Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 7
í>riðjudaginn 4. júlí 1944. MOEGUNBLAÐIÐ 1 RIICAST HANS ágæta hágöfgi, Niza- minn af Hyderbad, sem er vold ugastur allra hinna inn- fæddu indversku þjóðhöfð- ingja, ræður yfir landi, sem er á stærð við England og Skot- land samanlagt og talinn er vera ríkasti maður heimsins, leyfir sjer ekki meiri munað en svo, að hann lifir af rúmum þrjátíu krónum á viku og býr í hrörlegu húsi ásamt eftirlætis geit sinni. Þesssi veikbygði lilli maður, sem gengur í gömlum fötum og brosir vingjarnlega, er meðal hinna sjerstæðustu nútíma- manna. Hann og hið mikla ríki hans Iiyderabad kemur manni helst fyrir sjónir sem drauma- land úr Þúsund og einni nólt. Jeg er nýkominn úr hálfs mán- aðar dvöl við hirð nizamsins, þegar þetta er ritað, og verð jeg að játa það, að jeg hefi ekki enn náð fyllilega jafnvægi eft- ir allt það einkennilega, sem fyrir augu mín bar þenna tíma, Hyderabad er helsta -ríkið í Indlandi. Nær það yfir hina stormasömu Decan hásljettu í Suður-Indlandi og er 83.000 fermílur að stærð. Stjórnandi þessa ríkis, Rustam-i-Dowram Arastu-i Zaman Muzaffar-ul- Mulkwal-Mamalik Fateh Niz- am-ad Dowla Nizam-ul-Mulk Asaf Jah Sultan-ul-Uloom Sipah Salar General Nawab Sir Mir Osman Ali Khan Bahadur, dyggur bandamaður bresku stjói’narinnar, skipar öndvegis- sessinn meðal hinn 562 ind- versku þjóðhöfðingja. — Enda þótt fjórir hinna indversku þjóðhöfðingja auk hans eigi rjett á að vera heilsað með 21 fallbyssuskoti, þá er hann sá eini þeirra, sem ber titilinn^ hans „ágæta“ hágöfgi. r Nizaminn er tengdur bresku* krúnunni fornum og traustum samningum, sem tryggja yfir- ráð hans yfir öllum öðrum mál- um en utanríkismálum, og skoðar hann sig því fremur vin Bretakonungs en undirmann hans. Hin hvössu og leiftrandi augu hans vaka með árvekni yfir furstavaldi hans, sem er fjarri því að vera nafnið eitt. Nizaminn er feykivoldugur. HANN hefir óskorað vald yf- ir lífi og limum þegna sinna, sem eru 17.000.000 að tölu. •— Hann hefir sína eigin tolla — sem eru fimm prósent af verð- mæti allrar innfluttrar vöru frá breska Indlandi ■— hefir sinn eiginn her, frímerki, járnbraut ir og flugþjónustu. Pappírsseðl- ar hans eru einu seðlarnir, sem eru gjaldgengir í Indlandi auk bresku seðlanna. Nizamdæmið felur í sjer mik ið vald. En Osman er hljedræg- ur og mjög lítillátur. Þú mátt ekki búast við að sjá demants- skrýddan vefjahöff, purpura- skykkju og perluhnappa, er MABUR HEIMSINS EFTIR ERNEST 0. HAUSER Eftirfarandi grein er um indverska þjóðhöfðingj- ann Osman, Nizam af Hyderabad, sem talinn er rík- asti maður heimsins, en þótt hann sje auðugur, lifir hann mjög fábrotnu líferni. Talið er að fjáreign hans sje að verðmæti um þrettán miljarðir króna. Grein- er þýdd úr ameríska blaðinu „Saturday Evening Post“. Fyrri grein Ríkasti maður heimsins (í miðju). þig með hvassri en þó ekki ó- geðfeldri rödd og leggja á- herslu á orð sín með handapati. Hann talar ágæta ensku. Hann er fimmtíu og átta ára gamall og við góða heilsu, nema hvað tennurnar eru farnar að láta á sjá. Bak við vel lagað enni hans starfar einhver skarpasti heili í Indlandi. Þú munt kom- ast að raun um, að hann fylg- ist vel með bæði indverskum málum og heimsmálunum yfir- leitt. Hann er vís til að varpa að manni hverri spurningunni af annari og reka öðru hverju upp smitandi hlátur. — Þjer myndi finnast mjög geðfelt að ræða við hann, en þó gæti ver- ið, að þú fyndir jafnvel til með aumkunar með honum, því að æfi Osmans er fremur ömur- leg, enda þótt hann eigi