Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 10
10 IO E GUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. júlí 1944 .Hf framhaldssaga - Fylgist má frá byrjun Það var eins og rafmagns- straumi hefði verið hleypt í unga manninn. Hann hneigði sig,ekki einu sinni, heldur mörg um sinnum, og brosti út að eyrum og hringdi bjöllum. ,,Já, auðvitað!" hrópaði hann. „Þið eruð herra og ungfrú Wells. Van Ryn skrifaði mjer. Allt er til reiðu handa ykkur. Gjörið svo vel að koma með mjer, jeg ætla að fylgja yður til íbúðar yðar. Hr. Van Ryn mun koma seinna í dag. Hann skipaði svo fyrir, að þjer fengjuð allt sem þjer óskuðuð eftir. Allt“, bætti hann við með áherslu, sem gaf -til kynna, að þótt þau ljetu í ljós ósk um, að fá bresku krúnu gimsteinana eða afríkanskt ljón, myndi það ekki skelfa hann. Miranda var alveg rugluð. Hún og Ephraim rjettu bæði ó- sjálfrátt út hendurnar eftir hin um dýrmætu körfum, sem lyftudrengirnir fóru með á brott. „Jeg ætla að bera þær“, hrópaði Ephraim, en þeir voru þegar horfnir sjónum. Miranda og faðir hennar fóru nú upp breiðan stiga, og komu á lang- an gang og þaðan inn í stóra dagstofu, sem búin var hús- gögnum úr rósavíði. „Svefn- herbergi yðar er hjer“, sagði ungi maðurinn við Ephraim, um leið og hann opnaði dyr til vinstri og hneigði sig. „Og her- bergi ungfrúarinnar er þarna“. • „Eigið þjer við, að vi#mgum að nota öll þessi herbergi?“ spurði Ephraim ruglaður. „Það virðist syndsamlegt óhóf“. Unga manninum virtist sárna þetta. „Hr. Van Ryn var mjög umhugað um, að vel færi um ykkur hjer, herra. Og jeg vona, að svo verði“. „Já, jeg býst við því“, svar- aði Ephraim. „Jeg þakka yður kærlega fyrir, ungi maður“. Þegar dysnar lokuðust á eft- ir skrifstofumanninum og lyftu drengjunum settist Ephraim þunglega niður. „Þessi Van Ryn hlýtur að vera mjög rík- ur og mjög eyðslusamur. Hvað hafa menn að gera með allt þetta tildur?“ Hann horfði með fyrirlitningu á bláu flos-glugga tjöldin, útskornu hægindastól- ana, skrifborðið, útskorna borð ið á miðju gólfinu, þykku flos- ábreiðuna á gólfinu.og í gegn- um opnu dyrnar á stóru rúmin, snyrtiborðin, og dökku val- hnotustólana. „Allt, sem skyn- samur maður þarfnast, er borð, stóll og rúm“. Dóttir hans svaraði ekki. Hún stóð kyrr á miðju gólfinu. í gegnum opna gluggana barst ómur af hávaða umferðarinnar. — Hún tók af sjer húfuna og fleygði henni á stól, gekk út að glugganum og horfði út andar- tak, á meðan hún strauk bláu flos gluggatjöldin með fingrun- um. Síðan sneri hún sjer við, og hallaði sjer upp að einum stólnum. Þegar'hún rjetti úr sjer aftur, voru augu hennar dreymandi. „Jeg hefi lesið um það, en jeg vissi ekki að það væri í raun og veru til“, sagði hún eins og við sjálfa sig. „Mjer finnst þetta dásamlegt“. Ephraim gaf frá sjer óþolin- móðlegt hljóð og stóð á fætur. „Miranda, þú ert mjög ljettúð- ng stúlka. Þú leggur of mikið upp úr því, sem veraldlegt er. Jeg efast um, að þetta ferðalag inn í Babylon sje þjer holt. Jeg er að hugsa um, að segja Van Ryn, að þú getir ekki farið“. „Nei, það gætirðu ekki, pabbi“, hrópaði Miranda. „Þú hefir lofað því“. Ephraim herpti saman var- irnar og sneri sjer undan. Hann hafði aldrei á æfi sinni gengið á bak orða sinna og hann myndi ekki gera það núna. En honum leið ekki vgl. Hann hafði litla samúð með Miröndu, en hún var þó dóttir hans og hann óttaðist um sál hennar. Hann hafði reynt að uppræta ljettúð hennar og veraldlegar tilhneigingar, er voru hættu- legar sál hennar, en árangur- inn hafði verið sáralítill — það vissi hann vel. Nú sá hann ekki betur, en hún væri í þann veg- inn að komast í umhverfi, þar ,sem það versta í skapshöfn hennar fengi að þroskast í friði 1 óhófi og alsnægtum. Hann fór inn í svefnherbergi sitt, lokaði dyrunum, fjell á hnje og bað fyrir Miröndu. Áhyggjur hans jukust seinna, við hegðun stúlkunnar.