Morgunblaðið - 07.07.1944, Síða 5

Morgunblaðið - 07.07.1944, Síða 5
Föstudaginn 7. júlí 1944 MOBGONBL/'IÐ Rann veig Þorsteinsdóttir: - JAFNRJETTI KVENNA EFTIRFARANDI ræðu flutti ungfrú Rannveig Þorsteinsdótt- ir á kvennafundi, er haldinn var í Iðnó þ. 23. júní. Var hún þar fulltrúi fyrir „Bandalag ag þegsi feimni vfð að þalda á Ræða flutt á kvennafundi starfsmanna ríkis og bæja“. SAMKVÆMT landslögum hafa konur á íslandi jafnrjetti við karlmenn. Það þýðir, að bæði kynin skuli njóta hins sama af því sem kallað er mannrjettindi, m. ö. o., að kon- ur skuli hafa jafnan rjett og karlar til þess að lifa sjálfstæðu lífi, þjóðfjelagslega og atvinnu lega. Vera má, að þegar jafn- rjétti kvenna var leitt í lög, hafi þeim, sem fyrir því börð- ust, fundist málið vera komið í höfn og að þeir hafi talið, að orðin kvenrjettindi og mann- rjettindi yrðu upp frá því tákn á sama hugtakinu. Þó mun það fljótlega hafa sýnt sig fyrir þeim, sem um málin hugsuðu, að mikils var vant í þessu efni og að sporið var langt frá því að vera fullstigið. Lög um kosn ingarrjett kvenna og atvinnu- frelsi höfðu að vísu verið sam- þykt, en það hafði farist fyrir að ganga svo frá, að um jafn- rjetti væri áð ræða í fram- kvæmdinni, og um það tíma- bil, sem liðið er síðan lög þessi gengu í gildi hefir að mestu verið í sama farinu um fram- kvæmdaatriði í þessum málum. í framkvæmdinni er það þann- ig, að konur mega að vísu stunda hvaða atvinnu, sem þær óska, en í langflestum tilfellum fá þær minni laun fyrir starf sitt, heldur en greidd væru fyr ir það, ef það væri unnið af karlmanni. Nú er það viður- kend skoðun, að hið eina sanna sjálfstæði sje fjárhagslegt sjálf stæði, svo það er greinilegt, að í þjóðfjelagi, þar sem fjárhags- leg rjettindi kvenna í sambandi við atvinnumál eru fyrir borð borin, þar er ekki fullkomið kvenfrelsi, ekki jafnrjetti. Það er staðreynd, sem ekki verður móti mælt. Konur þurfa sjálfar að vinna að rjettindamálum sínum. Aður en jeg fer nánar út í aðalefni máls míns, verð jeg að vekja athygli á því, að ekki hefir verið nærri nóg gert af konum sjálfum til þess að vinna að rjettindamálum sín- um. Að fáeinum konum und- anteknum, sem sífelt hafa hald ið þessum málum vakandi — og þeim sjeu þakkir fyrir það — hefir allur fjöldinn verið gjörsamlega sinnulaus um þau, og heyrt hefi jeg ungar, greind ar stúlkur láta það í ljós, að þeim þætti virðingu sinni ó- samboðið að vinna að rjettinda málum kvenna, eða láta nokk- uð af sjer vita í sambandi við rjetti sínum og þetta skilnings- leysi er ávöxtur margra alda gamalla fordóma um stöðu kon unnar í þjóðfjelaginu, en tím- arnir, sem við lifum á, gefa til- efni til nýrrar og gagngerðrar endurskoðunar í þessu efni, og við vonum, að sá lúður, sem nú gellur víða um heim í sam- bandi við atvinnumál kvenna, fói vakið fólk, einnig hjer, til umhugsunar og skilnings á þeim. Jeg er þess fullviss, að það, sem fyrst og fremst gæti komið öruggu skriði á rjett- indamál kvenna væri það, ef bylgja andúðar kæmi frá öíl- um almenningi gegn því rang- læti, sem konur eiga við að búa, en ennþá skortir ákaflega mikið á, að hún hafi skapast. Jafnvel