ótal- margar miljónir og stórt kon- ungdæmi. Hann er sjöundi Nizaminn. Hann er strangtrúaður Múham eðstrúarmaður sem forfeður hans. Ætt hans er af tyrknesk- hann ber fyrir augu þín. Það um uppruna og er kominn frá eina, sem þú sjerð, er visinn öldungur með hálfgert vofu- andlit, ræktarlítið skegg og hár og gengur í heimaunnum ind- verskum frakka, fornfálegum skóm og ber vefjahött. sem ind verskir burðarkarlar myndu hafa fleygt fy/ir fimmtán ár- um síðan. Hann mun ræða við Abu Bakr, tengdaföður Mú- hameðs. Faðir Osmans reið um á fílum og ók í Rolls-Royce bif reiðum. Hann fór á tígrisdýra- veiðar. Hann bar gimsteina sina í stað þess að loka þá inni, og þá gimsteina, sem hann gat ekkiá sig hlaðið, ljet hann festa hinum dýrlegu höllum sínum. Hann var drykkfeldur, og eftir að hafa setið að sumbli heila nótt, var hann viss meðaovarpa peningi upp í loftið og hitta hann í loftinu með skamm- byssukúlu. Um margra ára skeið varð honum ekki sonar auðið, og þegar dansmær af Hindúaættum, sem hann hafði heiðrað með atlotum sínum, fæddi honum dreng — Osman — viðurkendi hann drénginn með ánægju son sinn og erf- ingja. Síðar fæddi lögleg kona hans honum tvo sonu og sner- ist þá ást hans á hinum frum- getna syni sínum í hatur. Os- man óx þannig upp við fyrir- litningu föður síns og hjelt sig því algerlega að móður sinni. Þegar faðir hans dó, fjekk hann henni höll til bú- setu og heimsótti hana daglega. Nærri lá. að hann yrði brjál- aður, er hún andaðist, hóf hann mikla trúarherferð til þess að gera hana að heilagri veru sem ,.móður Decan-sljetlunnar“. — Var miklu fje varið til þess að . reisa hof í minningu hennar. Enn í dag fer hann á hverju kvöldi til hallar hennar, sem nú er í eyði, og legslaður henn- ar, sem er þar skamt frá. honum kend saga, bókmentir og tungumál. Hann er fullfær í arabisku, persnesku, Urdu- máli og ensku, en hin heima- fengna mentun hans var of tak- mörkuð til þess að hann gæti látið að sjer kveða á einlivérju tilteknu sviði. Það má þó full- jnða það, að Osman hefir ekki staðið forfeðrum sínum að baki í stjórn innanlandsmálanna þau þrjátíu ár, sem hann hefir setið á valdastóli. Sparsemin er helsti eiginleiki Osmans. — Hann veitir sjer hvorki eyrnahringi úr demönt- um nje purpuraklæði, fíla nje dansmeyjar. Eftir andlát föður síns, lokaði hapn Falaknuma- höllinni — nafnið þýðir „eins og himininn" — og flutti í hinn fálæklega bústað, sem hann nú dvelur i. Er bústaður þessi í úthverfi Hyderabadborgar. Er þar tylft lágreistra og skraut- lausra húsa á grænum fleíi, um lukt háum múrvegg. Skraut- leg Rolls-Royce bifreið, sem honum var færð að gjöf, þegar hann tók við völdum, er aðy ryðbrenna í bifreiðaskúrnum. Ilinir konunglegu fílar hans hafa ekki verið notaðir síðan krýningarathöfnin fór fram. Þegar Osman fer út. ekur hann í gamalli Fordbifreið og við sjerstök tækifæri í gamalli og viðhafnarlausri enskri Humb- erbifreið. Hann umgengst nú sifelt færra og færra fólk. Veislur heldur hann aðeins, þegar hann má til, og þá á kostnað ríkisins. Hann er fyrir löngu hællur að stunda tígrisdýra- veiðar, sem eru hefðbundnar iðkahir indversku þjóðhöfðingj anna. Fyrir nokkrum áratugum hætti hann einnig að leika tennis. Hann er góður skák- maður, en héfir þó ekki teflt í mörg ár. Hann hefir andstvgð á hópgöngum, kvikmyndum og skáldsögum. Hann hefir aldrei ferðast í flugvjel. Embættis- menn hans verða að beit^ öll- um fortöluhæfileikum sínum, ef þeir ætla að fá hann til að vera viðstaddan sýningu eða leggja hornstein að nýrri bygg- ingu. Hann reynir venjulega