Morgunblaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLA0I6
Miðvikudagur 26. júlí 1944
tqpttiWftM
\
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: tvar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda,
kr. 10.00 utanJands
t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Fótfestuna vantar
JAFNFRAMT ÞVÍ, sem efnaleg velgengni er nú meiri hjer í
landinu en menn áttu áður að venjast, gerir stöðugt vart við
sig vaxandi kvíði meðal skynbærra manna um það, sem fram-
undan kann að vera í þeim efnum.
Menn finna til þess, að flest eða allt, sem gert hefir verið á
sviði dýrtíðarmálanna, er meira og minna kálfkarað verk. •—
Menn sjá gildi peninganna síhrörna í innanlandsviðskiftum og
verðbólguna þrífast mæta vel, þrátt fyrir miljóna framlög úr
ríkissjóði til þess að draga úr henni kraftinn.
En hvað er að óttast, — eigurh við ekki 300—400 miljónir
króna innstæður erlendis og er ekki hag okkar með því vel
borgið?
Já, — hvað er það, sem menn óttast? Ef allir hefðu nægan
áhuga til þess að hugleiða í alvöru einföldustu staðreyndir, sem
hjer um ræðir, mætti vel vera, að okkur lánaðist bentur en á
horfist að sjá fótum okkar forráð.
★
Eftir því, sem verðbólgan vex, síhækkar framfærslukostnað-
urinn í landinu og knýr þá á vaxandi þörf fyrir hærri kaup-
greiðslur. Að sama skapi vex allur tilkostnaður við fram-
leiðsluna. Meðan verð útflutningsframleiðslunnar hefir hækkað
og setuliðið keypt hið dýra vinnuafl í stórum stíl, hefir allt
getað gengið stórslysalaust. En þegar að því kemur, að setu-
liðsvinnan hættir, en hún er nú mikið til þorrin, og verð út-
flutningsvörunnar hættir að hækka og byjar ef til vill að lækka
aftur, sem gera verður ráð fyrir, — hvar stöndum við þá? —
Framleiðslan hættir að bera sig! Þá er um tvennt að Tæða:
Stöðvun eða taprekstur. Hvorutveggja veldur fyrr en varir
efnahagslegu hruni, því að þá munu skammt endast þær erlendu
innstæður, er nú eru fyrir hendi.
,Það, sem ástæða er til að óttast, er að framleiðslustarfsemin
hætti að bera sig. Við verðum ekki samkeppnisfærir við aðrar
þjóðir á sviði sjávarútvegs og siglinga, sem mestu varðar, vegna
þess, hversu framleiðslukostnaðurinn hefir farið upp úr öllu
valdi.
★
Þetta er þeim mun geigvænlegra nú, sem okkur er ekki aðeins
búin bráð hætta af því, að framleiðslan hætti að bera sig og
dragist saman. Hún má heldur ekki standa í stað! Til þess nú að
verjast samdrættinum, sem óhjákvæmilega fer í kjölfar þess að
setuliðið dregur saman seglin í verklegum framkvæmdum og
öðru því, sem færði okkur fjárhagslegan hagnað, þarf íslenska
framleiðslustarfsemin einmitt að aukast að sama skapi og fylla
í skörðin svo að útsogið valdi mönnum ekki tilfinnanlegu tjóni.
Þess vegna þurfa þeir sjóðir og sparað fje, sem nú er fyrir
hendi, að verjast til aukningar framleiðslunni, kaupa á nýjum
bátum, skipum og vjelum, en ekki að sogast niður í taprekstri.
★
Verð innlendu afurðanna og kaupgjaldið hefir mestu ráðið
um vöxt dýrttíðarinnar. Við höfum deilt um það endalaust,
hvort hafi hækkað á undan eða eftir og hvort kaupgjaldið eða
verðlag hafi hækkað hlutfallslega meira eða minna. í fyrra
vann sex-mannanefndin sem alkunnugt er að því að finna rjett
hlutfall verðlags og kaupgjalds, er síðan yrði miðað við. •—
Nefndin varð á eitt sátt. Síðan varð sættin að misklíðarefni og
nefndina greindi á um það, hvað hún hefði orðið ásátt um.
