Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 27. júlí 1944 MORGDNB(jABÍS Bresku blöðin iuru viður- kenningurorðum um Duni „Hinn danski skerfur er mikils metinn HIN VAXANDI MOTSTAÐA í Danmörku. sem leiddi að lok- um af sjer allsherjarverkfallið í Kaupmannahöfn varð til þess að bresku blöðin fóru aftur að birta frjettir frá Danmörku á fremstu síðu. Viðburðirnir hafa ennþá sannað það5 að Danmörk gerist æ virkari þátttakandi í baráttu hinna sameinuðu þjóða. Þetta er viðurkent í fjölda .skeyta og greina. sem birtast í öllum blöðum; af hvaða sauða húsi sem eru. Það sjest best á því, hve þýðingarmikið það er( sem gerist í Danmörku. hve blöðin; sem annars eru yfirfull af frjettum frá innrásarsvæðinu í Frakklandi; sigrum Rússa og svifsprengjum, gera mikið úr dönsku frjettunum. Það kemur fram í fjölda blaðagreina, að hinn danski skerfur sje mikils metinn og að honum verði ekki gleymt. Sjer- staklega á þetta við um dönsku föðurlandsvinina, sem arfnað- hvort hafa látið líf sitt eða á annan hátt fórnað miklu í þágu hins sameiginlega málsstaðar. Verkfallið í Kaupmannahöfn og öðrum bæjum hefir haft mjög mikil áhrif. Kemur það best fram í samtölum manna í milli þessa dagana, þar sem ætíð er farið miklum viðurkenningar- orðum á hvaða hátt Danir hafi lagt lið málstað bandamanna. Það er eingöngu af miklum áhuga; að svo mörg hinna stóru blaða. án tillits til stjórnmála- skoðana eða nokkurs annars, hafa ritað leiðara um ástand og horfur í Danmörku. vTimes“, ;iDaily Telegraph“; ;.Sunday Express“ og „Evening Stand- ard“ •— sjerstaklega eftirtekt- arvert með hin tvö síðasttöldu; því að þau eru eign Beaver- brooks lávarðar — og að lokum ..Manchester Guardian“; rita ritstjórnargreinar um málið. ;Times“ skrifar þannig 1. júlí undir fyrirsögninni ..Defi- ant Denmark“; að þróunin í Danmörku sje aðeins afleiðing af langri og hugdjarfri mót- spyrnu. í ágúst í fyrra var svip að óróatímabil í Danmörku og neyddust þá Þjóðverjarnir til að hafa eftirlit með hinu daglega Tífi hinna óbreyttu borgara. þar sem . Kristján konungur og. stjórn hans neituou eindregið að vinna nokkuð að því að mót- þróinn yrði bældur niður. Þjóð verjarnir notuðu þegar þessa nýju aðstöðu til þess að ein- angra Danmörku alveg frá um- heiminum og að skipuleggja árás gegn andslöðuhreyfing- unni .... Þegar maður minn- ist þess; að Hitler ætlaði að gera Danmörku að ;|fyrirmynd- ar verndarríki“, er hægt að í- mynda., sjer það áfall; sem danska andstöðuhreyfingin hef- 'ir verið honum. Danir hafa sýnt það að.þeir vilja véra óháðir og að ást þeirra á frelsinu er það sterk; að ekki er mögulegt að lama hana með valdi eða deyfa hana með smjaðri og vinalát- um. ;)Daily Telegraph“ ritar 3 3ÚJ,í} að Danirnir hafi reynt að nota til hins ýtrasta ósigra Þjóð verja í Italíu og á öðrum vig- stöðvum með því að gera þá allsherjarverkfall. vinna skemd arverk. óhlýðnast kúgurunum og fleiru. Alt þetta er til þess að skapa öngþveiti( sem ber með sjer þann eld. sem brenn- ur í dönsku þjóðinni. Nasist- arnir standa alt í kring völtum fótum. Manchester