbergi á Þingvöllum við Öxará, endur- reistu íslendingar síðastliðinn laugardag hið forna lýð- veldi. Það er ekki of djúpt tekið í árinni, að sú stund, er gildistöku lýðveldisins var lýst yfir á Alþingi, sje hin merkilegasta er nokkur íslensk kynslóð hefir lifað. Og á þessu hátíðlega augnabliki stóð íslenska þjóðin saman, sem einn maður, um grundvallarhugsjón lýðveldisins, óskorað frelsi og öryggi íslands og íslenskra manna um allan aldur. Þessi hugsjón fylti ekki aðeins hugi þeirra tugþúsunda íslendinga, sem stóðu á Lögbergi, heldur og hvers einasta íslendinga 1 hverri sveit og sjávarþorpi um gervalt ísland. ★ Þegar litið er yfir hin merkilegu og einstæðu hátíða- höld í sambandi við lýðveldisstofnunina, er það fyrst og fremst. eitt, sem einkennir þau, bjargfastur ásetningur og vilji fólksins til þess að allt færi fram eins og til var stofnað og með sem mestri festu og virðuleik. íslenska þjóðin fann, að það sem var að gerast, var verk hennar sjálfrar. Hin helga athöfn á þingpöllunum var aðeins framhald og lokaþáttur þeirrar athafnar, er þjóðarat- kvæðagreiðslan um lýðveldisstofnunina hófst. íslenska þjóðin, fólkið í öllum stjettum, gerði úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar glæsileg. Það hefir nú einnig lagt stærsta skerfinn til þess að fullnaðarstofnun lýðveldisins fór fram með virðuleik og látlausum glæsibrag, sem er samboðinn þjóð, sem elur í brjósti sínu óslökkvandi þrá eftir frelsi til handa landi sínu. Framkoma fólksins á Þingvöllum var til fyrirmyndar. Þrátt fyrir óhagstætt veðurfar, jafnvel vosbúð og ýmis konar óhagræði, heyrð- ist naumast æðruorð af nokkrum munni. Meðan hinn brigðuli íslenski vorhiminn grjet köldum tárum yfir hinn sögufræga stað, streymdu þúsundir íslendinga, konur og karlar, unglingar og börn, ákveðnir og einarðir á svip, til Lögbergs. Og á Lögbergi skrifaði fólkið og fulltrúar þess eina merkilegustu blaðsíðu íslandssögunnar. Regnið, sem fjell yfir Lögberg máði ekki það letur út. Það letur er óafmáanlegt í þúsundum mannshuga, sem einbeitt var að einni og sömu hugsjón, endurfæðing íslensks lýðveldis, frelsi þjóðarinnar og öryggi fólksins. Þjóð, sem á slíka hugsjón, verður ekki að gjalli, þótt skin og skúrir skift- ist á. Þökk sje fólkinu fyrir þann glæsibrag, sem það setti á lýðveldishátíðina á Þingvöllum og einnig hjer í Reykja- vík. Öll framkoma þess var aðdáunarverð. Hjer sýndi þjóðin, að í henni býr menning, sem samboðin er hinu íslenska lýðveldi. ★ Þess er ljúft að minnast að- íslendingum bárust á þess- um merkilegustu tímamótum sögu þeirra ýmsar þýðing- armiklar vinar- og alúðarkveðjur. Hin engilsaxnesku stórveldi sýndu þjóð vorri við þetta tækifæri margvíslega sæmd og viðurkenningu. Kunna Islendingar vel að meta hið mikla gildi þeirra fyrir framtíð hins unga lýðveldis. En hlýjastar eru kenndir vorar þó í garð þeirra þjóða, sem oss eru skyldastar, bræðraþjóðanna á Norðurlöndum. — Frá fjórum þessara þjóða, Norðmönnum, Dönum, Svíum og Færeyingum, bárust oss hlýjar kveðjur og árnaðar- óskir við lýðveldisstofnunina. Ber sjerstaklega að minna á það, að Svíþjóð hefir nú formlega viðurkennt hið íslenska lýðveldi. Fagna ís- lendingar því mjög. Ennfremur ber mjög að fagna kveðju þeirri, er hinn virðulegi konungur Dana sendi íslending-' um til Þingvalla. Að lokum þetta: 17. og 18. júní verða öllum íslendingum ógleymanlegir dagfir. Við atburði þeirra, stofnun íslensks Yýðveldis, eru miklar vonir tengdar, vonir um frelsi og öryggi hins fagra lands vors og fólksins, er byggir það 1 í dag og á ókomnum öldum. Megi þær vonir rætast. Frá fundi