★
í dag eru horfur þær, að boðuð eru verkföll til þess að knýja
fram enn hærra kaupgjald. Kunnugir telja að í vændum sjeu
verðhækkanir við nýja útreikninga innlenda afurðaverðsins í
haust. Dýrtíðin er raunar miklu meiri en vísitalan segir til um
vegna þess, að vísitölunni er haldið niðri með miljóna fram-
lögum úr ríkissjóði til lækkunar verðlaginu, en allt á huldu,
hversu lengi þær fjárgreioslur halda áfram.
★
Þessi er mynd efnahagsmálanna. Annars vegar að vísu gildir
sjóðir og innstæður. Hins vegar skortir fótfestu til að tryggja
varanlegt gildi verðmælanna. — Þá fótfestu er hægt að skapa
með sterkum átökum þings og stjórnar — ef allir leggjast á eitt
um úrlausn vandamálanna.
Stefnuskrá demo-
krata í forsetakosn-
\Jílwerji ibr'Jar:
iJlt' daaic
FLOKKSÞING Demokrata-
flokksins, sem staðið hefir yfir
í Chicago undanfarið, hefir
samþykt stefnuskrá flokksins í
forsetakosningunum á hausti
komanda. Er stefnuskrá þessi í
6 liðum.
í fyrstu þremur liðum stefnu
skrárinnar er getið þeirra mála,
sem Demokrataflokkurinn hef-
ir barist fyrir og komið á síðan
1933. Þar með er talið að flokk-
urinn hafi notað ríkisvaldið til
að auka atvinnu í iðnaðinum
og til að bjarga landbúnaðinum
frá hruni. Þá er sagt, að flokk-
urinn hafi gert nýja frelsisskrá
fyrir verkalýðinn í Bandaríkj-
unum og komið á skipulagi í
fjelagsmálum. Komið á elli-
styrkjum, atvinnuleysistrygg-
ingum, öryrkjabótum o. s. frv.
Flokkurinn segist hafa trygt
velgengni þjóðarinnar með
framleiðslu og atvinnu.
Demokrataflokkurinn lofar
að halda áfram á þessari sömu
braut.
Flokksþingið minnir því næst
á, að Demokrataflokkurinn hafi
varað þjóðina við hættunum,
sem að steðjuðu og að stjórn
Roosevelts hafi tekist að koma
upp besta her í heim, sterkasta
flota í heimi, mesta flugher
heimsins og stærsta kaupskipa-
flota heimsins.
I 3. grein stefnuskrárinnar
segir m. a.:
„Stefna flokksins leiðir tíl
öruggs sigurs í ófriðnum. Það
er skylda Bandaríkjanna að
halda ófriðnum áfram þar til
fullur sigur er unninn, og við
lofum að berjast með hinum
sameinuðu þjóðum þar til sigur
er unninn og eftir það að vinna
að varanlegum friði í heimin-
um“.
★
í 4. grein segir svo: „Til þess
að heimurinn verði ekki á ný
kæfður í blóði vegna alþjóða
útlaga og stigamanna, gefum
við þau loforð:
„Að stofna alþjóða samvinnu
milli sameinuðu þjóðanna,
bygða á sjálfstæðu jafnrjetti
allra þjóða, sem vilja frið,
hvort sem þær eru fjölmennar
eða fámennar, til að fyrir-
byggja ofbeldi og tryggja al-
þjóða frið og öryggi“.
„Við lofum að styðja Atlants
hafssáttmálann og hina fjóra
megin frelsisþætti. Við munum
stunda góða samvinnu við ná-
búaríki vor og halda áfram
þeirri stefnu í verslunarmálum,
sem núverandi ríkisstjórn hef-
ir rekið“.
„Við erum því samþykkir, að
Gyðingar fái að flytja óhindrað
til Palestínu og setjist þar að
og að Gyðingar fái að koma sjer
upp frjálsu lýðræðisríki“.
