Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 2
MOi»(JUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. júlí 1944 — Göbhels boðar fleiri leynivopn Framh. af bls. 1. til Berlínar í ílugvjel. Hann flutti þser falsfregnir, að Hitler væri dauður og að uppreisnar- tnönnum væri opin leið til valda. Svikararnir reyndu að koma út fyrirskipunum til hers höfðingjans í Berlín um, að hann ætti að láta herinn taka atjórnarbyggingarnar. En hers- höíðinginn í Berlín var trúr og ■ setti sig í samband við mig. Jeg j «iáði í Hitler í síma og samsær- • ið komst upp“. j „Uppreisnarmenn höfðu um í tíma aðalstöðvar hersins í Eendlerstrasse á sínu valdi og ; gáfu þaðan fyrirskipanir. En j þ j r voru þeir handteknir, án i þess að þeir veittu neina mót- j spyrnu. Herrjettur var settur á ; stundinni og svikararnir allir ■ skotnir". „Mikil gremja“. „I Berlín var reiði manna svo mikil yfir tilræðinu við foringj ann, að jeg hefi aldrei sjeð slík dæmi til rjettlátrar reiðL Hvaðanæfa að fjekk jeg beiðni urn, að þessi sveitin eða hin fengi að þvo með blóði svik- aranna þá skömm, sem þeir höfðu gert þýsku þjóðinni. Upp j reisnin var bæld niður án þess að skotið væri af byssu, vegna , þess að allir voru á móti upp- retsnarmönnum*1. „Huglausi hershöfðinginn“. Göbbels reyndi síðan að hreinsa þýska herinn af því, að hann hefði staðið á bak við til- ræðið, og sagði, „að það hafi verið uppgjafaherforingjar, er staðið hafi fyrir sgmsærinu, og einn hershöfðingi, sem herinn hefði vérið búinn að banna að vera í einkennisbúningi þýska hersins, vegna hugleysis hans á austurvígstöðvunum og und- anhalds. Þessi maður átti að stjórna þýska hernum“. „Hitler hugprúfti riddarinn“. „Foringinn er eins og hinn frækni riddari, sem berst við dauða og djöful, eins og Diirer lýsir svo meistaralega í mál- verki sínu“, sagði Göbbels. „Við verðum að yfirvinna víti erfið- leika, birgða og hættanna, þar tii við getum andað frjálst á ný“, sagði Göbbels. ,,F3eiri leynivopn". Göbbels boðaði ný leynivopn, sem Þjóðverjar myndu brátt fara að nota. „Jeg hefi sjeð þýsk vopn“, sagði Göbbels, ,,og hjarta mitt sló hraðar og jafn- vel stöðvaðist". „.4 þessum vopnum fá óvin- irnir að kenna. Við erum nú að framleiða þau. Loftárásir handamanna hafa ekki lamað iðnað vorn að neinu ráði og Sperrle ráðherra hefir fundið upp ráð til að auka hergggna- iðnaðarafköstin. En hann þarf að fá fleiri verkamenn, helst þýska verkamenn“. ■ Hofar varaliði. Göbbels lofaði varaliði til vígstöðvanna. Himmler á að sjá um að hervæða þýsku þjóðina og senda ný herfylki frá Þýska landi til vígstöðvanna. „Cfuft almáttugur gefur ekki annað tækifæri“, „Guð almáltugur gefur okk- ur ekki annað slíkt tækifæri, eins og hann gerði nú með því að bjarga foringjanum frá bráð um bana. Hann vildi sýna okkur, að nú er það okkar að vinna fyrir sígrinum og við skulum því hefjast handa nú þegar“; sagði Göbbels að lokum. Athugasemdir, Athugasemdir eru þegar komn- ar fram við ræðu Hitlers. Ensk- ur fyrirlesari sagði: ,,Þetta er að mestu leyti sama ræðan, sem Göbbels flutti 18. febrúar 1943, eftir fall Stalingrad. Þá lofaði hann aukinni framleiðslu og auknu varaliði og boðaði algert stríð. Þetta er ræða, sem Göbb- elst hefir til taks þegar illa lít- ur út fyrir nasistum. Það merki legasta við ræðuna var það, sem Göbbelg Ijet ósagt. Hann mint- ist ekki einu orði á undanhald Þjóðverja á öllum vígstöðvum. Handknattleiksmótið. Haukar og ísfirð- ingar gerðu jafn- fefíi K. K. vann F. H. Ilandknattleiksmótið hjelt áfram í gærkvöldi í Ilafnar- .firði, og fóru fram tveir leik- ir. Fyrst kepptu Ilaukar og ísfirðingar og fóru leikar syo, að jafntefli varð 4 ‘jcgn 4. — Var þetta mjög skemtilegur og fjörugur leikur og afar jafn, Isfirðingarnir voru nokk uð skæðari í sókn, en vörn Hauka sterkari. Síðari leikurinn, sem K.R. vann F.H. með 4 gegn 0, var ekki nærri eins vel leikinn og æði einhliða. 