Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 5
>riöjudaginn 4. júlí lð44. MORGONBL/^IÐ 5 Elin Tómnsdóttir kennslnkonn ELÍN TÓMASDOTTIR, kenslukona var fædd 18. júní að Geitaskarði í Húaavatnssýlu. Hún var dóttir hjónanna, síra Tómasar Bjarnarsonar og konu hans, Ingibjargar Jafetsdóttur. Síra Tómas var vígður að Hvanneyri 1867. Hann var ætt aður úr Þingeyjarsýslu, sonur Bjarnar Kristjánssonar bónda á Illugastöðum í Fnjóskadal, Jónssonar bónda að Illugastöð- um. Móðir síra Tómasar var Álfheiður Einarsdóttir, Tómas- sonar prests í Múla, Skúlasonar prests að Möðruvallaklaustri. Foreldrar frú Ingibjargar Jafetsdóttur voru Jafet úrsmið ur Einarsson, Reykjavík, Jóns- sonar prests að Rafnseyri, Sig- urðssonar bónda í Ásgerði, Grímsnesi og Þorbjargar Niku- lásdóttur, Seli Seltjarnarnesi, Eiríkssonar bónda á Murnavelli í Eyjafjalahreppi, Erlendsson- ar bónda á Barkarstöðum í Jljótshlíð. Elín Tómasdóttír fæddist á heimili afabróður síns, Kristj- áns Kristjánssonar sýslumanns Húnvetninga og síðar amt- manns og konu hans, frú Ragn heiðar Jónsdóttur, Thorsteinsen landlæknis. Dvöldu þau að Grenjaðarstaði, síra Tómas — sem var fóstursonur Kristjáns amtmanns, — og kona hans Ingibjörg Jafetsdóttir, þar til síra Tómas fjekk Hvanneyrar- prestakall, sama ár eins og fyr greinir. Sýslumaður og frú hans, sem voru barnlaus, tóku Elínu þegar, sjer í dóttur stað. Einnig ólu þau upp Kristján lækni, er var lengst á Seyðis- firði, faðir Kristjáns Kristjáns sonár söngvara og þeirra syst- kina. Elín naut í æsku þeirar ment unar, sem hægt var að láta ung um stúlkum í tje. Hún elskaði sönglist og lærði að leika á píanó heima og í Kaupmanna- höfn, en þar dvaldi hún um skeið með fóstru sinni, eftir lát Kristjáns amtmanns. Elín elsk- aði ,og virti fósturforeldra sípa og mintist bernskuheimilisins jafnan með'ást og einstakri virð ingu. J. K. Hjer í'Reykjavík hefir Elín Tómasdóttir rækt kennarastarf ið með alúð, festu og ljúflyndi. Þá er kenslustarfið best rækt, er það er í fylgd með miskun- seminni, en það er í ætt við þessi bænarorð: „Sýndu misk- un öllu því, sem andar“. Hjer var að starfi kona, sem var rík af áhuga fyrir velferð nemend- anna. í kenslustarfi sínu líktist hún sáðmanninum, sem í trú sá ir góðu sæði og treystir árangri góðrar iðju, starfar með gléði, er vel gengur og veit, ef erfiði fylgir starfinu, að þeir, sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng. Elín Tómasdóttir átti því láni að fagna að frá snemma æfinn- ar að njóta þeirra áhrifa, er mótuðu sál hennar. En það varð henni þá einnig hugleikið að starfa þannig, að sönn heill mætti öðrum veitast fyrir starf hennar. Sjálf var hún frædd um veginn, og henni var fylgt út á hinn rjetta veg, en henni var þá einnig umhugað um, að aðrir mættu finna hamingju- MINNING leiðina. Þegar jeg minnist Elín ar