Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 1
 31. árgangur,. 140 tbl. — ÞriSjudagur 27. júní 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. Þjóðverjar verjasf enn í Cherbourg 3 Færeying drukkna í Siglufirði Frá frjettaritara vorum á Siglufirði. SÁ SORGLEGI atburður gerðist í gær, að aldraður Fær- eyingur og synir hans tveir druknuðu á Siglufirði eftir að bátur þeirra hafði lent í á- rekstri. Nánari atvik þessa hörmu- lega slyss eru þessi: Fjórir Færeyingar reru til fiskjar á» litlum, opnum báti. Lágu þeir fyrir stjóra út af Siglufirði, þegar vjelbáturinn „Harpa" frá ísafirði rakst á bát þeirra með þeim afleiðingum, að hann brotnaði í spón og feðg arnir þrír druknuðu, eins og fyrr segir. Veður var bjart og lítil alda, þegar slysið varð. — Skipverjar á „Hörpu" urðu báts Færeyinganna ekki varir, fyrr en alt var um garð gengið og brak hans flaut fyrir aftan vjelbátinn. Sneri „Harpa" þá þegar við og tókst að bjarga einum manninum, sem hjelt sjer uppi á kút. Einnig náðu þeir gamla manninum, sem hafði haldið sjer uppi á siglu- trjenu, og voru þegar gerðar á honum lífgunartilraurlir, en þær báru engan árangur. Aft- ur á móti varð aldrei vart við syni hans tvo. Þeir, sem druknuðu, voru þessir: Johan Bekk, 60 ára, og var það hann, sem náðist ör- endur og var formaður á bátn- um. Hans Eli Bekk og Henning Bekk, 22 og 21 árs, synir Jo- hans. Voru feðgarnir frá Tverö í Trangisvaagfirði. — Sá, sem bjargaðist, heitir Klemens Jo- hannessen, 34 ára að aldri, frá sama stað. M.b. Harpa var á togfiski, gerð út frá Flateyri. Skipstjóri Sölvi Ásgeirsson. Varnir Þjóðverja r bzféiB á ISalíis London í gærkveldi. ORUSTUNUM á ítalíu held- ur áfram, og fer mótspyrna Þjóðverja harðnandi, einkum á mið- og vesturvígstöðvunum, og gengur nú sókn áttunda hers ins hægast, en hann sækir líka fram í erfiðu fjalllendi. Veik- astar eru enn sem fyrr varnir Þjóðverja á Adriahafsströnd, og nálgast bandamenn þar An- cona, mikilvæga hafnarborg. Óstaðfestar fregnir segja, að Þjóðverjar eyðileggi mannvirki í borg þessari og fleiri borgum á þessu svæði. — Reuter. Guðinundur Frið- s látinn Hersfjórnartiikynn- if Ilerstjórnartilkynning frá, aðalstöðvum Eisenhowers í kvöld er á þessa leið: „Götubardagar halda áfram í Cherbourg og veita Þjóð- verjar öfluga mótspyrnu, enr Bretar vinna á við Tilly London í gærkvöldi. — Einkaskeyii til, Morg- unblaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR VERJAST ENN AF MIKILLI HÖRKU í Cherbourg, og munu enn hafa allt að tveim þriðjuhlut- um borgarinnar á valdi sínu, en skriðdrekalið Bandaríkja- manna mun sumsstaðar komið niður að höfninni. Her- verið er að hreinsa borgina | skip bandamanna hafa aðstoðað mikið með því að þagga smátt og smátt. I norðaust- I niður í virkjum Þjóðverja við borgina. — Fyrir vestan og urhorni skagans hefir engin j austan Tillý hafa Bretar gert allmikil áhlaup og tekist að GUÐMUNDUR FRIÐJONS- SON skáld að Sandi, ljest í sjúkrahúsinu í Húsavík í gær- dag. Guðmundur hafði verið heilsuveill síðustu árin og legið í sjúkrahúsi Húsavíkur nú á annað ár. Guðmundur var fæddur 24. október 1869 og var því tæp- lega 75 ára. Þessa landskunna skálds verður nánar getið síðar hjer í blaðinu. mótspyrna verið, en í norð ' vesturhorninu, hjá Cap de Hague, er allsnörp vörn af hálfu Þjóðverja enn". ! ,,Vjer höfum getað sótt dá- Jítið fram á Fontenaysvæðinu fyrir austan Tilly, eftir stór- '-orustur og höfum bætt þar . aðstöðu vora." „Meira en tuttugu þúsund fangar hafa nú verið teknir á landgöngusvæðinu, síðan innrásin var gerð. Þykkskýj- að hefir verið yfir ströndinni í dag og þoka mikil, sem hefir gert flugferðir ómögulegar". „I nótt sem leið eyðilögðum vjer tvær óvinaflugvjelar yf- ir Frakkalndi". Lík ísfirðingsins, A!f Ssmson, fundið EINS og kunnugt er, fór Alf Simson, er hvarf hjeðan, að heiman frá sjer að kveldi hins 16. þ. m. og ætlaði að Hrafnseyri. Þar sem hann kom ekki heim á tilsettum tíma, var farið að ótlast um hanns og leit hafin 21. m. þ. Fanst lík hans loks s.l. sunnu dag neðan við svonefnt Gyltu- skarð í Seljalandsdal Varnir Finna fara Stokkhólmi' í gærkveldi. FINSKA herstjórnin segir í dag, að herjum Finna