Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 8
8 tóORGUNBLAÐIÐ Miðvikttðagur 26. júlí 1044 Truman — varaforseta- | efni Demokrataflokksins Öldungadeildarþingmaðurinn Harry Truman( er frá Indepen- denee í Missouri. Hann hefir gegnt formannsstörfum í sjer- stakri nefnd og unnið mjög að eflingu framleiðslu til styrjald- arþarfa. Einnig hefir hann átt sæti í sjö nefndum öldunga- deildarinnar. Hin svonefnda Truman-nefnd var sett á laggirnar; samkvæmt tillögu hans; í mars 1941. — Hlutverk nefndarinnar var að vinna að sem bestri hagnýtingu vinnuafls; peninga og hráefna í styrjaldarframleiðslunni. — Einnig ljet nefndin til sín taka ýms önnur málefni sem leiddu af styrjaldarrekstrinum; svo sem skömtun ýmissa nauðsynja o. fl. Truman og samnefndar- menn hans hafa lækkað stytj- aldarútgjöldin stórlega og unn- ið dyggilega að því. að styrjald arframleiðslan næði tilgangi sínum. Truman var í her Bandarikj- anna í síðustu heimsstyrjöld og var gerður kapteinn í Frakk- landi. Hann bauð sig fram til herþjónustu; er núverandi styrj öld hófst; en hernaðaryfirvöld- in álitu; að hann myndi geta gert meira gagn með því; að starfa í Bandaríkjunum. Þar sem hann er gamall her- maður og vel heima í búnaðar- málum; hefir hann mikinn á- huga á þeim málum; sem nú eru efst á baugi og munu verða eftir styrjöldina. > Truman varð 68 ára um dag- inn og er orðinn grár fyrir hær- um. Hann er mjög alúðlegur og hæverskur. Hann hefir þýðan málróm, heldur sjaldan ræður og. er ekki flugmælskur. — í tómstundum sínum finst hon- um gaman að leika á piano og spila poker. Hann lítur enn á sig sem bódna frá Missouri. Truman er fæddur í Lamar í -Missouri árið 1884.ÞÓ að hann væri ekki lögfræðingur að ment; var hann kosinn dómari Jackson hjeraðsdómsins í Inde- pendence; Missouri; árið 1922. Áður hafði hann unnið á bú- garði föður síns. Þegar hann var orðinn dómari. tók hann að nema lög við lagaskólann í Kansas City; Missouri. í sum- um ríkjum Bandaríkjanna þurfa ekki allir dómarar hjer- aðsdómstólanna að hafa lög- fræðimentun. Árið J934 hafði Demokrata- flokkurinn Truman í framboði í Missouri og náði hann kosn- ingu. Kjósendur í Missouri við- urkendu störf hans á þingi með því að endurkjósa hann árið 1942; en kjörtímabil hans er út- runnið árið 1947. Öldungadeild arþingmenn eru kosnir til sex ára. Truman kvæntist 1919 æsku- vinkonu sinni; Bess Warlaker. Þau hjónin eiga eina dóttur; 19 ára gamla. J-.1 M.s. Capitana Tekið á móti flutningi til Siglu- fjarðar og Akureyrar fram til hádegis í dag (miðvikudag). Cggert Claessen Einar Ásmundsson Oddfellowhúsið. — Sími 1171. hæstarjettarmálaflutningsmenn, Allskonar lögfræöistörf Handknattleiks- mótið í Hafnarfirði Handknattleiksmótið í Hafn arfirði heldur áfram í kvöld. Verður þá keppnin milli ís- firsku stúlknahna og Hauka í Hafnarfirði. Síðan fer fram keppni milli K.R.-stúlknanna og F.H.-stúlknanna. — Ár- mann situr að þessu sinni hjá. Það er ekki rjett eins og skýrt var frá í gær að Hauk- ar keppi við F. TT. og ísfirsku stúlkurnar við K. R. 3000 krónur fyrir byssu Franz Josefs. LONDON: — Byssa, sem Franz Josef Austurríkiskeisari notaði oft á veiðum, hefir ný- lega verið seld í verslun í Lond on fyrir 3000 krónur. Flugmaður með höfuðverk HAUPTMANN NOWOTNY er einn af frægustu orustuflugmönn um Þjóðverja. Hann hefir fengið höfuðverk í bardaganum við flug vjelar bandamanna. Útiskemmtun að Álfaskeiði U. M. F. Hrunamanna hjelt sitt árlega miðsumarsmót á Álfaskeiði í Langholtsfjalli síðastliðinn sunnudag, nokkru fyrr á sumri en venja er til og vann það á, að sveitafólkið naut dagsins áhyggjulaust af heyjunum, sem hvergi munu hafa legið úti vegna hins óvenju góða tíðarfars undanfarið. Var