Tómasdóttur, finst mjer eðli legt að minnast þessara heilögu orða: „Hver sem kennir, gefi sig við kenslunni, sá, sem iðkar miskunsemi, gjöri það með gleði“: Það eru margir í þakk- arskuld við þá kennara, sem bóru til þeirra fjársjóð þekk- ingar og fræðslu. En það verð- ur sjerstaklega ljúft að minnast þeirra, sem kendu þannig, að þeir um leið iðkuðu miskun- semi með gleði. Jeg veit, áð hjörtu margra vermast við yl minninganna, er hugsað er um æfistarf Elínar. Af alhug gaf hún sig við kenslunni, en hún vánn starf sitt þannig, að sú bæn var í hjarta hennar, að hún mætti fá náð og vísdóm til þess að blása afli í brotinn hálm. Henni var áhugamál að ganga að fögru starfi, ekki and varpandi, en með gleði. Jeg sá hana brosandi í vandasömu starfi. Þessi friður, ásamt vitn- isburði góðrar samvisku, fylgdi henni fram til síðustu stund- ar. B. J. Elín Tómasdóttir hafði stund að skólakenslu hátt á fjórða tug ára. Kendi hún í barnaskóla Seyðfirðinga rúmlega tuttugu ára skeið. En heim til sín tók hún unglinga og ungar stúlkur og kendi þeim hljóðfæraslátt. Hingað til Reykjavíkur flutt- ist Elín árið 1919. Kendi hún í Miðbæjarbarnaskólanum frá þeim tíma og þangað til árið 1935. Er hún ljet af kenslu, var hún 68 ára gömul. Allar námsgreinir kendi frú Elín vel, en ef til vill allra best kristinfræði, skrift og sögu ís- lendinga. Elín sinti kenslu- starfi sínu óskipt. Hjer gat hún sjer góðan orðstír eins og eýstra. Hún var vinsæl meðal nemenda sinn^í Bar margt til þess. Hún var virðuleg í allri framgöngu, einbeitt, stjórnsöm og siðavönd. Þótt mörgum börnum og unglingum falli losið vel og þyki hringlið þægilegt, meðan þroskinn er lítill, fyrirlítur insta vitund þeirra hvort- tveggja. En háttvis kennari, siðavand ur, reglusamur og rjettlátur á vísa virðingu innra manns hvers nemanda. Elín Tómasdóttir stjórnaði með gætni, festu og mildi. Var henni mikið áhugamál, að skóla starfið bæri ríkulegan ávöxt. Hvort Elín kendi yngri börn um eða eldri, fór henni kenslan vfel úr hendi. Hún kendi nem- öndum sínum háttprýði, vand virkni og reglusemi, bæði bein- linis og ób§inlínis. Elín Tómasdóttir hafði þegið góðar gáfur í vöggugjöf, og upp eldi fjekk hún hið ákjósanleg- asta. Háttvísi var henni í blóð borin. Hún var tígin kona og virðuleg, fyrirmynd nemönd- um sínum. Kunni hún hóf, hvar sem var og vann sjer auðveld- lega ást og virðingu semferða- manna sinna. Frú Elín var mjög heilsu- hraust frafn á síðasta misseri, sem hún lifði. Það var í síðastliðnum sept- ember, að hún fjekk aðsvif. Náði hún sjer brátt eftir það. En 27. nóvember endurtók þetta sig og var þá svo alvar- legt, að hún andaðist daginn eftir, 28. nóvember 1943. Var hún þá • á sjöunda árinu yfir sjötugt. Lík hennar var greftrað 8. desember. Dómkirkjuprestur, Bjarni Jónsson vígslubiskup. flutti ræðu í kirkjunni. Miðkáfli þessara