Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 12
12 Miðvikndagur 26. júlí 1944 íslendingur smíðar nýja gerð margföld unarvjela Chicago, Illinois. ÁRNI ÁRNASON, eini ís- lenski vjelfræðingurinn hjer í borg, hefir nýlega lokið við smíði á nýrri gerð margföldun- arvjela, sem er einfaldari og hagnýtari en eldri gerðir. Árni hefir starfað að smíði vjelar- innar í nokkur ár. Velþekt fyrirtæki í Cleve- land, Ohio. sem hefir alls kyns skrifstofuvjelar á boðstólum, hefir fest kaup á vjel Árna. Árni.'sem er 36 ára að aldri, fæddist í Kanada; hann er son- ur Sigurðar Áx-nasonar, forseta íslendingafjelagsins í Chicago. Árni hefir starfað við vjelfræði síðastliðin 16 ár, nýlega lauk hann við umbætur á vjel, sem smíðar vírkaðla. Tveir bræður Árna eru í Bandaríkjahernum, þeir eru núna báðir í Nor- mandí. Verkfall í iðnaðín- um 1. ágúsf IÐJA, fjelag verksmiðju- fólks, hefir sagt upp kaupsamn ingum við Fjelag ísl. iðnrek- enda 1. ágúst og gert allmikl- ar kröfur um kauphækkun. Hafa iðnrekendur ekki sjeð sjer fært að ganga að kaup- hækkunarkröfunum, m. a. vegna þess, að viðskiftaráð leyf ir ekki hækkun á verðlagi, þó framleiðslukostnaður hækki vegna kauphækkunar. Formaður Iðju hefir skýrt svo frá í Þjóðviljanum, að fje- lagsmenn í Iðju sjeu mjög ein- dregnir í kröfum sínum. Svo allar líkur eru til þess, að verk- fall verði ekki umflúið. Á 2. þúsund manns leggur þá niður vinnu um mánaðamótin. Málið er í höndum sátta- semjara. Sendistöð í svif- sprengjum. STOKKHÓLMUR: — Berlín- árfrjettaritari sænska blaðsins „Aftonbladet“ segir í skeyti til blaðs ’síns, að útvarpssendistöð sje í svifsprengjum. Erá sendi- stöðinni berast í sífellu merki, þangað til sprengjan fellur til jarðar eða eyðilegst á annan hátt. Reiknaður er út tíminn, sem líður frá því að sprengjunni er hleypt upp og þangað til búast má við, að hún springi. Ef merk in frá sendistöðinni hætta, áður en sprengjan á að hafa náð á- kvörðunarstað, þá er talið víst, að hún hafi verið eyðilögð af orustuflugvjelum eða með skot hríð úr loftvarnabyssum. m 9 m W ÍTALÍUFÖR BRETAKONUNGS. Æapoli í gær: — Bretakon- i ungur hefir ferðast hjer um og átt tal við æðstu menn hers og flota og flugliðs bandamanna. Hefir hann heimsótt herstöðv- ar og kynt sjer ástandið í her- numdu hjeruðum Italíu. — Reuter. Frá (aen Þessi mynd er frá borginni Caen í Normandþ sem mest var barist um( en sem bandamenn hafa nú örugglega á valdi sínu. 400 lítrar af vatni á hvern íbúa í Reykjavík á sólarhring Á SEKÚNDU HVERRI renna 227 lítrar af köldu Gvendarbrunnavatni til Reykjavíkurbæjar. — Þetta svarar til þess, að hver ein- asti íbúi í Reykjavík fái 400 lítra vatns á sólarhring. En samt er vatnsskortur alltil- finnanlegur í sumum hverf- um bæjarins. Hjer er ekki talið hitaveituvatn, en vitað er, að á rnörgum heim- ilum er það notað til upp- þvotta og í þvotta allskonar. Það er því ekki eðlilegt. að vatnsskorlur skuli vera í Rvík og það er hægt að gera ráðstaf- anir til að allir bæjarbúar fái nóg vatn, ef íbúar bæjarins eru samhentir og vilja gera sitt til að bæta úr skortinum. Þar sem vatnið er selt eftir mæli. Það er ekki nokkur vafi á; að Reykvíkingar bruðla með vatn- ið. Sjest það til dæmis á sam- anburði á vatnsnotkun í lönd- um; þar sem kalt vatn er selt eftir mæli; og vatnsnotkun þar af leiðandi stilt í hóf. Handbækur, sem verkfræð- ingar bæjarins hafa að sýna, að meðal vatnsnotkun í Berlín fyrir stríð var 90 lítrar á mann á sólarhring. í Hamborg var meðal vatnsnotkun 145 lítrar; en 170 í Köln. Af 37 þýskum borgum. sem höfðu yfir 100 þúsund íbúa voru einar fimm borgir, þar sem vatnsnotkunin var meira en 200 lítrar á mann á sólarhring. í nokkrum þýskum borgum var reynt að láta vatnið ólak- markað, en þá kom í ljós^ að neyslan varð helmingi meiri og varð að setja mæla upp á ný. Nú skyldu menn halda. að ekki væri annað^ en að selja vatn hjer í bænum eftir mæli og þá myndi þetta lagast. En því miður er það hægara sagt Ráð til að bæta úr vatnsskortinum en gert. Eins og er; fást ekki vatnsmælar og enda myndi það hafa allmikinn kostnað í för með sjer að setja vatnsmæla í hvert hús, Það ætti líka að vera óþarfý því hægt er að bæta úr vatnsskortinum með því að bæjarbúar sjeu samhentirum að spara