Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 6
6 MOEGUNBLAÐI0 Föstudag’ur 21. júlí 1944. ircgtsttfrlftMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Við þuríum að verjast samdrættinum ? EINS OG ENDRANÆR hefir nýútkomin ársskýrsla Landsbanakns að geyma margskonar fróðleik og yfirlit um þróun atvinnu- og fjármálastarfseminnar á síðasta ári. Upphaf þeirrar skýrslu gefur ótvíræða bendingu. Þar segir: „Viðskiftaþróun áranna 1940 til 1942 var mörkuð útþenslu, sem fór vaxandi eftir því sem leið á tímabilið. Orsakirnar voru aðallega þrjár. í fyrsta lagi setuliðsvinn- an og aðrar aðgerðir setuliðsins, sem höfðu efnahagslega þýðingu. í öðru lagi hækkandi verð á útflutningsafurðun- um, og í þriðja lagi aukning verklegra fyrirtækja tvö síð- ustu árin. Á árinu sem leið urðu umskifti að því er þessi þrjú atriði snertir. Áhrifa frá setuliðinu gætti minna en áður, verð útflutningsafurðanna hækkaði ekki frá því, sem var árið áður, og byggingarstarfsemi og önnur ný- festing fjár dróst saman. Afleiðingin var sú, að í stað útþenslu kom stöðnun í atvinnu og viðskifti, en um sam- drátt í viðskiftalífinu í heild var ekki að ræða frá því, sem orðið var á árinu 1942”. « Útþenslunni er sem sje lokið á öllum þeim þrem svið- um, sem að^llega var um að ræða! Gjörbreyting varð á setuliðsvinnunni. Fyrsta mánuðinn síðastliðið ár voru 1240 verkamenn í þjónustu setuliðsins og hjá verktökum þess. í febrúar lækkaði talan niður í 880 og hjelst svipuð því það sem eftir var ársins. Árið 1942 hafði tala verka- manna í setuliðsvinnu verið hæst um 3000 manns og aldrei farið niður úr 1500 manns. Útflutningsafurðirnar hættu að hækka í verði og nýbyggingar eða* nýfesting fjár í landinu dregst saman. Nú er tóm til þess að staldra við, þegar útþenslan, sem áður var í efnahagslífi þjóðarinnar, er orðin að stöðnun, og sjá fótum sínum forráð áður en samdrátturinn heldur innreið sína. Augljós er, að við verðum að reikna með því að setu- liðsvinnan hverfi með öllu og verð útflutningsafurðanna falli. Hvernig er þá hægt að verjast samdrættinum, eða hvernig er þá hægt að verjast hruni með því verðlagi, sem nú er í landinu, gífurlegum framleiðslu- og fram- f ærslukostnaði ? Að einu er þá hægt að hverfa! Það er áframhaldandi aukningu verklegra fyrirtækja í landinu! Þetta bjargráð verður hins vegar ekki framkvæmanlegt nema með því að takast megi að auka framleiðslustarf- semina í landinu, en skilyrði þess er aukning framleiðslu- tækjanna og umbætur þeirra, er fyrir eru, ásamt mink- andi tilkostnaði við framleiðsluna. Eru líkur til þess, að þetta megi takast? Eru líkur til þpss, að okkur takist að endurnýja og stórum efla skipa- flotann, bæði veiði- og flutningaskipa? Erú líkur til þess, að okkur takist að afla landbúnaðinum stórvirkra, nýtísku vinslutækja og tileinka þessari atvinnugrein um leið nýj- ar vinnuaðferðir og breytt skilyrði, er gjörbreyti rekstr- inum? Er líklegt að okkur takist í stórum stíl að útvega iðnaðinum nægjanlega raforku og fjármagn, er tryggi stórfeldan og fjölþættan innlendan iðnað á arðbærum grundvelli? Til alls þessa þarf stórkostlega mikið fje. Það er fyrir hendi. Þá þarf að tryggja peningagildið og koma í veg fyrir þá ráðleysu, að mögru kýrnar kokgleypi þær feitu umsvifalaust, þ. e. að sjóðir veltuáranna renni út í sand- inn við það að borga taprekstur atvinnuveganna strax og hallar undan. Ef ekki verður sjeð fyrir þessari nauðsyn á Alþingi því,, er saman kemur í haust, þá mun enn gilda sem áður, að of seint er að iðrast eftir dauðann. Síðast er Alþingi kom saman, vann það eitt sögulegasta verk þjóðarinnar -— að endurreisa lýðveldið að Lögbergi. Nú þarfnast nýgræðingurinn skjóls. Hið unga lýðveldi þarfnast aðhlynningar traustra handa, samstyltra átaka allra. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum BIFREIÐAR voru þá ekki í hvers manns e4gu. 12. júlí. „Vestm.eyjum í gær: — Það þykir tíðindum sæta, að hingað er komin vöruflutningabifreið. Eigandi hennar er Eyþór Þórar- insson og er þegar tekið að nota hana. Búist er við að fleiri muni koma síðar“. * KVIKMYNDAFJELAG átti þá að stofna hjer í bænum. 15. júlí. „Fundur var haldinn í gær- kvöldi til undirbúnings vænt- aniegu innlendu kvikmyndafje- lagi. Var kosin nefnd til þess að íhuga málið og undirbúa fjelags- stofnun og voru þessir kosnir í hana: Matthías Þórðarson forn- minjavörður, Jakob Möller rit- stjóri, Jens B. Waage bankabók- ari, Gunnar Sigurðsson yfirdóms lögmaður, Bjarni Jónsson for- stjóri, Morten Ottesen og Jónas Jónasson“. ★ ÞÁ HÖFÐU sumir hug á því að skilja Vestfirði frá megin- landinu með skipaskurði. Um það segir í grein: 17. júlí. „Oft hefir mjer dottið í hug, hverjar orsakir muni liggja til þess, að enn hefir því ekki ver- ið hreyft að grafa skipgengan skurð í gegnum hið örmjóa land, sem bindur Vestfirði við aðal- iandið. Skyldi það þó vera þýð- ingarlaust atriði í framsóknar- baráttu íslands? Liggur ekki í hlutarins eðli, að slíkt myndi hafa feikna áhrif á aðdrætti Norðurlands? Jeg býst við, að engum dyljist, að svo myridi það vera“. ★ ÞINGMENNIRNIR eru ekki altaf sem mælskastir. 24. júlí. „í gær var staddur á áheyr- endapöllunum maður, sem er að temja sjer hraðritun. Er hjer prentaður orðrjettur einn kafli úr handriti hans og er það sýn- ishorn af framsöguræðu: „Nefnd :n sá ekki annað en að — að — að hún gæti ekki betur sjeð en — og — að — að — að hún gséti ekki betur sjeð en að — að — að taka mætti þetta ákvæði burt úr frumvarpinu — eða nema það burt“. ★ í HUGLEIÐINGUM um styrj- öldina, sem nú vár til lykta leidd, segir m. a. á þessa leið: 26. júlí. „Rómverjar ætluðu sjer eitt sinn að leggja undir sig heim- inn. Þeir gliðnuðu sundur í smá- ríki. Frakkland var um eitt skeið á líkri leið. En foringinn endaði æfi sína á St. Helena og faldur- inn, sem hann hóf, hneig aftur. Nú ætluðu Þjóðverjar að freista hins sama. Markið var að setja þýsku krónuna á gervallan heim inn. Þeir hófust handa með trölls og jötuns umbrotum. En árangurslaust. Tilraunin mis- hepnaðist. Þýski örninn var brendur á báðum vængjum og hefir nú fallið til jarðar óvígur í bráð .... Á skyrtunni. ÞAÐ VAR hjerna einn góð- viðrisdaginn í Reykjavík, að ung ur og laglegur piltur gekk eftir Austurstræti. Fólkið á götunni glápti á piltinn eins og naut á nývirki. En ástæðan til þess, að pilturinn vakti á sjer athygli, hefir sennilega verið sú, að hann var jakkalaus. Jeg heyrði tvær ungar stúlkur flissa, og er jeg leit á þær sá jeg, að þær voru kápu- lausar í fallegum, þunnum sum- arkjólum. „Sá er fínn, þessi“, sagði löðursveittur náungi, kapp klæddur í sólskininu. En svona er það. Það vekur at hygli og jafnvel hæðni, ef menn klæða sig eftir veðrinu. Piltur- inn, sem hafði farið úr jakkan- um sínum til þess að honum liði betur í hitanum, gerði ekki ann- dö en það, sem flestir karlmenn- irnir, sem á götunni gengu, hefðu viljað gera líka — ef þeir hefðu þorað. Skömmu seinna sá jeg annan pilt á götunni. Hann hafði líka farið úr treyjunni sinni, en hann taldi það víst vissara að hafa hann með, því hann bar hana undir hendinni. Mjer finst það alveg sjálfsagt, að karlmenn leyfi sjer, þegar heitt er, að ganga á skyrtunni um götur bæjarins, eins og þeir gera á skrifstofunni, á vinnu- staðnum eða í heimahúsum, þeg ar heitt er. Menn þreytast á að hneykslast á þessu, ef nógu marg ir taka það upp. Það eru hvort eð er ekki svo margir dagar á árinu, sem karlmenn hjer á landi geta leyft sjer að vera ljettklædd ir, að þeim sje það of gott, þegar svo vel viðrar, að það sje hægt. • Vanhirtir matjurta- garðar. REYKVÍKINGAR eru kartöflu lausir um þessar mundir, og verða, eins og stundum áður, að eiga undir þjóð, sem á í ófriði, með það að fá kartöflur. Það grænmeti, sem fæst er rándýrt. Það er því von að mönnum blöskri að sjá, hve margir mat- jurtágarðar í og við bæinn eru í mikilli óhirðu. „Ungur garðeig- andi“ skrifar