Morgunblaðið - 22.06.1944, Síða 5

Morgunblaðið - 22.06.1944, Síða 5
Fimtudagur, 22.' juní 1944. MORGUNBLAÐI0 5 Meira um höldin úti TIL VIÐBÓTAR þeim fregn- um, sem blaðinu hafa birtst, af hátíðahöldunum úti á landi, hafa borist frjettir um hátíða- höld á eftirtöldum stöðum: Eyrarbakki DAGSKRÁIN HÓFST með skrúðgöngu kl. 1.30 e. h. Geng- ið var frá barnaskólanum til kirkju. Fremst gengu fánaber- ar, stúlka á íslenskum búningi og piltur í búningi með fána- litunum. Næst gengu yngstu börnin. Alt niður í þriggja ára. Öll hjeldu á fánum og voru hvítklædd með bláum skraut- böndum. Þannig voru nálægt 50 börn búin. Síðan komu eldri börn og unglingar og svo full- orðnir. Alls voru í skrúðgöng- unni nálægt tveim þriðju þorps búa, eða um fjögur hundruð manns. Gengið var til kirkju og var hún skreytt á hinn virðulegasta hátt með íslenskum blómum. Sr. Árelíus Níelsson messaði og var guðsþjónustan mjög hátíð- leg og lauk með því, að kirkju- kórinn söng þjóðsöngin’n. Úr kirkju var gengið á sam- komusvæði í þorpinu. Hafði þar verið gert hið fegursta skrauthlið, með yfirskriftinni „fsland lýðveldi“ 17. júní 1944. Þar var skemtun hafin með á- varpi Ólafs Helgasonar, oddvita hreppsnefndar. Ræður fluttu: Kjartan Ólafsson, form. Ung- mennafjelagsins og Sigurður Kristjáns kaupm. En kirkjukórinn söng ætt- jarðarljóð undir stjórn Kristins Jónassonar organleikara. Kl. 5 var svo haldið áfram hátíðadagskránni í samkomu- húsi þorpsins. Flutti „fjallkon- an“ þar ávarp í Ijóðum, sem ort voru í tilefni dagsins. Síðan komu fram sögulegar persónur í búningum síns tíma. Fyrstur Þorgeir ljósvetninga- goði, þá Snorri Sturluson, svo Jón biskup Vídalín o. s. frv. Lásu þeir upp viðeigandi kafla úr sínum eigin ritum. Þótti að þessu hin besta skemtun. Þætti þessum lauk með upp- lestri sóknarprests úr hinni nýju bók um og eftir Jón Sig- urðsson forseta, en þá söng kirkjukórinn ,,Ó, . guð vors lands“. Þótti þessi sögulegi þáttur setja mjög sjerkenni- legan og viðeigandi blæ á sam- komuna. Margt fleira var til skemt- unar, svo sem upplestur úr fjallræðunni hjá prestinum og flutningur Lúðvígs Norðdal læknis á hátíðaljóði, er hann hafði samið í tilefni dagsins, skrautsýning, er nefndist Jóns- messu nóttin. Var það ung stúlka í búningi, áþekkum brúðárslæðúm, skrevttum lif- a-ndi blómum. Studdist hún við blómskreyttan sprota, en á rrieðan hún sveif um sviðið í Ijósskrúði, var flutt hið draum- fágra kvæði Jóhannesar úr Kötlum: Jónsmessunótt. Mun sú nótt hin örlagaríkasta og fegursta í vitund íslendinga. — Þá voru htigsuð lög og dómar alþingis á Þingvöllum o. fl. Kirkjukórinn söng milli atriða. hátíða- á landi Að lokum söng kvennakór nokkur lög, síðan var dansað. Höfðu þarna margir eignast ó- gleymanlegan hátíðisdag, alt frá þriggja ára börnum til hálf- níræðra öldunga. Hvarvetna blöktu fánar við hún og víða var skreytt um- hverfis húsin. Samkomusalur- inn allur vafinn blómfljettum og lyngsveigum. En af bar þó skreytingin á búðargluggum Sigurðar Kristjáns kaupm. Var þar saga stjórnarfars á Islandi rakin með smekjjlega völdum myndum og áletrunum á grunni hins bláhvíta fána. Svona var þá gleðisvipurinn yfir fyrsta degi hins endur- borna íslenska lýðveldis á Eyr- arbakka, sem einu sinni var miðstöð danska verslunar- valdsins á Islandsins. Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Kl. 16 17. júní safnaðist mannfjöldi saman að höfuðbóli sveitarinnar, Svalbarði. Fór þar fram,guðsþjónusta í kirkjunni, og prjedikaði sjera Þorvarður Þormar. Eftir messu var gengið í skrúðgöngu í skrúðgarð kven- fjelagsins og ungmennafjelags- ins. Fyrst sungu allir „ísland ögrum skorið“. Jóhannes Lax- dal hreppstjóri í Tungu setti samkomuna með ræðu. Þessir aðrir fluttu ræður: Sigurjón Valdimarsson, Þorlákur Mart- einsson, Jóhannes Benedikts- son, Benedikt Baldvinsson, Guðmundur og Nanna Baldvins dóttir, Sigmar Benediktsson, Breiðabóli gaf til kirkjunnar á Svalbarði 1000 krónur, og fylgdi greinargerð með. Nýort kvæði fluttu Bjarni Jónsson og Jónatan Benediktsson. 30 manna kór undir stjórn Finns Kristinssonar, söng ýmsa ætt- jarðarsöngva. Veður var hið besta um dag- inn og mikill hátíðablær á allri samkomunni. (Frjettaritari Mbl á Akureyri). Ólafsfjörður. I Olafsfirði var haldinn úti- skemtun 17. júní við Hringvers kot. Mættu þar um 600 manns Ræður fluttu Þorsteinn Símon- arson lögreglustjóri, Gunnlaug ur Jónsson verkamaður, Sigur- steinn Magnússon kennari og |>órður Jónsson oddviti. Milli ræðnanna söng karlakórinn „Kátir piltar“, söngstjóri Sig- ursteinn Magnússon, en al- menningur tók undir. Keppt var í handknattleik og knattspyrnu og að lokum dans- að fram á nótt. 30 þús. appelsínum stolið. London: Milli 30 og 49 þús. appelsínum var nýlega stolið, er þjófar brutust inn í bifreiða- skýli í Bermondsey í Bretlandi og óku þaðan burtu stórri vöru bifreið, hlaðinni appelsínuköss- um, alls 120. Síðar fanst bif- reiðin uppi í sveit i Frjelfir frá í. S. í. 17. júní-mótið: Náftwulæknlnga- ÍÞRÓTTABANDALAG ísfirð inga (í. B. í.) hefir nýlega ver- ið stofnað og hefir stjórn í. S. í. staðfest lög þess. Formaður bandalagsins er hr. Sverrir Guð mundsson bankaritari. í. B. í. mun nú taka við störfum í- þróltaráðs Vestfjarða, en síðar mun verða stofnað sjerráð, ★ Ríkisstyrkurinn til I. S. I. — Iþróttanefnd ríkisins hefir ný- lega úthlutað styrk til í. S. í. úr Iþróttasjóði. Fjekk sambandið kr. 30000,00, en auk þess kr. 11000, til bókaútgáfu. Lögum samkvæmt verður í. S. í. að sjá um útgáfu reglna varðandi íþróttir. 'Ar Staðfest met. Sambandið stað festi 15. maí sundmet Ægis í kvennaboðsundi 4x50 m. bringu sund. Tími var 3 mín. 07.2 sek. Boðsundsstúlkurnar voru þess- ar: Kristín Eiríksdóttir, Hall- dóra Eiríksdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir og Villa Mára Ein- arsdóttir. ★ Skipuð tvö sjei'ráð í Reykja- vílt. Á fundi sínum 20. maí slofnaði sambandsstjórnin 2 sjerráð; Glímuráð Reykjavíkur og Hnefaleikaráð Reykjavíkur. Glímuráðið skipa þessir menn: Guðmundur S. Hofdal form., Viggó Nathanaelsson varaform., Gunnlaugur J. Briem, Krist- mundur Sigurðsson og Tryggvi Friðlaugsson. Hnefaleikaráðið skipa: Ei- ríkur S. Beck form., Jón D. Jónsson