1 kvöld verða leiknir tveir leikir. Fyrst leika Haukiar, Ár- mann og síðan Isfirðingar, K.R., á sama stað og tíma, kl. 8,30. Hámark mafvæia- skorfs og verðbéfgu í Grikklandi Stokkhólmur í gærkveldi SÆNSKUR sjómaðdr, sem ,er nýkominn til Trelleborg á Rauða Krossskipi, skýrir frá , því, að verðbólga og matvæla skortur í Grikklandi sje nú orðinn sto mikill, að Grikkir lifi aðaliega á matvælum sem Rauði Krossin útvegar þeim eða þeir kaupa á svörtum markaði. Sjómaðurinn sagði, að í hvert skifti, sem skip frá Rauða Krossinum kæmi í gríska höfu, þyti fólkið að- franikomið niður á bryggjuna og reyndi að klófesta matar- böggla. Yfirvöldm reyna ekk- ert til að sporna við sölu á svörtum markaði, enda fer hún fram á sti»ætum úti. Reuter. Ný kvikmynddleik- kona Iíaufthærða leikkonan, Jan Clayton, er aft skofta minja- gripi, sem hún á um för sína til að skemta hermönnum á Aleuteyjum og í Brasilíu. Hún mun bráftlega fá hlutverk í kvikni.vnd með Wallace Bccrv. Hafði hiksta í 44 daga. Innan sólarhrings eftir að Anna Mayer, 21 árs að aldri, hafði sent beiðni til Roosevelts forseta þess efnis, að fyrri lækn ir hennar, sem nú er í hernum, fengi orlof til þess að lækna hana af hiksta, sem hafði þjáð hana 44 daga samfleytt, fjekk hún þessa orðsendingu: „For- setinn vonar, að yfirskurðlækn ir hersins geri alt, sem hann get ur, til að hjálpa yður“. Fangelsi fyrir að selja önd. LONDON: — Alexander Col- lins, kjötkaupmaður í London, var nýlega dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að brjóta verðlagsákvæði alifuglareglu- gerðarinnar með því að selja á 30 shillinga óreytta önd, sem hann, samkvæmt verðlags ákvæðum, má ekki selja dýrara en á 8 shillinga. Alifuglareglu- gerðin bannar sölu á óreytt- um alifuglum. Þrír danskir frelsis- vinir falla á Frið- riksbergi FRÁ HÖFN berast þær fregn ir, að 3 danskir frelsisvinir hafi fallið í snörpum bardaga við þýska lögreglumenn á Friðriks- bergi á mánudaginn var. Aðdragandinn var sá, að Gestapo ætlaði að taka fasta Dani í húsi einu við Porchamm ersvej. Litu Þjóðverjar svo á, að þar væri bækistöð frelsis- vina. Umkringdu Þjóðverjar húsið, er þeir hjeldu, að fund- ur stæði þar yfir. Unglingspiltur kom út úr hús inu. Tóku Þjóðverjarnir hann höndum og skipuðu honum að leggjast á grúfu á götuna. í því kom annar piltur á hjóli að hús inu. Þjóðverjar skutu á hann. Hann særðist. Helsár skreið hann að dyrum hússins og náði að gefa hættumerki með dyra- bjöllunni. En við það aflæstust allar dyr hússins, jafnframt því, sem þeir, er inni voru, fengu vitneskju um, að hætta var á ferðum. I sama vetfangi og hann hafði gefið merki þetta, fjekk hann annað byssuskot og fjell dauður til jarðar. Nú hófu Þjóðverjarnir skot- hríð á bygginguna. I húsinu var viðtækjaverslun. Eigandi hennar, Robert Jensen, svaraði skothríðinni með því að skjóta á árásarmennina út um glugga. Þjóðverji varpaði handsprengju í gluggann og beið Robert Jensen við það bana. Nokkru síðar tókst Þjóðverj- unum að brjóta upp útidyr húss ins. Heimtuðu þeir nú, að Dani sá, er þeir fyrst tóku höndum, kæmi inn með sjer. Honum tókst, er inn kom, að varpa sjer út