Morgunblaðið - 22.06.1944, Side 6
6
MOi.GUNBLAÐIÐ
Fimtudagur, 22. júní 1944,
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Boðskapur íorsetans
BOÐSKAPURINN, sem forseti íslands flutti frá Stjórn-
arráðshúsinu 18. þ. m. hefir áreiðanlega vakið þjóðina
til umhugsunar um margt, sem hún á undangengnum
velgengistímum hefir látið sig of litlu skifta.
Forsetinn minti á þau algildu sannindi, að sjálfstæðis-
bcfrátta vor yrði áfram í fullum gangi, þótt lýðveldið væri
stofnað. Hann minti á verkefnin, sem vjer íslendingar
þurfum að glíma við á næstunni. Þau myndu að ýmsu
leytí verða svipuð viðfangsefnum annara þjóða. Margt
væri líkt með oss ög Bretum. Bretar bygðu eyland eins
og vjer. Þeir yrðu því að fá talsvert af nauðsynjum sín-
um frá öðrum löndum og geta selt öðrum sem mest af
framleiðslu sinni, umfram brýnustu nauðsynjar.
★
Fyrir stríð hafi Bretland verið talið mjög auðugt land,
„þar sem fjöldi manns gat veitt sjer meiri lífsþægindi
en vjer höfum nokkurntíma þekt“. En styrjöldin kendi
Bretum að breyta lífsvenjum sínum svo, ,,að nú er hverj-
um þar í landi skamtaður biti úr hendi, bæði um mat bg
drykk, klæðnað og annað, sem talið er lífsnauðsynjar“.
Forsetinn minti á, að fyrir Bretum vekti ekki aðeins
að vinna stríðið, heldur einnig að vinna friðinn á eftir.
Þess vegna hafi Bretar mitt í annríki styrjaldarinnar
„allan hug á ráðstöfunum til að auka og tryggja útflutn-
ingsverslun sína að styrjöldinni lokinni“.
★
„Jeg held“, sagði forsetinn, „að kalla mætti ísland
auðugt land, ef vjer gætum þess í sjálfstæðisbaráttunni,
sem er framundan, að vinna öll án undantekningar með
aukinni þekkingu og notfæra oss aukna tækni nútímans.
Það er vinnan, framleiðslan, sem ríður baggamuninn um
auð eða fátækt þjóðanna“. Vinna og aukin þekking væri
því fyrsta skilyrðið til þess að oss íslendingum mætti
takast að „vinna friðinn“. Hvernig oss tekst að sam-
einast um þessi höfuðverkefni, yrði „einn af fyrstu próf-
steinunum í sjálfstæðisbaráttu vorri“.
★
Því næst komst forsetinn þannig að orði:
„Menn skifta sjer í stjettir og flokka um sameiginleg
hugðarmál. Svo hefir verið og svo mun verða. Barátta
milli stjetta og flokka virðist óumflýjanleg. En þá bar-
áttu verður að heyja þannig, að menn missi aldrei sjónar
af því, að þegar alt kemur til alls, erum vjer allir á sama
skipinu. Til þess að sigla því skipi heilu í höfn, verðum
vjer að læra þá list, að setja öryggi þjóðarheildarinnar
ofar öðru. Hjer á landi er ekkert gamalt og rótgróið
auðvald eða yfirstjett. Heldur ekki kúguð og undirokuð
alþýða. Flestir eiga frændur og vini í öllum stjettum
þjóðfjelagsins. Oss ætti því að vera auðveldara en ýms-
um öðrum, að vilja hver öðrum vel. Að bera ekki í brjósti
heift og hatur, öfund og tortrygni hver til annars, þótt
vjer höfum lent í mismunandi stjettum í þjóðfjelaginu.
Oss ætti að vera auðveldara að leggja hver sinn skerf
eftir efnum og ástæðum, til þess að byggja upp fyrir-
myndar þjóðfjelag á þjóðlegum grundvelli“.