hafi víð- ast hvar á vígstöðvunum tekist að hrinda sókn Rússa. Best gekk þet tafyrir norðaustan Vi- borg, þar sem Rússar gátu lítt sótt fram. Aftur á móti urðu Finnar að láta undan síga á Aunuseiði og yfirgáfu þeir þar nokkrar borgir. Norðar, á Ma- selka-eiði, hafa flest áhlaup Rússa mistekist. Loftbardagar hafa víða verið harðir og ýms- um veitt þar betur. sækja fram um nokkur hundruð metra. Veður er enn vont og ófært t'il flugferða. __________________________ Götubardagar í Cherbourg. Það veldur Bandaríkja- mönnum við höfnina í Cher- bourg allmiklum erfiðleik- um, að Þjóðverjar hafa á eyju einni í um 16 km f jar- lægð, mikil skotvirki, sem þeir geta skotið úr á höfn- ina í Cherbourg og gera það líka óspart. Eyja þessi heitir Alderny, og er ein af Erm- arsundseyjunum, sem enn eru allar á valdi Þjóðverja, þrátt fyrir fallhlífaliðsatlög ur að þeim í upphafi innrás- arinnar. Herf aS Japönum í Mogaung London í gærkveldi. KÍNVERSKAR hersveitir [ hafa nú suðurhverfi borgarinn- ar Mogaung í Norður-Burma á sínu valdi, og eru bardagar háðir í öðrum hlutum borgar- innar. Búist er við, að banda- mönnum takist að ná bænum úr höndum Japana. — í Myit- kyina eru bardagar minni en áður, breytingar hafa engar orð ið, og aðstaða hvorutveggja er æði traust. — Við Imphal hefir dregið úr orustum, enda eru veður þar mjög vond. — Reuter. Randolph Churchill kominn heim. London í gærkveldi: Ran- dolph Churchill majór, er ný- kominn hingað til Loftdon frá Jugoslavíu, en þar var hann nærri fallinn í hendur Þjóð- Boðin uppgjöf. Bandaríkjamenn hafa tvisv- ar skorað á þýska liðið í Cherbourg að gefast upp, en það hefir ekki gengt slíkum áskorunum. — Það var mis- hermi í fregn frá oss, að Schlieffen hershöfðingi, er stjórnar vörn Þjóðverjanna, væri fallinn, því hann stjórn ar herjum sínum þarna enn að sögn herstjórnarinnar þýsku. Herskip gegn virkjum. Snemma dags í dag urðu verjum, svo sem getið hefir,°gur]egir stórskotaliðsbar verið í frjettum. Hingað kom hann með viðkomu í Róm, en ekki er vitað, hvað hann tek- ur nú fyrir hendur. Rússar taka Vitebsk og Zlobin Sækja aij Orsha og Mogilev London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í KVÖLD hafa verið gefnar út tvær aukatilkynningar í Moskva, hin fyrri um töku hinnar rammlega víggirtu borg ar Vitebsk, en hin síða,ri um töku samgöngumiðstöðvarinnar Zlobin, mikið sunnar á vígstöðv unum. Ennfremur segjast Rússar í hinni venjulegu ( tilkynningu sinni hafa sótt fram á allri víg- línunni og tekið fjölda bæja og þorpa. Vitebsk, sem lengi hefir ver- ið önnur stærsta borg Hvíta- Rússlands, hefir 150 þúsund íbúa og er vel til varnar fallin af náttúrunnar hendi. Þjóð- verjar vörðu borgina einnig af mesta harðfengi og segja Rúss- ar að bardagarnir um hana hafi verið ógurlega blóðugir. Rússar sækja nú enn að þrem miklum bækistöðvum Þjóð- verja, Orsha, Bobruisk og Mo- gilev og eru komnir allnærri hinum síðastnefnda stað. Einnig eru Rússar ekki langt frá Polotsk, bæ, sem líka er talinn hafa mikla þýðingu fyr- ir þýsku herina í Hvíta-Rúss- landi. « Rússar kveðast hafa rofið þjóð- veginn frá Orsha til Borisov, og vera komnir að Dnieprfljóti norðan Mogilev, og hafa tek- ið járnbrautarstöðina Bobensk, sem sje á Bobruisksvæðinu og Mostok, 10 km fyrir onrðvestan Mogilev. Á Aunuseiði kveðast Rússar hafa tekið bæinn Olonets, og ennfremur kveðast þeir hafa haldið fram sókn fyrir norðan Onegavatnið, en á Viborgarvíg- stöðvarnar minnast þeir ekki að þessu sinni. dagar milli herskipa banda- manna á sjó úti og hinna ramgeru virkja Þjóðverja. Segja Þjóðverjar að þeim hafi tekist að sökkva tveim beitiskipum og tveim tund- urspillum bandamanna í þessari hríð og laska 4 beiti- skip önnur. Bandamenn kveðast hafa þaggað niður í virkjurium eftir 3 klukku- stunda skthríð. Landsmófi skáfa slitið í gær LANDSMÓTT skáta á Þing- völlum var sliíið í gasr. Voru þá afhent rerðlaua fymr besta flokkinn á mótinu, og hlaut þau Skátafjelag Rej'kjavíkur. Verðíaun fyi'ir 1 /y'n tjaldbúða hliðið fjekk Skátafjelagið Heiðabúar, Keilavík. Skátarnir komu til bæjarinsi í gærkveldi, ánægðir eftir á- gæta daga á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.