Það virt ust engin takmörk fyrir um- hyggju Van Ryn — eða heimskulegri eyðslusemi, eins og Ephraim fanst það vera. Hann hafði beðið um miðdegis- verð handa þeim. Tveir negra- , þjónar komu með hann, þegar Miranda og Ephraim voru í þann veginn að byrja á brauði því, er Abigail hafði stungið niður í körfu Ephraims. Miðdegisverðurinn var stór- kostlegur, og samanstóð einung is af rjettum, sem þau þektu ekki. Þau skildu heldur ekkert af því, sem stóð á hinum gylta matseðli, sem annar egrinn rjltti þeim Það var skrifað á einhverju hrognamáli — frönsku sagði þjónninn, þegar Miranda spurði hann feimnislega að því. Hún tók þá matseðilinn, og las það sem á honum stóð með sjálfri sjer. „Gigot d’agneau doti“, muldraði Miranda, og bar hvern staf samviskusamlega fram. „Hvað ætli það sje nú? Tournedos de volaille. Compote de fruits glasés“. Hún bragð- aði síðan á rjettunum og hróp- aði yfir sig: „O, hvað þetta er gott! Og svona margar tegund- ir! Ephraim ýtti disknum frá sjer og tók brauðpakka Abi- gail upp úr körfunni. „Þetta er óþverri og illa farið með góðan ?iat. Maður veit ekki einu sinni hvað það er, sem maður er að borða. Snertu þetta ekki!“ þrumaði hann allt í einu, þeg- ar Miranda stakk skeið sinni niður í blöndu af frosnum á- vöxtum. „Það er vín í því. Jeg finn það á lyktinni“. Ávextirnir höfðu í rauninni verið bleyttir í rommi. Miranda lagði frá sjer skeiðina. „En pabbi“, sagði hún og horfði löngunaraugum á ávextina. „Jeg er viss um að þeir eru góðir. Má jeg ekki rjett aðeins bragða? Það svífur ekki á mig, þótt jeg bara fái einn bita, er það?“ -,,Miranda!“ hrópaði Ephraim óttasleginn. „mundir þú nokk- urn tíma snerta áfengan drykk, aðeins vegna þess að hann liti vel út?“ „Nei, pabbi. Fyrirgefðu. Jeg hugsaði víst ekki um, hvað jeg var að segja“. „Blessað barn“, sagði Ephra- !m, ekki óvingjarnlega. „Hve margar syndir drýgir þú ekki í hugsunarleysi. Hjerna er dá- lítið handa þjer“. Hann fór niður í körfu sífta og dró þaðan upp spánnýja biblíu í leðurbandi. „Það er ekki víst að þú fáir tækifæri til þess að lesa oft í Van Ryn biblíunni. Jeg vil að þú hafir þessa altaf hjá þjer og lesir í henni á hverjum degi. Jeg hefi merkt við nokkra kapitula fyr- ir þig“. „Þakka þjer fyrir, pabbi", hrópaði Miranda hrærð. Fyrir utan brjóstnálina — og hún hafði verið hugmynd Abigail — var þetta eina gjöfin, sem hún hafði fengið frá föður sín- um. Ephraim hafði skrifað nafn hennar á titilblaðið: Miranda Wells, júní 1844, Frá föður hennar. „Núna!“ hrópaði Miranda mótmælandi. — Hún brann 1 skinninu eftir að horfa út um gluggann, athuga svefnherberg ið sitt aftur, og lagfæra fötin ir!“ sín. Ennfremur virtist það und- arlegur tími og staður að lesa í biblíunni snemma dags á gisti- húsherbergi. En Ephraim fanst aldrei ó- tímabært að lesa í Heilagri Ritningu. „Já“, sagði hann. „Jeg vil heyra þig lesa núna“. Hann rjetti úr sjer í stólnum, spenti greipar og beið þess að hún byrjaði. Þegar hún kom að tíunda versinu, tók hann fram í fyrir henni og endurtók: „Engin ó- gæfa hendir þig — og engin plága nálgast tjald þitt“. Jeg bið þess að svo verði í þessu nýja lífi þínu, Miranda“. BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR. Lautravee 168. — Sími 5347. Gullhöllin, sem sveií í loftinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj'rnsen. 