Guardián“ skrif ar 3. júlí undir fyrirsögninni ..Heroic Denmark“. að það sem gerist í Kaupmannahöfn sýni vel, að Þjóðverjum hafi ekkert orðið ágengt í tilraun sinni til þess að blíðka Dani. Verkfall- ið hefir komið við Þjóðverjana og þar er nú það ástand, sem gerir nauðsynlegt að binda þýskan her í Danmörku, sem afar erfitt er að missa frá öðr- um stöðum. ,,Sunday Express“ skrifar 2. júlí undir fyrirsögninni ;Free- dom cannot be chained“. Þurf- um við nokkra frekari sönnun fyrir því að ómögulegt er að gera þær þjóðir að þrælum, sem vilja vera frjálsar? Sönn- unina söfum við nú fyrir aug- um okkar í Danmörku. Það er uppreisn um alla Danmörku. Hvorki Gestapo nje skyndidóm ar hafa getað bælt niour upp- reisn fólksins. í öðrum hertekn um löndum ríkir hinn sami andi, en Danmörk var þeirra veikast. Svo höfnuðu Danir því að vera notaðir sem dæmi upp á þá blessun. sem því fylgdi að vera undir þýskri vernd; í stað inn eru þeir dæmi um þá, menn, sem vilja vera frjálsir. Það er eins og Steinbeck komst að orði: ,,Það eru flugurnar, sem ráða niðurlögum fluguveiðar- ans“. Loks er í kvöldblaðinu „Eve- ning Standard“ 3. júlí ritstjórn- argrein, sem nefnist „Denmark in Revolt“, þar sem m. a. er komist svo að orði að með þess um síðustu atburðum hafi Dan- ir sýnt mótþróa sinn, og að þetta væri engan veginn í fyrstá skifti sem sú andúð, er ríkir í landinu, hafi komið fram .... Eftir að Kaupmanna höfn hafoi verið á ný lýst í hern aðarástand gátu Danirnir ekki lengur dregið sig til baka Alls- herjarverkfall. sem náði til um 400 þús. manna, var íilkynt. Það voru reist götuvígi. og svo víðtæk var uppreisnin og tauga æsing Þjóðverjanna mikil að þeir afturkölluðu alt sem þeir höfðu áður skipao. Nasistarnir skutu á fólkið úr flugvjelum, sem flugu lágt, en það fór ekki dulið: að þeir óttuðust þjóðar- uppreisn. Einmitt á þeim iíma, þegar þeir áttu við svo mikla erfiðleika að stríða annarsstað- ar. kærðu þeir sig ekkert um að þurfa að heyja baráltu í Dan mörku. Hvort Danir hafa valið rjetta augnablikið er ómögu- legt að segja. Forystumenn þeirra hafa ekki mikil not fyrir góðar ráðleggingar annarsstað- ar frá; en verða sjálfir að á- kveða. hvernig hinum rjetta U þjóðaranda verði best haldið við. En það. sem hefir gerst, er, hvað sem öðru líður, sönnun þess, að Danmörk hefir tekið sjer stöðu með þeim þjóðum, sem taka hættur mótþróans fram yfir glötun uppgjafarinn- ar. Að lokum skal minst á, hvern ig allar útvarpsstöðvar í Eng- landi hafa skýrt frú atburðun- um í Danmörku. Það er ekki einungis sagt frá mótstöðunni í Danmörku fyrir ,,Home Ser- vice“ í Englandi, heldur og í útsendingum til hersins og ann ara landa og í útvarpi sjer- staklega t'yrir börn, þann 3 þ. m. var skýrt frá þeirri hættu, sem dönsk börn ættu við að búa og lokið með því að segja að sá dagur væri ekki mjög langt undan, að dönsk börn gætu leikið sjer frjáls og verið hamingjusöm heima hjá for- eldrum sínum án ótta við óvini í tandinu. Þá hefir loks , Daily Tele- graph“ 4. júlí ritað ritstjórn- argrein um Danmörku, . sem