konur, sem búa við daglega, augljósa rangsleitni í starfi sínu, virðast ekki veita því athygli, vegna þess, að þær eru orðnar henni svo vanar. Þó þær standi karlmönnum fyllilega jafnfætis við starf, láta þær sjer ekki til hugar koma, að þeim beri sömu laun, nje heldur sömu skilyrði til þess að hækka í starfi. Nú skal því ekki haldið fram, að konur sjeu karlmönn- um jafnvígar við alla vinnu. Við fiskbreiðslu t. d. bera stúlk ur yfirleitt ekki eins þungar handbörur og karlmenn, en ■hvort þær bæta það upp með því að vera handfljótari að breiða, skal jeg ekki um segja. Það er náttúrlega líklegt, að þar sem karlmenn -eru að öll- um.jafnaði þrekmeiri en kon- ur, muni vinnuafköst þeirra meiri í allri erfiðisvinnu, en þó vantar náttúrlega þar, eins og annars staðar, algerlega mat á vinnu og vinnuafköstum, og það er krafa, sem við hljótum að gera að okkar, að fram fari nákvæmt mat á hinum mismun andi störfum, til þess að fá úr því skorið, hvers~ virði sú vinna er, sem kölluð er kvennavinna, til samanburðar við vinnu karl- manna, og gæti þá skeð, að það kæmi í ljós, að það, sem kon- una vantar af þreki, bæti hún upp með hraða. afkasta svipuðu vinnumagni. Aðstaða þeirra er eins lík og um tvær konur eða tvo karl- menn væri að ræða — að einu undanskildu: konan hefir þriðj ungi og oft helmingi lægra kaup en maðurinn, og hún veit það, að hún hefir ekki sömu möguleika og hann til þess að fá betur launað starf innan skrifstofunnar. Starfið er minna virði ef það er unnið af konu. Hvergi kemur misrjettið í launagreiðslum karla og kvenna skýrar fram en við skrifstofuvinnu. Þar kemur ekki til greina beiting kraft- anna, heldur hugans, og svo hraði’ og nákvæmni. A skrif- stofu sitja konur og karlar við sama borð, vinna sömu vinnu, þau. Víð vitum að sjálfsögðu, I hafa jafnlangan vinnutíma og f T x s z £ ❖ ❖ : ! BÁRUHÚSID Á AKRANESI er til sölu, ef um semst. Tilbóð sendist brjef- lega til Guðmundar Egilssonar, Akranesi. Skrifstofustörfum er þannig háttað, að í aðalatriðum skift- ast þau í vjelritunarstörf og bókfærslustörf, auk þess auð- vitað gjaldkerastörf og ýmis konar yfirstjórn. Jeg get ekki fullyrt um það, hvort af þess- um fyrr nefndu störfum krefji meiri vinnuhæfni, enda kann- ske ekki óvilhöll í því máli. En þó hygg jeg, að eins og nú hátt- ar til á skrifstofum, með öll- um þeim reiknivjelum, sem gera vinnuna auðveldari og ljettari, muni mega leggja þetta mjög að jöfnu, því það, sem \>ókhaldið gerir kröfu til af nákvæmni, heimtar vjelrit- unin aftur í leikni, auk þess sem það er viðurkeht, að eng- in vinna á skrifstofu sje eins lýjandi og slítandi og áfram- haldandi vjelritun. Nú vil jeg taka það fram til skýringar, að bæði þessu störf eru breyti- leg og gefa hvort tveggju til- efni til þess á stórum vinnu- stöðum, að haga verkaskiftingu þannig, að starfið verði tiltölu- lega einfalt, en það, sem átt er við er, að ef við hugsum okk ur að starfinu sje skift í þrjá flokka í vjelritun og jafnmarga flokka í bókhaldi, þá bendir alt til þess, að mjög þurfi svipaða vinnuhæfni til þess að geta unn ið í tilsvarandi flokki hvort starfið sem er. Jeg get