★
Hver er sá íslendingur, sem ekki getur af heilum
hug tekið undir þessi orð forsetans? Áreiðanlega eng-
inn.
Það, sem gerst hefir undanfarnar vikur •— hinn ein-
beitti samhugur þjóðarinnar við atkvæðagreiðsluna 20.
til 23. maí og nú síðast hin glæsilega hátíð í sambandi
við stofnun lýðveldisins, sem öll þjóðin var þátttakandi í,
hefir áreiðanlega glætt og styrkt samhug þjóðarinnar
meira en nokkuð annað. Þenna gróður, sem fest hefir
rætur í hjörtum allra íslendinga, mega öfl sundrungar
ekki fá tækifæri til að uppræta.
Vinnum öll að því, að hlúa að þessum gróðri. Látum
deilurnar lægja og stuðlum að því, að flokkarnir fari að
vinna saman að velferð lands og þjóðar.
Norðmenn
hylla
Frá norska blaðafulltrúanum
í Reykjavík.
I ritstjórnargrein blaðs
norsku stjórnarinnar, „Norsk
Tidend“, 17. júní segir svo:
,,í dag, 17. júní, lýsir ísland
sig frjálst og óháð lýðveldi. —
Norðmenn heima og heiman
bjóða hina íslensku frændþjóð
velkomna í hóp fullvalda ríkja.
Norðmenn skilja öllum betur
tilfinningar þær, sem gagntaka
hugi íslendinga í dag. — Við
börðumst sjálfir langri og
harðri baráttu fyrir frelsi okk-
ar. Og aftur eigum við í nýrri,
styttri en harðari baráttu fyrir
frelsi okkar. Við þráum þann
dag, er við verðum aftur frjáls
þjóð. Þess vegna skiljum við
svo miklu betur tilfinningar og
hugrenningar frændþjóðarinn-
ar á þessum degi, þegar hún
varpar af sjer síðústu fjötrum
ófrelsisins, jafn vel þótt hún
hafi öðlast frelsi sitt á friðsam-
legan hátt.
Skilnaðurinn við Danmörku
er framkvæmdur í fullu sam-
ræmi við sáttmálann, sem þjóð
irnar tvær gerðu með sjer 13.
nóv. 1918. Með yfirgnæfandi
meirihluta, yfir 97%, hefir ís-
lenska þjóðin lýst sig samþykka
því, sem nú gerist. Stríðið hef-
ir því miður komið í veg fyrir
viðræður við Dani, en þær eru
aðeins formsatriði, því að þær
hefðu, ef fram hefðu farið, ekki
breytt neinu um gang málanna.
Norðmenn þekkja af eigin
reynd, að samkomulag tveggja
skyldra nágrannaþjóða verður
aldrei betra en þegar þær eru
báðar fullvaldar og jafn rjett
háar. Svo mun verða um sam-
komulag íslendinga og Dana,
alveg eins og um Norðmenn og
Svía.
Dagurinn 17. júní 1944 verð-
ur því áreiðanlega skráður í
sögunni sem dagur, sem mun
gera sitt til þess að varðveita
norræna samvinnu.
Norðmenn eru þakklátir fyr-
ir þá samúð, sem bræðraþjóðin
íslenska hefir sýnt þeim. Og
þeir hugsa gott til náinnar sam
vinnu þessara tveggja frænd-
þjóða, sem hafa átt svo margt
sameiginlegt um 1000 ára bil.
Stríðið hefir kent bæði ís-
lendingum og Norðmönnum, að
þjóðirnar, sem búa við norðan-
vert Atlanttshaf verða að
standa saman og varðveita
friðinn og frelsið í þessum
hluta heims.
Við bjóðum íslendinga vel-
komna til þessarar samvinnu, í
von um, að vináttuböndin, sem
tengja þessar tvær frændþjóð-
ir, verði sterkari og traustari
en nokkru sinni, menningar-
lega, viðskiftalega, og stjórn-
málalega“.
