Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 10
10
MOR GUNBLíAÐIÐ
MiÖvikudagur 20. jíilí. 1944
llý framhaldssaga - Fylgist með frá byrjun
<55f
öllin, sem sveif í loftinu
Æfintýr eftir P. Chr. Asbj'rnsen.
8. /
Enn var ferðinni haldið áfram, langt og lengra en langt,
yfir hraun, heiðar og langa fjörusanda, þar sem brimið
dundi á flúðunum fyrir framan. Og loksins spurði fol-
aldið enn: „Sjerðu nú nokkuð?“
,,Já, nú sýnist mjer það skína, eins og sólin“, sagði
piltur. Það var ekki laust við að hann fengi ofbirtu í
augun.
„Já, þetta er gullhöllin, sem við erum á leiðinni til”,
sagði folaldið og frýsaði, „en fyrir utan hana liggur ógur-
legur ormur. Og sjálf hangiú höllin í lausu lofti, svo það
er ekki svo auðgert að komast að henni. En jeg kann nú
ráð við mörgu. Þú skalt bera við og kjarr og hríslur í
orminn, og svo kveikja í því, en milli laga skaltu láta
alla naglana, sem þú hefir meðferðis. Mun þetta vel
duga“.
Þegar þau voru komin nærri orminum hinum mikla,
sem auðvitað var steinsofandi, gaf piltur drekunum
nokkra af grísaskrokkunum, sem eftir voru og bað þá
svo um að hjálpa sjer. Og af því drekarnir vissu, að enn
var eftir kjöt, og líka af því að þá langaði eitthvað að
gera, þá hjálpuðu þeir pilti til þess að bera við og nagla
á orminn hinn mikla, sem svo var brendur til ösku af
viði og glóandi nöglum.
Þegar það var búið, flugu tveir drekarnir og lyftu höll-
inni upp, því þeir voru stekir, megið þið vita, en einn
losaði hana úr króknum, sem hún hjekk á, og svo ljetu
þeir hana síga niður á jörðina, hægt og hægt. En af þessu
verki urðu þeir allir svo sveittir, a"ð það rann af þeim
allur mosinn, sem þeir voru búnir að safna á sig með
með því að sofa í hundrað ár.
Þegar þessi dásamlega höll stóð aftur á jörðu niðri,
gekk piltur inn, en hálfgerður óhugur var samt í honum,
þótt hann hefði sverðið góða, svo hann þorði ekki annað
en láta þann drekann, sem var minst þreyttúr, koma á
eftir sjer, svona til vonar og vara. í þessari höll var alt
helmingi glæsilegra en í hinni, en ekki sást þar heldur
nokkur lifandi maður, ekki fyrr en piltur kom inn í insta
salinn, þar lá konungsdóttir á hvílubekk og svaf svo fast,
að piltur hjelt að hún væri dáin, en hún skifti litum
fagurlega. En ekki gat piltur vakið hana, og þegar hann
stóð þarna og horfði á hana, kom tröllið þjótandi, en
piltur þurfti nú ekki fyrir því að hafa, því drekinn gleypti
það með húð og hári. Hann var víst orðinn svangur eftir
alla áreynsluna við að lyfta höllinni, enda var ekki víst
Tom hristi höfuðið. „Jeg
verð að fara heim og herfa
norðurakurinn. Það geta ekki
allir farið í einu“.
„Nei, sennilega ekki“, svar-
aði Miranda. Tom var svo
skyldurækinn. Jeg er víst eig-
ingjörn og hviklynd, hugsaði
hún með sjer, og leið illa. En
brátt fór að lifna yfir henni
aftur. Þetta var æfintýri, ferða
lag, tilbreyting. Hún sá, þegar
báturinn var kominn af stað og
sigldi í suðurátt, að það var
jafnvel farið að hýrna yfir Ep-
hraim. Hinn strangi svipur,
sem ávalt hvíldi yfir andliti
hans, var horfinn, og hann
brosti um leið og hann spjall-
aði við skipstjórann.
Brátt tók að hvessa, svo að
Miranda átti fult í fangi með að
láta hina dýrmætu húfu sína
tolla á höfði sjer. Og þegar
gusa af söltu sjóvatni hafnaði
á höfði hennar, tók hún húf-
una af sjer og athugaði rauðu
rósirnar með áhyggjusvip. Þær
höfðu linast dálítið, svo að hún
setti húfuna ekki á sig aftur.
Það var engan veginn sæmandi
ungri stúlku, að sitja húfulaus
á almannafæri, en það var eng-
inn um borð nema sjómennirn-
ir og faðir hennar og hún von-
aði að þeir tækju ekkert eftir
því.
