Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. júlí 1944 MORGUNBLAÐIÐ :1 11 Fimm mínúina krossgáfa Lárjett: 1 vopn — 6 kemst — 8- einkennisstafir — 10 tón- skáld — 11 flík 12 kvað — 13 eftirherma — 14 sjálfdautt dýr — 16 róa. . Lóðrjett: 2 greinir — 3 mat- vandur — 4 fangamark — 5 vit — 7 flokkur — 9 þrír sam- stæðir — 10 blása — 14 titill — 15 leiðsla. I.O.G.T. St. SÓLEY Fundur í kvöld kl. Templarahöllinni. 8,30 »♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦<»»♦♦♦♦♦♦♦♦» Fjelagslíí ÁRMENNINGAR! Ilandknattleiksflokk nr karla: Æfing í kvöld kl. 7. Mætið stundvíslega því æf- ingin verður stutt. FerSafjelag Islands Ferðafjelag íslands biður þátttakendur í 4 daga ferðinni austur á Síðu og Fljótshverfi er hefst 1. .ágúst, urn að taka fárniiða á skrifstofu Kr. Ó. skagfjörðs fyrir kl. 6 á föstu- dag 28. þ. m. annars seldir þeim næstu á biðlista. Ferðafjelag’ Islands Ferðafjelag Islands biður þátttakendur í skemtiferðun- um yfir næstu helgi (2%, dags ferðir), hringferðina um Bogarfjörð og ferðina aust- ur að Landmannahelli og í Laugar, um að taka farmiða á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs fyrir kl. 6 á fimtudag þ. 27. þ. m. annars seldir þeim næstu á biðlista. Vinna MINNINGARSPJÖLD Barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. HREIN GERNIN G AR ntið í síma 3249. Birgir og Bachmann, HREIN GERNIN G AR Jón & Guðni. — £>ími 4967. Kaup-Sala HREINGERNINGAR Pantið í tínTa. G'uðni og Þráinn. Sími 5571. Tapað VÍRAVIRKIS BRJÓSTNÁL týndist s.l. mánudag. Finn- andi vinsaml. geri aðva’rt í síma 4390. tt) ci g. b ó h 208. dagur ársins. Sólarupprás kl. 4.18. Sólarlag kl. 22.48. Árdegisflæði kl. 10.00. Síðdegisflæði kl. 22.20. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thorarensen ungfrú Inga Ingólfsdóttir, Ránargötu 44 og Jón Ólafsson stýrimaður, Grænu mýri, Seltjarnarnesi. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Anna Guðmundsdóttir og Einar S. Elíasson sjómaður, bæði til heimilis að Þrastargötu 7. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Sig- urveig Hjaltested frá Vatnsenda og Ólafur Beinteinsson, Vestur- götu 26, Rvík. Tuttugu og fimm ára hjúskap- arafmæli eiga í dag hjónin Á- gústa Jónsdóttir og Oddur Jóns- son á Vesturgötu 3 hjer í bæn- um. Þau Oddur og Ágústa fluttu hingað til bæjarins austan úr Vík árið 1938, en þar höfðu þau um nokkurt skeið verið búsett. Þar eystra hafði Oddur stundað ýms störf, bæði við útveg og land- búnað, enda búfræðingur að námi, en síðan hann kom hing- að hefir hann starfað hjá Eiríki rafvirkjameistara Ormssyni. — Þau hjón hafa allsstaðar reynst vel liðtæk, hvort heldur er til daglegra starfa eða fjelagsmála. Þau störfuðu í reglu góðtempl- ara þar eystra og gerðust, skömmu eftir að þau komu hing að, fjelagar st. Víkingur nr. 104, og hafa síðan gegnt þar margvís- legum störfum og þykir hvert það sæti vel skipað, sem falið er öðru hvoru þeirra. — Þau hafa eignast 3 börn, sem öll eru.hjer í bænum: Rannveig, gift Kjart- ani Friðrikssyni, Jón Rafn og Þuríður, bæði heima hjá for- eldrum sínum Þ. K. Ólafsvökuhátíðin. í frjetta- grein, sem birtist í sunnudagsblað ánu, um Ólafsvökuhátíðina, hafði gætt dálítils misskilnings hjá heimildarmanni blaðsins. Það er ekki ráðskonan á Vífilsstöðum, sem er færeysk, heldur kona ráðs mannsins þar. Sagt var, að þessi færeyska kona hefði boðið Fær- eyingum til Vífilsstaða á Ólafs- vökudaginn, en það er ekki rjett. Templarar í Reykjavík hafa á- kveðið að fara skemtiför til ísa- fjarðar dagana 5.