varaform., Guðmund- ur Arason, Halldór Björnsson og Þorsteinn Gíslason. • Formenn ráðanna voru skip- aðir til eins árs, en meðstjórn- endur til íveggja ára. ★ Allsherjarmótið. — Stjórnin ákvao á fundi sínum 22. maí, að allsherjarmótsbikar í. S. í. skuli framvegis fylgja nafnbót- in „Bestá íþróttafjelag íslands í frjálsum íþróttum“, en ekki „Besta íþróttafjelag íslands“, eins og áður hefir verið. ★ Björgunarsuntl meistaragrein. Ákveðið hefir verið að taka björgunarsund sem kepnisgrein á Meistaramóti í. S. í. í sundi. Jafnframt skorar stjórn sam- bandsins á öll fjelög, sem gang ast fyrir stærri sundmótum, að taka björgunarsund sem kepn- isgrein. ★ Dómaranámskeið I. S. í. í frjálsum íþróttum lauk 8. maí, en það hafði staðið í hálfan mánuð. Þátttakendur sýndu mikinn áhuga og fimtán þeirra fengu dómaraskírteini, þar af átta sem leikstjórar og yfir- dómarar, en sjö sem dómarar í einstökum íþróttagreinum. í- þróttaráð Reykjavíkur gekst fyrir námskeiðinu og leysti það verkefni með prýði. Gert er ráð fyrir, að slík dómaranámskeið verði haldin árlega, svo iafnan sje nóg af hæfum og vel þjálf- uðum dómurum. Ársþing í. S. í. verður haldið dágana 25., 26. og 27. júní í Oddfellowhúsinu. Þingið verð- ur sett sunnudaginn 25. júní kl. 2% e. h. og er öllum æfifje- lögum í. S. í., íþróttamönnum og íþróttavinum heimill að- gangur. Fulltrúar eiga að mæta með kjörbrjef. Tvö bestu >* Islandsmet- in sett EINS OG ÁÐUR hefir verið skýrt frá í blaðinu, voru tvö Islandsmet sett á 17. júní mót- inu, þau glæsilegustu, sem við Islendingar eigum. Úrslit mótsins urðu annars, sem hjer segir: Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby (K. R.) 15.32 m. 2. Jóel Kr. Sigurðsson (ÍR) 13.19. 3. Bragi Friðriksson (KR) 12.28 m. — Afrek Gunnars er nýtt Islands- met og jafnframt besti árang- ur í frjálsum iþróttum á Is- landi. Það gefur 957 stig eítir finsku stigatöflunni. Bætti hann gamla metið, 14.79 m„ sem hann átti sjálfur, um rúm- an hálfan meter. Gunnar er í fremstu röð kúluvarpara álf- unnar. Að gefnu tilefni skal það tékið fram að Norðurlandamet í kúluvarpi er 16.23 m., sett af Finnanum Sulo Bárluhd 1936. Hástökk: 1. Skúli Guðmunds son (KR) 1.93 m. 2. Brynjólfur Jóiísson (KR) 1.73 m. 3. Jón Hjartar (KR) 1.70 m. — Stökk Skúla er nýtt Islandsmet og annar besti árangur í frjálsum íþróttum hjer á landi. Gefur 947 stig. Gamla metið, 1.85 m.. seþti Sig. Sigurðsson (ÍR) 1938. 100 m. hlaup: I. Finnbjörn Þorvaldsson (ÍR) 11.8 sek. 2. Sævar Magnússon (FH) 12.1 sek. 3. Brynjólfur Ingólfsson (KR) 12.1 sek. 800 rn. hlaup: 1. Hörður Haf- liðason (Á) 2:06.9 mín. Páll Halldórsson (KR) 2:12.6 mín. Aðeins þessir tveir tóku þátt í keppninni. — íslandsmet er 2.00.2 mín., sett af Ólafi Guðmundssyni (KR) 1939. Langstökk: 1. Skúli Guð- mundsson (KR)_ 6.18 m. 2. Brynjólfur Jónsson (KR) 6.10 m. 3. Jón Hjartar (KR) 6.06 m. — Islandsmet er 6.82 m., sett af Sig. Sigurðssyní (KV) 1937. 5000 m. hlaup. 1. Óskar Jóns son (ÍR) 16:55.8 mín. 2. Stein- ar Þorfinnsson (Á) 17:35.4 mín. 3. Vigfús Ólafsson (KV) 17:49.0. 