9. að sverðið piltsins hefði getað banað þessum þurs, þótt hann hefði getað unnið á einum þríhöfðuðum með því, og ekki var konungsdóttirin vakandi til þess að gefa honum að súpa á flösku með kraftadrykk, ef nokkuð hefði þá verið í henni; því oft hafði þurft til hans að taka; ekki höfðu þeir verið svo fáir; sem komið höfðu að frélsa konungs- dætur úr þessari höll, og fæstir getað valdið sverðinu hjálp- arlaust. ; Síðan tóku drekarnir gullhöllina á bök sín og flugu af stað með hana og var það eins gott fyrir vesalings folaldið, því það þurfti þá ekki að bera bæði piltinn; sverðið og hver veit hvað af kjöti og nöglum. Ekki voru drekarnir heldur lengi á leiðinni með það, því ef nokkur flýgur hratt, þá eru það þeir. Þeir settu gullhöllina niður við hliðina á silfurhöllihni} og það svo var- lega; þótt þeir væru búnir að fljúga svona hratt 'og langt; að ekki datt einu sinni ein einasta gullmynd niður af gullveggj- unum. Þegar konungsdóttirin^ sem beið í silfurhöllinni; kom út að glugganum um morguninn; sá hún gullhöllina standa þar hjá. Varð hún þá fegnari en frá verði sagt og hljóp þegar yfir í hina höllina; en er hún sá systur sína^ sem lá og svaf} eins og hún væri dáin; þá sagði hún piltinum} að ekki væri hægt að lífga hana við} nema að þau fengju vatn lífs og dauða} en það væri hvort í sinum brunnþ beggja megin við demantshöll eina} sem stæði niu hundruð mílur fyrir handan heimsenda; og þar væri þriðja systirin fangi í höndum risa eins} sem hefði annað hvort níu eða tólf höfuð} líklega níu; hún mundi það ekki vel. — );Ja( jeg verð víst að sækja það líka“} sagði piltur; )}það er ekki um annað að gera, ekki má hún vera alla sína daga í tröllahöndunij og ekki gelum við látið hana systur þína sofa að eilífu“, En nú voru drekarnir orðnir svo latir; þegar þeir voru komnir heim aftur; að þeir nentu sig ekki að hreyfa, og það var ekki trútt að strax væri farinn að vaxa á þeim mosi aflur; þar sem þeir lágu; og þeir nentu ekki að fljúga með piltinn^ svo folaldið góða varð að leggja af stað með hann einu sinni enn. Og löng myndi verða ferðasagan þeirra; ef skráð væri; þau fóru yfir fjöll og dali og eyðisanda; brunahraun og búsældarlegar sveitir( en er þau komu á heimsenda, tók útsýn öll að breytast; gróður dvírfaði og ömurleg var ferð þeirra upp frá því. En það ljetti mikið undir; að nú þurfti folaldijý (sem raunar var orðið tryppi) ekkert að bera nema piltinn, sverðið hans og krúsir tvær} sem áttu að vera undir vatn lífs og dauða. Þegar þau höfðu lengi farið eftir brunasöndum; sagði fol- aldið við piltinn: , Hvað sjerðu nú?“ "" » Það var 1 stórri veislu að ræðumaður einn hjelt þreyt- andi langa ræðu, sem ákaflega fáir höfðu nokkra ánægju af að hlusta á. — Einn gestanna treysti sjer ekki til þess að sitja lengur undir ræðunni, stóð upp og læddist hljóðlega út. En fyr- ir utan dyrnar stóð annar, sem hafði skotist út rjett á undan honum. „Er hann búinn?“ spurði sá sem fyrir var. „Já“, svaraði sá nýkomni, ,langt síðan, en hann getur bara ekki hætt“. ★ Það var eitt sinn, þegar Lin- coln ætlaði á stjórnmálafund, að andstæðingur hans, sem var grafari útvegaði honum hest til þess að komast á fundinn. En til þess að reyna að tefja svo mikið fyrir honum, að hann næði þangað ekki nógu snemma, lánaði hann Lincoln framúrskarandi latan hest. — Þetta kom þó ekki að sök, því að Lincoln náði á fundarstað- inn í tæka tíð, en þegar hann kom aftur með hestinn, sagði hann: „Þú notar þennan hest vjð jarðarfarir, eða er það ekki?“ „Ó, nei, ekki geri jeg það“, svaraði grafarinn. „Jæja, mjer þykir vænt um að heyra það“, sagði Lincoln, „því að ef svo væri, myndirðu ekki koma einu einasta líki í gröfina fyrir upprisuna“. ★ . Charles Lamb kom oft of seint til skrifstofunnar, þar sem hann vann. Eitt sinn segir skrifstofustjórinn við hann: „Ja, herra Lamb, þjer kom- ið mjög seint“. „J-já“, svaraði Lamb og stamaði eins og venjulega, „e-en v-virð-ið v-við mig, h-hve e-eld ssnemma je-jeg fer“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.