„Við erum því samþykkir,
að Alaska, Hawaii og Porto
Rico fái sjálfstjórn og ríkisrjett
indi verði veitt Alaska og
Hawaii þegar stundir líða“.
I 6. grein segir m. a.: „Við
trúum á rjettindi allra manna
til að skrifa, senda og birta
frjettir og upplýsingar allar án
íhlutunar ríkisvaldsins, og án
einkarjettar, og að þau rjett-
indi eigi að vernda með samn-
ingum“.
|
I
?
J
cie^iecýCi
ii^inu
Ferðamannaland.
FYRIR STRÍÐ áttum við ís-
lendingar fáar heitari óskir, en j
að landið okkar gæti orðið vin-
sælt og fjölsótt ferðamannaland.
Okkur dreymdi um erlenda
ferðamenn í stríðum straumum,
sem færðu með sjer gnógt er-
lends gjaldeyris. Skrifstofubákn
mikið var sett upp. Bæklingar
samdir á mörgum tungumálum
og þeim dréift út um heiminn.
En það gekk misjafnlega að fá
ferðamenn hingað til lands. Þó
var farið að vinnast nokkuð á
í þeim efnum.
En svo kom styrjöldin og þá
fengum við alt í einu óumbeðið
þann stærsta „gestahóp", sem
nokkru sinni hefir landið gist. •—•
Síðan hefir verið hljótt um ís-
land sem ferðamannaland.
Nú fer að líða að ófriðarlok-
um, ef að líkum lætur, og ís-
lendingar þurfa að fara að vinna
fyrir sjer á eigin spýtur. Setu-
ljðsvinnan hverfur og verslunin
við setuliðsmenn um leið. Við
þetta missir margur atvinnu og
þá er að finija eitthvað nýtt fyr-
ir þetta fólk að gera.
•
Möguleikar.
VERÐUR talið eins heppilegt
í stríðslok, eins og það var fyrir
stríð, að beina straumi erlendra
ferðamanna til íslands? Það má
telja líklegt að svo verði. Við höf
um nú miklu meiri möguleika til
að fá erlenda ferðamenn til að
koma til landsins en áður. Liggja
margar ástæður til þess.
í fyrsta lagi er landið þektara
í heiminum en það var áður. ís-
land hefir haft ekki óverulega
þýðingu í þessu stríði. Lýðveld-
isstofnunin hefir og mikið vakið
athygli á landinu.
í öðru lagi hafa dvalið hjer
þúsundir ungra manna frá Bret-
landi og Ameríku. Rjett er það
að margir þeirra gætu eins hafa
dvalið á Norðurpólnum hvað það
snertir, að þeir vilja hingað aldr-
ei aftur koma. En þó munu vera
allmargir hermenn, sem hugsa
sjer að koma til Islands síðar í
lífinu, er þeir fá tækifæri til. Þeir
erlendu menn, sem hjer 'hafa
dvalið öll þessi ófriðarár munu
segja kunningjum sínum og vin
um frá hinu norðlæga landi og
það er ekki ólíklegt, að það verði
til þess, að marga fýsi að sjá
landið, þar sem „sonur, bróðir
eða vinur“ voru í stríðinu.
•
Ekki ráð, nema í
tíma sje tekið.
EN ÞAÐ er eins með þetta og
svo margt annað, að ekki er ráð,
nema í tíma sje tekið. Ef við höf-
um hugsað okkur að taka á móti
erlendum ferðamönnum eftir
stríð og ef ísland á að vera það
ferðamannaland, sem menn
vilja að það komi til að verða,
þá verðum við að gera ráðstaf-
anir til þess að taka á móti gest-
unum. Það er langt frá því að
við sjeum tilbúin til þess eins og
er.
til á hverju strái. Og hver veit
nema að eitthvað það sje til hjer,
sem þúsundir manna hvaðanæfa
að úr heiminum myndu sækjast
eftir og leggja á sig erfiði til að
öðlast.