óvenjuvel til mótsins vandað og stóðu skemtiatriðin yfir í sjö klukkustundir sam- fleytt; en þá hófst lokaþáttur- inn með dansinum. Er mannfjöldinn hafði verið kallaður saman með horna- blæstri á 14. stundu; hófst messugerð; en það er fastur sið- ur á þessum mótum. Hinn ný vígði Hrunaprestur; sjera Sveinbjörn Sveinbjörns- son prjedikaði. — Fylgdi svo hvert skemtiatriði öðru að ekk- ert lát varð á þangað til klukk- an langt gengin níu um kvöldið. Þessir menn hjeldu ræður; auk prestsins; sem fyrr getur: Prófessor Richard Beck. Dan- íel Ágústínusson; sjera Jakob Jónsson og Vilhjálmur Þ. Gísla son. Er ekki rúm hjer til þess að rekja ræður þeirra; en heyra mátti það; að vel leist þeim á Álfaskeið. Var gerður góður rómur að máli þeirra og var auðfundið, að mörgum þótti ánægjulegt að sjá og heyra próf Richard Beck. sem sjerstaklega talaði um landana vestan hafs og skilaði kveðjum frá þeim. Milli ræðnanna var svo m. a. keppt í frjálsum íþróttum. — Leiddu þar saman hesta sína ungmennafjelagar Hruna- manna og Gnúpverja og urðu Gnúpverjar hlutskarpari, Mátti sjá þarna efnilega íþróttamenn; sem má vænta að nái góðum árangri ef völ væri á góðri til- sögn og skilyrðum til æfinga. Flestum áhorfendum virtist mest koma til fimleikasýningar 11 Ármenninga, sem Jón Þor- steinsson stjórnaði, enda er slíkt nýstárleg sjón þar upp til fjalla. Virtist hrifningin ná tök- um á konum jafnt sem körlum ungum sem gömlum. Annað skemtiatriði var hjer boðið upp á, sem mönnum þótti mikið til koma og einnig var miklu til kostað uppi í Hrepp- um — 105 km frá Reykjavík — en það var hornabláslur; er leikinn var öðru hvoru milli annara skemtiatriða; af lúðra1- sveit frá Reykjavík. Einnig dró Hreppakórinn mjög að sjer á- heyrendur; en hann söng nokk- urum sinnum undir stjórn Sig- urðar Ágústssonar í Birlinga- holti. Þykir undravert hvað sá kór getur boðið upp á, nærri samæfingarlaust þar sem sum ir fjelagarnir eru búsettir með a. m. k. 60 km millibili aust- anfjalls, auk þess sem nokkrír eiga heima í Reykjavík. Síðasta skemtiatriðið; auk dansins; var kappglíma. Var mót þetta þeim til sóma; er að því stóðu og það sóttu, sást vart vín á nokkrum manni — Rættist betur úr veðri en á horfðist um morguninn og var að meslu þurt og um 16 stiga hiti; þrátt fyrir alskýjað loft. Má nokkuð marka mannfjöld- ann á því; að um 60 bílar voru þarna; smáir og stórir, auk mik ils fjölda hesta. Er þessi skemti staður sjerstaklega vel fallinn til svona sumarskemtana Ef maður hefir sólbrunnið um of í andliti; ber að forðast að nota andlitssmyrsl eða púður með ilmvatni. Hreint smyrsl eða andlitsduft er það eina; sem bætir. ; Barnapúður og vaselín er hvort tveggja ágætt; en þó má aðeins nota annað í einu — að öðrum kosti er hætt við að skell ur myndist í andliti. Flagni hörundið, má ekkí rífa skinnið af í stórum flyksum. Það á helst að losna sjálft. Kauphcllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. 5W Eftir Robert Storm !! ROXVj THBY'2 7 OKAV,ÓU$.9: A 6US IN BOOTH / PfZOBABLN SIX WANTZ V5E£ 50MB WELPEŒ YUH.'.OASZ 17‘5 l WITN 5PAZK5 IMPOR.TANT. \ im HI5 HEV, TNAT 6AL CAN ■ SIN5...NOW, IF ONLS 1 CAN MAKB HER SINB FOK ME, MASBE I'LL OET A UNE ON &LUE-JAVJ! _J! [Copr 1944, King Fcaturcs Syndicate. Inc., WorJd rights reservcd. 1—2) Roxy syngur samkvæmt nýjustu tísku. 3) X-9 (hugsar): — Sjáum til; stelpan getur sungið; bara að jeg gæti fengið hana til þess að syngja fyrir mig; ef til vill kemst jeg á slóð Blá- kjamma. 4) Þjónninn: — Roxy; það er í bás sex maður. sem vill finna þig. Hann segir að það sje áríðandi. Roxy: — Alt í lagi; sennilega er það einhver log- suðumaður með neista í augunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.