mjer um þetta langt brjef. Kemur þar margt'fram, sem garðeigendur hafa gagn af að lesa, og birti jeg því brjefið í heild, en það er á þessa leið: „Undanfarið hafa fjölmargir garðeigendur átt erindi í garða sína til arfahreinsunaý, vökvun- ar á kálplöntum o. s. frv., en þeir eru þó einnig allmargir, sem van rækja þessi sjálfsögðu verk, láta alt fara í kaf og reyna síðan að fara að bjarga þeim ræfilsgrös- um, sem upp koma, með marg- faldri fyrirhöfn og nærfelt engri von um uppskeru". „Áhugi — deyfð“. „ÞESSI SORGARSAGA end- urtekur sig árlega, menn fyllast af fjöri og áhuga þegar vora tek- ur, kaupa sjer útsæði, hrúga að- keyptum áburði í garðana, sum- ir eru nú reyndar svo bjartsýn- ir, að þeir setja í garðana ár eft- ir ár, án þess að láta nokkurn verulegan áburð og furða sig svo á því, að uppskeran skuli varla vera boðlegur „hænsnamatur", hvað þá meir. Þegar búið er að koma úfsæðinu í jörðina, sem afar oft er illa plægð og óherf- uð, varpa menn öndinni Ijettara og líta ekki í garðinn fyr en um þetta leyti og sjá þá, sjer til skelfingar, að alt er komið á kaf í illgresi". „Pestarbæli“. „SVONA MÁ ÞETTA EKKI VERA, — og það því fremur, sem garðar af þessu tagi, svo og garðar, sem alls ekki er sett nið- ur í, eru hreinustu pestarbæli og þaðan dreifir arfinn sjer óðfluga yfir til okkar hinna, sem erum sífelt að reyna að útrýma þess- um vágesti, sem alls ekki þyrfti að vera til í garðlöndum eins og þeim, sem hjer tíðkast, því að það er bara leikur einn að eyða honum algjörlega, ef rjett er að farið. „Kúnstin“ er bara sú, að drepa arfann strax og hann skýt ur upp kollinum á vorin, með því að raka yfir garðana með hrífu tvisvar til þrisvar með viku millibili. Þá er alt rándýrt „tröllamjöl" gjörsamlega óþarft. Að raka yfir garðana á þennan hátt tekur ca. tvo klt. á 4—500 fermetra garð, eða samtals 6 klt., en að reyta jafnstórt stykki, eft- ir %ð verulegur arfi er kominn upp, tekur margfalt lengri tíma, auk þess sem arfinn dregur úr eðlilegum vexti á fjölmargan hátt“. Látið arfann ekki í friði. „EITT ATRIÐI er vert að minn ast á í viðbót, og það er, að menn mega ekki láta arfann í friði alt í kringum garðana, því að sá arfi, sem þar verður fullþroska ár eftir ár, sáir sjer stöðugt inn í stykkin. Þennan arfa er áuð- velt að drepa með ca. 25% járn- vitríól upplausn, þ. e. 250 gr. af vitríóli í 850 gr. af vatni. Þetta efni fæst í lyfjabúðum, en það er ekki hægt að nota innan um kartöflur, því að þær eyðileggj- ast af því. Hinsvegar má nota það þar sem kál er ræktað og er vel hægt að sprauta því með venjulegri flugnasprautu. • Víða ónotaðir garðar. „ÞESSI ORÐ eru ekki skrifuð af sjerfræðingi í garðrækt, en tilefni þeirra er hin megna van- hirða, sem stöðugt endurtekur sig í garðlöndunum, eigendunum til skammar og skaða. Að lok- um vil jeg benda mönnum þeim, sem hug hafá á að ná sjer í garð á það, að víða eru ónotaðir garð- ar, sem eflaust er hægt að fá til afnota, því að jeg skil ekki í því, að mönnum líðist þa(L að láta sömu arfahrúgurnar spretta ár- um saman þar sem aðrir gætu skapað sjer og fjölskyldum sín- um talsverð verðmæti í frístund-' um sínum, auk þess sem garð- vinnan er sannkallaður heilsu- brunnur fyrir þá, sem innivinnu stunda". 9 Eldurinn í öskunni. FRÁ ÞVÍ var skýrt hjer í blað- inu í gærmorgun, að óvenjumik- ill eldur hafi verið í öskuhaug- unum á Bráðræðisholti í fyrra- dag. Reykinn af eldinum hafi lagt yfir allan Vesturbæinn og hann hafi.spilt mjög fyrir fólki, sem ætlaði að njóta sólar í görð- um sínum. í gær bárust mjer þrjú brjef útaf þessum reyk og var eitt þeirra frá konu suður í Þingholt ujn, sem segir, „að það hafi ekki verið Vesturbæingar einir, sem haft hafi óþægindi af þessum reyk úr eldinum í öskuhaugun- um, því hann hafi lagt alla leið heim til sín. „Vesturbæingur", sem skrifar um sama mál, er fokreiður. „Hvernig stendur á því, að þetta Framhald 4 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.