um glugga og flýja úr greip- um þeirra. Var skotið á eftir honum, en hann slapp. Þriðji maðurinn, nefndur Thorkild, fjekk .banasár í við- ureigninni, er inn kom, en fleiri særðust. Og maður, sem hjólaði um Vadrofsvej meðan viður- eignin stóð yfir, fjekk kúlu í fótinn, svo taka varð fótinn af. • Á þriðjudag gerði Gestapo húsrannsókn í íbúð einni í Ný- höfn, til að taka 4 frelsisvini fasta. Einn þeirra, P. Lútzen verkfræðingur, drap sig á eitri. (Úr danska útvarp- inu í Rvík.) Ljósmyndiraf hita- veifunni og lýð- veldishátíðinni í bresku vikublaði HIÐ KUNNA breska viku- blað, sem aðallega flytur mynd ir, „The Illustrated London News“, birti 15. júlí s.l. Ijós- myndir frá íslandi á tveimur heilum síðum. Á annari síðunni eru mynd- ir af Hitaveitu Reykjavíkur, samtals 6 myndir með skýring- um, en á hinni síðunni eru jafn margar myndir frá lýðveldis- hátíðahöldunurfl 17. og 18. júní. Eru myndir bæði frá Þingvöll- um og Reykjavík. Ráðningastofa landbúnaðarins réði 170 menn RÁÐNINGARSKRIFSTOFA landbúnaðarins tók til starfa 3. maí s. 1. og hælti störfum um síðustu helgi. Metúsalem Stefánssön, er veitti skrifstof- unni forstöðu, hefir skýrt blað- !inu svo frá: — Alls bárust skrifstofunni umsóknir frá 318 bændum í nær öllum sýslum landsins. — Flestar umsóknir bárust úr Árnessýslu, voru þær 96 að tölu, þar næst Gullbringu- og Kjósarsýslu 43, Rangárvalla- sýslu 38, Borgarfjarðarsýslu 32 og Mýrarsýslu 30, en frá bændum í öðrum sýslum allt frá einni til 13 umsóknir. Engar umsóknir bárust frá bændum í Suður-Múlasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Bændur þessir báðu um: 124 kaupamenn, þar af 7 ársmenn, 195 kaupakonur, þar af 7 til eins árs eða lengur, 77 unglinga yngri en 18 ára og 15 stúlkur einnig yngri en 18 ára. Einn ungling var skrifstofan beðin um að ráða til árs. Ráðningarskrifstofan skrif- aði Búnaðarfjelagi Færeyja og bað þá um að útvega 30 fær- eyiska menn til sveitavinnu hjer. Páll Patursson, kóngs- bóndi tók þetta mál í sínar hendur og mun hafa ráðið þá alla, því að sá síðasti hafði brjef frá kóngsbóndanum þess efnis, að hjer kæmi sá síðasti og munu þeir því allir hafa kom- ið, en aðeins 20 þeirra gáfu sig fr^m við skrifstofuna og munu því hinir tíu hafa ráðið sig í vinnu annars staðar. Skrifstof- an gat ekki frekar þetta sumar, en þau sem á undan hafa farið fullnægt eftirspurninni. Skrif- stofan rjeði til vinnu: 45 kaupa menn, 55 kaupakonur, 46 pilta yngri en 18 ára og stúlk- ur á sama aldri, þrettán. Skrif- stofunni er kunnugt um að 30 bændur muni hafa fengið ein- hverja úrlausn, án hennar að- stoðar, en þó þarf það ekki að vera, því að til skrifstofunnar leituðu fyrir um vinnu 64 karl- ar, 61 kona, 63 piltar, 19 stúlk- ur og svo loks Færeyingarnir tuttugu. Eins og sjá má af töl- um þeim sem á undan hafa farið, hafa ekki nærri allir lát- ið ráða sig til vinnu, þó svo að þeir hafi látið skrá sig. Svo er enn, að margir bændur munu hafa álitið að aðstoð ráðningar skrifstofunnar myndi ekki koma þeim að liði. Flest af því fólki, sem leitað hefir til skrifstofunnar, vill helst fara til bænda í nágrenni Reykjavíkur, eða í næstu sýsl- ur t. d. Árnessýslu, Borgar- fjarðarsýslu. Þá leitaði einnig til skrifstofunnar fólk utan af landi. Flugvjel, sem tekur 200 farþega. LONDON: — Ný amerísk farþegaflugvjel er nú höfð í ferðum milli Indlands og Kína. Þessi flugvjel getur tekið 200 farþega. Eina klukkustund tek jur að ferma og afíerma flug- vjelina. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.