minningar- orða, er úr ræðu þeirri. Híillgrímur Jónsson. Ófafur krénprsns yfirhenhöfðlngi beraffa Norðmanna ÍÞRÓTTAMÓT BORGFIRÐINGA Frá norska blaðafulltrúanúm. Frá London er símað til norska blaðafulltrúans hjer: NORSKA stjórnin hefir kom- ist að þeirri niðurstöðu, er hún hefir verið að undirbúa frelsun Noregs, að það væri Noregi fyr- ir bestu, að Hans Hátign Ólafur krónprins tæki sem mestan þátt í þvi starfi. í Wilhelm Hansteen, sem nú er yfirhershöfðingi alls herafla Norðmanna. hefir gert það að tillögu sinni, að þessu mark- miði yrði náð með því, ao Ól- afur krónprins iæki Við 'yfir- stjórn heraflans,- Rík-isstjórnin hefir því sam- kyæmt' konungsúrskurði, 30. júní þ. á. skipað Ólaf krónprins yfirhershöfðingja frá og með 1. júlí. Gildir skipun þessi, þar til öðru vísi verður ákveðið, en þó ekki lengur -en þangað íil fyrsti ríkisráðsfundurinn verður í Oslo. Hansteen hershöfðingi hefir verið skipaður undirhershöfð- ingi krónprinsins. Krónprinsinn hefir æðstu for ingjánafnbót norska hersins, og hann hækkaði í tigninni í hern- um alveg eins og hinir yfir- mennirnir, þar til hann var gerður ofursti árið 1936. Hann stundaði nám við herskólann í Oslo á árunum 1921—1924, var var á burtfararprófi fjórði í röðinni í sínum bekk. Honum voru gefnar einkunnir eftir frammistöðu sinni eins og öðr- ’ um nemendum, og var ekkert tillit tekið til stöðu hans sem krónprins landsins. Eins og aðrir ungir yfirmenn í hernum gegndi hann herþjón- Framhatd á 8. síðu. HIÐ ÁRLEGA íþróttamót Borgfirðinga var haldið á Hvít árbakka við Ferjukot s. 1. sunnu dag. Að þessu sinni var mótið einnig tileinkað stofnun lýð- veldisins. í því tilefni fluttu þar ræður prófessor Richard Beck, forseti Þjóðræknisfjelags Vestur-íslendinga og alþingis- mennirnir Pjetur Ottesen og Bjarni Ásgeirsson. Úrslit í íþróttakepninni urðu sem hjer segir: 100 m. hlaup: 1. Höskuldur Skagfjörð, Umf. Skallagrími, 11,5 sek., 2. Kristófer Ásgrims- son, Akranesi, 12.2 sek. og 3. Sveinn Þórðarson, Umf. Reyk- dæla, 12.3 sek. Hástökk: 1. Kristleifur Jó- hannesson, Reykd., 169 m., 2. Lúðvík Jónsson, Akr., 1,59 m. og 3. Jón Þórarinsson, Reykd., I, 54 m. Langstökk: 1. Höskuldur Skagfjörð, Skgr. 5,96 m., 2. Kári Sólmundarson, Skgr., 5,71 m. og 3. Kristófer Ásgrímsson, Akr., 5,59 m. Þrístökk: 1. Jón Þórarinsson, Reykd., 12,45 m., Sveinn Þórð- arson, Reykd., 11,98 m. og 3. Kristófer Asgrímsson, Akr., II, 94 m. Stangarstökk: 1. Sveinn Guð- bjarnarson, Akr., 2,52 m., 2. Jón as Jónsson, Akr., 2.52 fn. og 3. Kristleifur Jóhanneáson, Reykl., 2,52 m. Spjótkast: 1. Kristleifur Jó- hannesson, Reykd., 39,44 m.. 2. Kristófer Ásgrímsson, Akr., 37,58 m. og 3. Sigurður Eyjólfs- son. Umf. Haukar, 36,82 m. Kringíukast: 1. Pjetur Jóns- son, Reykd., 35,90 m., 2. Þor- kell Gunnarsson, Hvanneyri, 32.20 m. og 3. Kristleifur Jó- hannesson, Re^kd., 30.61 m. 400 m. hlnup: 1. Höskuldur Skagfjörð 56,8 sek„ 2. Sigur- björn Björnsson, Reykd., 57,7 sek. og 3. Fiýðþjófur Daníels- son, Akr., 58,5 sek. 80 m. hlaup kvenna: 1. Hall- bera Leósdóttir, Akr., 11,4 sek.