Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 1
II 81. árgangur.. 166. tbl. — Fimtudagur 27. júlí 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. 99 Göbbels um tilræðið við Hitler: UPPREISNIN VAR BÆLD NIÐUR STRAX" Þýskir fangar bíða yfirheyrslu Margir þýskir fangar voru teknir, þegar Bandamenn tóku borgina Terracina á ítalíu. Hjerna sjást fangarnir standa í röð upp við vegg og bíða yfirheyrslu. Bandaríkjamenn sækja fram 12 km.: Bretar hörfa London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. <- HERSVEITIR BANDARÍKJAMANNA hafa sólt fram suð- vestur af St. Lo og eru komnir að bænum Margny. Er þetta mik- ilvægur bær frá hernaðarsjónarmiði; því sex þjóðvegir koma saman rjett fyrir norðan bæinn. Ennfremur hafa Bandaríkja- hersveitir náð til Saint Gilles. sem er 5—6 km vestur af St Lo 5000 smálesla sprengja á Stuttgari LONDON í gær: — Stórar breskar sprengjuflugvjelar hafa farið til árása á Stuttgart í Þýskalandi í tvær nætur í röð og varpað niður um 5000 smá- lestum sprengja á borgina. í Stuttgart eru verksmiðjur, sem framleiða kafbátavjelahluta og hluta í svifsprengjur. Auk þessara árása fóru bresk ar sprengjuflugvjelar í nótt er leið til árása á margar borgir í Þýskalandi, þar á meðal Ber- lín, Bremen og Mannheim. Á- rásir voru gerðar á olíuhreins- unarstöðvar, járnbrautarstöðv- ar og verksmiðjur. í öllum þess um árásum mistu Bretar 13 flugvjelar. Árás á Vínarborg. Amerískar spréngjuflugvjelar sem bækistöðvar hafa á ítalíu, gerðu í dag árás á Vínarborg. Voru árásirnar gerðar á hern- aðarstaði og olíubirgðastöðvar hjá borginni. Um 250 stórar spréngjuflugvjelar tóku þátt í árásinni. — Reuter. Hörð vörn Þjóð- verja hjá Florens LONDON í gær: — Áttundi herinn breski hefir enn sótt fram um 5 km. í áttina til Flor- ens pg er nú í 10 km. fjarlægð frá borginni. Varnir Þjóðverja hjá Florens hafa verið afar harðar síðustu dagana. Engar fregnir hafa bor ist um frekari framsókn banda manna, hvorki á vestur- nje austurströndinni. Boðar þýsku þjóðinni meiri erfiðleika og. áreynslu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Dr. Göbbels hjelt ræðu í þýska útvarpið í kvöld til þess, eins og hann sagði, „að segja allan sannleikann um til- ræðið við Hitler". Hann hjelt því fram, að uppreisnin gegn foringjanum hafi nú verið bæld niður strax og upp- hafsmennirnir skotnir. „Hitler hafi sloppið fyrir guðlega forsjá", en þýska þjóðin mætti búast við að þurfa að leggja á sig þyngri byrðar en hingað til. Göbbels boðaði að ný leynivopn yrðu tekin í notkun bráðlega. Amerískir flugmenn berjasl í Rússlandi Moskva í gær: Amerískar orustuflugvjelar „Lightning" og „Mustang"- vjelar — skutu niður 38 þýsk ar flugvjelar yfir Rússlandi í gær. Eru þetta amerískar orustuflugvjélar sem amerísk ir flugmenn stjórna, og sem hafa bækistsöð í Rússlandi. Síldveiði hafin í Faxaf lóa Frá frjettaritara vorum. AKRANESI í gær: — Síld- veiðar í Faxaflóa eru nú að byrja í fyrsta sinn á þessu sumri. Eru þegar þrír bátar farnir á veiðar í Flóanum. Segja sjómenn, að vel líti út með veiði. Bandaríkjamenn hafa rjett vígsvæði sitt á Cherborug- skaga í dag. Á vígstöðvum Breta, fyrir sunan og suðvestan Caen hafa verið háðir harðir bardagar í dag óg í gær. Þjóðverjar hafa teflt Erara mjög öflugu Hði. Notað skriðdreka og rakettu- byssur. Ilafa Bretar og Banda ríkiamenn neyðst fil að