Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1944, Blaðsíða 6
6 MOftGCNBLAÐIÐ Föstúdagur 14. júlí 1944 JlkrcgmiMatt Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar^ Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr.-7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rígurinn og kriturinn verða að hverfa VIÐ ÍSLENDINGAR lifum á margan hátt mjög sjer- stæðu þjóðlífi. íslendingar eru svo fámenn þjóð, að undr- um sætir, þegar borið er saman við mannmergð hinna stærri þjóða. Þeir hafa lifað við hina landfræðilegu ein- angrun um aldaraðir, á eylandi sínu nyrst í Atlantshafi. Hjer hafa mótast form og hættir í sambúð borgaranna með öðru sniði en víðast hvar annarsstaðar. Stjettagreining hjer á landi er fábreytt og stjettaskift- iijgin orsakar minni mun á kjörum fólksins og líferni, en víða hefir ðrðið með öðrum þjóðum. Þannig er það um gjörvalt land, í flestum kauptún- um og þorpum, að allir þekkja alla og alt' þorpið líkist e. t. v. helst einni stórri fjölskyldu. Víðast eru aðallega tvær atvinnugreinar, menn sækja lífsbjörgina jöfnum höndum til sjós og lands. Ef til vill nokkur iðnaður í smáum stíl. í sveitunum eru lífskjörin svipuð. Menn búa að vísu eins og gengur, sumir betur og aðrir ver. En hætt er við, að svo muni halda áfram að vera, að einum farnist betur en öðrum, hvað sem ytri aðstæðum líður, meðan menn- irnir sjálfir eru hverjum öðrum ólíkir og einstakling- arnir eru ekki allir steyptir í sama mót. Inn í þetta líf fólksins fljettast embættismanna-þrenn- ingin: sýslumaðurinn, læknirinn og presturinn og svo verslunin, kaupmenn eða kaupfjelög. í kaupstöðunum er myndin fjölbreyttari. Þar hefir einkum útgerðin veitt orku til stærri átaka, iðnaðurinn eflst og atvinnuþróunin orðið fjölbreyttari. En þegar á alt er litið, bendir flest til þess, að hjer geti lifað þjóð sátt við sig, án innbyrðis styrjaldar og hjaðn ingavíga heiftarlegra átaka stjetta og annara hagsmuna- hópa um skiftingu þjóðarteknanna og skipulag efnahags- starfsemi þjóðarinnar í heild. Samt er það svo, að sumir menn eru haldnir þeirri pest að ala á rógnum og tortrygninni milli manna og stjetta. Og enn er það, sem verra er, að heilir flokkar byggja til- veru sína á því, að ófriður ríki í þjóðfjelaginu. Kommún- istaflokkurinn hefir fram til þessa nærst á úlfúðinni í þjóðfjelagsmálefnum. Þar sem um yfirlýstan byltingar- flokk er að ræða, þarf síður að undra. Hitt er meiri furða, þegar aðrir ganga jafnvel feti framar. Á sama tíma, sem allur þorri manna óskar þess, að nú sjeu rifuð segl sundurlyndisins í stjórnmálunum og lagt höfuðkapp á það að skapa sem víðtækast samstarf í þjóð- fjelaginu, virðist ritstjóri Tímans hafa aðeins eitt áhuga- mál, er skyggir á alt annað: Það er að ala á sundrungu og innbyrðis ríg í þjóðfjelaginu. Blað eftir blað hníga skrif Tímans að sama marki, að draga upp sem ófjelegasta þjóðfjelagsmynd. Annars veg- ar eru með uppgerðar hryllingi málaðar ímyndanir af hinu hræðilega stríðsgróðavaldi, er Sjálfstæðisflokkur- inn breiði verndarvæng sinn yfir, m. a. með því að sporna við því, að hinn mikli gróði sje skattlagður. Hins vegar er svo talað rr^pð fjálgleik um örbyrgð hinna arðrændu „vinnandi stjetta" o. s. frv. Hverjum eru nú slík skrif til góðs? Sleppum því t. d., að skattar hjer sjeu þegar miklu hærri en í öðrum lönd- um, sem jafnvel eiga líf sitt að verja í ófriði. — En hvers vegna að saka Sjálfstæðisfl. fyrir að halda verndarvæng yfir stríðsgróðanum, þegar flokkurinn á 20 þingmenn af ,52? Hvar eru hinir 32? Okkur ríður á því að vera á’hverjum tíma vel á verð- inum .um stöðugar umbætur og framþróun þjóðfjelags- málanna. En heilbrigð sko’ðun og raunhæft mat kringum- stæðnanna hverju sinni, er sú eina undirstaða, er til velfarnaðar má leiða. Hinn þröngi rígur og óheilbrigði kritur verður að hverfa fyrir heiðríkju frjálslyndis, víðsýnis og rjettlætis á sviði þjóðfjelagsmálanna. — De Gaulle Framh. af bls. fimm. En heimsókn de Gaulle’s hershöfðingja markaði ný tímamót. I