-, 2. Sigríður Bárðardóttir, Dag- renning, 11,7 sek. og 3. Marsi- bel Ólafsd., Skgr.. 11,8 sek. íslensk glíma: 1. Einar Vest- mann, Akr., 4 vinninga, 2. Sig- urður Arnmundarson. Akr. 3 vinninga og 3. Þorkell Gunn- arsson, Reykd., 2 vinninga. — Keppendur voru 5. þar af 4 frá Akranesi. Hefir ekki verið kept i glímu á móti þessu í mörg ár. 100 m. bringusund. 1. Bene- dikt Sigvaldason, ísl.. 1:28.2 mín., 2. Sigurður Eyjólfsson, Haukur, 1:31,7 mín. ög 3. Jó- hann Hjartarson. Akr., 1:32,7 mín. — Synt var í Nofðurá. í þeim íþróttagreinum, sem hjer hafa verið taldar, fór fram stigakepni. Akurnesingar sigr- uðu þá kepni, en þetta er í fyrsta skifti, sem þeir taka þátt í þessum mótum. Hlutu þeir 28 stig., Umf. Reykdæla hlaut 25 stig, Umf. Skallagrímur 8 stig og önnur minna. Þess ber þó að geta, að Höskuldur Skagfjörð, Skallagrími, fjekk ekki að laka þátt í stigakepni fyrir fje'Jag sitt, vegna þess að hann kepti með einu Reykjavíkurfjelag- anna í Tjarnarboðhlaupinu. — Flest stig einstaklinga h'Jtitu þeir Höskuldur Skagfjörð • og Kristleifur Jóhannesson, 9 -lig hvor. Ennfremur fór fram drengja- kepni og urðu úrslit þar sem hjer segir: , 80 m. hlaup: 1. Kristófer Ás- grímsson, Akr., 9,9 sek., 2. Sveinn Þórðarson, Reykd., 10,0 sek. og 3. Björn Jóhannec5;on, Reykd., 10,2 sek. Hástökk: 1. Sveinn Bene- diktsson, Akr. 1,55 m„ 2. Lúð- vík Jónsson, Akr„ 1,55 m. og 3. Kristófer Ásgrímsson, Akr., l, 50 m. Langstökk: 1. Kári Sólmund- arson, Skgr„ 5,71 m., 2. Sveih-n Þórðarson, Reykd., 5,70 m. og 3. Sveinn Benediktsson, Akr., 5,65 m. Kúluvarp: 1. Jón Ólafsson, Skgr., 12.74 m„ 2. Kári Sól- mundarson, Skgr., 12.38 m. og 3. Kristófer Helgason, ísl., 11,76 m. 2000 m. víðavangshlaup: 1. Ólafur Vilhjálmsson, Akr., 6:57,4 mín„ 2. Kári Sólmund- arson, Skgr., 7:16,8 sek. og 3. Sólmundur Jónsson, Alsr., 7:22,4 mín. 50 in. sund, fr. aðf.: 1. Sig. Helgason, ísl„ 41.4 sek„ 2. Björn Jóhannesson, Reykd., 41,6 sek. og 3. Kristinn Þóris- son, Reykd.. 41,7 sek. Stigakepni drengjamótsins unnu Akurnesingar, hlutu 14 stig. Skallagrímur hlaut 10 st., Reykdælir 8 og Islendingur ). Af einstaklingum voru stiga- hæstir Kári Sólmundarson með 7 st. og Sveinn Þórðarson með 5 stig. Hár kosningastyrkur. Stokkhólmi: Deild málm- verkamannasamtakanna í Gautaborg hefir veitt 25.000 krónur til kosningasjóðs Jafn- aðarmanna og jafnmikla upp- hæð til kosningasjóðs kommúr* ista. Þetta er hæsta upphæð, sem nokkurt sænskt veika- mannafjelag hefir veitt til kosningaáróðurs. Jeg vil selja ódvrt 7 manna Buick model ’31 á nýjum hjólbörðum. STEINDÓR, sími 1585.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.