hörfa úr nokkrum stöðvum sínum, ]>ar á nieðal Evrcy. Þjóðverj. ar haf'a nú einnig Equay á valrli síhu á ný. Kanadamenn missa May. Á Orne bökkum hafa Þjóð- verjar tekið May sur Orne á ný. Kanadamenn höfðu komist iiiii í bæinn, en skothríð Þjóð_ verja i'ir sprengjuvörpum var svo hörð, að Kanadamenn nevddiisl 1il að liörfa úr bæn- uiu á hý. Rússar taka Narva London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STALIN MARSKÁLKUR gaf út tvær dagskipanir í dag. í þeirri fyrri tiíkynti hann töku borgarinnar Narva í Eistlandi, en í hinni síðari skýrði hann frá töku borgarinnar Demblin við ána Vistula, um 100 km. frá Varsjá. Rússar hafa verið svo að segja við borgarhlið Narva frá því í febrúar í vetur, er þeir sóttu að eistlensku landámær- unum í vetrarsókn sinni á norð urvígstöðvunum. Borg þessi er mikilvæg. Þjóðverjar höfðu víg girt hana vel og vörðust af kappi áður en hún fjell. Sóknin til Varsjá. Rússar sækja til Varsjá úr tveimur áttum. Taka Dembin hefir mikla þýðingu. í borginni koma saman járnbrautir úr mörgum áttum, en auk þess er borgin við Vistula-fljót, sem Varsjá stendur við. Rússar gerðu loftárás á járn- brautarstöðvar í Varsjá í gær og ennfremur á Tilsit. Hershöfðinginn í Lublin gefst upp. Þýski hershöfðinginn, sem stjórnaði vörn Þjóðverja í Lublin, hefir gefist upp. Hann heitir Mauser-Willmar. Er hann 26. þýski hershöfðinginn, sem nú er í höndum Rússa. 1600 km. langt vígsvæði. Rússar sækja nú fram á 1600 km. löngu vígsvæði, alla leið frá Narvaflóa suður til Karp- atafjalla. Við Karpatafjöll hafa Rússar sótt nokkuð fram í dag. Nálgast Rússar nú Stanislav og hafa tekið borgirnar Burszcyn, Tysmieica og Delatyen, skamt frá ungversku landamærunum. Svíar gæta hagsmuna 20 þjóða. STOKKHÓLMUR: — Nú þegar Svíar hafa tekið að sjer að gæta hagsmuna Finna í Bandaríkjunum, eru þær þjóð- ir, sem láta Svía gæta ,hags- muna sinna, orðnar 20. „Hinar djöfullegu fyrirætlanir" „Forsjónin rjetti út hendina til að verja foringjann til þess að hann gæti haldið áfram að vinna að köllun sinni. Forlögin unnu gegn hinum djöfullegu fyrirætlunum. Það bendir til að hlutverki foringjans verði og eigi að ljúka á farsællegan hátt"; sagði Göbbels í upphafi máls. síns. );Hitler slapp einn ómeiddur" Göbbels hóf því næst að skýra atburðina í aðalstöðvum Hillers þann 20. júlí. Þegar jeg frjetti um að foringjanum hefði vérið sýnt banatilræði", sagði Göbbels; fannst mjer eins og jörðin gliðna undir fótum mjer; en enginn getur gert sjer í hugarlund gleði mína, þegar jeg frjetti að hann hefði bjarg- ast ómeiddur". Svikararnir höfðu komiS sprengju fyrir í skjalatösku, sem var sett undir skrifborð foringjans, við fætur honum. Sprengingin var ógurleg er sprengjan sprakk. — Sumir þeirra, sem í herberginu voru þeyttust út um gluggana á herberginu af loftþrýstingn- um. Einkennisbúningarnir rifn uðu af öðrum. Svo að segja eini staðurhm, þar sem loft- þrýstingsins gætti ekki í her- berginu, var staðurinn þar sem Iíitler stó^. Tí\-að er kraftaverk cf þetta er l>að ekki?" „Göbbek bjargaði Beflín" Því Cttst skýði Cöbbels frá því hvorr.ig hann heí'ði bjarg- að Bcríín frá þyí að upp- reisnannenn na^ðu boi-ginni á sitt vahl (fregn uni þ_að var birt í Mofc"imblaðimi s.l. laug ardag). „Stauffenberg greifi, einn af aðalmönnum samsærisins, kom Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.