Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 6
6 MOkGUNBLAÐIÐ J8$fgtitifelafrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Aðkoman heima ÞAÐ ER OKKUR íslendingum óblandið fagnaðarefni hversu vel og drengilega erlend ríki, stór og smá, hafa tekið hinu nýstofnaða lýðveldi okkar. Þetta er okkur ó- metanlegur’ styrkur á fyrstu göngu lýðveldisins, enda megum við aldrei gleyma þeim vinaþjóðum, sem hjer hafa að verki verið. Þegar við, fyrir nokkrum mánuðum vorum að rífast um það, hvort stofna skyldi lýðveldið 17. júní, eða ein- hvern tíma síðar — ótiltekið hvenær — heyrðust oft radd- ir í þá átt,. að ekki væri til neins fyrir okkur að vera að þessu brölti, því að ekkert ríki yrði til þess að viðurkenna lýðveldið. Þessi spá hinna bölsýnu — eins og allar aðrar spár þeirra — hefir reynst falsspá. Hið unga íslenska lýð- veldi hefir þegar hlotið viðurkenningu voldugustu stór- velda heimsins og einnig nokkurra smáríkja, auk þess sem það hefir fengið vinsamlegar kveðjur frá mörgum ríkjum. Aðstaða lýðveldisins út á við virðist því þegar orðin *eins örugg og trygg, sem frekast verður á kosið. En ís- lendingar verða að sjálfsögðu að gæta þess, að þeir verði aldrei til þess, ótilknúðir, að höggva á þau vináttubönd, sem tengd hafa verið lýðveldinu á fyrstu göngu þess, heldur ber þeim að styrkja þau og efla á alla lund. Ekkert er smáþjóðum dýrmætara en tiltrú og einlæg vinátta stærri þjóða. ★ En nú, þegar við íslendingar erum komnir heim, og eigum að fara að varðveita hið dýrmæta hnoss, lýðveldið, ber okkur vissulega að staldra við og athuga hvar við er- um staddir. Er alt í svo góðu lagi hjá okkur, að við getum áhyggjulausir haldið áfram á sömu braut, án þess að gera neinar sjerstakar ráðstafanir fyrir framtíðina? Við skulum ekki vera þeir fávitar að halda því fram, að hjer sje alt í stakasta lagi. Við skulum heldur segja sann- leikann hreint út, þann sannleika, að til þess að við sje- um öruggir um framtíð okkar frjálsa lýðveldis, verðum við að gerbreyta starfsháttunum, og þar má enginn sker- ast úr leik, hvar í flokki eða stjett, sem hann stendur. Okkar ágæti sendiherra í Washington, Thor Thors, sá úr fjarlægð, hvar hættan steðjar að. í ræðu, sem hann flutti 17. júní, kemst hann meðal annars þannig að orði: „Hvernig er umhorfs á þessari hátíðar- og helgistundu þjóðar vorrar? Innanlands er sundrungin aðaleinkennið í þjóðlífi voru, en einkum meðal þeirra, er hafa fundið sig kallaða til að gerast leiðtögar þjóðarinnar“. Ekki er vafi á því, að hjer heima myndi nú blasa hin glæsilegasta framtíð við lýðveldinu, ef allir, hver ein- asti þegn landsins gerði skyl'du sína. Aldrei hafa íslend- ingar haft eins mikla möguleika til þess að skapa glæsi- legt menningarríki í landi sínu og nú, um leið og lýð- veldið er endurreist. Þeir hafa gnægð fjár til þess að auka og efla framleiðsluna og tryggja á þann hátt framtíð landsins og fólksins, sem býr í landinu. En við getum verið viss um það, að þessir miklu mögu- leik^r verða ekki nýttir, af flokkadrættir og sundrung eiga að ríkja áfram í landinu. Þetta skilur þjóðin í