Heilsulindir.
EINU SINNI í fyrra hitti jeg
sem snöggvast amerískan lækni.
Hann fullyrti, að í heitu hver-
unum okkar væru-slíkir heilsu-
brunnar, að fá dæmi væri slíks
í heiminum. Hann spurði mig
hvort þetta hefði ekki verið
rannsakað og kunni jeg því mið-
ur ekki að svara því.
Er hjer atriði, sem rannsaka
þarf og það sem fyrst. Komi
það á daginn, að hverirnir sjeu
heilsulindir og við þá geti menn
fengið bót meina sinna, þá getur
ísland orðið ferðamannaland
með lítilli fyrirhöfn.
Það þarf nú þegar að láta
fara fram rannsóknir á því hvort
það sje rjett, að í íslensku hver-
unum sje hulinn lækningakraft-
ur. Ekki eingöngu vegna þess, að
það, gæti hænt ferðamenn til
landsins, heldur og vegna lands-
manna sjálfra og af hreinum og
beinum mannúðarástæðum.
Sveitakirkjur.
„J.G.“ skrifar um kirkjur og
ytri frágang þeirra:
„Jeg er að koma úr 14 daga
sumarfríi. Er búinn að ferðast um
margar sýslur. Bændur og búa-
lið tók mjer vel hvar sem jeg fór.
Það var aðeins eitt, sem jeg gat
fundið að í sveitum þeim, sem
jeg fór um, en það var hve illa er
yfirleitt gengið frá sveitakirkj-
um að utan og í kringum þær.
Það var varla hvergi hægt að
sjá, að mannshöndin hefði verið
að verki. Mjer var að detta í hug
að hjer væri verkefni fyrir kven
fjelögin í sveitunum. Það væri
göfugt verk og þarft, ef kven-
fjelög í sveitum landsins, hvert
á sínum stað, tæki að sjer að
prýða kirkjurnar í sinni sveit að
utan. Það er svo margt sem gera
má til prýði, án mikillar fyrir-
hafnar. Blómarækt og trjárækt
umhverfis kirkjurnar myndi
strax. setja fallegan svip á sveita
kirkjurnar. — Karlmennirnir
ættu svo að sjá um málninga,
sem ekki er vanþörf á víða.
•
Kosningabensinið
„ÞAKKA ÞJER fyrir orðin,
sem þú ljest falla um aukabens-
ínskamtinn vegna kosningaakst-
ursins“, skrifar bíleigandi. „Jeg
er einn þeirra, sem hefi verið að
bíða eftir þessum skamti, sem
lofað var. Jeg hefi verið að reyna
að leita mjer upplýsinga um,
hver það sje, sem beri ábyrgð á
því að skamturinn skuli ekki
vera kominn. — Það er ekki
bílaskrifstofan, það hefi jeg feng
ið að vita. Eru þá ekki aðrir að-
iljar eftir en landsnefnd lýðveld-
iskosninganna, eða atvinnumálar
ráðherrann sjálfur. Það eru þess
ir aðilar, sem eiga að svara til
saka.
Aðdráttarafl.
EF AÐ VIÐ íslendingar eigum
að gera okkur nokkrar vonir um
ferðamannastraum- til landsins
þá þurfum við að hafa eitthvað
aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Sumir benda á sögustaði, nátt- •
úrufegurð, hveri og fossa. En'
slíkt er til á svo mörgum stöðum 1
í heiminum, þar sem auðveldara
er að ferðast og ódýrara. Við
þurfum að hafa eitthvað sjer-
stakt og sjaldgæft, sem ekki er
Sjónvarp á hverju heim-
ili framtíðarinnar.
LONDON: — Breska útvarps
fræðingafjelagið hefir nýlega
gert áætlanir um útvarp og
sjónvarp eftir stríðið. Er þar
gert ráð fyrir sjónvörpum um
alt Bretland, auknum útvarps-
sendingum á stuttbylgjum og
alþjóða útvarpssíma.