Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 6
6 MOaöUNBLAÐIÐ Föstuóagur 23. júní 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Mannhelgi ÞEGAR FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, Ólafur Thors, flutti ræðu sína á Þjóðhátíðinni, — fyrir framan Stjórnarráðshúsið, — mælti hann þessi orð: „Kjörorð hins íslenska lýðveldis er: Mannhelgi. Hug- sjón þess, að hjer búi um alla framtíð frjáls og öllum óháð menningarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingju- samir menn“. Mannhelgi! Sú innri hugsýn, sem rúmast í þessu eina orði er og verður sverð og skjöldur hins nýja lýðveldis. Þegar mannhelgi er virt í heiminum, munu gróa undir blæðandi þjóða og friður mun ríkja. Virðingin fyrir mann- helginni verður leiðarvísir þjóðanna á braut framtíðar- innar til friðsældar og hamingju. Þegar vjer hverfum að því, sem að oss sjálfum veit í innri sambúð þjóðarinnar, verður það enn mannhelgin, er-móta mun gæfu þjóðarinnar, ljós eða skuggar skapast af viðhorfi borgaranna til þess anda, er í þessu eina orði er fólginn. Þessa staðreynd skilur fólkið, ekki síst í þessu litla landi kunningsskaparins, sem oft er til vitnað, en er þá ekki síður hið fámenna land hins persónulega návígis, þegar barist skyldi á opinberum vettvangi. Ekkert hefir á undanförnum árum saurgað stjórnmála- lífið í landinu fremur en sá persónulegi átroðningur, rógur og níð, er fæstum hefir auðnast að komast undan, er freistuðu að láta opinber mál til sín taka. Mannhelgin birtist í virðingunni fyrir lífi, æru, eignum, heimilum og öðrum persónulegum verðmætum og rjett- indum einstaklinganna. Kjörorð lýðveldisins er mannhelgi! Stjórnarskrá þess á að verða stjórnarskrá mannhelginnar. Sögusýning SÝNING SÚ, úr frelsis- og menningarbaráttu íslend- inga, sem nú er opin á vegum Þjóðhátíðarnefndar í Menta- skólanum, er nýstárlegur viðburður hjer og athyglis- verður. Fortíð, nútíð og framtíð þjóðanna eru jafnan hverri annari meir og minna háðar. Eitt mótast af öðru, það sem gerst hefir, gerist og gerast mun. Sagan er líf liðinna kynslóða. Til þess að þekkja eigin þjóð, verða menn að þekkja sögu þjóðarinnar. Saga íslands er undarlega örlagarík um leið og hún er táknræn barátta fyrir frelsi, við ófrelsi og fyrir endur- reisn frelsis og menningar. Þessa sögu, þessa baráttu, þarf hið unga ísland að þekkja til þess að stæla sig í komandi lífsbaráttu, er verður að skila íslandi áfram frjálsu í hendur næstu kynslóðar. Áhugann fyrir sögunni er ekki einhlýtt að vekja hjá þeim ungu með því að fá þeim þrautskráðar bækur. í upphafi þarf að kveikja neistana, síðan munu glæður sögueldanna verma þel hjartnanna og móta hugann, sem ekki gleymir málstað íslands. Til þess að kveikja neistann, örfa löngunina til frekari skilnings á lífi þjóðarinnar, á sögusýning að gagna. Vafalaust kann mönnum að sýnast sitt hvað um sögu- sýninguna í Mentaskólanum. En fræðileg gagnrýni og rökrjett, sem fram kynni að koma, dregur ekki úr gildi þess verks, sem unnið hefir verið með sýningunni, heldur eykur gildi þess og umbætir. Menn þeir, er önnuðust um að koma upp sýningunni, höfðu afar stuttan tíma til stefnu. Vel færi á því að vinna áfram að fullkomnun þessarar sýningar og síðan varðveislu „svipfylkinga“ henn ar í bókarformi, eða á annan hátt. Þegar nú er verið að skrá hina merku þætti í sögu ís- lands, með stofnun lýðveldisins, fer vel á því að skygnast um og reyna að skilja svip hinna fyrri tíma, þau rök, sem hafa látið draumana rætast. Kveðjur til lýðveldisins KVEÐJUR hafa þessir sent í tilefni af lýðveldishátíðinni: Frá Bandaríkjunum: Islend- ingafjelagið í New York og há- tíðanefnd þess, Grettir Eggerts- son, Hannes Kjartansson, Gunn ar Magnússon, Vilhjálmur Stef ánsson og frú og frú Guðrún Camp, Lt. Mann og kona hans, frú Binna Berndsen Mann, Kristín Guðmundsdóttir, Hall- dór