Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 11
Föstudag’ur 23. júní' 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 Fimm mínútna krossyáia Lárjett: 1 klaufdýr karlkyns — 6 ófeiti — 8 þyngdarmál — 10 tveir sjerhljóðar — 11 fróm — 12 leiðsla — 13 þingdeild — 14 hvíldust — 16 þyngdarein- ing. Lóðrjett: 2 fangamark — 3 hissa — 4 ending — 5 mjóróma — 7 skemt hey — 9 leitað — 10 atviksorð — 14 tímabil — 15 forsetning. Tilkynning NÁMSKEIÐ í HANDKNATT- LEIK fyrir stúlkur 14 ára byrjar í kveld kl. 7,30. Stúlkur, látið innrita ykk- tir hjá Guðnýju Guðbergs- dóítur, Verslun Ólafs II. Jóns sonar. Eldri flokkar munið æf- inguna í kveld kl. 9. Fundið GLERAUGU hafa verið skilin eftir í Toll- póststofunni. Kaup-Sala MINNIN GARSP J ÖLD Frjálslynda safnaðarins fást hjá prestskonu sáfnaðarins á Kjartansgötu 4, Ástu Guð- jónsdóttur, Suðurgötu 35, Guð nýju Vilhjálms, Lokastíg 7, Maríu Maack, Þingholtsstræti 25, Versl. Gimli Laugaveg 1 og Sólmundi Einarssyni Vita- stíg 10. MINNIN GARSP J ÖLD Barnaspítalas j óðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. V V V v %• V vv wW V V VV V V Vinna HREINGERNINGAR Pantið í síma 3249. jfcjf-l' Birgir og Bachmann. HREINGERNINGAR Sími 4581. Hörður og Þórir. HREIN GERNIN GAR, Sími 5474. ÚtvarpsviSgerSarstofa mín er nú á Klapparstíg 16 #(sími 2799). — Ottó B. Amar, útvarpsvirkjameistari. HREIN GERNIN GAR Pantið í tíma. Guðni og Þráinn. Sími 5571. Utan- og innanhúss HREIN GERNINGAR Jón & Guðni. — Sími 4967. Fjelagslíí ÆFINGAR í KVÖLD: á íþróttavellinuni: kl. 7,30 Knattspyrna. Meist- arar og 1. fl. — Kl. 8 frjáls- ar íþróttir og námskeið. á K. R.-túninu. Kl. 8 knattspyrna 3. fl. Stjórn K.R. Í.S.Í. I. R.R. ALSHERJARMÓT Í.S.Í. fer fram eins og íþróttaráðið liefir áður auglýst 10.—13. júlí á Iþróttavellinum. Ivept verður í eftirfarandi íþrótta- greinum: Illaup: 100 m. 200, 400, 800, 1500, 5000, 10000, 110 m. grindahlaup, 4X100 m. boðhlaup, 1000 m. boð- hlaup, 10000 m. ganga. Há- stökk, langstökk, þrístökk stangarstökk. Spjótkast, kringlukast, kúluvarp, sleggjukast. Fimtarþraut. — Mótið er stigamót. Kept um alsherjarmótsbikarinn og sæmdarheitið: Besta íþrótta- fjelag íslands í frjálsum í-. þróttum. Ollum fjelögum I. S.l. er heimil þátttaka í mót- inu. Tilkynningar um þátt- töku komi í síðasta lagi 30. júní til stjórnar K. R. Stjórn Iv. R. ÁRMENNINGAR! Stúlkur — Piltar! Sjálfboðavinna í Jó- sepsdal hefir geisileg áhrif á hlutina: Daufgerðir lifna við; gerfismiðir gerast smið- ir; múrarar verða prúðir og meðfærilegir; kaffið líkist te- vatni; klaufar taka andlegum breytingiun. — Farið frá I- þróttahúsinu laugardag kl. 2 og kl. 8. Uppl. í síma 3339, kl. 12—1 og 7—8. Hagnús raular. SUNDFJE- LAGIÐ ÆGIR fer í skemti- ferð austur í ITveragerði n.k. sunnu- dag. Þátttaka tilkynnist til Þórðar Guðmundssonar, sem fyrst. KVENSKÁTAR! Ollum kvenskátum er heim- ilt að heimsækja Skátamótiði á Þingvöllum laugard. 