4. Reynir Kjartansson (íþrf. Þing.) 17:51.8 mín. — Kringlukast: 1. Gunnar Huse by (KR) 42.89 m. 2. Ólafur Guðmundsson (ÍR) 42.10 m. 3. Bragi Friðriksson (KR) 38.26 m. — Keppni var afar hörð og skemtileg milli Gunnars og Ólafs. Islandsmetið er 43.46 m„ sett af Ólafi Guðmundssyni (ÍR) 1938. 1000 m. boðhlaup: 1. í. R. 2:08.5 mín. 2. B-sveit K. R. 2:12.5 mín. — Hlaupið var mjög skemtilegt. Eftir 100 og 200 m. spréttinn var- ÍR-sveitin síðust. 300 metrana hljóp Finnbjörn fyrir I. R. og eftir þann sprett var í. R. í öðru sæti, en A-sveit K. R. hafði þó énn gott forskot. Síðasta sprettinn, 400 metrana, hljóp Kjartan Jóhannsson fyr- ir I. R. og var hann búinn að vinna upp forskotið, þegar það ólán kom fyrir K. R.-inginn, að hann fjell hálfur inn í markið. I Þ. íjelag íslands opiar malsfofu í dag MATSTOFA Náttúrulækn- ingaf.jelags Islands tekur tiT starfa í dag á Skálholtstig1 7 (Næpuhúsinu). I tilefni þessa bauð Nátt- úrulækningaf jelagið gestumj og blaðamönnum til kvöld- verðar í matstofunni í gær- kvöldi. Björn L. Jónsson veöor- fræðingur, sem verður fram-» kvæmdarstjóri matstofunnar. bauð gesti veikomna og skýrði frá tildrögum að því, að matstofunni var á fóö komið. Matstofan var stofmtð1- með skuldabrjefalánum, tekn um innan vjebanda fjelagg- ins. s Vegna þess hve húSakynni' eru lítil, verður aðeins hægt að selja fjelögum N. L. F. 1. fæði, að minsta kosti fyrst irm sinn, og ekki nema tvær mál- tíðir á dag, hádegisverð og’ kvöldverð. Lausar máltíðir verða ekki seldar, en vona'ð er, að síðar verði hægt að selja morgunverð og veit- ingar milli mála. Til hádegis- verðar verða grænmétis- eða ávaxtasúpur og gratitar og síð an einhver grænmetisrjettur með kartöflum, en stundum: þó kjöt eða fiskur. Til kvöldverðar veröur krúska með mjólk. Tfrúska er briið til úr muldum höfr- itra, hveitiklíði, rúsínum ogr vatni, og er ákaflega holl fæða. Einnig verður á kvöld- in kalt borð, þar sem fram- reitt, verður alskonar græn- meti, salöt, síld, harðfiskur, söl, lýsi og alfa-alfa (gras- mjöl). „Matstofan er einskonar prófsteinn á kenningar Nátt- úrulækningafjelagsins''. sag'ði Björn, en þó verður að taka tillit til þesS, að erfitt er að útvega állar þær fæðuteg- undir, sem æskilegt væri að hafa á boðstólum, eða þá, að þær eru vart kaupandi nema í smáum stíl sakir dýr- leika. svo sem íslenskt smjör og íslenskt grænmeti sumt. Maturinn, sem gestum var borinn, var mjög ljúffengur og fjölhreyttur. og óhætt var að smakka ríflega á honnm. því að ekki var að óttast ó- hollustuna. Auk Björns tóku til mála Jónas Kristjánsson læknir, fomaður fjelagsins, Sigurjö'a Pjetursson, P.jetur Sigúrðssor* og Iljörtur Tlansson. Ilúsakyhni matstofunnar eru öll hin vistlegustu. Nátt- úrulækningafjelagið telur m'x JÖ50 fjelagsmenn. Þessi mat- stofa fjelagsins er merkileg- ur áfangi l starfi þess -og á- byggilega spor í rjetta áít. Fleiri dauðadúmar í Algiers. LONÐON: Nýlega voru firnm menn dæmdir til dauða í Algiers fyrir landráð, en af 27 monnum, sem þá voru dregnír fyrir dóm, fengu aðrir 10 yfir 20 ára þrælkunarvinnu. J '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.