nefnist „Successful Revolt“. Þar er sagt, að Kaupmanna- hafnarbúar hafi eftir allsherj- arverkfallio unnið sigur á her- námsvöldunum og quislingun- um, sem fylgja þeim. Betra dæmi um sljóvgunina á hinu þýska siðferðisþreki, en komið hafi fram í Danmörku, geti tæplega verið að ræða. — (Frá danska blaðafulltrúanum). Aagun jeg hvíli tneð gleraugum f r á Sjötugur: Árni Jónsson húsppasmilur LAUGARDAGINN 21. júlí kom jeg í hús Arna Jónssonar húsgagnasmíðameistara og var þar þá margt fólk samankomið. Var jeg settur samstundis við borð meðal gestanna og fjekk að vita að börn og tengdabörn hins vinsæla húsbónda voru þar til þess að heiðra hann á sjötugsafmælinu. Arni er fæddur á Ulfsstaða- hjáleigu í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Er honum óx aldur vandist hann öllum venju legum sveitastörfum. En brátt hneigðist hugur hans að trje- smíði og komst til Hjartar bónda í Kirkjubæ á Rangárvöll um, sem var á þeim tíma talinn þjóðhagasmiður. Að afloknu námi þar tók Árni sveinspróf og fluttist til Reykjav. 1906. Fjekk hann þegar atvinnu hjá Eyvindi Árnasyni trjesmið, þangað til 1918, að hann setti á stofn eigin vinnustofu í húsinu 21 við Nýlendugötu. Þar hefir Árni unnið sjer mikið álit roeð- al allra, er honum hafa kynst. Trúmenska og vandvirkni má segja að sjeu einkunarorð hans, enda á hann marga vini og vel- unnara og viðskiftamenn. — Hann er þjóðhagi á alt sem hann leggur á gerva hönd, bæði almenna trjesmíði og renni- smiður er hann frábær að fáir munu færari í þeirri iðn. Árið 1903 giftist Árni Guð- björgu Sigui'ðardóttur frá Litlu Hildisey í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu og hafa þau eignast 8 frábærlega myndar- leg börn. Árni hefir unnið öll- um stundum fyrir heimilinu en Guðbjörg gætt bús og barna af hinni mestu sæmd og prýði. ..Það er konunni að þakka“, segir Árni ,.að börnin eru vel upp alin“. Hafa þau kunnað að meta kosti og uppeldisreglur móðurinnar og valið sjer lífs- förunauta er gera garðinn fræg an. Börn þeirra eru: Guðfinna, gift Guðmundi Guðmundssyni skipstjóra, Óskar, giftur Olgu Johansen (Roif frá Reyðar- firði). Sigursteinn giftur Sig- ríði Ólafsdóttur frá Vestmanna eyjum. Jóna gift Magnúsi Stef- ánssyni heildsala, Lilja gift Jóhannesi Björnssyni veggíoðr ara, Árný gift Thor Cortes préntara, Dagmar gift Helga Jóhannessyni loftskeytamanni og Áslaug gift Agnari Lúðvígs- syni heildsala. Mjer virðist eiga vel við að setja hjér orð Jóns Thorodd- sens: Kom jeg þar sem víf og ver eínasnauð át'Ju bú ærið lágum í ranni! Saman ánægð undu sjer ötull halur og þiúflegur svanni Henni bóndinn ástum ann, biíðu með honum hún hverja sorgar und g'ræddi Glöð og iðin verk sitt vann veginn örðuga stillingu þræddi. Þegar hjón jeg þessi sá það orð munni leið mjer frá: ó, hve lífsins ok er ljett inndælt gerir það hjónabands stjett. Vínur. Fallhlífarhermenn í frönsku þorpi Amerískir fallhlífarhermenn sækja fram í frönsku þorpi. Þeir láta trjástofna skýla sjer og hafa byssurnar íilbúnar. _______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.