t. d. hugsað mjer, að brjefritari, sem jeg vildi telja í fyrsta flokki vjelriíara og sem verður, auk móðurmálsins, að kunna ensku, dönsku, ef til vill þýsku (á venjulegum tímum) og auk þess vera góður hraðritari, a. m. k. á íslensku, hljóti, að vinnukostum, að standa .nærri fyrsta flokks bókhaldara. Nú hefir þessu, að svo miklu leyti, sem hægt er að tala um nokkra reglu, verið hagað svo, að bók- haldið hefir einkum verið kall- að karlmannavinna og þess- vegna betur launað, en öll vjel- ritunarstörf hafa verið talin kvennavinna og því lágt laun- uð — og þá kemur aftur að því, sem minst var á áður, hve' mikla nauðsyn ber til, að vinna sje metin — og metin rjetti- lega. En væri þetta vanmat á vinnu eina ranglætið, þá v.æri vel, eða a. m. k. einhver skyn- semisvottur í því. Göngum út frá því, að vjelritun og brjef- ritun sje svo ómerkilegt starf, að það megi ekki launa eins og önnur skrifstofustörf, en þá ætti karlmaður, sem legst svo lágt að vera brjefritari á erlend um málum, að hafa það sama kaup og aðrir brjefritarar hafa. Nei, þegar karlmaður vinnur það starf er hann lagður að jöfnu við fyrsta flokks bókhald ara, en stúlkur, sem eru brjef- itarar, verða að sætta sig við að hafa helming eða í mesta lagi 3/5 þeirra launa, sem karl maðurinn hefir. Sama gildir þar sem konur eru bókhaldar- ar. Ekkert sýnis mæla því gegn, að þær fái fyrir það sömu laun og karlmenn, en ekki er það nú samt svo. Þess eru dæmi á rík- isskrifstofu, að kona hefir tekið við bókhaldarastarfi af karl- manni, en við það eru launin bara færð niður. Það er því ekki sama, hver innir þjónust- una af hendi. Starfið er minna virði, ef það er unið af konu. Þetta sjá allir að er hið hróp- legasta ranglæti. Eða er það ekki gífurleg rangsleitni, að þar sem stúlka er, sem veit skil á öllum störfum skrifstofunn ar og er sá eini af starfsmönn- um skrifstofunnar, sem getur tekið að sjer hvers manns verk — og það er tíðara um stúlkur en karlmenn — er hægt að hugsa sjer meiri rangsleitni en það, að hún skuli ekki eiga nokkra möguleika á því, að hækka í starfi innan skrifstof- unnar og ekki einu sinni að komast hærra í launum en hinn lægst launaði af piltunum, ef hún þá er ekki fyrir neðan hann. Haldið þið ekki, að marga stúlkuna svíði, þegar hún. sakir þekkingar sinnar á störfum skrifstofunnar fer að setja liðljettinga — sem tæp- lega kunna að skrifa nafnið sitt inn í starf og eftir þrjá mánuði eru þeir hinir sömu orðnir talsvert hærri í laun- um en hún, og eru þá með tilsvarandi mikilmenskubrag og jafnvel farnir að skipa henni fyrir. . Með örfáum undaritekning- um hagar svo til í öllu skrif- stofukerfi þe,ssa land, að kona með stúdentsmentun og nokk- urn viðbótarlærdóm í skrif- stofustörfum og hraðritun, get- ur ekki gert sjer vonir um að verða eins há í kaupi og venju- legur rukkari, eða einhver pilt- ur, sem aldrei hefir lagt eyr-, isvirði í mentun sína og aldrei eytt mínútu af æfi sinni til þess að afla sjer undirstöðuþekking ar í eiriu eða neinu. Nú dettur mjer ekki í hug að segja, að mentun ein sje nægileg iil þess að menn eigi að vera á háum launum,. en það vitum við, , að þegar