Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 5
Miðvikuclagur 26. júlí 1944 ORGCNBLASíÐ Sf SVAR EIMSKIPAFJELAGSINS Framh. af bls. 4. velgengni fjelagsins og sækja um að farmgjöldin yrði lækk- uð. En við þessu er það að segja, að þetta er algjörlega rangt sem Viðskiftaráðið segir um vitn- eskju fjelags vors um þá að- stöðu ráðsins, sem það hjer hef- ir lýst, því í brjefi Viðskifta- ráðs til fjelagsins; dags. 20. maí f. á. stendur að við ákvörðun farmgjaldanna pr. 8. maí f. á. hafi verið: J;tekið tillit til hins sjálf- sagða, að ekki sje dregið úr möguleikum fjelagsins til að endurnýja og auka skipastól sinn; að stríðinu loknu“. Hjer er því um fullkomna stefnubreyting Viðskiftaráðs að ræða sem ekki varð vart fyr en í brjefi Viðskiftaráðs; dags. 29. des. síðastl. Á sama tíma sem ríkissjóður leggur skatla á þjóðina; til þess að leggja miljónir til hliðar; vegna framtíðar framkvæmda, og löggjafarvaldið veitir útgerð armönnum rjettilega færi á að safna sjóðum til útvegunar nýrra skipa að stríðinu loknu; þá lýsir Viðskiftaráðið þeirri stefnu sinni að það hafi verið og verði órjettmætt; að farm- gjöldin sjeu það há; að Eim- skipafjelagið geti safnað fje til þess að geta fengið sjer ný skip að ófriðnum loknum. Vjer fáum eigi skilið að þessi stefna Viðskiftaráðs fái staðist dóm alþjóðar. En Viðskiftaráðið hegðar sjer í framkvæmdum sínum eftir Ijeðri stefnu sinni í siglingamál um þjóðarinnar. í greinargerð- inni segir; að nú hafi farm- gjöldin verið lækkuð svo mikið ,,að ekki væru líkur til, að um ágóða yrði að ræða á yfirstand- andi ári“. í þessu, sambandi gefur Við- skiftaráðið fjelagi voru ávísun á að auka skipastól sinn af stór- kostlegum inneignum; serrsþjóð in eigi í erlendum gjaldeyri. Oss er ekki kunnugt um að Við- skiftaráðið; þó voldugt sje, hafi ennþá fengið umráðarjett yfir umræddum inneignum erlend- is. sem einn af bankastjórum Landsbankans nýlega hefir sagt opinberlega að væru sparifje landsmanna. Virðist því óþarft að ræða frekar þessá fjármála- speki Viðskiftaráðsins. . í niðurlagi greinargerðar sinn ar slær Viðskiftaráðið loks al- veg úr hendi sjer það varnar- vopn fyrir því að ráðið lækk- aði ekki farmgjöldin fyr en gjört var; sem á að liggja í sak- argiftinni gegn fjelagi voru um rangar skýrslur og laúnung upp lýsinga. í greinargerðinni stend ur orðrjett: ..Ráðið gat að sjálfsögðu án aðstoðar fjelagsins fylgst með siglingatíma skipanna og flutn- ingsmagninu; en hvað reksturs- kostnaðinn snertir varð það að byggja á skýrslum og áætlun- um fjelagsins; en hann hefir reynst mjög miklu minni en fje lagið gjörði ráð fýrir í 'sínum áætlunum“. Menn hljóta nú að spyrja: Ef málið er svona einfalt, hvers vegna fyl'gdist ráðið þá ekki með þessum atriðum málsins; sjerstaklega þegar f jelagið hafði beinlínis lýst því yfir að það treysti sjer ekki til að gjöra ábyggilegar áætlanir á slíkum grundvelli? En hjer vísar svo ráðið til þess að öll villa í þessu máli stafi af því; að skýrslur og á- ætlanir fjelagsins um reksturs- kostnað hafi reynst of háar. Þetta er algjörlega rangt. Ráðið getur ekki átt hjer við aðrar ;lskýrslur og áætlanir“ en þær; sem lágu fyrir vegna farm um gjaldahækkunarinnar pr. 8. maí síðastl. ár. En þegar athugaðir eru reikn ingar fjelagsins fyrir síðastl. ár og hinir ýmsu reksturskostn- aðarliðir í honum eru bornir saman við tilsvarandi liði í fyr- greindum skýrslum og áætlun- um fjelagsinSj þá kemur í ljós; að áætlanir fjelagsins um rekst- ursútgjöld skipanna hafa stað- ist; nema að því leyti. að vá- tryggingargjöld og áhættuþókn anir á leiguskipunum urou 3—4 milj. kr. lægri en áætlað var; og gat vitanlega enginn sjeð þær lækkanir fyrir. Hinsvegar varð svo kostnað- ur af viðhaldi og aðgerðum