Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÖ ÍSLENSKUR IÐNAÐUR MEÐ ÞESSU íIETTI birt- ist grein í Morgunblaðinu 30. júní s.l. eftir Magna Guð- mundsson, heildsala. Þótt hún sje í sjálfu sjer veigalítil, mun vera rjett að athuga dálítið helstu rangfærslurnar, því _skeð getur að fleiri hafi sömu skoðun og höfundur. Frásögnin um h.f. Sindra á Akureyri er góðra gjalda verð ef hún bersýnilega væri ekki fram sett til þess, að styðja áhugamál höfundar: að iðn- fyrirtækin sem framleiða úr erlendum hráefnum, eigi eng- an rjett á sjer hjer á landi. Jeg þekki h.f. Sindra á Ak- ureyri nokkuð vel, og þétti vænt um að segja frá þessari starfsemi í TímaritL iðnaðar- manna fyrir ári síðan. Von- andi verður þrekvirki Akur- eyringa metið að verðleikum. En jeg held að vel mætti sækja hráefni þessa fyrir- tækis, skeljasandinn, til ann- ara landa væri hann ekki fá- anlegur hjer. Og óvíst að hann yrði, á venjulegum tímum, nokkuð dýrari þaðan en frá Vestfjörðum. Vegalengd flutn- ings með skipum, hefir ekki ætíð úrslita áhrif. Oft er að- staða til framskipunar slíkra hráefna þýðingarmeiri. Og varla mun Magni Guðmupds- son geta fært rök fyi-ir því, að skynsamlegra væri að leggja kalk- og kolsýruvinnsl- una á Akureyri niður ef skeljasandinn þrýtur hjer við land, en að fly.tja hann frá t. d. ströndum Noregs, Skotlands eða Grænlands til Akureyrar, og halda rekstrin- um áfram. Það er gott og blessað fyrir h.f Sindra að eiga aðgang að óþrjótandi birgðum skeljasands á Vest- fjörðum, en það er ekkert aðalatriði. Jafnvel þetta ein- stæða dæmi, sem heildsalinn vill nota svo kröftuglega, til stuðnings sókn sinni á hend- ur innlendum iðnaði, sem notar erlend hráefni og efni- vörur, er alveg veigalaust. En svo koma rangfærslurn- ar um innlenda iðnaðinn. Sá kafli greinarinnar byrjar á þessari setningu: „íslenskur iðnaður er ungur, en ekki að sama skapi vel bygður eða skipulagður". Áframhaldið er eftir þessu. Hver getur ætlast til, að þetta tvennt sje í rjettu hlutfalli? Flestir mundu telja eðlilegt að það væri öfugt hvað við annað. Það má t.d. varla sakast um það, þótt heildverslun sje ekki sjerlega fullkomin fyrsta árið, en ætl- ast mætti til bættrar af- greiðslu og meiri skipulagrf- ingar, með hverju ári sem hún starfaði. Langflest iðnfyrirtæki hjer eru skipulega grundvölluð. Og sem heild mun iðnaður- inn ekki vera óskipulegri en t. d. verslunin. Því miður er næsta setn- ing Magna einnig mjög röner. Það hefir ekki verið „haldið uppi kerfisbundnum áróðri f.yrir allri innl. framleiðslu" undanfarandi ár. Einstaka innl. framleiðsla kann að hafa notið góðs af áróðri, en lang- flest iðnfyrirtæki hafa mætt miklum andróðri, og það eftir ,að þau hafa verið búin að vinna þjóðinni stórmikið gagn með margra ára starfsemi. Að tollalöggjöfin sje sjer- lega hlynnt iðnaðinum, er einnig rangt. Þótt hún hafi nokkuð verið lagfærð undan- farið, er ennþá sum efnivara hátt tolluð þótt fullunna var- an sje lítið eða ekki tolluð. Flestur iðnaðarvarningur hefir óverulega tollavernd en ein- staka verulega. Það mun senni lega blæða heildsalanum í aug um, að aðal innflutningsvara hans: færi, línur og öngul- taumar, er tollað með 2 % verðtolli og 2 au. þyngdar- tolli á kg. En með engri sann- girni er hægt að segja að þettp sje nokkur veruleg toll- vernd fyrir veiðarfæraiðnað- inn. fyrir hundruð þúsunda krón- ur og selja hvert þeirra á allt að 10 þúsund krónur á sama tíma, sem ekki fæst gjaldeyr- ir til þess- að kaapa bráðnauð synlegt byggingarefni fyrir svo barnafjölskyldur fái húsa- skjól. Greinarhöf. finnst auðsætt að gjaldeyrissparnaður nemi aðeins vinnunni við að full- gera vörurnar, „en Rún er tíðum erlendis lítill hluti af verði hennar“, upplýsir hann hátíðlega, ITann ætti svo sem að vita hvernig framleiðslu- kostnaður erlends varnings skiftist. En þetta er hrein blekking.:- Efnisvörukostnaður langflestra áðurnefndra inð- fyrirtækja, sem þó selja vöru sína hjer í samkeppni við er- lenda, er á milli 1/5 og Vs af söluverðinu og