24. júní, en þær verða sjálfar að sjá fyrir ferðum og tjaldi. Stjórnin. FARFUGLAR! Munið skemtifundinn í Ál- þýðubrauðgerðarhúsinu kl. 8,30 í kvöld. Á morguu verður farið í Valaból og haldinn þar fram- halds-Jónsmessuhátíð. Lagt verður af stað kl. 3 úr SJiell- portinu við Lækjargötu- Þeir, sem vilja geta gengið yfir í Heiðarból um nóttina og unn- ið þar á sunnudaginn. Þið, sem ætlið í hjólferðina norður 8. jrilí. komð og tal- ið við okkur, í skrifstofuna (í Trjesmiðjunni h.f., Brautar- holti 30, fyrir sunnan Tungu) n. k. miðvikuúagskvöld kl. 8i/2—101/o. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU 175. dagur ársins. Vorvertíðarlok. Árdegisfiæði kl. 8.05. Síðdegisflæði kl. 20.25. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni. sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast Bifreiða- stöð Reykjavíkur, sími 1720. □ Edda 59446247 — Fyrl. R:. M:. 45 ára verður á morgun, 24. júní, Ólafur Þorleifsson, Nönnu- götu 8, Hafnarfirði. Hjúskapur. Þ. 17. júní voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thoroddsen ungfrú Val- gerður Jóhannsdóttir og Haukur Ingimundarson á Akranesi. Hjónaefni. Þann 17. júní opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Jó- hann Hálfdánardóttir, Valshamri Mýrasýslu og Haukur Guð- mundsson, Hátúni 9, Rvk. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Hulda Þorgilsdóttir frá Siglu- firði og Gunnar Guðjónsson, starfsmaður hjá KRON. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína Friðrún Sigur- bjarnardóttir, Leifsgötu 8 og Ingvar Jónsson bifreiðarstjóri, Freyjugötu 24. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína á Þingvöllum ung- frú Kristín Engilberts, Vest- mannaeyjum og Alfred Clausen, Njálsgötu 51. Samband ísl. karlakóra hefir beðið blaðið fyrir eftirfarandi: Áríðandi æfing hjá þjóðhátíðar- kórnum í úvarpssalnum kl. 9.30 í kvöld. Mætið stundvíslega. Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna flutti Trausti Ólafsson efnafræðingur erindi um rannsóknir á frystum fiski og Sigurður Pjetursson gerla- fræðingur flutti erindi um rann- sóknir á gerlum í fiski. ÚTVARPIÐ í Dag: 19.25 Hljómplötur: Harmoniku- lög. 20.30 Jónsmessuhugleiðing (Árni Jónsson frá Múla). 20.55 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett op. 18 nr. 1 í F-dúr eftir Beethoven. 21.10 Upplestur: „Noregur undir oki nasismanns“, bókarkafli eftir Worm-Möller prófessor (Ragnar Jóhannesson). 21.35 Hljómplötur: Sönglög eftir Hugo Wolf. 22.0 Symfóníutónl. (plötur): a) Gátutilbrigðin eftir Elgar. b) Píanókonsert í Es-dúr eftir Ireland. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU ,t4*t*‘X«*»*X******M«* *vj*.j**’*.j»**« *Z+*Z**l**»**l+* Tapað ARMBAND TAPADIST á þriðjudagskvöld í eða hjá Oddfellow. Vinsamlega skilist á Njálsgötu 72. sími 5227. STÁLARMBANDSÚR tapaðist í gær frá Hafnarhúsi um Veltusund að Landsíma- stöð. — Finnandi vinsamlega geri aðvart í síma 5980 eða 1376. Fundarlaun. SVARTUR HATTUR merki: Ilerbert Jensen, nr. 6"4, með uppbrettum, brydd- uðum börðum, tapaðist, eða var tekinn í misgripum á Heimdallarskemtuninni s.l. sunnudagskvöld. Öskast vin- samlegast skilað í Verslun- ina Fálkinn. , Fímtugun r Arni Viihjálmsson hjeraðslæknir ÁRNI VILH J ÁLMSSON, hjeraðslæknir- á Vopnafirði á fimtugsafmæli í dag. Hann