Flugvjel hrapar á tvær
stúlkur.
LONDON: Nýlega hrapaði flug
vjel niður á tvær stúlkur, er
voru að vinnu sinni á akri ein-
um í Englandi. Biðu þær báðar
bana, en auk þess kveikti flug-*
vjelin í heysæti.
\Jilverji ilrijc
Wl
*
y
t
t
I
í**J*K**K**K**t**K**K**K**J*
Sumarfrí.
NÚ ERU MENN farnir að
hugsa fyrir að komast í sumar-
fríin sín. Þykir sem von er velta
á miklu að þau takist vel og
kemur þá tvent fyrst og fremst
til greina, veðrið og staðurinn,
sem valinn er til að eyða sumar-
fríinu. Þróun fjelagsmála er
komin það vel á veg hjer hjá
okkur, að allir vinnandi menn
eiga heimtingu á sumarfríi með
launum. Það er sjálfsögð ráð-
stöfun og nauðsynleg, því óvíða
mun mönnum vera eins mikil
þörf á sumarfríi og hjer á landi,
eftir langan og dimman vetur.
Sólar nýtur ekki hjer hjá okkur
nema tiltölulega stuttan tíma
ársins og er nauðsynlegt að nota
hvern sólardag, sem hægt er til
að safna kröftum eftir langt og
lýjandi starf.
•
Hvernig menn eyða
sumarfríum.
ÞAÐ ER eðlilega misjafnt
mjög, hvernig menn eyða sum-
arfríum sínum. Sumir vilja ferð-
ast sem lengst og komast yfir
sem mest landflæmi; sjá nógu
marga staði, þó ekki verði það
nema augnabliksmyndir, sem
þeir fá í slíkum hraðferð-
um um landið. Aðrir vilja
dvelja á einum stað í ró og
næði. Gleyma öllu dægurþrasi
og lífsbaráttu. Þeir menn velja
sjer stað, sem þeim er kær, ann-
aðhvort fyrir náttúrufegurð, eða
af því að þar finna þeir sjer þá
dægradvöl, sem þeir hafa gam-
an af.
Það er algjörlega undir ein-
staklingnum komið, hvar og
hvernig hann vill eyða sumar-
leyfi sínu og ekki hægt að gefa
neitt algilt ráð í þeim efnum. Að-
alatriðið er, að menn undirbúi
sumarfrí sín vel og njóti þeirra
þannig að þeir komi aftur til
starfsins úthvíldir og endur-
nærðir á sál og líkama.
•
Yfirfull gistihús.
EINS OG ER hefir fólk yfir-
leitt meiri peningar^ð en nokkru
sinni fyr og þar af leiðandi eru
það fleiri nú en áður, sem geta
leyft sjer að fara í sumarfrí og
kosta til þess nokkurri fjárhæð,
ef svo ber undir. En margir lenda
í vandræðum; geta ekki fundið
neinn stað til að dvelja á. Flest
eða öll sumargistihús eru yfir-
full alt sumarið. Þeir, sem hafa
ekki verið nógu forsjálir að
tryggja sjer gistingu fyrir löngu,
eiga á hættu að fá ekki neitt.
Unga fólkinu ætti ekki að vera
svo mikil vorkun. Það getur leg-
ið við í tjöldum, en til slíks er
ékki hægt að ætlast af eldra
fólki.
Aðbúnaður á sumar-
gistihúsum.
MJÖG ER MISJAFN aðbún-
aður gesta á sumargistihúsum og
stöðum þeim, sem taka á móti
dvalargestum. Sumir gestgjafar
halda að það sje nóg, að gestir
fái eitthvað til að liggja við og
víða er ekki vandað um of til
matarins. En margt bendir til að
þetta sje að breytast. Gestgjafar
munu hafa komist að raun um
þau sannindi, að fólksstraumur-
inn liggur þangað sem bestur er
aðbúnaðurinn, jafnvel þó verðið
sje eitthvað hærra.