fjögur ár var ríkisstjórn. sem var í þjónustu fjandmann anna, búin að reyna að láta Frakka iifa gegn eðli þeirra sjálfra, Adar opinberar til- kynningar, allar áskoranirnar, allar nauðungarráðstafanirnar miðuðu að því, að fá Frakka til þess, að gleyma landi sínu, afneita því eða svíkja það. Ileigulshátturinn var orðinn að dygð. en föðurlandsástin glæpur. Samviska þjóðarinnar var rugluð, afvegaleidd og fölsuð. ITún leitaði skjós í hjörtunum, þögul með leynd, því að benni var ógnað. Koma de Gaulle’s til Nor- mandie þýddi endalok þessa leiks fyrir alla þá Frakka, sem lifðu það að vera leystir úr ánauð. Það var Frakkland, sem hóf merki sitt að nýju. I einni svipan var fjögra ára lygum feykt burt. Sannleikur föðurlandsins blasti við sjón- um. Og geysileg geðshræring gagntók fólkið. Maðurinn. sém hefir í fjögur ár unnið það kraftaverk að vera ímynd Frakklands, án þess að stíga þar fæti á land, ljet það rísa upp í augum allra með nær- veru sinni. með hinni tákn- rænu endurkomu sinni á franska jörð. Lygaþrísundin, sem Frakkar höfðu verið innilokaðir, hrundi. HeilbrigS stjórn. EN LIJÁ MÖRGUM varð vart óróleika. Normandie-bú- inn gefur ekki geðshræring- unum lengi færi á sjer. Hann er tilbúinn að leita sjer upp- lýsinga um raunhæf verkefni. Jeg heyrði spurningar í kring um mig: „Þið farið aftur og skiljið okkur eftir“, var okkur sagt. „Þið eruð aðeins í heim- sókn. Hvernig verður líf okk- ar? Hvað verður um samband okkar við bandamenn? Hvað eigum við að gera?“ Þá tilkynntum við, að fyrsta verk okkar og tilgangur ferð- ar okkar væri að koma á aft- ur heilbrigðri stjórn eftir því, sem mögulegt og nauðsynlegt væri til þess. að endurreisaj í nafni bráðabirgðastjórnar- innar. vald og öryggi laga lýðveldisins. Það birti yfir andlitunum. ITinir gömlu, borgarstjórar, sem kröfðust öryggis og reglu í málflutn- ingi og ungu mennirnir, sem höfðu barist gegn Yichystjórn inni, hrópuðu: „Já, það er prýðilegt!“ Þeir voru sannfærðir um það. að Frakkland hjeldi á- fram að vera til, Hrifning þeirra var ekkert augnabliks- fyrirbrigði. 1 landinu var ríkisstjórn. Nú skyldi þjóðin vinna sameinuð, byggja upp og lifa að nýju. Frakkland, hið raunverulega, daglega Frakk- land, átti að hefja nýtt líf. Ilerrar mínir, þannig var þessi ferð de Gaulle’s hers- höfðingja, fjórum árum eftir uppgjöfina, fjórum árum eftir að ávarpið, sem við minnumst í dag. var gefið út. yjíluerji óhrijar: ÚÁ ct (j ieci ci fíj'inu ^4*4 tlr næturlífinu. ÞAÐ ER SKILJANLEGT mjög, að mörgum verði ekki svefn- samt þær fögru sumarnætur, sem liðið hafa undanfarnar vik- ur. Það er stundum erfitt að slíta sig frá veðurblíðunni og náttúrufegurðinni á kvöldin til að fara í bólið. t En menn, sem vinna á daginn, þurfa á svefni að halda og það ætti ekki að vera til of mikils ætlast af mönnum, sem vaka um nætur, að þeir gerðu vökurnar að sínum einkamálum og láti þá í íriði, sem vilja og þurfa að sofa. Það mun þó yfirleitt ekki þurfa að kvarta yfir því, að þeir menn, sem vaka um nætur vegna veð- urblíðu og dýrðar náttúrunnar, geri fólki rúmrusk, en því miður eru fleiri á ferli að nóttu til hjer í bænum en fegurðarleitendur. Dýrkendur Bakkusar, sem ekki kunna sjer hóf, hafa löngum ver ið leiðigjarnir hjer sem annars- staðar og kann jeg að segja frá einu slíku dæmi, sem skeði í einu íbúðarhverfi bæjarins í fyrri nótt. • Ógurleg öskur. FÓLK í þessu íbúðarhverfi, sem ekki er alllangt frá miðri borginni, vaknaði við það um 3-leytið um nóttina, að ógurleg öskur heyrðust, sem bergmáluðu langar leiðir. Þessi öskur munu hafa verið til þess að „gefa tón- inn“, því rjett á eftir hófu ösk- uraparnir upp raust í söng. Þeir sungu útlend dægurlög og munu margir þarna í nágrenninu hafa haldið í svefnrofunum, að er- lendir hermenn stæðu fyrir ó- hljóðunum, en brátt kom í ljós, svo ekki var um að villast, að íslendingar voru þarna að verki. Það sem vakti einna mesta at- hygli til að byrja með var, að það var eins og ekki væri hægt að sjá, hvaðan hljóðin kæmu, því gatan