Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudag'inn 4. júlí 1044. — Ríkasti maðurinn Framh. af bls. 7. vilja sjer sjerstaka hylli hans eða saekjast eftir embættum, má óhikað áætla um 20.000.000 króna á ári. Samkvæmt eigin upplýsing- um eyðir nizaminn nálægt hundrað og þrjátíu krónum á mánuði. Hirðhald hans og jafn vel matvæli, eru greidd af al- mannafje. Osman hefir hvað eflir annað látið í ljós, að hon- um geðjaðist vel að innlendum iðnaði, og hefir það haft þau hagkvæmu áhrif, að framleið- endur þar á staðnum hafa sent honum ókeypis föt, snyrtivör- ur og vindlinga. Sú áætlun, að Osman hafi á ríkisstjórnarár- um sínum safnað nálægt 3.250.000.000 króna, hlýtur að vera mjög nærri lagi. Gimsteinarnir eru þó aðal- hluti auðæfa hans. Gimsteina- sjerfræðingur, sem eitt sinn fekk að sjá gimsteinasafnið, af því að hann var fenginn til þess að gera við steina í því, áætlaði síðar, að ,,það, sem hann hefði sjeð af því“, myndi hafa verið um 9.750.000.000 króna virði. í safni þessu eru m. a. Jakob- gimsteinninn, sem síðasti niz- aminn notaði sem brjefapressu. Er það stór úlfaldalagaður gim steinn, samsettUr úr þremur egglaga steinum og tveimur ó- viðjafnanlegum smarögðum. — ****X***' '♦“♦*%**»***********«*******f«**«*****«“******»MX*****t******4‘***!,*«**I*********M«M****M*“«”X****,t*44M*Mt4****!* Hvar perlurnar snertir, þá eru það ekki miklar ýkjur hjá Hy- derabadbúum, að nizaminn gæti lagt perlugangstjett frá Charing Cross-járnbrautarstöð inni í London að Oxford Circ- us. Eitt sinn ljet hann taka perl- ur sínar úr pokum þeim, sem þær eru geymdar í, til þess að láta þvo þær úr sjerstakri upp- lausn og flokka þær eftir stærð. Perlurnar mynduðu glitrandi ábreiðu á hvert einasta gólf í öllum byggingum hallar hans, og þjónarnir voru þrjá daga að dreifa þeim yfir gólfin. Hætt var við flokkunina, því að hún hefði tekið allt of langan tíma. Osman á stærsta gullborðbún- að, sem til er í heiminum. Eru það föt, diskar, hnífar, gafflar, öskubakkar og jafnvel saltkör — allt úr skíru gulli — fyrir 150 manns.Einn aðstoðarmanna nizamins sagði mjer með nokk- urri hreykni, að ,,Buckingham- höll á aðeins gullborðbúnað fyr ir tuttugu og fjóra“. d3jamí CjtiÉmundióon löggiltur skjalaþýðari — (enska) Suðurgötu 16. — Sími 5828. — Heima kl. 6—7 e. h. a • ; Getum bætt við nokkrum góðum * verkamönnum! Ý Upjilýsingar í Verksmiðjunni, Höfðatúni 4 'S í dag. | STEINSTÓLPAR H.F. t **♦**♦**♦**♦**♦**♦**♦*% '♦♦♦♦♦%♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦ *x~x**x~x~x**x~x~x~x~x**x~x*x~x*x**x~x~x~x**x**x**:* MAGIC er þvottaefni framtíðarirínar. Fæst í Verslun Theódór Síemsen Hinn þjóðkunni heiðursmað- ur og sveitarhöfðingi, Olafur Ketilsson, sem löngum er kend- ur við Kalmanstjörn, átti átt- ræðisafmæli í gær. Margt manna heimsótti hann, en Olafur er maður höfðingi heim að sækja, eins og allir vin ir hans vita. Olafur var um mörg ár hrepp stjóri og ljet mikið til sín taka um mál sveitar sinnar, enda kunnu menn að meta það, að hverju máli var vel borgið, er hann tók að sjer. Líkamlegt atgerfi hans var frábært og enn er hann ern mjög. Hann var t. d. svo góð skytta, að hann eyddi að miklu leyti dýrbít, sem hafðist við í hraununum og grandaði mjög sauðfje bænda. En víðkunnastur er Ólafur fyrir frábæra frásagnargáfu. Hefir hann ritað margt um' at- gervis- og merkismenn og sjer- kennilega viðburði fyrri tíma. En margt af þeim fróðleik hefði fallið í gleymsku, ef hans hefði ekki notið við. - Danir bíðja Svía aðsíoðar Hundrað menn eru sagðir hafa fallíð, en um 10p0 særst í óeirðunum í Danmörku að undanförnu. Danska Þjóðfrelsisráðið hefir á ólöglegan hátt snúið sjer til sænsku stjórnarinnar og farið þess á leit, að hún hefði áhrif á Þjóðverja í þá átt, að þeir fjellust á kröfur Ðana. En kröf ur þeirra