að biðja sig undan þessu eins óg drengur, sem fer að kjökra, er á að færa hann úr þægilegum hversdagsklæðnaði í sparifötin. Osman er vel mentaður. Fátt er af æsku Osmans að saman og nota í dyrakeðjur ítsegja. Við hirð föður síns var Auðurinn er aðalánægja Osmans. ,OSMAN er ekki gefinn fvrir tilbreytingar. Hann gengur í fötum sínum þangað til þau grotna utan af honum. Dag nokkurn braut hann göngustáf sinn. Kaupmaður sendi honum heilt safn af stöfum. — Osman reyndi suma þeirra en sendi þá síðan alla aftur og hjelt áfram að nota gamla stafinn sinn, sem enn hjekk saman, þótt hann væri brotinn. Þegar markgreif- inn af Linlithgow, fyrverandi varakonungur Indlands, heim- sótti Osman, stóð hann á stöðv arpailinum og hallaði sjer fram á stafinn sinn, sem ljet iskyggi- lega mikið undan þunga hans. — Þetta er mjög hættulegt, yðar hágöfgi, sagði Linlithgow. —■ Já, jeg verð að láta setja hólk á hann, sagði Osman. Og hann Ijet ekki sitja við orðin tóm. Það er erfitt að segja, hVe- nær Osman fyrst hóf feril sinn sem mesti auðsafnandi heims- ins. Eftir því sem ein saga seg- ir, var ætlan hans fyrst að kaupa lit með gulli þessu Ber- arhjeraðið, sem var hluti af Hyderabad, en fyrverandi niz- am leigði Bretum það um ald- ur og æfi. Hver sem upphaflega ætlunin kann að hafa verið, þá er auðsöfnunin nú einasta skemtun Osmans. Hvað er áuður nizamsins mikill? Ef þú átt eftir að fara til Hyderabad, er líklegt, að þú heyrir margar getgátur um þetta atriði, því að auðæfi Os- mans eru eftirlætisumræðuefni á heimilum og samkomustöðum. borgarinnar. Jeg sat til dæmis að te- drykkju hjá vel mentaðri fjöl- skyldu og var þá alt í einu lögð íyrir mig þessi spurning: „Seg- ið okkur, herra Hauser, hver er ríkasti maðurinn í landi yðar? Rockefeller? Morgan? Ford?“ Jeg játaði, að jeg vissi ekki, og var mjer þá sagt, að það skifti ekki miklu máli, því að senni- lega væri „hans ágæta há- göfgi" rikari en nokkur þeirra. Reyndin er sú, að Hyderabad- búar eru stoltir af auðæfum þeim. sem drottnari þeirra hef- ir safnað saman á þrjátíu ár- um. Tekjur Nizamsins. VJER skulum fyrst athuga árstekjur Osmans. Hyderabad- ríki greiðir honum árlega 5.000.000 rupes — ein rupe er um það bil tvær krónur. •— Tekjur hans af krúnulandeign- unum — sem eru einkaeign nizamsins og ná yfir um það bil tíunda hluta landsins með 1.500.000 ibúum — eru nálægt 21.000.000 rupes á ári. Þar að auki hefir Osman drjúgar tekj- ur af mjög arðvænlegum hirð- sið, sem er þess eðlis, að hver sá þegn nizamsins, er hann veit ir viðtal, gefur honum eina as- hrafi úr gulli — jafngildir það um það bil 100 rupes — og þar að auki fjórar silfurrupes. — Enda þótt faðir Osmans væri vanur að snerta aðeins pening- ana og afhenda þá siðan gefand anum aftur sem gæfumerki, þá fylgir Osman þeirri venju að taka á móti fjenu. í fjórum ár- legum stórveislum, er hann veitir þúsundum gesta af mik- illi rausn á kostnað ríkisins, brettir hann upp ermum sínum og hrifsar í skyndi peningana fimm úr hendi hvers gests, er þeir ganga í röð fyrir hann. — Hefir hann þá hjá sjer tvo poka og lætur gullpeningana í annan en silfurpeningana í hinn. — Sumir aðalsmenn hans setja stolt sitt í það að gefa honum jafnvel tuttugu eða þrjátíu gullashrafis í hvert sinn. er þeir ganga fyrir hann: Áætla má tekjur hans af þessari hirð- venju um 10.000.000 rupes.á ári. Þessar þrjár tekjulindir færa Osman því 36.000.000 ru- pes eða 72.000.000 króna ár- lega. Aðrar gjafir, sem Osman eru færðar af þeim. sem ávinna Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.