skipanna miklu hærri en vjer gjörðum ,ráð fyrir; svo raun- verulega hefir reksturskostnað- ur orðið hærri en áætlað var; alveg gagnstætt því; sem Við- skiftaráðið segir í greinagerð sinni; þannigi að Viðskiftaráðið getur ekki með nokkrum rjetti borið fyrir sig; að reksturskostn aður fjelagsins hafi orðið minni en fjelagið gjörði ráð fyrir og að það hafi orðið til þess að Viðskiftaráðið hafi ekki verið á verði viðvíkjandi ágóða fje- lagsins. Með framanrituðu teljum vjer oss hafa sýnl fram á hversu staðlausar eru ásakanir Við- skiftaráðs gegn fjelagi voru um rangar skýrslur og launung upp lýsinga til þess að leyna ágóða * fjelagsms. En -vjer teljum þó rjett að víkja stuttlega að nokkrum atriðum þessa máls; sem opin- berar umræður hafa orðið um í þessu sambandi. Ýms blöð hafa gjört mikið úr því hversu mjög farmgjöld- in hafi hækkað dýrtíðina í land inu. Nú er nokkur reynsla kom in um það hversu mikið vísi- talan hefir lækkað vegna þeirr ar 45% lækkunar á farmgjöld- unum; sem Viðskiftaráðið ákvað 12. maf síðastl. Viðskiftaráoið lækþaði hámarksverð á innflutt um matvörum 31. maí síðastl.; og má væntanlega telja að þar hafi komið fram öll sú ’lækk- un á þeim vörum, sem lækkun flutningsgjaldanna getur haft í för með sjer.. Afleiðing; að því er vísitöluna snertir pr. 1. f. m.; varð ekki meiri en sú; að lækk- un tjeðra vara nam 2Vs — tveimur og einum fimta — vísi-« tölustigs. —- Þetta sýnir hversu afskaplega ýkt hefir verið þýð- ing farmgjaldanna fyrir dýrtíð- arvísitöluna. Nú hefir ennfrem- ur verið ákveðin vísitaian pr. 1; þ. m.; og þar hafði lækkun farmgjaldanna engin áhrif. Að vísu má segja að há farmgjöld hafi þau áhrif að hækka verð á vörum; sem ekki eru teknar með í vísitölureikninginn, og er erfitt að meta þær hækkanir, En mikið áf þeim vörum eru munaðarvörurj og við það bæt- ist að töluvert af þeim vörum hefir undanfarið verið selt út- lendingum. Getur hver metið það með sjálfum sjer; hvort þarfara muni vera að lækka verðið á slíkum vörum; eða tryggja aukning skipastóls Eim- skipafjelagsins eftir ófriðinn. Ástæðurnar fyrir hinni sjer- staklega góðu afkomu fjelags- ins eru aðallega á tvéim svið- og skal nú skýrt stuttlega frá þeim. í fyrsta lagi fóru tímaleigu- skip fjelagsins; 3 að tölu; alls 15 ferðir milli Ameríku og Is- lands á árinu 1943; en árið 1942 aðeins 9 ferðir. Útgjöldin fyrir þau skip vaxa ekki að sama skapi og ferðafjöldinn. í öðru lagi veitti Viðskifta- ráðið á árinu 1943 innflutn- ingsleyfi og skiprúm fyrir miklu meira af vörum með há- um farmgjöldum (hátaxtavör- um) en gjört hafði verið ráo fyrir. í brjefi til fjelags vors; dags. 20. maí f. á.; skýrði Við- skiftaráðið frá því að gert væri ráð fyrir því að af matvörum; fóðurvörum; sykri og áburði, sem alt voru vörur með lágu flutningsgjaldi (lágtaxtavörur) verði innfluttar 35 þús. smál. en af hátaxtavörum 2014 þús. smálestir. Þetta snerist alveg við í framkvæmdinni; því raun verulega voru fluttar inn að- eins rúmar 30 þús. smálestir af lágtaxtavörum (auk» tæpra 10 þús. smál. af vörum; sem fluttar voi’u með ;;láns- og leigu“-skipum; er vjer höfum afgreiðslu á); en yfir 30 þús- und smálestir af hátaxtavörum. Þessi breyting Viðskiftaráðs hafði út af fyrir sig í för með sjer um 10 milj. kr. hækkun á ágóða fjelagsins síðastliðið ár; sem á reikningi fjelagsins er tal inn rúmar 18 milj. krónur. En eftir að reikningurinn var und- irskrifaður sendu endurskoð- endur fjelagsins brjef til fje- lagsstjóranarinnar; sem lagt var fram á aðalfundi 3. f. m. þar sem þeir telja að á reikn- ingum sje of lágt áætlað til flokkunaraðgerða skipanna. svo nemi um 3 milj. kr.; og samkvæmt því ætti ágóðinn ekki ao teljast meiri en um 15 milj. kr. Það kemur því í Ijós að um % ágóða