Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur .27. júní 1944 1AJ Someróet 1/lflaucjli lam: Sophia MacDurfrane. í leit að lífshamingju — 28. dagur — „Elliott frændi þinn mundi lítið þakka þjer fyrir, ef þú brytir einn af Crown Derby diskunum hans. Þeir voru bún- ir til handa þriðja hertoganum af Dorset, og' eru geysilega ^erðmætir. „Taktu brauðsneiðarnar upp af gólfinu“, fnæsti hún. „Gerðu það sjálf“, sagði jeg og settist aftur á legubekkinn. ★ Hún stóð á fætur og hrifsaði brauðsneiðarnar upp af gólfinu. „Og þú kallar sjálfan þig enskan gentelmann“, hrópaði hún ofsareið. „Nei, það hefi jeg aldrei geit“. „Farða til fjandans og láttu mig aldrei sjá þig framar. Jeg get ekki afborið að horfa á þig“. „Það er leiðinlegt, vegna þess að mjer er altaf ánægja af að horfa á þig. Hefir aldrei neinn sagt þjer, að nefið á þjer er al- veg eins og nefið á Psyche, á listasafninu í Neapel. En það er fegursta tákn kvenlegs yndis- þokka, sem nokkru sinni hefir verið til. Þú hefir glæsilega fætur, granna og vel lagaða, og héfi jeg oft furðað mig á því, þar eð þeir voru sverir og þung lamalegir, þegar þú varst yngri. Jeg get hreint ekki skilið, hvernig þú hefir farið að því“. „Með stál-vilja og guðs náð“, sagði hún reiðilega. „En auðvitað bera hendur þínar af öllu öðru í útliti þínu“. „Jeg hefi altaf haldið, að þjer þætti þær of stórar“. „Nei, ekki borið saman við hæð þína og vöxt. Það vekur altaf furðu hjá mjer, hve þú notar þær með miklum yndis- þokka. Hvort sem það er þjer eðlilegt eða ekki, þá hreyfirðu þær aldrei án þess að sýna feg urð þeirra. Stundum eru þær eins og blóm og stundum eins og fuglar á flugi. Þær tjá meira, en nokkur orð þín. Þær eru eins og hendurnar á mynd- um E1 Grecos. Þegar jeg horfi á þær, lætur nærri að jeg trúi hinni mjög svo reyfaralegu sögu Elliotts frænda þíns um að þú eigir spánskan aðals- mann fyrir forföður“. Hún horfði reiðilega á mig. „Um hvað ertu að tala? ‘Þetta er í fyrsta sinn, sem jeg heyri á það minst“. Jeg sagði henni síðan frá greifanum og hirðmey Maríu drottningar, sem Elliott ætti ætt sína að rekja til. Á meðan horfði Isabel með velþóknun á langa fingur sína og vel snyrtar og málaðar neglurnar. „Það kemur stundum fyrir, að jeg fyrirlít þig ekki bein- linis“, sagði hún. Hún stóð á fætur og settist á legubekkinn við hlið mína, stakk handleggnum irínundir handlegginn á mjer og hallaði sjer að mjer til þess að kyssa mig. En jeg sneri kinninni und an. „Jeg kæri mig ekki um að fá andlit mitt makað í varalit“, sagði jeg. „Ef þú vilt kyssa mig, þá kysstu mig á munninn, því að til þess ætlaðist miskunnsöm forsjónin að hann yrði notað- uf“. Hún flissaði, og sneri höfði mínu að sjer með annari hend- inni og varir hennar þrýstu þunnu farða-lagi á varir mín- ar. Áhrifin af því voru hreint ekki sem verst. „Jæja, nú segirðu mjer ef til vill, hvað það er, sem þú vilt“. „Ráðleggingar“. „Jeg er fús til þess að gefa þjer ráðleggingar, en mjer dett ur ekki í hug að halda, að þú farir eftir þeim. Það er aðeins eitt, sem þú getur gert, og það er að g^ra það besta úr þessu“. Nú þaut hún upp aftur, og henti sjer á stól, sem stóð rjett hjá arininum. „Jeg ætla ekki að horfa að- gerðarlaus á það, að Larry eyði leggi líf sitt. Jeg svífst einskis til þess að koma í veg fyrir, að hann giftist Sophíu“. „Þjér tekst það ekki. Hann er gagntekinn af þeirri sterk- ustu tilfinningu, er gripið get- ur mannlegt hjarta. „Þú átt þó ekki við, að hann elski hana?“ „Nei. Það væru smámunir, i I samanburði við hitt“. „Nú?