tveir karlmenn eiga í hhrt, er að öðru jöfnu sá álit- inn hæfari, sem menlunina hef ir, og hið sama á vitaskuld að gilda þó kona sje annars veg ar. ílvar eru rökin? Jeg veit, að jeg þarf ekki að hafa um þetta fleiri orð við ykk ur, sem hjer eruð staddar. Þið hljótið að taka þessu sem móðg un við kvenþjóðina -i heild og: sem hýja sönnun þess, að litið sje á okkur sem vanmetafje og þið hljótið að mótmæla því, af innsta grunni sálar ykkar, en vegna þess að jeg hefi heyrt þessu ranglæti mælt bót með ýmsum hætti, langar mig íil að mótmæla því, sem kallað er rök semdir gegn þeirri kröfu okkar að greiða beri konum sömu lai m og karlmönnum fyrir sömu vinnu. Sú röksemdin, sem í fljótu bragði virðist vera sanngjörn- ust er það, að þar sem konur sjeu líkamlega veikbygðari en karlmenn, sje vinnuhæíni þeirra sem heildar minni og karlmannavinnan því ódýrari. Því er þá til að svara, auk þess sem áður hefir verið marg- minnst á um mat á vinnu, að ef kárlmaður á að fá hærra kaup fyrir vinnu sína á skrifstofu en kona, vegna þess að harin er duglegri að moka möl á bíl, þá ætti kvenstúdent, sem fer í kaupavinnu, að fá geysihatt kaup vegna menntunar sinnar. Það er augljóst mál, að ek-ki er hægt að taka einn þátt vinnu hæfni út úr og láta hann skyggja á alt annað, hvort sem hann kemur að gagni eða ebki Hin eina sanngjarna regla hiýt ur því að vera sú, að greiöa hverjum einstaklingi eftir beim notum, sem eru að staríi því, sem greitt er fyrir. Önnur röksemdin er sú, að það sje dýrara fyrir karlmenn að lifa heldur en kvenfólk. — Þeir, sem allt þurfa að kaupa, vita nákvæmlega hvað þessi röksemd er mikils virði. — Til málamynda hefir mánaðarfæði á matsölustöðum verið selt lítið eitt ódýrara fyrir stúlkur en karlmenn, en lausar máltfiöir eru með sama verði hver sem í hlut á. Verð farmiða, hvert sem farið er, er hið sama* ln.n- gangur á skemtrstaði hinn sami. Þá er rúsínan eftir, að það sje ódýrara fyrir stúlkur en karlmenn að klæða sig og þjóna sjer, af því að bær geti saumað svo mikið sjálfar. Geta karlmenn þá ekki þjóndð sjer? Jú, en þeir bara hafa ekki Jagt sig niður við það. En er nokk- urt rjettlæti í því, að þegar J'ón og Gunna vinn^vrð sarna borð, . við sömu skilyrði, að svo sje búið að Gunnu, að hún verði, segar vinnu er lokið, að eyða öllum sínum frístundum í á<5 spara kaupið sitt, en Jón geti auðgað anda sinn við lestur góðra bók eða gert sig hæfari til aukins frama með mentun og íþróttaiðkunum. Eru -efeki með þessu lagoar gifurlegar hömlur á frelsi konunnar i þessu þjóðfjelagi? Er henni ekki bundinn sá fjötur um iót, sem gerir ^llt hennar sjálfstæði lítils virði, þegar hún verður sakir fjárhagslegs ósjálfsfæðis að neita sjer um aukna mentun og yfir höfuð allt, sem Jil þroska horfir? Þá er það þriðja röksemdin, sem er í sjálfu sjer svo brosleg, að jeg mundi ekki eyða otftnra ao henni,.ef jeg vissi ekki að hún hefir nýskeð komið fram í stjórnskipaðri nefnd, sem hafði með að gera kaup og kjör hjá hinu opinbera. Þessi röksemd, ef röksemd skyldi kalla,-er sú, að konurnir vilji ekki giftast, Frarah. á 6. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.