virtist vera alveg auð. En alt í einu kvað við hvellur mikill. Flösku hafði verið kast- að í steinvegg og beindist þá-at- hygli þeirra, er voru komnir á stjá vegna óhljóðanna, þangað. Þarna lágu á gatnamótum tveir unglingar, varla meira en um tvítugt. Þeir voru svo útúrdrukn ir, að þeir gátu ekki staðið upp, heldur ultu um í hvert sinn, er þeir reyndu að standa á fætur. En raddböndin virtust vera í lagi og fleiri og fleiri svefnþrung in andlit birtust í gluggum næstu húsa. Þessi óskemtilega sýning stóð yfir víst í hálfa klukkustund. Nokkrir menn fóru þarna um götuna, en tóku langan krók á leið sína til þess að komast fram hjá ófögnuðinum. Ekki sást neirin lögregluþjónninn og ekki veit jeg, hvort nokkur hringdi á lög- regluna. Sumir hafa vafalaust haldið, að ekki þyrfti síma til að vekja athygli lögreglumanna, því óhljóðin hlytu að heyrast í næturkyrðinni til stöðva lög- reglunnar. • Hvar er lögreglan? HVAR ER lögreglan? spyr fólkið, sem ekki hefir frið í sín- um eigin húsum um hánótt fyrir friðarspillum, eins og hjer voru á ferð. Og það er ekki nema eðlilegt, að menn spyrji. Einu sinni í vetur varpaði jeg fram þessari sömu spurningu hjer í dálkunum. Það fengust greið svör við henni hjá Tög- reglustjóranum. Hann sagði blátt áfram: Lög’-pglan er of fáliðuð, Birti jeg ianga greinargerð um það frá lögreglustjóra og sje ekki ástæðu til að endurtaka þær skýringar. Og ef lögreglan var of fáliðuð í vetur, er sennilegt, að hún sje það ennþá og ekki síst á þess- um tíma árs, er gera má ráð fyr- ir, að nokkur hluti lögregluliðs- ins sje í sumarfríum. © Eru Akureyringar þrifnari en Reyk- víkingar? FERÐALANGUR, sem nýlega er kominn úr ferðalagi norður í land og segist hafa dvalið viku tíma á Akureyri, skrifar mjer m. a.: „Leið mín lá víðsvegar um bæ- inn, einkum þó um aðalgöturn-. ar. Jeg hafði auga með mjer alls staðar, en hvergi sá jeg brjefa- rusl alla þessa daga, sem jeg dvaldi þar nyrðra. Sennilega er Akureyri þó ekki alveg laus við sóðaskap, en svona kom þetta þó mjer fyrir sjónir og víða sá jeg lofsverða snyrtimensku í I umgengni utanhúss, þar sem vanhirða gat þó verið afsakan- íeg“. Er þetta ekki íhugunarefni fyr ( ir okkur Reykvíkinga? Nú ferð- ast margir Reykvíkingar norð- ur. Þeir ættu að gefa því gaum, hvort það sje á rökum ryist, að Reykvíkingar sjeu sóðalegri í umgengni í bæ sínum, en frænd ur okkar á Akureyri. Þegar þeir koma heim geta þeir svo sagt vinum og kunningjum frá reynslu sinni í þessum efnum. © Ný og betri sam- göngutæki. „GAMAN þótti mjer og vænt um að sjá skrif yðar um „ný og betri samgöngutæki“, skrifar sami ferðalangur. „Oft hefi jeg látið orð falla við samferðamenn mína, sjerstaklega á leið austur yfir Hellisheiði, að jeg harmaði það, að ekki skyldi koma járn- braut þá leið. Menn hafa þá orð ið hissa og sennilega haldið, að jeg væri einhver íhaldssamur aulabárður, og þeir hafa fullyrt, að járnbrautir kæmu aldrei hjer á landi. Én vonandi eiga þær eftir að koma, hinar rjettu járn- b’rautir, sem þjer minnist á í Morgunblaðinu 11. þ. m. Stóru sjerlevfisbifreiðarnar eru þreyt- ar.di larartæki, sjerstaklega ef um langar leiðir er að ræða. Þröngt er í sætum og farþegar eru eins og fjötraðir menn. Þá Kýí jeg heldur járnbrautirnar. Það er gullvægur sannleikur. Við eigum að nota rafmagnið, hvar sem því verður við komið. Það er ein hin stærsta auðlind þessa lands. Við þurfum að fá rafknúðar sporbrautir á fjölför i ustu leiðunum, þar sem því verð ur v:ð komið“. Bretar missa kafbát. London í gærkveldi: — Flota- málaráðuneytið tilkynti í kvöld að kafbáturinn Sickle hefði ver ið svo lengi í leiðangri, að álíta yrði, að hann hefði farist. Kaf- bátur þessi var allstór og hafði áhöfn hans drýgt ýms afreks- verk. — Þanníg var 'hún rjett búin að sprengja í loft upp hinn fræga spilabanka í Monte Carlo, er tundurskeyti frá kaf bátnum kom upp á ströndina rjett fyrir framan bankann og sprakk þar, í stað þess að hitta skiD á höfninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.