Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL / Mfi Föstudagur 14. júlí 1944 Nýja v í GÆR BAUÐ borgar- sfcjóri og rafmagnsstjóri rík- issíjórn, stjórn Landsbank- ans, bæjarfulltrúum, verk- fræðingum sem unnið hafa við Sogsstöðina og fleirum austur að Ljósafossi, til þess að skoða nývirkin þ^r. Er hin nýuppsetta vjel hafði verið skoðuð, settust gestirnir að kaffidrykkju í matstofu verkamanna. Meðan þar var setið, flutti Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri ræðu. Var aðalefni ræðu haps sem hjer segir: Kæða rafmagnsstjóra. ÞEGAR ófriðurinn braust út, var úr vöndu að ráða, um hvernig fara ætti að, um fyr- irsjáanlegar aukningar. Var þá t. d. um haustið pantað frá Sví- þjóð 10 spennar í bæjarkerfið. Gjalaeyrir fjekst ekki, en firm- að, sem Rafmagnsveiian hafði oft Skift við áður, gekst inn á að smíða þá engu að síður. Skyldu þeir vera tilbúnir í júní 1940, og greiðast við. afhend- ingu. Spennarnir komust aldr- ei hingað, og hafa nú verið seld ir öðrum þar í landi. Afhend- ingartími stórra vjela í Sví- þjóð, var orðinn alllangur, mun méiri en árið 1937, og var sí- felt að lengjast. Vinnan við útboðslýsingu að 3. vjelasamstæðunni tók alt haustið 1940, og í ársbyrjun 1941 var útboð sent til Eng- lands, með beiðni um tilboð. Til vara voru lýsingar einnig sendar til Ameríku og sendi- herra Islands í Washington beðinn, að greiða fyrir þeim þar. Tvö tilboð komu frá Eng- landi, og sem voru mjög að- gengileg, en þau voru því skil- yrði háð, að breska ríkisstjórn- in veitti leyfi fyrir smíðunum, sem ekki fjekkst. Var þá leitað til Ameríku, og tókst að fá tilboð í vjelasam- stæðu, sem hægt var að koma fyrír í húsrúmi því, er ætlað var fyrir þessa aukningu og þó svo stóra, að hún gat notað á- samt hinum vjelunum, allt vatns rensli í Ljósafossi, við minsta rensli. Var afl hennar 7650 hestöfl á túrbínuása. — Samningar voru undirritaðir um túrbínusmíðina í febrúar, og um rafvjelina og raftæki í mars 1942. Skyldi afhending- artími véra í júlí 1943 eða 16 mánuðir fyrir túrbínu og 15 fyrir raftækin. Ef leyfið hefði fengist fyrir vjelinni í Englandi, og samn- ingar orðið undirritaðir í okt. hefði afhending þar samt orð- ið um líkt leyti. Prábrngðnar vjelar. AMERÍSKU VJELARNAR voru að ýmsu leyti frábrugðn- ar hinum sænsku, sem fyrir voru. Fyrst var það. að að- færsluæðin og túrbínuhólkur- inn skyldu gejrðir úr stein- steypu í stað stáis. Þá voru svo mikil vandkvæði á að fá stál- plötur vestra, vegna skipasmíð anna. Varð því byggingarvinna við þessa aukningu miklu meiri og vandasamari. Steypustyrkt- arreikninga gerðu þeir, Lang- jelasamstæðan við Ljósafoss var reynd í gær Næsta sporíð: Eimtúrbínustöð vli Elliiiúr Ríkisstjórn og bæjaríuiltrúar o. fl. skoða nýju virkjunina vad, verkfræðingur, og aðstoð- armaður hans, Fanö, veturinn 1942—’43, meðan á vjelasmíð- inni vestra stóð, ásamt útboðs- lýsingu, og var það verk ágæt- lega af hendi leyst. Almenna B.vggingarfjelagið. VORIÐ 1943 var byggingar- vinna boðin út og komu 3 til- boð í hana. Varð Almenfta Byggingarfjelagið hlutskarpast. Hóf það vinnuna í maí, og lauk henni í desember, hálfum öðr- um mánuði síðar, en áætlað hafði verið. Stafaði þessi seink- un mestmegnis af því, að und- irbúningur undir verkið varð lengri en áætlað var. Þetta kom þó eigi að sök, þar sem komu vjelanna seinkaði einnig. Almenna byggingarfjelagið vann verk sitt ágætlega, að því er sjeð verður, og virðist fara mjög myndarlega af stað, þar sem steypuvinna af þessu tagi er talin með vandasömustu 'steypuvinnu, sem gerð er. Það var núna fyrst þ. 11. þ. m., sem steypan var reynd með fullum vatnsþrýstingi Miklir erfiðleikar. ÞEGAR kom að því að vjelar og tæki skyldu afhent, frá verksmiðju, og flutningar út- vegaðir til landsins, komu upp miklir erfiðleikar. Dráttur varð á afhendingu,. er leiddi til tafar á flutningum, og er hjer ekki hægt að rekja alla þá fyrirhöfn og umstang margra manna, sem um þetta fjölluðu, en á- rangurinn varð sá, að fyrstu flutningarnir komust í ágúst 1943, túrbínan í sept.