Sigurjónsson, Skúli Peter- sen, Sigurður Ingólfsson og Kristján Kristjánsson, er fögn- uðu lýðveldinu að heimili Mann-hjónanna i Shawnee, Oklohama, Árni Helgason og kona hans, Chicago, Hjálmar Bjornsson o.g Islendingar í Minnesotav Islendingadags- nefndin í Vancover, Andréw Daníelsson forseti og Albert E. Kristjánsson ritari, Islendinga- fjelagið í Vancover og forseti þess A. Kristjánsson, Isafold og Magnús Elíasson í Vancover, íslendingafjelagið í Chicago og Egill Anderson formaður þess, Gunnar Bergmann og Islend- ingar í Los Angeles, Jakobína Johnson, Seattle, Islendingar í Boston og William H. Wurts í New York. Frá Kanada: íslendingadags- dagsnefndin í Winnipeg, Kirkju þing íslenskra safnaða í Amer- íku, haldið í Winnipeg. Frá Bretlandi: Islendingar í London, Stefán sendiherra Þor- varðsson og frú, Islendingar í Edinborg og Leith, Jón Eiríks- son skipstjóri og skipshöfn hans, Sigursteinn Magnússon ræðismaður og fjölskylda hans og C. R. Nasmith amerískur ræðismaður fyrir hönd ræðis- mannafjelags Edinborgar. Frá Astralíu: Prófessor Lo- dewyckz, Melbourne. Frá Svíþjóð: Ragnar Lund- borg, prófessor Ahlmann. ★ íslendingafjelagið í London hefir ákveðið að gefa íslensku þjóðinni ljósmyndir af íslensk- um handritum, þeim sem til eru í bókasöfnum London og Oxford, til minningar um 17. júní. Fyrstu myndirnar verða af eiginhandriti Gottskálks í Glaumbæ af Sópdyngju hans. Ósk fjelagsins er að Landsbóka safninu verði falið að geyma ljósmyndanir þessar. 45 fulltrúar á þingi S. í. B. ÁTTUNDA fulltrúaþing Sam bands íslerskra barnakennara hófst í Austurbæjarskólanum s. 1. þriðjudagskvöld. Forsetar þingsins eru Karl Finnbogason, Friðrik Hjartar og Arnfinnur Jónsson. Þingið sitja 45 full- trúai og nokkrir gesti:. I gær og fyrradag voru þessi mál racdd: Fræðsluskipunin nýja (framsögumaður Árma.nn Haildórsson), launamál (íram- sm. Sigurður Thorlacius), al- þjóðasamvinna um skólamál (framsm. Sigurður Thorlacius), íslenskukenslan í barnaskólun- um (framsm. Ársæll Sigurðs- son). Nefndir hafa verið skinaðar i málunum. \Jiluerji óbripa %Jf tlagliga líj'inu i ? ? ❖ ^ ♦HKKKhHhH**HmHwI4 „Aldrei má eldurinn kulna“. EITT AF ÞEIM mörgu brjef- um, sem „daglega lífinu“ hafa verið send um þjóðhátíðina er frá gamalli konu. Hún skrifap sjálf fyrirsögnina, sem er yfir þess- um línum. Mjer finsf brjef henn ar vera svo táknrænt fyrir þann eld, sem glæðst hefir með þjóð- inni þessa dagana, að jeg má til að birta það í heild. Gamla kon- an segir: „Ekki gat jeg farið tll Þing- valla. En ung stúlka leiddi mig að stjórnarráðsblettinum og stóð við hliðina á mjer og studdi mig til þess að jeg gæti notið, sem best þess, er þar fór fram. Jeg var svo hjartanlega fagnandi yf- ir öllu, sem gerðist. Það var svo auðfundið, að allir vildu vera sem ein sál. Lítið atvik kom þó þarna fyrir, sem mig langar til að minnast á. Lögregluþjónarnir voru að leið- beina fólki og fá það til að færa sig frá gangstignum til þess, að þeir, er um hann þurftu að fara, kæmust leiðar sinnar. Þá segir einhver kona við samfylgdar- konu sína þarna í þrönginni: „Láttu ekki hrekja þig“. Þetta fjell mjer illa. Fanst það órjettmætt af konunni að látd svona. Aftur kallar hún: „Stattu fast á þínum stað“. — Mjer fanst þetta velsæmisbrot og jeg gat ekki stilt mig um að segja: „Blessaðar, við skulum ekki jagast á þessum degi. Ekk- ert orð heyrðist meira og mjer þótti svo vænt um, að konurnar skildu við hvað jeg átti. • Orð forsetans. OG GAMLA KONAN HELD- UR áfram í brjefi sínu: „En það var nú ekki beinlínis þetta, sem mig langaði að koma á framfæri. Jeg hefi verið að hugsa um orð forsetans, sem hann sagði í ræðu sinni og sem mjer fanst svo falleg og sönn og sem glöddu mig svo mikið. For- setinn sagði, að við mættum aldrei láta okkur detta í hug, að við hefðum stigið lokasporið. Mjer fanst jeg