í Alþingi s. 1. föstudag, cr uppsögn sambandslagasamningsins var endanlega ákveð in og Þingvallafundurinn tiikyntur. Á myndinni sjást forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveins son, í forsetastóli og skrifarar þ ingsins. — (Ljósm. Jón Sen). Sögulegur íundur á Alþingi: Niðurfelling sambands- lagasamningsins SÍÐASTLIÐINN föstudag, 16. júní, var hinn sögulegi íundur haldinn í sameinuðu Alþingi, þar sem samþykt var til fullnustu þingsályktunar- tillaga um niðurfelling dansk- ísl. sambandslagasamningsins frá 1918 og ákvörðun tekin um gildistöku stjórnarskrár lýðveldis Islands. Þekar Alþingismenn gengu inn í Þingsalinn gat þar að sjá lítinn íslenskan tjúgufána á stöng á borðum allra þing- manna og ráðherra. Var þetta gjöf frá þeim Einari Bjarna- syni og Sigurði Sveinbjörns- syni. Þeir höfðu steypt fána- stengurnar, sem voru einkar haganlegar gerðar. Var merki lýðveldishátíðarinnar greypt frarnan á fótstallinn. Fánarnir settu svip á þingsalinn og ber að þakka smekkvísi gefend- anna. Áheyrendapallar þingsins voru þjettskipaðir. Einnig voru margir áheyrendur í efri' deildarsalnum og hliðarher- bergjum, neðri deildar en í ráðherrahei’bergi voru full- trúar erlendra ríkja og ýmsir embættismenn landsins. Þingmenn Voru allir mættir, að einum undanskildum (Gísla Guðmundssyni), sem er veikur. Fundur settur. Kl. 1.30 setti forseti Sþ., Gísli Sveinsson, fundinn. Hann lýsti því af forsetastól, að út- býtt hefði verið í Sþ. tillögu til þingsályktunar um bygg- ingu þjóðminjasafns. Skilnaðartillagan. Þessu > næst var gengið til dagskrár og tekið fyrir fyrra málið: Till. til þál. um niður- felling Dansk-íslenska sam- bandslagasamningsins frá 1918. Forsætisráðherra, dr. • jur. Björn Þórðarson kvaddi sjer hljóðs og mæti á þessa leið; Sú tillaga til þingsályktunar, sem hjer er til meðferðar hljóð ar svo: „Alþingi álýktar að lýsa yfir því, að niður sje fallinn dansk- íslenski sambandslagasamning- urinn frá 1918“. Þessi tillaga er samhljóða 1. lið þingsályktunartillögu, er samþykt var hjer á Alþingi 25. febrúar s. 1. í þeirri tillögu, sem þá var samþykt var ennfremur ákveðið, að tillagan skyldi bor- in undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna <í landinu til samþyktar eða synjunar, og skyldi atkvæðagreiðslan vera leynileg. Nú fór þessi atkvæða- greiðsla fram í maí s. 1. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar varð sú, að af 74.091 at- kvæðabærra kjósenda, greiddu atkvæði 73.056,. eða 98.60% allra kjósenda í landinu. Með tillögunni greiddu atkvæði 71.120, eða 97.35%, en á móti 377, eða 0.52%. Auðir seðlar voru 805 og ógildir 754, eða samtals 2.13%. Þegar tillagan var til með- ferðar á þingi í vetur, var lát- . inn uppi sá skilningur af ein- jstaka þingmanni, að setja bæri inn í tillöguna fyrirmæli um vissa lágmarksþátttöku í at- kvæðagreiðslunni og áskilja þann meirihluta með tillögunni, sem fyrir er mælt í 18. gr. sam- i bandslaganna. Eins og ljóst er, þá hefir atkvæðatelan farið langt fram úr ítrustu kröfun- um, sem þar eru settar. Er því Ijóát, að það er eindreginn vilji þjóðarinnar, að sambandslögin I verði feld úr gildi. Tillagan er því nú aftur lögð fyrir Alþingi | og lagt til að þetta verði gert. Jeg hefi vissu fyrir því, að ' allir hinir sömu þingmenn, ec Framhald á 8. síðu. Talning atkvæða við forsetakjör á fundi Alþingis á Lögbergi. Gísli Sveinsson, forseti Alþingis og Jón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis. Fremst á myndinni ráðherrar. — Ljósm. U. S. Army Signal Corps). Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.