“ „Sjálfsfórnin er ástríða, svo sterk, að við hlið hennar verða tilfinningar eins og ást og þrá á smámunum einum. Hún steypir fórnarlambi sínu í glöt un, en er um leið besta viður- kenningin á persónuleika þess. Það er sama hverju fórnin er færð. Ef til vill borgar hún sig — ef til vill ekki. Ekkert vín er eins áfengt, engin ást eins voldug og enginn löstur eins knýjandi. „Mikið skelfing ertu leiðin- legur“, s^gði Isabel. Jeg skeytti því engu, sem hún sagði. „Hvernig géturðu ætlast til þess, að heilbrigð skynsemi eða hygni geti haft áhrif á Larry, þegar hann ,er gripinn slíkri ástríðu? Þú veist ekki, hverju hann hefir verið að leita að öll þessi ár. Jeg veit það ekki held ur. Mig grunar það aðeins. Öll erfiðisárin og öll reynslan, sem harin hefir aflað sjer, hefir ekk ert að segja gegn þessari þrá hans — þessari knýjandi, há- væru þörf hans eftir að frelsa sál konu, er hann þekti sem saklaust barn“. „Jeg hygg að þú hefir rjett fyrir þjer. Jeg hygg að hann sje að takast á hendur vonlaust verk. Og hann mun þjást öll- um vítiskvölum vegna tilfinn- inganæmi sinnar. Hann mun aldrei ljúka lífsstarfi sínu — hvað svo sem það er. Hinn ó- tigni París drap Achilles með því að skjóta ör í hæl hans. Larry skortir einmitt þennan snefil af harðýðgi, sem jafnvel dýrðlingurinn verður að hafa, til þess að vinna geislabaug. sinn“. „Jeg elska hann“, sagði Isa- bel. „En guð veit, að jeg krefst einskis af honum. Engin ást getur verið óeigingjarnari, en ást mín á honum. Og hann verð ur svo óhamingjusamur“. Hún fór að gráta, og þar eð jeg hjelt að hún mundi hafa gott af því, Ijet jeg hana gráta í friði. Brátt tók hún spegil og vasaklút upp úr tösku sinni og þurkaði tárin varlega framan úr sjer. „Þú ert svei mjer fullur sam úðar“, tautaði hún. ★ Jeg horfði hugsandi á hana, en svaraði engu. Hún púðraði sig í framan og greiddi sjer. „Þú sagðir rjett áðan, að þig grunaði að hverju hann hefði verið að leita öll þessi ár. Við hvað áttirðu?11 „Það eru aðeins getgátur, og ef til vill hefi jeg rangt fyrir mjer. Jeg hygg að hann hafi verið að leita að heimspeki eða ef til vill trú, og lífsreglu, er fullnægði bæði hjarta hans og heila.“ Isabel hugsaði um þetta and artak. Hún andvarpaði. „Finst þjer það ekki dálítið undarlegt, að sveitadrengur frá Marvin í Illinois skuli hafa slík ar hugmyndir?“ „Það er ekkert undarlegra en Luther Burbank, sem fæddur var á bóndabæ í Massahusetts, skyldi finna upp kjarnalausa appelsínu eða Henry Ford, sem fæddur var á bóndabæ í Michigan, skyldi finna upp bíl“. „En það eru hagkvæmir hlut ir“. Jeg fór að hlæja. „Getur nokkuð verið hag- kvæmara en að læra listina að lifa?“ Isabel yppti öxlum. „Hvað viltu að jeg geri?“ „Þú vilt ekki missa Larry alveg?“ Hún hristi höfuðið. „Þú veist hve trúr hann er. Ef þú vilt ekkert hafa saman við konu hans að sælda, skiptir hann sjer ekkert af þjer. Ef þú hefir nokkra skynsemi, þá vertu góð við Sophiu. Hún ætl ar nú að gifta sig, og þarf því sennilega að kaupa eitthvað af fötum. Hversvegna býðst þú ekki til þess að fara í búðir með henni? Hún yrði áreiðanlega fegin“. Isabel hlustaði á mig og kipr aði saman augun. Dálitla stund stóð hún hugsi, en jeg gat ekki getið mjer til, um hvað hún væri að hugsa. Svo sagði hún: „Viltu bjóða henni til hádeg isverðar? Jeg get varla gert það eftir það sem jeg sagði við Larry í gær“. „Ætlarðu að haga þjer vel, ef jeg geri það?“ „Eins og engill“,. sagði hún, og brosti elskulega. „Jæja þá,“ sagði jeg. Það var sími í herberginu. Jeg fann símanúmer Sophíu og hringdi í hana. Jeg nefndi nafn mitt. éfJiafesWi Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 3. ekki peninga að borga með, svo hann ljet Matta hafa nafar einn, og fjekk svo að fara yfir. Þegar piltur kom heim til móður sinnar, þá spurði hún strax um tollinn: „Hvað fjekkstu í toll í dag?