er fæddur að Ytri Brekkum á Langanesi 23. júní 1894 og bjuggu foreldrar hans þar góðu búi. Um fermingaraldur fór hann í skóla og lauk stúdents- prófi við Mentaskólann í Reykjavík vorið 1914. Embætt- isprófi í læknisfræði við Há- skóla íslands lauk hann 1919 með mjög hárri fyrstu einkunn. Sóttist honum alt nám frábæri- lega vel. Hann lauk þannig fyrra hluta embættisprófs með ágætiseinkunn, og mun það hafa verið mikil nýlunda. Að afloknu embættisprófi fór hann til Noregs til fram- haldsnáms og gekk þar á þekt- ustu sjúkrahús landsins í tvö ár. Eftir að heim kom gegndi hann læknisstörfum á ýmsum stöðum fyrstu misserin, en var skipaður hjeraðslæknir á Vopnafirði 1924 og hefir gegnt því embætti síðan. Þótt Vopnafjarðarhjerað sjálft sje ekki ýkja mikið yfir- ferðar, fylgir sá böggull skammrifi, að Vopnafjarðar- læknir er iðulega kvaddur í ná- grannahjeruðin. Er þá um fjall- vegi að fara og ferðir jafnan erfiðar, en þó einkum að vetr- arlagi. Mundi flestum þykja ærið starf að gegna svo erfiðu embætti, þótt engu væri á bætt. En um Árna Vilhjálmsson er það að segja, að honum hafa verið falin ýms tímafrek trún- aðarstörf. Var hann meðal ann- ars oddviti Vopnafjarðarhrepps um langt skeið og er það mik- ið starf. Hann er hagsýnn mað- ur mjög og gildur búhöldur. Hefir hann altaf haft talsvert margt fje og nokkrar kýr, og ræktað upp allmikið land. Er hann svo skapi farinn, að hon- um þykir gott að búa að sínu og sækja ekki til annara, um- fram brýna nauðsyn. En því aðeins hefir hann komist jyfir öll þau miklu störf, er hann hefir á hendur „.tekist, að hann er verkmaður með afbrigðum að hverju sem hann gengur, og iðjumaður svo mikill, að hon- um fellur aldrei verk úr hendi. Er mjer það minnisstætt, er jeg sá eitt sinn kistu fulla af smá- barnasokkum og sjóvetlingum, er hjeraðslæknirinn á Vopna- firði hafði prjónað um vetur- inn — meðan hann var að hlusta á útvarpið á kvöldin. Árni er kvæntur Aagot dótt- ur Rolfs Johansen, fyrrum kaupmanns á Reyðarfirði, hinni mestu ágætiskonu. Er heimili þeirra og sambúð mjög til fyr- irmyndar. Þeim hefir orðið ell- efu barna auðið, og eru öll á lífi, myndarfólk mesta. Tveir elstu synirnir stunda háskóla- nám, en yngri börnin eru ýmist við skólanám eða heima. Þau hjónin eru stödd hjer í bænum. Kom Árni hingað fyr- ir nokkrum vikum til að ganga á Landspítalann sjer til fróð- leiks, en veiktist fyrir skömmu og hefir síðan legið rúmfastur á spítalanum. Hann er þó svo hress, að vinum hans mun ó- hætt að líta inn til hans í dag. Árni Jónsson. 1 Hús á Grímstaðaholti til sölu. 3 litlar íbúðir lausar- Nánari upplýs- ingar gefur GUÐLAUGUR ÞORLÁKSSON, Austurstræti 7. Sími 2002. ttlvir í Hafnnrskógi Greiðasala er hafin á hinum vinsæla skemtistað Ölvi í Hafnarskógi. Verða þar á boðstólum alskonar veitingar. Þar geta og dvalargestir fengið tjaldstæði leigð- Áhersla verður lögð á góðar veitingar. Njótið feg- urðar, skógarilms og hins heilnæma fjalla- lofts í Ölvi í sumarleyfinu. Daglegar áætl- unarferðir Akranes—Ölvir eru í sambandi við ferðir m.s. Víðis*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.