dag. En sama verður ekki sagt um leiðtoga allra stjórnmála- flokkanna. Þessvegna hefir ekki enn tekist að koma á samstarfi stjórnmálaflokkanna. Meðan það tekst ekki, mun sundrungin ríkja hjá þjóðinni og niður verður rifið í stað þess að byggja upp. Þegar Alþingi fór heim á dögunum, var því yfir lýst, að haldið yrði áfram að gera tilraun til að koma á allra flokka stjórn og skapa þannig grundvöll til þjóðareining- ar. Ef þessi tilraun skyldi stranda, verða þeir flokkar, sem vilja samstarf, að taka höndum saman og láta sundr- ungaröflin sigla sinn sjó. En ef allir góðir menn, hvar í flokki sem þeir standa, leggja fram alla krafta til þess að koma nú á þjóðareiningu, mun samstarfið takast. Þá á lýðveldið glæsta framtíð. Þriðjudagur 27. júní 1944 Ræða Steféns Þor- varðarsonar, flutt í útvarp frá London Hjer fer á eftir ræða Stefáns Þorvarðarsonar sendiherra Is- lands í London, sem flytja átti 18. júní í útvarpi á íslensku frá London. En af óviðráðanlegum ástæðum gat ekki af því orðið fyr en á sunnudaginn var. NU á öðrum degi hins endur- reista lýðveldis Islands munu kveðjur og góðar óskir enn streyma heim víða að, er Is- lendingar treysta áfram heit sín. Þeir, sem erlendis dv^elja eða um höfin sigla, fyllast heim þrá meir en endranær þessa dagana. Þeirra hugsvölun verð ur það, að einnig þeirra hefir verið að leggja hornsteininn og treysta framtíðina. í því tilliti eiga íslendingar fyrr og nú eitt og sama hlutskifti, þótt verk- efnin sjeu mismunandi og á því verði enginn endi. Mörg hátíðarávörp hafa ver- ið flutt heima, og við öll fyll- umst fögnuði og þakklæti til brautryðjendanna. Góðvild og virðing hefir okkur verið sýnd af erlendum þjóðum, þar á meðal af þeim, sem jeg er skip- aður fulltrúi íslands hjá, og margs konar fyrirgreiðsla hefir okkur verið fúslega í tje látin h^er í landi með tilliti til há- tíðahaldanna þrátt fyrir erfiða og annríka tíma. Þetta ber að þakka að verðleikum. , Okkar frelsisunnandi þjóð mun mega treysta því, að geta lifað lífi sínu í vinsamlegri sam búð við aðrar frelsisunnandi þjóðir, en nú tekst hún á herð- ar ríkari skyldur en nokkru sinni fyrr. Hjer í London varð fjöldi manns til þess að flytja Islandi árnaðaróskir hinn 17. júní. Einnig hjer í heimsborg- inni miklu var skapað bræðra- lag við yngsta og minsta bróð- urinn í trúnni á hugsjónir frels isunnandi og friðelskandi þjóða sjeu að rætast. Heimurinn er þrátt fyrir allt ekki of stór til þess að geta veitt viðlit þeim smáa, er vill byggja tilveru sína á virðingu fyrir mannrjettind- um og friðsömu starfi. Þetta er það, sem jeg get flutt íslensku þjóðinni á öðrum degi frelsisskrárinnar. Jeg leyfi mjer að skila kveðjum til hins nýkjörna fyrsta forseta lýð- veldisins íslands. Árnaðarósk- irnar mættu vera honum hvatn ing og styrkur sjerstaklega í hinu þýðarmesta hlutverki að vaka yfir Virðing og velferð íslands. Við biðjum blessunar yfir starfi forseta íslands nú og og um allar aldir. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af dóm- prófasti Friðrik Hallgrímssyni frú Svana G. Jósefsson, dóttir Jóhanns Þ. Jósefssonar alþing- ismanns, og Capt. Roger B. Hodgson frá Wellesley, Mass., U. S. A. Hjónaefni. Trúlofun sína op- inberuðu 17. júní s.l. á Þíngvöll- um ungfrú Guðrún Guðmunds- dóttir, Vogatungu við Langholts veg og Haraldur Sigurðsson húsgagnabólstrari, Lokastíg 5. Dregið hefir verið hjá sýslu- manni Rangæinga í happdrætti Byggingasjóðs U. M. F. Njáls í Vestur-Landeyjum. Vinningur- inn, 7 vetra g^eðingur, kom á númer 1272. Skal vitjað til Valdimars Jónssonar, Álfhólum. Marklaus útvarpsdag- skrá. ÞAÐ ER stundum lítið mark takandi á auglýstri dagskrá Rík- isútvarpsins okkar. Það er engu líkara en að þeir, sem eiga að sjá um dagskrána, telji sig als ekki bundna við þá dagskrá, sem aug lýst hefir verið bæði í sjálfu út- varpinu og blöðunum. Þeir virð ast fara eftir sínu eigin höfði, eða kenjum með það, hverju út- varpað er í það og það skiptið. En það er ekki nóg með það, að vikið sje frá dagskrárliðum þegjandi og hljóðalaust og stund um án allra skýringa, eða afsak- ana, heldur er það svo að segja daglegir viðburðir, að útvarpið kærir sig kollótt um tímatak- markanir, sem .auglýstar hafa verið fyrirfram. Útvarpsfyrirles- arar leyfa sjer að tala langt fram yfir tíma, sem þeim hefir verið ætlaður, eða þeir fylla ekki þann tíma, sem lofaðúr hefir verið. Þessi leiðinlega óregla hefir verið loðandi við Ríkisútvarpið frá fyrstu tíð og af því leiðir, að menn geta ekki treyst útvarps- dagskránni frekar en hún væri markleysa ein, enda sýnir reynsl an að svo er »oft. Slík ónákvæmni í útvarpsút- sendingu mun óvíða þekkjast nema hjer á landi. Erlendis er það fyrsta boðorð útvarpsstöðva, að gæta stundvísi fyrst og fremst og láta þar aldrei skeika um sek- úntu, hvað þá meira. Er dæmi til um það, að „skrúfað var fyrir“ ræðu, sem drottning var að halda vegna þess, að hún fór fram yfir þann tíma, sem henni hafði ver- ið ætlaður á dagsskrá. Að lokum skal það tekið fram til að fyrirbyggja allan misskiln ing, að hjer er ekki verið að am ast við efni því, sem útvarpað var, heldur eingöngu verið að benda á, að útvarpshlustendur gera sjer ekki að góðu, að slík óregla sje höfð í meðferð dag- skrár, sem raun ber vitni um. • Enn um Amcríku- póstinn. ÞAÐ ERU NÚ liðnar nokkrar vikur síðan minst var á það hjer í dálkunum, að sennilega væri hægt með lagi, að fá Bandaríkja- menn til að flytja fyrir okkur brjefapóst til og frá Ameríku loftleiðis. Síðan hefir verið mjög hljótt um þessi mál og mjer vit- anlega hefir ekkert verið gert af okkar hálfu til að kippa málinu í lag, eða svo mikið sem leita hóf anna um, hvort nokkrir mögu- leikar væru á því, að fá greiðari póstssamgöngur milli Ameríku og Islands en verið hafa. * Þegar skrifað var um þetta mál hjer í blaðið á dögunum, var á það bent, að brjefaskipti milli Ameríku. og Islands vværi ekki það mikil, að það myndi muna Bandaríkjamenn miklu að flytja íslenskan póst með pósti til og frá hernum hjer á landi. Hinsvegar er það vitað, að ís- lenskir stúdentar í Ameríku og aðstandendur þeirra hjer heima þrá mjög, sem eðlilegt er, að greiðari póstsamgöngur komist á milli landanna og þá má ekki gleyma