skilja svo vel einmitt þetta, að við verðum á- valt að halda áfram til meiri þroska, meiri drengskapar og stærri dáða. Við verðum að skilja, að það bíða okkar mörg viðfangsefni, sem þarf að leysa og ávalt koma ný og ný verkefni og kem jeg þá loks að því, sem mjer er ríkast í huga: „Kæra íslenska þjóð! Nú skulum við öll vera á verði og láta aldrei hrifningar eldinn slokna, heldur hvetja til meiri fórnfýsi og stillingar, svo við get um komið auga á bestu leiðina. Hver einstaklingur hefir hlut- verk að vinna, hvar í 'stjett sem hann stendur. Við skulum heldur ekki gleyma, að leita í lofgjörð og bæn til Guðs, sem gefur okk- ur kraftinn til að stríða og því meiri og dásamlegri, sem við treystum honum betur og biðjum hann heitar“. Þetta var brjef gömlu konunn- ar, sem mjer fanst að ætti erindi til lesenda minna. Ef allir hugs- uðu eins og hún, þá þyrfti ekki að kvíða framtíð okkar litla lands. w Þjóðkórinn. ÞJÓÐKÓRINN hans Páls ísólfs sonar er að verða einhver vinsæl asta fyrirtæki, sem nokkru sinni hefir verið stofnað hjer á landi, og það ekki að ástæðulausu. „Háþorn“ skrifar mjer brjef um þjóðernisvakningu og þjóðkór á þessa leið: Hr. Víkverji! Líklega hefir aldrei, síðan sög • ur hófust, gengið önnur eins alda þjóðfrelsis, fullveldis og þjóðern is yfir land vort og nú, eftir að lýðveldi hefir verið sett á stofn. Það er líka skiljanlegt, þegar tekið er tillit til þess, hve allir eru samtaka með að fagna hinu nýja skipulagi. Skáldin hafa kveðið drápur um forna frægð og nýja, lýst fegurð landsins og sjálfstæðishugssjóninni, með svo innilegri tilfinningu, að almenn- ingur hefir orðið að kasta af sjer drunga hversdagsins og hrífast með. Einu má þó ekki gleyma. Þjóð kórinn undir stjórn Páls ísólfs- sonar hefir sungið ættjarðar- söngva og kvæði svo að fjöllin hafa bergmálað frá Öndverðar- nesi til Gerpis, svo að allir hafa sungið með, hvort sem þeir voru laglausir eða ekki. Nú datt mjer í hug, hvort ekki væri tiltækilegt, að Reykjavíkur deild Þjóðkórsins kæmi saman öðru hverju, á fögrum, sólbjört um sumarkvöldum, t. d. í Hljóm- skálagarðinum, til þess að syngja ættjarðarlög og jafnvel önnur falleg lög. Mjer þykir ekki ósennilegt, að þetta gæti orðið til þess að glæða áhuga almennings fyrir fallegum og þjóðlegum söng. Jafnframt því að tengja fastar bræðrabönd hins unga lýðveldis í voldugum lofsöng til landsins okkar“. • Frjettakvikmyndin. ÞAÐ ÞÓTTI, sem von var, tíð- indum sæta hjer í borginni, er það var auglýst, að frjettakvik- mynd af hátíðahcjldunum yrði sýnd hjer í bænum rúmlega tveim dögum eftir að þeim var lokið. Flestum mun þykja þetta framfarir og rjett er það. En að þetta skuli vekja eftirtekt sýnir í raun og veru hvað við erum á eftir tímanum á ýmsum sviðum. Erlendis er það ekki óalgengt, að menn, sem hafa veríð við- staddir merkan atburð að morgni, geta sjeð það sem fram fór á kvikmynd sama dag að kvöldi. Það er merkilegt, að það skuli ekki vera nema einn ljósmynd- ari hjer á landi, sem hefir haft framtak í sjer að útvega sjer tæki til þess, að framkalla kvik- myndafilmur. Allir aðrir þurfa að senda filmur sínar til útlanda til að fá þær framkallaðar og venjulega líða margir mánuðir áður en þær koma aftur til lands ins. Ekki er mjer kunnugt, hvað tæki til að framkalla kvikmynda filmur, kosta, en væri ekki sjálf- sagt fyrir ljósmyndara bæjarins, sem taka kvikmyndir, að slá sjer saman og kaupa slík tæki. Það myndi spara mikið ómak og tafir og almenningur myndi fá frjettakvikmyndir af innlendum atburðum svo að segja undir eins. Tojo sendir heillaskeyti. London í gærkveldi: — Berlín- arfregnir herma, að Tojo for- sætisráðherra Japana hafi sent Hitler heillaóskaskeyti í tilefni af því, hve vel Þjóðverjum tækist að verjast innrásarherj- unúm. Hitler svaraði um hæl og þakkaði. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.