í Valhöll á Þingvöllum hafa í
sumar tekið nýir menn við
stjórn. Það eru menn af nýja
skólanum, sem þar stjórna. Þeir
leggja mikið upp úr að aðbúnað-
ur gesta sje sem bestur. Það má
aaieaa iíÍinu
♦J«*i*‘IMK**I,*!*‘!‘í*‘K*«K**K**)l
þegar sjá, að breyting hefir orð-
ið á í Valhöll og þó mun ekki
vera búið að gera þar enn alt,
sem í ráði er að gera fyrir gest-
ina.
•
Leikvellir og tæki
til leika.
VIÐ SUMARGISTIHÚS þurfa
að vera leikvellir fyrir allskonar
leiki. Tennisvellir, golfvellir,
helst sundlaugar og fleira og
fleira.
Fólk, sem dvelur á sumar-
gistihúsum, fer til að skemta sjer,
um leið og það fer í sumarfrí til
að hressa sig og hvílast. Innisetu-
fólki er nauðsynlegt að geta verið
eins mikið úti við og mögulegt
er. Það verður að gera eitthvað
fyrir gestina. Þá munu þeir koma
og greiða með glöðu geði sann-
gjarna þóknun.
Þar sem gistihús eru á sögu-
stöðum þyrfti helst að vera til
taks maður,' sem kunnugur er
öllum staðháttum og þekkir sögu
staðarins og umhverfi. Það er
blátt áfram menningaratriði.
Hingað til hefir verið gert of
mikið af því að klambra upp
„skálum" hingað og þangað og
kalla þá sumargistihús. Það, sem
gera þarf er að koma upp góð-
um sumargistihúsum á heppileg-
ustu stöðum á landinu og kapp-
kosta að hafa þau fyrsta flokks.
•
Þeir, sem unnu um
hátíðina.
í SAMBANDI við greinarkorn
mitt um fólkið, sem vann um há-
tíðina af dugnaði og ósjerhlífni
og sem jeg birti hjer í blaðinu á
þriðjudag, hefir Jónas Þorbergs-
son skrifað Morgunblaðinu ítar-
legt brjef eða skýrslu um störf
starfsmanna Ríkisútvarpsins fyr
ir og um hátíðina.
Það var tekið fram í grein
minni, að ekki væri unt að nefna
allar stjettir manna, sem unnið
höfðu um hátíðina og að undir-
búningi hennar. Meðal þeirra,
sem ekki voru nefndir sjerstak-
lega á nafn, voru starfsmenn
Ríkisútvarpsins.
Það er því miður ekki hægt að
birta greinilegar skýrslur um
allan þann fjölda manna, sem
unnu fyrir hátíðina og áttu sinn
mikla þátt í því hve vel hún
tókst. Mjer er hinsvegar ljúft að
bæta því við, sem áður hefir ver
ið um þetta mál sagt, að starfs-
fólk útvarpsins vann störf sín
með ágætum, eins og útvarps-
hlustendur um land alt og raun-
ar utan landsteinanna vita.
Hafi þe.ir þökk sem aðrir fyr-
ir störf sín.
Magnús M. Lárusson
kosinn presiur
að Skúiusiöðum
ATKVÆÐT voru talin í
gær í skrifstofu biskups í
Skútustaðaprestakalli í Suð-
ur-Þingeyjarprófastsdæmi. —
Kosið var þar 11. þ. m.
Aðeins- einn umsækjandi
var um brauðið, sr. Magnús
Már Lárusson, kennari við
Mentaskólann á Akureyri. —
Af 230 á kjörskrá kusu 143.
Illaut umsækjandi 138 atkv.,
4 seðlar auðir og 1 ógildur.
Var Magnús Már því löglega
kosinn prestur.