eru 4: að Schalburg- sveitirnar hverfi af danskri grund, að herðnaðarástandinu sje strax afljett, umferðabann- inu sje ljett og að engar þving- unarráðstafanir sjeu gerðar vegna verkfallanna. Þjóðverj- arnir hafa fallist á eina af þess um kröfum, þ. e. afljettingu um ferðabannsins, en ekki hernað- arástandinu. Hefir það ekki ver ið afljett nema að nokkru leyti. Sænska stjórnin hefir fengið í hendur málaleitun Þjóðfrelsis ráðsins, og sænska utanríkis- ráðuneytið veitti þau svör, ,,að það hefði kynt sjer málaleitun ina, en gæti ekki kveðið nánar á um hana fyrr en það hefði yfirvegað málið betur“. Myndsýning hjá Nínu Sæmundsson Los Angeles, í júní 1944. NÍNA SÆMUNDSSON mynd- höggvari, er um mörg ár hefir verið búsett í Hollywood, hjelt á dögunum sýningu á nokkrum verkum sínum í sýningarsal hjer í borg. Meðal hinna athygl isverðustu mynda á sýningunni voru: Vaknandi vor (Awaken- ing of Spring), tveir einstakl- ingar, sem hefjast úr dvala svefnsins, Litla systir, vaxin stúlka, sem ber umhyggju fyrir lítilli systur sinni, Hinn heilagi Sebastian (St. Sebastian), ágæt mynd af ungum dýrlíngi, Út- flytjendur (Migrants), tveir unglingar með útþrá í augum og eirðarleysi í andlistdráttum, Maríumynd (Madonna), bronze mynd í fallega bljúgum línum. Þar var og hin fagra mynd. af Hedy Lamarr kvikmyndastjörn unni. Það er alltaf talinn viðburð- ur meðaúlistunnenda í Suður- Kaliforínu, þegar Nína Sæ- mundsson opnár sýningu á höggmyndum sínum, því að hún er fyrir löngu viðurkehnd sem einn af bestu myndhöggvurum hjer um slóðir. Og við, sem þektum ekki annað eftir hana áður en hina mildu Móðurmynd í garðinum við Lækjargötu, urðum ekki fyrir vonbrigðum, því að á öllum verkum hennar er sama vandaða og fágaða handbragðið, og yfirbragðið með kvenlegum yndisþokka. Gunnar Bergmann. Leiðbeiningar mn spellvirki. Stokkhólmi: — Allstór loft- belgur, sem við var fest heil- mikið af leiðbeiningum um, hvernig fremja skyldi spell- virki, hrapaði til jarðar í Sví- þjóð fyrir skömmu. Voru leið- beiningar þessar prentaðar á 5 tungumálum. Loftbelgurinn kom úr suðvesturátt. Ólafur krónprins ♦ Framh. af bls. fimm. ustu sem löjtnant í ýmsum her- sveitum umhverfis Osló. — Á þeim tíma kyntist hann vel landi og þjóð. í hinum litla norska her, þar sem menn hækka hægt í tigninni, var hann gerður kapteinn, en þó ekki fyrr en árið 1931. — Frá 1938 hefir hann haft æðstu for- ingjanafnbót í nörska hernum. Hann hefir góða mentun og er áhugasamur og duglegur yfir- ■ maður. euuiuiuuimmiuiiuimmuiuuiiuuuuuuiuuuuuui | ifr gírkassi | = og gamall mótor í Stude- M H baker — ’41, til sölu. — || ɧ Uppl. í síma 2902 og 2333. j| uiiiiHBniiiiiinmnmiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiil iiiiiiiiiiiiiiiiHiiimiiiiUitiimiiiniiiiuiiiuiiiiiiiiiiiuiim ííél bifreið óskast til kaups. — Uppl. í síma 2902 eða 2333. iiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiii miiiiiiiiiimiiiiiiiíiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiimiimiiiii]i 1 5 manna = smíðuð árið 1937, með 1 nýrri vjel, til sölu. Uppl. á 1 Bensínstöð Nafta, til kl. 3 í dag. imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Lausfaves: 168. — Sími 5347. ÍRÖSKUR PILTUR í ••• ♦*♦ *:♦ * óskast til sendiferða og innheimtu nú þegar. * $ Tilboð merkt „Röskur“- sendist afgreiðslu S t blaðsins. t t . andi“, hugsaði hún, „hann hefir orsakað dauða eina mannsins, sem jeg hefi nokkru sinni elskað. Hefnd- byssu upp úr vasa sínum og miðaði á hann. „Sof- in verður mjer hugljúf . . . Eftir hverju er jeg að 1—3) X-9 hafði ofreynt sig og var stofnaður. — Mascara, fokvond yfir því, sem hann hafði sagt, dró bíða? Hvers vegna þrýsti jeg ekki á 4) Mascara: — Jeg get ekki gert ekki. gikkinn? það, jeg get það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.