—7. ágúst n.k., en þá eru frídagar verslunar- manna. Þingstúka Reykjavíkur stendur fyrir förinni. Með í för- inni verða nokkrir þjóðkunnir listamenn og Lúðrasveit Reykja- víkur. Templarar á Vestfjörðum hafa mikinn viðbúnað til að taka á móti templurunum af Suður- landi. Lagt verður af stað í för- ina laugardaginn 5. ágúst með m.s. Esju. —- Þeir, sem vildu afla sjer nánari upplýsinga, geta feng ið þær í síma 4235 og 4335. í grein um golfmótið, sem birt ist í blaðinu í gær, hafði misrit- ast nafn eins keppandans. Vern- harður Sveinsson var ranglega nefndur Bernharður Steinsson. Til Strandarkirkju. B. G. B. 10 kr. N. N. 100 kr. Gamalt áheit frá Siggu 10 kr. Mæðgur 40 kr. E. M. 50 kr. Guðbjörg 5 kr. Ó- nefnd 50 kr. H. S. T. 20 kr. Þ. J„ Vestmannaeyjum 50 kr. (gömul og ný áheit). G. O. R. S. 22 kr. Þ. Þ. 50 kr. S. A. (afh. af sr. Bj. Jónssyni) 70 kr. Árnessýsla 50 kr. Á. J. 10 kr. Ninna 20 kr. V. (gamalt áheit) 20 kr. N. N. 50 kr. F. H. B. 20 kr. H. J. 35 kr. G. K. 50 kr. Þrjár systur 25 kr. V. G 10 kr. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—1600 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Óprusöngvar. 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpssagan: Silfurnælan ftir Þórunni Magnúsdóttur (höf. les). 21.00 Hljómplötur: íslenskir ein- söngvarar og kórar. 21.20 Kveðjur frá íslnskum stú- dentum í Vesturheimi (plötur) 21.35 Hljómplötur: Hugsmíð um þjóðsöng Brasilíumanna eftir Burle Marx. 21.50 Frjettir. Dagskrárlok. i I •!* I # Y Y ? Y Y x I Kven- sportdragtir fyrirliggjandi. Klæðaverslun Andrésar Andréssonar Y Y v I <• <r <• Það vildu víst margir snáðar vera í sporum þessa, sem sjest hjerna á myndinni vera að hjálpa föður sínum í kolavinnu. Hann getur óhreinkað fötin sín án þess að fá skammir fyrir, og það þykir honum nú heldur en ekki varið í. ) Ja'rðarför föðursystur okkar og systur, KRISTÍNAR KARÓLÍNU SIGURÐARDÓTTUR fer. fram frá Dómkirkjunni fimtudaginn 27. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hennar, Njálsgötu 75.- kl. 1 e. h. Jarðaú verður í Fossvogskirkjugarði. Vilhelm Sigurðsson, Klara Sigurðardóttir, Sigurður Skagfjörð. Jarðarför mannsins míns, VIGFÚSAR EINARSSONAR, bónda að Önundarholti, fer fram að Villingaholti, föstudaginn 28. þ. m. kl. 2. Húskveðja verður, heima kl. 11 f. h. Þóra Jónsdóttir. Jarðarför konunnar minnar, JÓHÖNNU EYÞÓRSDÓTTUR fer, fram föstudaginn 28. þ. m. og hefst með hús- kveðju að heimili hennaT kl. 2 e. h. Gunnar Ólafsson, Vestmannaeyjum. * * rw' ~w” i. jU$r,ðunMaí>tÍj dojúf hxynux ðjanrrux Innilegar þakkir til allra, nær og fjær, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR dr. phil. Laufey Vilhjálmsdóttir og börn. Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför elsku mannsins míns, EINARS SIGURÐSSONAR, málmsteypumanns, Sjerstaklega vil jeg þakka sr. Jóni Ólafssyni, Holti í Önundarfirði, svo og öllum Þingeyrarh'reppsbúum. Fyrir, hönd ba'ma minna og annara vandamanna. Guðfinna Hallgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.