Þeim byrjaði vel og ferðin
gekk fljótt. Klukkan hálf níu
fór hún að sjá húsin í New
York og var nærri því fallin
fyrir borð af undrun. En hvað
húsin voru há, sum þeirra
meira að segja fjórar hæðir! Og
allir þessir kirkjuturnar! Hjer
úði og grúði af skipum á fljót-
inu, þorskveiðiskipum, smáskip
um, markaðsbátum, skonnort-
um og póstskipum. Miranda
var sannfærð um, að þau kæm-
ust ekki lifandi í gegnum þetta
skipahaf, en svo fór þó að lok-
um, að þau komust heil á húfi
upp að einni skipakvínni við
Suðurgötu.
Miranda flýtti sjer að setja á
sig húfuna, þegar hún sá Ep-
hraim stefna afturí til sín.
„Þá erum við víst komin“,
sagði hann. Þegar þau höfðu
klifrast upp úr bátnum varð
Miranda undrandi, og því nær
glöð, yfir að sjá, að faðir^henn-
ar var ekki^eins öruggur í fram
göngu og venjulega. Það var þá
hægt, að koma honum úr jafn-
vægi!
Þau stóðu andartak kyrr í
hringiðu umferðarinnar á Suð-
urgötu. Þarna voru þungir
hestvagnar, einkavagnar,
mjólkurvagnar, bakaravagnar,
og þarna var hnífabrýnari með
sinn vagn.
Menn ýttu við þeim og
hryntu þeim, og lítill dreng-
hnokki, sem labbaði þar fram-
hjá, horfði lengi og ósvífnis-
lega á þau, snjeri síðan augum
sínum til himins, og sagði:
„Drottinn hjálpi mjer, ef jeg
held ekki að jeg sjái eitthvað
grænt hjerna“.
Síðan festi hann augun á Ep-
hraim. „Sjerð þú ekkert
grænt?“ spurði hann í sam-
ræðutón.
„Nei, það held jeg ekki,
drengur minn“, sagði Ephraim.
„Jeg held jeg viti ekki við hvað
þú átt“.
„Nei, hvert þó í veinandi!“
hrópaði drengurinn. „Það er
enn grænna en jeg hjelt að það
væri áðan, og það eru heystrá
á því“. Hann gretti sig síðan í
framan, rak upp hlátursrokur
og hafði sig á brott.
Miranda roðnaði. „Jeg held
að hann hafi átt við okkur“,
sagði hún lágt.
„Þessi litli útsendari Sat-
ans!“ sagði Ephraim reiðilega.
Hann dró Van Ryn brjefið upp
úr vasa sínum og athugaði það.
„Hann segist koma til Astor-
hússins. Það er best, að við för-
um að hafa okkur af stað“.
Eftir að þau höfðu tvisvar
spurt til vegar og fengið rugl-
andi og óþolinmóðleg svör,
varð Miranda fegin þegar vagn
stansaði við hlið þeirra og
vagnstjórinn sagði: „Eruð þið
ókunnug hjer? Viljið þið að jeg
keyri ykkur eitthvað?"
„Ó, já, pabbi, gerðu það!“
sagði Miranda.
„Hvað kostar mikið að keyra
okkur til Astor hússins?“
spurði Ephraim varkárlega.
Vagnstjórinn varð dálítið
ruglaður á svip.
„Þið ætlið ekki að stansa þar,
er það? Þar getur maður ekki
snúið sjer við fyrir minna en
einn dollar. Jeg skal fara með
ykkur til bróður míns, sem hef-
ir litla krá í Morres-götu. Þar
mun verða tekið vl á móti ykk-
ur“.
„Jeg sagði Astor húsið“,
sagði Ephraim kuldalega.
Vagnstjórinn ypti öxlum. —
„Það kostar einn skilling“.
„Einn shilling“, hrópaði Ep-
hraim. „Hypjaðu þig í burtu
samviskulausi þorpari!“ og Mi-
randa gat ekki verið annað en
föður sínum sammála, þótt hún
væri þreytt og rugluð.
Isaac Taylor hafði haft rjett
fyrir sjer, þegar hann sagði, að
í borginni úði og grúði af þorp-
urum. En hvernig fór fólk að
sjá þegar í stað, að þau voru
utan úr sveit?
Þau voru nærri því klukku-
stund á leiðinni til Astor húss-
ins, því að þau viltust þrisvar.
Og þegar þau loks komust upp
á Broadway, með sína hvora
tágakörfuna, og sáu hina geysi-
stóru byggingu gistihússins,
fjekk Miranda svarið við spurn
ingu sinni. Það voru ekki að-
eins tágakörfurnar, heldur og
föt þeirra. Enginn var með
skeggkögur undir hökunni, í
síðum lafafrakka og víðum bux
um, eins og faðir hennar. Og
skrautklæði, kasmírsjöl og fjað
urskreyttir hattar tískukvenna
þeirra, er voru á morgungóngu
á Broadway, líktust ekki bún-
ingi Miröndu fremur en páfugl
líktist músarindli.
