Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 141. tbl. — Miðvikudagur 28. júní 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. FRAIVi HJA CAEIM Kaupmannahafnarbúar gera uppreisn Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til MorgunbL frá Reuter. . KOMIÐ hef ir til uppreisn- ar í Kaupmannahöfn gegn þýska innrásarhernum. — Uppreisnin braust út í verka mannahverfunum í Nörre- bxo og Vesterbro borgar- hyerfunum á mánudags- kvöld. Áður en þýski herinn gat bælt uppreisnina niður, lágu sjö Danir faílnir og um 50 særðir. •Uppreisnin braust út eftir að Þjóðverjar höfðu sett á umferð arbann í Kaupmannahöfn á sunnudagskvöldið. í mótmæla- skyni gegn umferðabanninu voru verkamenn og þúsundir annara borgara á ferli á götum Kaupmannahafnar eftir um- ferðarbannstíma á mánudags- kvöldið. Kaupmannahafnarbúar kvéiktu bál á götum úti og frá gluggum hentu menn sængur- dýnum og gömlum húsgögnum í þýsku hermennina. Þjóðverj- ar hófu þá skothríð á mann- fjöldann og bardagar hófust. Á miðnætti í nótt var vitað að sjö Danir höfðu látið lífið og 50 særst, en búist er við að manntjón Dana hafi verið mik- ið meira, þó enn hafi ekki bor- ist fregnir af því. Hin frjálsu dönsku blöð ul- an Danmerkur segja, að þetta hafi ástandið orðið alvarlegast frá því Þjóðverjar gerðu inn- rásina í Danmörku. mverjar rp Burmabraulina Chungking í gærkveldi: — Kín verskar hersveitir, sem sækja vestur frá kínversku landamær unum, hafa rofið Burmabraut- ina í um 5 km. fjarlægð frá Mangshih. Harðir bardagar milli Kín- verja og Japana geisa nú fyr- ir austan Burmabrautina, skamt frá borginni Lungling. minni sveitarinnar. — Hákon yigist meo mnrasinm. DWIGHT D. EISENHOWER yfirhershöfðingi, sem stjórnar innrás bandamanna í Frakklandi sjest hjer á myndinni með sjónauka sinn. Er hann að fylgjast með bardögum á Frakk- landsströndum, en hann hefir, eins ög kunnugt er af frjett- um, farið nokkrum sinnum til Frakklands síðan innrásin hófst til að sjá með eigin augum hvernig þar gengur. Rússar taka Orsha London í gærkvöldi. — Einkaskeyli til Morg- unblaðsins frá Reuter. STALIN MARSKÁLKUR tilkynti í kvöld í sjerstakri dag- skipan, að rússneski herinn hefði í dag tekið borgina Orsha, sem hefir mikla hernaðarlega þýðingu. Þykir þetta hinn mikilvæg- asti sigur og var skotið af 224 fallbyssum í Moskva í kvöld til að fagna sigrinum. Orsha er aðaljárnbrautar- skiftistöð við járnbrautir, sem liggja frá Rússlandi til Póllands og Lithauen og á járnbrautinni, sem tengir saman samgöngu- kerfi Norður- og Suður-Rúss- lands. Orsha er um 80 km fyrir norðan Mogilev. Um borgina liggur og aðalþjóðvegurinn milli Smolensk og Minsk, en þann veg hafa Rússar rofið vest ar. Orsha hefir verið eitt aðal- virki Þjóðverja í Hvíta-Rúss- landi frá því að borgin fjell í upphafi innrásar Þjóðverja í Rússland. Borgin er við Dniepr fljótið, þar sem það sameinast fljótinu Orshatsa. Fyrir ófrið- inn voru íbúar •borgarinnar um 21.000. Framhatd á 8. síðu. Ribbentrop beygði iinsku stjórnina London í gær. ÞÝSKA FRJETTASTOFAN skýrði frá því í morgun, að ut- anríkismálaráðherra Þjóðverja, Joachim von Ribbentrop, hafi yerið á ferð í Finnlandi til að ræða kröfur finsku stjórnar- innar í garð Þjóðverja um aukna hernaðarlega aðstoð. „Þýska stjórnin er reiðubú- in til að veita Finnum umbeðna hjálp", segir frjettastofan, og bætir við: „Algjör eining ríkti á fund- um von Ribbentrops og finsku stjórnarinnar". — Reuter. Miklar skriðdrekaorust- ur í hellirigningu