vatnið. Vatnsleiðslur, sem leka. Víða trassa menn að láta gera við vatnsleiðslur, sem eru lek- ar og eyðist mikið vatn á þann hátt til ónýtis. Er mönnum kannske vorkunn í þessum efn- um því erfitt hefir verið að fá rörlagningamenn í vinnu til að gera við. En nú hefir Vatnsveita Reykja víkur ákveðið að reyna að hjálpa mönnurn í þessum efn- um. Ættu þeir; sem vita um lekar vatnsleiðslur að tilkynna það skriflega til Vatnsveitunn- ar og mun þá verða reynt að senda viðgerðamenn. Látið ekki vatnið sírenna. Það er mjög nauðsynlegt. að fólk láti ekki vatn sírenna úr leiðslunum. Bæjarráð hefir gert samþykt um þetta atriði og segir þar á þessa leið: „Á bæjarráðsfundi 21. þ. m. var tekin upp samþykt bæjar- ráðs frá 11. maí 1943; um bann við misnotkun vatns; og ákveð- ið að bæta inn í hana banni við að vökva garða með slöngum. Samþyktin hljóðar þannig: Vegna þess; að tilfinnanlegur vatnsskortur hefir verið í ýms- um hverfum bæjarins undanfar ið, er brýnt fyrir bæjarbúum. að fara eins sparlega með vatn og frekast er kostur. Til þess að ráða bót á vatns- skortinum, ákveður bæjar- stjórn að banna með öllu, að vatn sje notað á þann hátt, að því sje sprautað úr slöngum við gluggaþvott, húsþvott. gang stjetíaþvott, bifreiðaþvott og vökvun garða. Við slíkan þvott má nota fötur eða önnur hæf ílát, en þá er bannað að láta sírenna í þau vatnsveituvatn. Ennfremur er sjerstaklega brýnt fyrir fólki að takmarka eftir föngum vatnsnotkun við þvotta á fatnaði, og láta ekki sírenna þar heldur. nje við af- vötnun á matvælum. Brot gegn slíkum fyrirmæl- um ber að líta á sem misnotkun vatns og skal loka fyrir vatnið hjá þeim sem brotlegir reyn- ast, eftir reglum. sem bæjar- ráð setur“. ísfirsku slúlkurnar fóru fil Þingvalla í boði Reykjavíkur- bæjar S.L. LAUGARDAG bauð bæjarstjórn Reykjavíkur ís- firsku stúlkunum, sem keppá í handknattleiksmótinu og fararstjóra þeirra, forseta l.S.I og nokkrum forystumönnuin úr l.R. til Þingvalla. Var fyrst ekið austur yfir fjall og síðan upp með Sogi' með viðkomu að Ljósafossi. 1 Valhöll á Þingvöllum var snæddur kvöldverður, en síð- an söfniiðust þátttakendur far, arinnar saman upp undir Öx- arárfossi. Þar ávarpaði Bene- dikt Jakobsson, íþróttaráðu- nautur, gestina f. h. Reykja- víkurbæjar, en hann stjórnaðí ferðinni. Fararstjóri ísfirðing anna, Ágúst Leós, þakkaði Reykjavíkurbæ fyrir ánægju- legt ferðalag. Auk þeirra töl— uðu Ben. G. Waage, forseti l.S.l. og Þorsteinn Bernharðs- son, form. I.R. Veður var hið ákjósanleg- asta og ferðin öll hin ánægju- legasta. I. Jeppa-bílar rekasf á við Geitháls Afsfaða Brefa fil . Indlandsmálanna óbreyfi London í gærkveldi: Breska stjórnin hefir ekki breytt neitt afstöðu sinni í málefnum Indlands, en það er að veita landinu sjálfstjónf að stríðinu loknu, sem bygg- ist á tillögum Sir Stafford | Cripps og þegar eru kunnar. Jarlinn af Munster, aðstoð- ar innanríkisráðherra í Ind- landsinálum, gaf þessar upp- lýsingar í lávarðardeildinni í dag, þriðjudag, þegar rætt yar um Indlandsmálin vegná tillagna, sem Gandhi hefir kont ið með. Strabolgi lávarður, fulltrúí Verkamannaflokksins, bað urri upplýsingar varðandi þessí mál fyrir hönd flokks síns, Munster kvað, að jafnvel ])ó! að samkomnlag næðist milli' Congress-flokksins og Moslem- i’áðsins og væri hægt að' mynda stjórn samkvæmt nú- gildandi stjórnarskrá, þá ættí ennþá eftir að ráða fram úi’ stórum vandamálum og rjett- indi minnihlutaflokka værl .ekki síst þeirra. Fram úr þess um málum verður að ráðá áður en bægt er að ganga fráj nýrri st.jórnarskrá. í GÆRDAG rákust á tveir jeppa-bílar skamt frá Geit- hálsi. Annar jeppinn var „ís- lenskur", mun vera í þjón- ustu sölunefndar setuliðsins, og amerískur jeppi. Ekkert slys varð á mönnum, en þíl- arnir fóru báðir út af vegin- ,iim og skemdust nokkuð. Ekki er kunnugt uin or- sakir slyssins. Mjög lítið um glæpi í London. LONDON: — Síðan innrásin í Frakkland hófst, hefir mjög lítið verið um glæpi í London. Enginn stórglæpur og aðeins fáeinir smáglæpip hafa verið tilkyntir í Metropolitan lög- regluumdæminu síðasta hálf- an mánuð. Ætíð þegar einhverj ar mikilvægar styrjaldarfrjett- ir berast, minkar mjög um glæpi í l^ondon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.