—okt. og rafvjelin í októberlok, og jafn- framt byrjuðu flutningar frá Reykjavík austur, en það var atriði sem við álitum kvíða- vænlegast, að fá þá í okt.—nóv. austur yfir Hellisheiði, en yfir ÞingVelli var ekki hægt að fara vegna þess að brýr og yegabeygjur leyfðu þáð ekki. Þegar vjelaflutningarnir fóru fram 1936, við fyrsta virkjun- arstigið, var þeim lokið 24. okt. og tveim dögum síðar varð Hellisheiði ófær til þungaflut- inga, og stóð svo allan veturinn til vors. Þá voru þyngstu stykk in 13 tonn, nú 19. En það rættist úr þessu. — Verkfræðingadeild ameríska hersins hjer veitti okkur alla aðstoð,' er reyndist mjög mik- ilsverð, af því að herinn hefir langtum betri flutningatæki en við, og reyndust þessir flutn- ingar þó fdll erfiðir. í einni ferðinni fengu sumir bílstjór- anna og aðstoðarmanna þeirra, ekki svefn í 36 klst. samfleytt, því haldið var áfram 2 daga, og nótt í milli, frá Reykjavík, og þangað til fram var komið að Ljósafossi. Uppsetningin. í NÓVEMBER byrjaði upp- setning á túrbínu og var lokið á aðalstykkjunum skömmu eft- ir áramót, þannig að hægt var að koma við uppsetningu raf- vjelarinnar þar ofan á. Upp- setning hennar byrjaði fyrst í desember, í stað þess að í upp- haflegu áætluninni, vorið 1942, var talinn möguleiki á að hún gæti hafist í byrjun september. Voru þá taldar líkur fyrir því, aÚ uppsetningartíminn þyrfti ekki að vera nema 3 mánuðir, svo að í lok nóvember 1943, gæti vjelin orðið tilbúin. Eftir því sem nú var komið, í des., mátti því telja að vjelin gæti orðið tiibúin í lok febrúar, eða byrjun mars. Þetta hefir þó farið á annan veg, svo sem kunnugt er. Verkið vannst alt miklu seinna en ráð hafði ver- ið fyrir gert. Orsakirnar til þess eru ýms- ar. —- Þótt aðalvjelahlutirnir kæmu á haustinu, voru ýmsir hlútar og vírar og tæki, sem komu ekki fyr'en eftir áramót, hið síðasta ekki fyr en í miðjum apríl. Ekkert hefir misfarist í flutningum þessum, og getum við verið þakklátir fyrir það. Þegar blöðin voru í vetur að spyrja hvernig gengi, með upp- setninguna, var aldrei hægt að skýra frá flutningunum, um þá mátti ekkert segja. En auk flutninganna má segja að gerð rafmagnsvjelarinnar, eða raf- alsins, hafi valdið okkur tals- verðum töfum. Rafall hefir tvo hluti: vjelarsátrið og segulpól- arhjólið. Sátrið kom í tveimur pörtum aðeins, er vógu um 15 tonn hvor. En segulhjólið kom í nálega 2200 pörtum. Liggur það í því, að hjólhringurinn er samsettur úr þetta mörgum stálplötum, sem raða þarf sam- an svo að þær komi í rjettan hring. Nú er þvermál hringsins 5 metrar, en frávik frá rjettum hring má hvergi vera meira en hálfur millimetri. Var það taf- samt verk, þar sem auk þessa hringmáls, þurfti að gæta þess, að hringurinn yrði jafn þungur á alla vegu. Þegar hringnum var raðað saman, og segulpól- arnir settir á hann utan, vegur hann rúm 50 tonn. Segulpólarn ir eru 44 talsins. Til samanburð ar má geta þess,að í sænsku vjel unufn kom hjólið í minna en 50 pörtum, og voru þar af seg- ulpólarnir 40 talsins. Eftir að lokið var við upp- setningu segulhjólsins í lok apríl, hafa einnig orðið tafir við uppsetninguna, sem stafa af miklu leyti af þeim erfiðleik um, sem eru á að framkvæma slík verk á þessum tímum, og virðist það ekki eingöngu vera hjer hjá okkur, þar sem erfitt er að ná í hlutina, heldur einn- ig virðist verksmiðjum í Ame- ríku ganga illa að ganga svo frá smíði sinni til fullnustu, sem á friðartíma væri. Hinir amerísku menn, sem staðið hafa fyrir uppsetning- unni hjer, hafa unnið verk sitt af mikilli samviskusemi og með mikilli þrautseigju, við hinar erfiðu kringumstæður. Megum við vera þakklátir fyrir vand- virkni þeirra, sem einmitt við slík verk eru svo mikilsverð. Er rafmagnsstjóri hafði lokið máli sínu, fóru gestirnir upp á slíflugarðinn og sáu þegar vatni var hleypt í aðrennslis- pípuna, er liggur að hinni