London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. ATHYGLI MANNA snýst nú á ný að vígstöðvum Breta og Kanadamanna í Frakklandi eftir að Cherbourg er f all- in og Bandaríkjamenn eru að ná öllum Cherbourgskaga á sitt vald. Miklar skriðdrekaorustur hafa geisað í dag og í gær á sljett- unni fyrir sunnan Caen, en þar eru skilyrði til skriðdrekabar- daga hin bestu. Hellirigning hefir verið á þessum vígstöðvum í dag og í gær og torveldað nokkuð hernaðaraðgerðir, en samt hafa hersveitir Montgomerys sótt töluvert fram á 10—12 km breiðri víglínu. Mannljún Þjóð- verja í Cher- bourg 2(1-3!) fiúsnnil LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BANDARÍKJAMENN unnu síðasta virki Þjóðverja í Cher- bourg í dag og hafa þar með náð einhverri bestu höfn, sem til er á Frakklandsströndum. I Cherbourghöfn geta legið stærstu skip, sem á floti eru. Búist er við, að Þjóðverjar hafi unnið mikil skemdaverk í höfn inni, því þeir hafa orðið góða æfingu frá eyðileggingarstarf- semi sinni í ítölskum höfnum. En bandamenn hafa einnig feng ið góða æfingu í að gera við hafnir, sem Þjóðverjar hafa eyðilagt, og eru verkfræðinga- sveitir þegar byrjaðar á að vinna að viðgerðum í höfninni. Járnbrautaverkamenn hers- ins eru og komnir á land í Cher bourg til að gera við járnbraut- arlínur, sem Þjóðverjar hafa eyðilagt. Verður ekki eingöngu lögð áhersla á að gera við gömlu járnbrautirnar, heldur og lagðar nýjar. Var gert ráð fyrir því áður en innrásin hófst, að leggja þyrfti nýjar járnbrautir og alt undirbúið undir það. Þýsku yfirhershöfðingj- arnir teknir höndum. Bandaríkjamenn tóku í dag höndum yfirhershöfðingja Þjóð verja í Cherbourg: Var það yf- irhershöfðingi landhersins og háttsettur sjóliðsforingi, sem hafði titilinn „Yfirmaður sjó- liðsvarnanna á Cherbourg- Framhald á 8. síðu. Vegna veðurs hefir flugliðið ekki getað veitt bandamönnum þá aðstoð, sem ákjósanleg hefði verið, en hermenn Montgomer- ys hafa ekki látið það á sig fá. Mótspyrna Þjóðverja er ef til vill harðari en hún hefir nokkru sinni verið síðan inn- rásin hófst, en samt segja frjettaritarar, að bjartsýni sje ríkjandi í .herbúðum banda- . manna,' og „þó ekki sje hægt að segja, að sigur hafi unnist, þá megi segja, að bardagarnir hafi gengið bandamönnum í hag" eins og frjettaritari Reut- ers orðar það í skeyti frá aðal- herstöðvunum í kvöld. Sækja fram hjá Caen. I herstjórnartilkynningu Eis enhowers í kvöld er skýrt frá því, að hersveitir Breta og Kanadamanna hafi sótt fram hjá Caen, milli Willers og Bo- cage járnbrautarinnar skamt frá Mouen. „Hersveitir vorar hafa sótt fram í hellirigningu og gegn harðri mótspyrnu vjelahersveita og fótgönguliðs óvina vorra", segir ennfremur í herstjórnartilkynningunni. Hersveitir Bandaríkjamanna á Cherbourgskaga eru að hreinsa til og vinna síðustu virki Þjóðverja á skaganum. Þjóðverjar verjast enn á Mau- pertusflugvellinum fyrir aust- an Cherbourg, og yst á skag- anum að norðvestan. 20.000 fangar teknir á Cherbourgskaga. Það er opinberlega tilkynt í aðalherstöðvum Eisenhowers í kvöld, að a. m. k. 20.000 þýsk- ir hermenn hafi verið tekiur höndum í bardögunum á Cher- bourgskaga, en sagt er; að enn sjeu hópar fanga að streyma að. Manntjón Þjóðvcrja 70.000. Frjettaritarar telja, að mann tjón Þjóðverja í Frakklandi síð an innrásin hóící, sje að minsta kosti 70.000 fallnl-, særðir og [fangar. Þeir segja manntjón bandamanna vera miklu r.únna. Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.