ekki getur sá liður verið hærri erlendis. En örlagaríkast í þessum Hitt má vera, að bein vinniv- „kerfisbundna áróðri“ telur j laun í verksmiðjum erlendis heildsalinn þó stjórnarstefnir sem hjer, sjeu t. d. undir Vs 1 síðustu ára í gjaldeyrismálum.1 söluverðs. En þriðji hluti sölu 1 f skjóli innflutningshafta hafi verðsins er einnig innlend risið upp „ógrynni nýrra iðn- j fyrirtækja“, sem hafa þann sameiginlega galla, að vinna | úr erlendum hráefnum! Það , má vera, að sum íslensk iðn- . fyrirtæki standist ekki sam- j keppni við bestu erlenda fram ' léiðslu að öllu leyti. En er hr. Magni Guðmundsson al- 1 gerlega dómbær um það? Jeg vil hinsvegar spyrja aðra dóm bæra menn um það, hvernig okkur mundi hafa vegnað síð ! ustu stríðsár, hefðum við ekki átt í landinu: hampiðju, veiða færagerð, dósaverksmiðju, | netagerðir, sjóklæðagerð, raf- tækjaverksmiðju, ofnasmiðjur. I kexverksmið jur, saumastofur, [ sápuverksmiðjur, skógerðir, vinnufatagerðir, blikksmiðjur, | bókbandsstofur, húsgagna- vinnustofur, vjelsmiðjur, skipa smíðastöðvar og bílasmiðjur. Eða vill Magni halda því fram í alvöru, að rjett sje að leggja t. d. stáltunnugerðina í Rvík niður og flytja allar tunnur I undir lýsið okkar tilbúnar frá útlöndum ? Allir sanngjarnir fslending- ar ofangreind fyrirtæki hafa ver- ið ómetanleg fyrir þjóðarbú- skapinn undanfarin ár, og það mun engum hygnum manni og þjóðhollum detta í hug að leggja nokkurt þeirra niður, þótt erlend samkeppni kreppi að. Magni telur „ógrynni nýrra iðnfyrirtækja“ hafa risið upp fyrir harðýðgi innflutnings- haftanna. En hvernig stendur þá á öllum þeim aragrúa heild verslana, er settar hafa verið á laggirnar í Rvík síðustu ár- in, ef höftin eru svona geysi- legf Og hvernig er starfsemi allra þessara heildsala háttaðf Magni telur alveg fráleitt að láta „fullunnar vörur víkja fyrir óunnum vörum“ í inn- flutingi, en vill þó álíta rjett, að „stöðva innflutning á ó- þörfum varningi" á erfiðleika tímum. Mikið var! En hvað telur hann óþarfa varningf Er t. d. þörf á því, að flvtja til landsins persnesk gólfteppi starfsemi í márgskonar mynd- um: véxtir, húsaleiga, viðhald vjela, stjórn, sími, flutningar, Irvggingar og opinber gjöld. — Magni talar urn að iðn- aðurinn sje baggi á útflutn- ingsframleiðslunni og tor- veldi jafnvel „á öllum tímum“ samkeppni heimsmarkaðinum. Þungar eru sakirnar, ef sann. ar reyndust. Að mínu áliti er þesru alyeg öfugt farið. Til þess að geta keppt með fisk- afurðir okkar, þarf útvegur- inn að njóta sem best stuðn- ings innlends iðnaðar. Skipin þarf að smíða traust og vönd uð, veiöarfærin að gera eftir eigin reynslu og umbúðir fiskjarins verða ætíð að vera við hendina. „Það liggur í augum rippi að fiskveiðar og fiskiðnaður hefir öll hin bestu skilyrði hjer, ög þangað ber okkur að beina kröftunum“, segir heild salinn að lokum. Þessu mun enginn mótmæla. En því í ósköpunum gera þá ekki ungu heildsalarnir í Rvík þetta frek ar en að setja upp heildversl- munu viðurkenna, að öll an'! ' tugatali, sem verða að stríða við þessi geigvænlegu innflutningshöft og verslunar- fjötra!? Sveinbjöm Jónsson, byggingam. jniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmniuiiiiiiiiiiiiiiiQi JÖRGENS 1 snyrtivörurnar | 5 nýkomnar Crem — Púður Hand-lotion SÁPUHÚSIÐ 3 Austurstræti 17. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii Aogun jeg hvíll með gleraugum frá Týíi ll.f. Föstudagur 21. júlí 1944. Er styrjöld óumflýjanleg? Fyrir rúmum þremur árum skrifaði jeg grein í Morgunblað ið um ósamræmið og glundroð- ann sem ríkjandi væri í launa- greiðslum opinberra stofnana, og starfskjörum yfirleitt. Þó var aðallega ein stofnun, tollgæsla ríkisins, sem tekin var til at- hugunar í nefndri grein. Þar var jeg kunnugastur, enda ó- víða meiri þörf til úrbóta en einmitt þar. Síðan hefir nokkur lagfæring fengist við þessa stofnun, þó mikið vanti á að vel sje, nje í samræmi við aðr- ar hliðstæðar stofnanir, og má í því sambandi benda á lög- reglumenn, sem hafa 20% hærri laun