“ sagði hún. „Æ, það var einn, sem ljet mig fá eitt pund af mjöli, hann var að koma frá myllunni, en smiður ljet mig fá nafar“, sagði Matti. ,,Og hvað gerðirðu við nafarinn?“ spurði móðir hans. „Æ, jeg boraði honum gegnum húfuna mína, eins og þú baðst inig um, mamma“, sagði Matti. „Já, en það átti jeg aldrei v-ið,“ sagði konan, „honum áttirðp ekki að stinga í húfuna þína, heldur gastu geymt hann í erminni þinni“. „Jæja, jæja, mamma, jeg skal muna það næst“, sagði Matti óþolinmóður. „Og hvað gerðirðu svo við mjelið?“ spurði móðir hans. „Jeg stráði því út um hlöðugólfið, eins og þú baðst mig um, mamma“, sagði Matti hróðugur. „Aldrei hefi jeg heyrt annað eins“, kveinaði móðir hans. „Þú áftir að fá þjer fötu og bera það heim í henni“. ,,Æ, vertu nú ekki að þessu, mamma“, sagði Matti, „þetta skal jeg gera næst“. Daginn eftir var piltur aftur við brúna og átti að taka toll. Þá kom þar einn með hest klyfjaðan af brennivíni og vildi komast yfir. „Þú kemst ekki yfir fyrr en þú hefir borgað toll“, sagði Matti. „Jeg á ekki nokkurn eyri“, sagði maðurinn með brenni- vínið. „Jæja, þá kemstu ekki yfir. En kanske þú hafir vörur?“ sagði Matti. Þá ljet hinn hann hafa hálfan pott af brenni- víni og því helti Matti upp í ermina á sjer. Rjett á eftir kom einn með geitaflokk og vildi fá að komast yfir. „Ekki færð þú að komast yfir, fyrr en þú borgar toll“, sagði Matti. Ja, þessi var ekki ríkari en hinir, hann áttþenga pen- inga, svo hann gaf Mattai lítið geitarkið, og fjekk svo að fara yfir með hópinn. En Matti tróð kiðinu ofan í fötu, sem hann hafði meðferðis. Ef Loftur getur það ekki — bá hver? Góð veiði. Vetur einn var jeg að ná ís úti á vatni. Henti mig þá það óhapp, að exi mín hljóp af skaftinu, og þar sem sjaldan er ein báran stök, þá þurfti hún endilega að detta ofan um einu vökina, sem var á ísnum. Sumarið eftir var jeg að veiða í vatninu. Kom jeg þá auga á öxina, þar sem hún lá á botninum. — Nú eru góð ráð dýr, hugsaði jeg með mjer, en sagði ekkert, því að jog tala aldrei við sjálfan mig. Svo dró jeg færið þannig, að öngullinn drógst eftir botninum. Þannig gat jeg krækt í augað á öxinni. Én þetta hefir víst þótt vænn biti, því að áður en jeg náði henni upp, beit stóreflis lax á hjá mjer. Jeg tók viðbragð, sveiflaði stönginni og þeyttist þá laxinn og öxin hátt í loft upp. Það vildi hvorki betur nje verr til, að hún kom í álft, sem flaug yfir. Álftin datt niður steindauð og beint ofan á hjera, sem líka rotaðist. Það steinleið yfir ísbjörn, sem horfði á þetta. Og þegar jeg klappaði saman höndunum af fögnuði, urðu nokkrar rjúpur á milli þeirra og bættust við veiðina. ★ — Ein sorgin yfirgnæfir aðra, sagði kerlingin. í gær dó maðurinn minn, í dag týndi jeg nálinni minni. ★ Hjer um daginn kom eigin- maðurinn heim, eftir að hafa drukkið heldur mörg staup. Hann bað konu sína fýrirgefn- ingar. „Ef þetta væri í fyrsta skipti, sem þú kemur drukkinn heim“, svaraði konan, „myndi jeg fyr- irgefa þjer, en það kom einnig fyrir eitt sinn í nóvember 1916“. ★ Maáur hafði lent í bílslysi og lögregluþjónn spurði hann: „Efuð þjer giftur?“ „Nei, þetta er sú versta mejfi- ferð, sem jeg hefi nokkru sinni hlotið“. ★ Þjónninn: -— Þetta eru bestu eggin, sem við höfum haft í heilt ár. Gesturinn: — Látið þjer mig heldur hafa egg, sem þið hafið ekki haft svo lengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.