fjelagsins s.l. ár stafar af framangreindri stefnubreyting Viðskiftaráðs um innflutning hátaxtavar- anna. I skýrslu fjelagsstjórnarinn- ar til síðasta aðalfundar fje- lagsins 3. þ. m. segir m. a. á þessa leið: ..Eins og öllum er kunnugt er tilgangur fjelagsins sá eini að geta betur sjeð fyrir sigl- ingúm landsmanna með því aö eignast ný og betri skip, sem á hverjum tíma samsvari þeim kröfum; sem gerðar eru til fjelagsins um skipakost“. Undir þétta var tekið ein- róma af hluthöfum fjelagsins á aðalfundi. Þeir hafa í upphafi lag.t fjé sitt i fjelagið í þeim tilgangi að gagna fósturjörð ■sinni. og aldrei komið til hugar að græða á því; enda hafa þeir frá stofnun fjelagsins ekki fengið meira en tæplega 314% á ári að meðaltali af hlutafje sínu. Það er því ólíklegt að ár- angur verði af þeirri ljótu við- leitni nokkurra blaða að koma því inn í hugi manna að það fje; sem fjelaginu græddist verði notað til annars en al- þjóðarheillar. Jafnframt er ástæða til þess að mótmæla enn á ný; þeim sí- endurteknu ósannindum í sum- um blöðum að hlutabrjef í fje- laginu sjeu nú komin í hendur fárra manna. Tala hluthafa var hæst árið 1919. Þá voru 14609 hluthafar í fjelaginu. Nú eru þeir 13724. Vjer viljum að endingu taka upp eftirfarandi kafla úr fyr- greindu brjefi voru til Við- skiftaráðs dagsettu 8. desember f. á.; er skýrir þau sjónarmið; er ráða í stjórn og rekstri fje- lagsins: ;,Án þess að vjer ætlum að’ fara að rekja sögu fjelagsins og lýsa því, hvernig það hef- ir nú í tæp 30 ár starfað með hag þjóðarinnar fyrir aug- um; en sú saga er öllum kúnn; sem fylgst hafa með starfseminni þessi ár; vilj- um vjer aðeins benda á það að enda þótt fjelagið sje ao forminu til ;,privat“-fjelag; þá eru hluthafar þess svo margir (13—14 þúsund að tölu); og starfsemi þess svo samtvinnuð lífi og starfsemi fólksins, að pkoða má það að vissu leyti sem opinbert fyr- irtæki, enda lætur það prenta árlega og birtir reikn inga sína og ítarlegar skýrsl ur; sem lýsa hag þess og 'öllu starfi eins Ijóst og unt er; og hafa allir; hvort sem um er að ræða hluthafa eða aðra landsmenn aðgang að þessum reikningum og skýrslum. Er því augljóst í sambandi við það mál sem hjer liggur fyrir að ekki getur á nokk- urn hátt verið um það að ræoa; að vjer viljum leyna Viðskiftaráð eða Verðlags- stjóra nokkru sem lýtur að hag og afkomu fjelagsins“. Þetta ætti að ríægja til þess að sýna og sanna_ að fjelagið hefir aldrei; hvorki nú eða endranær haft annað en þjóð- arhagsmuni fyrir augum; og þegar tekið er tillit til þess að 'Eimskipafjelag íslands er eín- asta atvinnufyrirtækið í land- inu, sem birtir reikninga sína á þann hátt; sem gert er; eru ásakanir Viðskiftaráðs um að fjelagið vilji gefa því rangar skýrslur eða leyna það ein- hverju; algerlega ómaklegar enda teljum vjer oss hafa sann- að það fyllilega með framan- greindu svari voru. Reykjavík 24. júlí 1944, H.f. Eimskipafjelag íslands, G. Vilhjálmsson. ‘Prv-pfui- £ac -ÍLC TANNBURSTAR Aagun jeg hvíU með gleraugum f r á Týli hl Sölumaður Áreiðanlegur og prúður ungur maður, sem hefir áhuga fyrir verslun, getur fengið stöðu, sem sölumaður hjá þektri heildverslun í Rvík. Umsokn með mynd og meðmælum, ef til eru, sendist afgreiðslu blaðsins mrkt. „Sölumaður 1944“. 'f V w) NESTI! V Höfum fjölbreytt úrval af allskonar tilbúnu nesti, svo sem kjötrjetti, fiskrjetti og síldar- rjetti, einnig smurt brauð í pökkum. SÍLD & FISKUR Berg-staðastræti 37. — Sími 4240. X ❖ Stórt verslunar- og iðnfyrirtæki vantar skrifstofustúlku. Vjelritunarkunn- átta nauðsynleg. Umsókn merkt „TYPIST“ ásamt upplýsingum um fyrri atvinnu, send- ist afgreiðslu blaðsins fyrir 27. þ. m. 1 I 'k I I I 4 y T I •f k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.