verslunarbrjefunum, sem með núverandi fyrirkomulagi eru marga mánuði á leiðinni. Síðasta dæmið. SÍÐASTA DÆMIÐ um þess leiðu ónákvæmni, kæruleysi, eða hvað menn vilja nú kalla það, hjá Ríkisútvarpinu, var í fyrra- kvöld. Þá voru allar kurteisisregl ur í útvarpssendingu þverbrotn- ar. Dagskrárliður, sem átti að standa í 1 klukkustund og 40 mínútur, samkvæmt auglýstri dagskrá, stóð yfir nærri klukku- stund lengur, en ákveðið hafði verið, vitanlega á, kostnað ann- ara dagskrárliða, sem þá fjellu niður. Það skiptir hjer litlu máli hvort sá dagskrárliður, sem lengd ur var svona óhófslega, var skemtilegur, eða ekki. Það, sem um er að ræða er, að brotin var regla og fyrirfram gefin loforð til hlustenda. Frjettir urðu að víftja fyrir þessum dagskrárlið (sem var upp suða á vikugömlu útvarpi). Fyr um kvöldið hafði verið lofað út- varpi af plötum frá Islendingum í London. Það var svikið og sú furðulega skýring gefin, að dag- skrárliðurinn, sem hófst kl. 20.20 hefði „orið lengri en búist var við“. Kæruleysi. HJER ER óneitanlega um kæruleysi að ræða hjá útvarpinu. Hin umrædda dagskrá á sunnu- dagskvöldið, sem aldrei virtist ætla að taka enda, var öll á hljómplötum. Starfsmenn út- varpsins, sefn um hana sáu áttu að vita upp á hár, hve löng hún var. Það hefði ekki þurft að skeika sekúntu, ef starfsmenn út varpsins hefðu gert sjer það ó- mak, að athuga hve langan tíma það tók að leika plöturnar. En það virðist hafa verið rent al- gjörlega blint í sjóinn. En hvers vegna var þá verið að ákveða þessum dagskrárlið ákveðin tíma — (20.20—22.00)? Eykur dýrtíðina í landinu. HINAR TREGU póstsamgöng- ur milli íslands og Bandaríkj- anna verða því beinlínis vald- andi, að vöruverð er hærra hjer á landi en þáð þyrfti að vera. Vegna þess, hve verslunarbrjef eru lengi á leiðinni milli Amer- íku og íslands, neyðast innflytj- endur til að nota símskeyti í skiptum sínum við verslunarsam bönd í Ameríku. Hækkar þetta vitanlega allan kostnað við inn- flutninginn og kostnaðurinn legst eðlilega við vöruverðið. Menn, sem hafa kynt sjer þessi mál telja, að það mundi vera auðsótt mál, að fá komið á flugpóstsamgöngum milli íslands og Ameríku. En hversvegna er það ekki reynt? Stuttbylgju útvarp til útlanda. FREGNIR HAFA borist hing- að um, að íslendingar í Svíþjóð hafi heyrt vel stuttbylgju út- varpið frá Alþingishátíðinni. Gera má ráð fyrir, að það hafi og heyrst víðar um heim. Þessi fregn minti mig á áhuga- mál, sem lengi hefir legið í þagn argildi, en það er, að komið verði á reglulegu stuttbylgjuútvarpi hjeðan. íslendingar erlendis hafa sýnt það í sambandi við lýðveld isstofnunina, að þeir hugsa heim og vilja gamla Fróni alt hið besta. Það er skylda okkar að hugsa eitthvað um þetta fólk, og við getum gert mikið með því að hafa reglulegt . stuttbylgjuút- varp hjeðan. En um leið gaéti stuttbylgjuútvarpið verið hinn ákjósanlegasti milliliður um þarf lega landkynningu, sem íslandi er svo nauðsynleg einmitt nú, er við höfum tekið öll okkar mál í eigin hendur og þurfum á skiln ingi og samúð annara þjóða að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.