nýju vjelasamstæðu. Er aðrennslis- pípan var orðin full. var geng'ið inn í vjelasalinn að nýju og var hin nýja rafvjel þá sett af stað. að vísu ekki nema með hálfum hraða. Fer fram prófun á henni næstu daga. En síðan verður hún tekin í notkun. Á Þingvöllum. Frá Ljósafossi var haldið til Þingvalla. Þar var gestunum boðið til kvöldverðar. Þangað komu líka fastir starfsmenn Ljósafossstöðvarinnar og verka menn. sem þar vinna nú. Undir borðum flutti borgar- sfjpri eftirfarandi ræðu. Skýrði hann fyrst frá, að tilhlýðilegt hefði þólt, að farg þessa ferð og sýna þessi mann- virki þegar nývirkjun þessi væri að komast í notkun, og sagði síðan: Ræða borgarstjóra. MANNVIRKI ÞAÐ, sem nú er verið að ljúka, er hluti af Sogsvirkjuninni. sem er eign Reýkjavíkurbæjar. Ríkið hefir þó styrkt bæjarfjelagið til að koma virkjuninni á, enda er bæjarfjelaginu skylt að lands- lögum að selja þeim, er þess geta notið, rafmagn frá virkjun inni. Gat og eftir lögunum um virkjun Sogsins. komið til greina, að ríkið annaðist þá við bótarvirkjun, sem nú hefir ver ið framkvæmd, en Reykjavíkur bær ekki. Samkomulag varð þó um það við þáverandi at- virinumálaráðherra, Ólaf Thors, er virkjunin var ráðin 1941, að bærinn framkvæmdi hana, og hefir framkvæmdin síðan ver ið studd af ríkisvaldinu eftir því, sem á hefir reynt, þ. á. m. með véiting ríkisábyrgðar fyrir nauðsynlegu lánsfje, svo sem lög ráðgera, og veitti nú- verandi fjármálaráðherra á- byrgðina. Alla þessa fyrir- greiðslu þakka jeg af bæjar- fjelagsins hálfu. FRAMKVÆMD verksins hef ir mest mætt á rafmagnsstjóra Steingrími Jónssym og aðstoð armönnum hans. Sigldi raf- magnsstjóri m. a. í þessu skyni lil Bandaríkjanna haustið 1941 og dvaldi þar fram á árið 1942. Framkvæmdir hjer á landi hófust ekki fyrr en vorið 1943 og hefir orðið lengri drátt ur á þeim en ráðgert var, en nú er þeim að verða farsæl- lega lokið. Þegar Elliðaárstöðin bvrjaði 1921 var afl hennar einungis 1000 kw. Afl Elliðaárstöðvarinnar var síðan smám saman aukið upp í 3200 kw. Er Ljósafossstöðin tók til sjarfa 1937 bættust við 8800 kw. Með virkjun þeirri, sem nú er að verða lokið, bætast enn við 5500 kw. Ræður þ á rafmagnsveita Reykjavíkur og Sogsvirkjunin sem á henni er bygð. yfir sam tals 175CXÍ kw. Önnur mesta virkjunin. í FLJÓTU bragði ber e. t. v. eigi mikið á hinni nýju virkj un, þegar að Ljósafossi er kom ið. Viðbótavirkjunin er þó ann að mesta rafmagnsvirki, sem gert hefir verið hjer á landi. Enda hefir hún sjálf- kostað hjer um bil 6 miljónir krójna. Og í sambandi við hana hefir innanþæjarkerfið í Rvík verið aukið fyrir yfir 7 milj. króna. Af' kostnaðinum hafa ll. 4 milj. verið teknar að láni og er það fyrir milligöngu Landsbankans. Mesta rafmagnsvirkjunin er enn frumvirkjun Ljósafoss. Aðrar rafmagnsvirkjanir á landi hjer eru miklu minni. Næst kemur Akureyri, sem nú er að láta bæta 2700 kw. við Laxárfossvirkjun sína og hefir þá als 4600 kw. og er það hlutfallslega mjög mikið, enda að verulegu leyti ætlað til hit unar. Skeiðfossvirkjun þeirra Sigl firðinga er ekki nema 1600 kw. Og afl ísafjarðarstöðvar- innar verður eftir aiukningu 900 kw. Það er því ljóst, að miðað við aðrar rafmagnsstöðvar hjer á landi er þessi 5500 kw aukning á Ljósafossstöðinni mikið mannvirki. Aukningin er að vissu leyti enn meiri en sýnist. því að sam tímis henni er verið að ljúka við Hitaveituna, sem er slíkur hitagjafi. að samsvarar að minsta kosti 30.000 kw, ef raf magn hefði þurft til framleiðslu þeirrar orku. Þrátt fyrir þelta er ljóst, að rafmagnsviðbólin nú verður eigi fullnægjandi nema tiltölu lega skamma hríð. Rafmagnsþörfin eykst ört. RAFMAGNSSKORTUR hef- ir werið lilfinnanlegur síðuslu ár. Orsakir hans verða eigi raktar hjer. Rafmagnsstjóri hefir nokkuð rakið ástæður fyrir drællinum á, að bæta úr þessu. Drátturinn hefir vissu- lega valdið miklu tjóni og ver ið óþægilegur, en þó sýnist þeim Framhatd á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.