en tollmenn og yf- irvinnutaxta fagmanna við aukastörf, en þá hafa tollmenn yfirvipnukaup verkamanna bæjarins. Tilgangur minn með þessum línum er nú ekki sá, að reka áróður fyrir bættum kjörum tollmanna sjerstaklega, þó þess sje full þörf, heldur sem hug- vekja í sambandi við það;ó- fremdarástand sem hefir ríkt og ríkir alment í launagreiðsl- um og kjörum starfsmanna rik- is og bæja. Á síðástliðnu ári höfðu opin- berir starfsmenn nokkra ástæðu til að ætla að úr raknaði, því núverandi fjármálaráðherra mun hafa lofað að leggja frum- varp til nýrra launalaga fyrir Alþingi, enda gekst ríkisstjórn- in fyrir' því að slíkt frumvarp ýrði sámið. En hvernig sem á því sténdur, liggur frumvarpið hjá ríkisstjórninni „í salti‘„ A1 þingi hefir ekki fengið að sjá það. Sú saga gengur, að hnefi Jónasar frá Hriflu á fundar- borði fjárveitinganefndar s. 1. vetur, hafði orðið fjármálaráð- herranum sá voða skelfir að hann hafi talið þann kost vænst an að flýja sem fætur toguðu frá þyí loforði sínu, að koma launagreiðslum ríkisins í það horf. sem sæmandi getur talist menningarþjóð. — En þó Björn Ólafsson glúpni fyrir hnefa ranglætisins, þá getúr hann og aðrir valdamenn verið vissir um það, að ekki verður látið staðar numið sóknin heldur áfram bar til fullur sigur vinst. Vjer Islendingar höfum fyrir mánuði síðan náð takmarki sem stefnt hefir verið að, en kostað margra alda baráttu, vjer höf- um öðlast stjórnarfarslegt frelsi og stofnað lýðveldi á Íslandi; en þá tekur við annar vandi, sem ekki er minni, og það er að gæta fengins fjár. Þjóð sem hefir átt við ranglæti að stríða í sjö hundruð ár. hlýtur að setja rjettlætið í öndvegi þegar hún er loks sjálfráð, því það var hennar vopn, hennar sigur. •— Hendi hana sú ógæfa að gleyma því, er ekkert annað vísara en atburðir ársins 1262 endurtaki sig. Mikill vandi hvílir því á herðum þeirra, sem byggja upp stjórnarskrá hins íslenska lýð- veldis, þar má enginn gleym- ast, hvar í þjóðfjelaginu sem hann stendur. Opinberir starfsmenn vonast fastlega eftir að þeim verði trygð sömu rjettindi og öðrum verkamönnum, ásamt full- komnu öryggi og samræmdum starfskjörum. Sá háttur verður að hverfa, sem er víða þektur að vissum mönnum í þessari eða annari stofnun er vilnað í (rjett ur biti), stundum á kostnað fje- laga þeirra og undantekningar- lítið í þeim tilgangi að lama fje lagshyggju þeirra, sem hlut eiga að máli. Það er ekki aðal- atriði, að laun sjeu þetta og þetta há, heldur hitt, að sem fylst samræmi sje ríkjandi. Þeg ar svo er komið, mun ekki standa á launþegum að færa sín ar fórnir ef ættjörðin þarfnast þess. En það er þýðingarlaust og engum ráðherra sæmandi að kalla á þegnskap nokkurs hluta þjóðarinnar en veita öðruúi undanþágu frá öllu slíku. Og það er rányrkja af verstu teg- und að svíkja starfandi mann um þann hlut sem honum ber, þess vegna hlýtur alt gróandi í þjóðlífinu að fylgja okkur starfs mönnum ríkis og bæja í barátt- unni fyrir rjettlátum launalög- um. Sú barátta ætti ekki að þurfa að vera löng, en því lengri sem hún verður, því harð skeyttari mun hún verða, með vaxandi tjóni fyrir alla aðila, en þó mest fyrir þær stofnan- ir, sem gegn rjettlætinu slanda, því þær eru fyrirfram dæmdar til þess að bíða ósigur. Það er því fullkomin þjóðar- nauðsyn að á næstu fundum Alþingis verði þessi mál tekin til rækilegrar athugunar og leyst með þeim myndarbrag, sem sæmandi er sönnu lýðveldi. Karl Halldórsson. iiiitiiiiiiiiiiiiimniiiiiiuiiuiMiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiitiii 1 Woodbury ( S snyrtivörurnar marg eftir- 3 1 spurðu, komnar aftur: g 3 crem, púður, handlotion, 3 3 shampoo, tanncrem, rak- g crem, talcum, sápa. S SÁPUHÚSIÐ I Austurstræti 17. iiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimii BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Laueraveer 168. — Sími 5347. ITrjcsmiði oy verkamenn I vantar oss nú þegar | Byggingafjelagið Brú hl | Hverfisgötu 117. Sími 3807. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.