Þótt flestar konur elski föt,
eru þær í rauninni ekki marg-
ar, sem hafa meðfædda eðlis-
hvöt til þess að klæða sig
smekklega. En Miranda hafði
hana, þótt sá eiginleiki hennar
hefði ekki fengið tækifæri til
þess að njóta sín í Greenwich,
— og nú þjáðist hún hræðilega.
Hún elti föður sinn upp hinar
breiðu tsöppur Astor hússins,
og óskaði þss innilega að hún
yrði ósýnileg, áður en hún
gengi fyrir hinn tigna frænda
sinn.,
Hún var ómöguleg í alla
staði. Hefarfrúr gengu ekki í
kjólum úr brúnni merino-ull,
enginn gekk með stagaða baðm
ullar-hanska, og þótt ungfrúrn
ar Lane hefðu gert sitt besta,
var húfan verst af því öllu.Hún
var of djúp, kollurinn of hár.
Rauðu silkiböndin og rósirnar
voru hlægilegar. Hún var ná-
kvæmlega eins og ljeleg sveita-
eftirlíking af fjögurra ára gam
alli franskri tísku — það sem
hún og var.
„Reyndu að bera höfuðið
hátt, og hagaðu þjer ekki eins
og hrædd kanína“, sagði Ep-
hraim hranalega. „Við erum nú
í þann veginn að ganga inn í
eit't af musterum Mammons,
svo þjer ér betra, telpa mín, að
haga þjer eins og guðhrædd
stúlka, sem hefir hreina sam-
visku“.
„Já, pabbi“, svaraði Miranda,
og rjetti úr sjer, og reyndi á-
rangurslaust að líkjast dramb-
legu konunni á græna satin-
kjólnum. sem sveif fram hjá
þeim rjett í þessu.
Þau komu inn í forsalinn og
Miranda tók andköf. Þau virt-
ust synda yfir víðáttumikið haf
af rauðum flosábreiðum. Þar
voru þúsundir spegla, að því er
henni virtist, er endurvörpuðu
ljómanum af gullnum skraut-
kerum, marmarasúlum og
skrautbúnu fólki. Enginn veitti
þeim athygli, og þau stóðu
þarna vandræðaleg þar til Ep-
hraim kom auga á marmara-
skrifborð í hinum enda forsals-
ins. Bak við það stóð ungur
maður, með leiðindasvip, og
hamraði með fingrunum í
borðið.
„Þetta hlýtur að vera krár-
eigandinn“, tautaði Ephraim.
Hann gekk þunglamalega yfir
salinn með Miröndu á hælun-
um.
Ungi maðurinn mældi þau
með augunum, sperti upp aðra
augabrúnina og sagði: „Hvað
get jeg gert fyrir þig, maður
minn?“
„Við áttum að hitta hr.
Nikulás Van Ryn hjerna“,
sagði Ephraim. „Þjer getið ef til
vill sagt okkur —“. Hjerna
stansaði hann, og starði, með
opinn munninn af undrun, á
. unga manninn. Miranda starði
. líka.
Maður nokkur, sem þjáðist
af þunglyndi, leitaði eitt sinn
til hins fræga enska læknis dr.
Abernathy. — Eftir nákvæma
rannsókn sagði læknirinn:
„Þjer þurfið að skemta yður.
Farið og horfið á gamanleikar-
ann Grimaldi, hann mun koma
yður til þess að hlæja, og það
mun vera betra fyrir yður en
nokkur lyf“.
„Guð hjálpi mjer“, hrópaði
sjúklingurinn, „jeg er sjálfur
Grimaldi“.
★
Lincoln sagði eitt sinn um
þektan lögfræðing:
„Hann getur þjappað saman
fleiri orðum um lítilfjörlegt
málefni betur en nokkur annar,
sem jeg þekki“.
★
Lincoln Ijet eitt sinn falla
vingjarnleg orð um fjendur
sína. Hefðarfrú, sem heyrði það
spurði hann mjög undrandi,
hveiíiig gæti á því staðið, að
hann talaði hlýtt um óvini sína,
hann ætti heldur að eyða þeim
af yfirborði jarðar.
„Kæra frú“, svaraði forset-
inn, „eyði jeg þeim ekki með
því að gera þé að vinum min-
um?“
★
Lincoln viðurkendi að hann
væri ekki sjerstaklega afkasta-
mikill, þegar hann ætti að
vinna erfiðisvinnu.
„Faðir minn“ , sagði hann,
„kendi mjer að vinna,en ekki að
elska vinnuna. Mjer líkaði
aldrei erfiðisvinnan, en jeg neit
aði aldrei að vinna. Jeg vildi
heldur lesa, segja sögur, leika
mjer, tala, hlægja — allt annað
en vinna“.
★
Maður nokkur mætti eitt
sinn Ryan erkibiskupi á götu í
Baltimore. Hann kannaðist við
Ryan, en kom ekki fyrir sig
hver hann var.
„Hvar í helvítinu hefi jeg
sjeð þig?“ hrópaði maðurinn.
„Ja, hvaðan úr helvíti komið
þjer“ svaraði biskupinn.