Morgunblaðið - 03.08.1944, Side 2
2
MOkGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 3. ágúst 1944,
*
Tyrkir slíta stjérniálasam
bandi við Þjóðverja
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
! blaðsins frá Reuter. *
I DAG KOM tyrkneska þingið saman til fundar og las
fíarajoglu fórsætisráðherra þar boðskap þess efnis, að Tyrkir
befðu ákveðið að slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við
J>jóðverja.
Þetta skref mun hafa verið
stigið í sambandi við bandalags
sáttmála Breta og Tyrkja, enda
lýsti Churchill forsætisráðherra
Breta-yfir í ræðu sinni í breska
þinginu í dag, að svo hefði ver-r
ið gert.
Ákvörðun tyrknesku stjórnar
innar um sámbandsslitin var
síðan borin undir þingið og sam
þykt þar samhljóða. — Bretar
eru sagðir ætla að bæta Tyrkj-
'urn upp þann viðskiptalega
hnekki, sem þeir bíða við að
hætta verslun við Þjóðverja og
rýmka að öðru leyti um inn-
Jlutning til Tyrklands, en hann
;hefir verið mjög af skornum
;skamti að undanförnu, sem
■ kunnugt er. *
Frá opinberri þýskri hálfu
hefir verið tilkynt, að ekki sje
að s'vo stöddu væntanleg nein
yfirlýsing þýsku stjórnarinnar
í tilefni af þessu tiltæki Tyrkja.
£>arajoglu tók fram í ræðu
sinni um sambandsslitin, að
Tyrkir hefðu ekki í hyggju að
fara í stríðið.
Von Papen
farinn heim
London í gæi'kveldi: —
Þjóðverjar tílkyntu seint í
kvöld, að sendiherra þeirra í
Tyrklarrdi, von Papen og starfs
lið hans, hefði fengið vegabrjef
sín og væri lagt af stað frá
Ankara áleiðis til Berlínar. —
Ekki hafa nenar fregnir borist
sem berit gætu til þess, að í
odda 'skerist með Tyrkjum og
Þjóðverjum eða bandamönnum
þeirra. Tyrkneska stjórnin hef-
ir náðað fanga, sem höfðu
.-drýgt afbrot stjórnmálalegs
eðlis og leyst úr haldi flugmenn
bandamanna í landinu.
í — Reuter.
Snarpír bardagar
smtnan Florens
London í gærkveldi: —
l Ekkert lát verður á orustun-
*
jum fyrir sunnan Florens og má
Ísvo heita að aðstaðan hafi ekk
|ei:t breytst þar síðasta sólar-
Ihring. Fregnritarar segja að
iÞjóðverjar verjist þarna af
fengu minna harðfengi, en við
JCassino forðum, og sjeu bar-
ýfagar þarna eins harðir eða
lliarðari.
Þjóðverjar hafa hvað eftir
Wvnað lýst því yfir, að þeir hafi
'enga hermenn í Florens og beri
£
að skoða hana óviggirta borg.
Kveða þeir þetta gert vegna
hinna miklu listaverka, sem í
borginni sjeu. — í dag sögðu
Þjóðverjar að bandamenn
höfðu varpað spréngjum á
Fiorens úr flugvjelum, en sú
fregn hefir ekki verið staðfest.
— Reuter.
Stjórnarskiffi
í Finnlandi!
Stokkhólmi í gærkveldi: —
Hjer gengur sá orðrómur, að
stjórnarskipti sjeu væntanleg í
Finnlandi, aðallega með það fyr
ir augum, að forsætisráðherr-
ann nýi verði samhentari Mann
erheim forseta. Hafa borist
fregnir um það, að Valdén her-
foringi, sem hefir verið*onnur
hönd Mannerheims, verði for-
sætisráðherra hinnar nýju
stjórnar. Ennfremur hefir því
verið haldið fram, að verka-
mannaleiðtoginn Aalto geti
komið til greina sem forsætis-
ráðherra, en fregnir þessar eru
ekki enn staðfestar.
— Reuter.
fer í *.
skemtiferð
Á SUNNUDAGINN kemur
efnir Hestamannafjelagið Fák-
ur til skemtiferðar.
Verður lagt á stað hjeðan
snemma morguns í bílum og ek
ið inn að Geldinganesi, þar
sem hestarnir eru geymdir. En
allur hópurinn leggur á stað frá
Korpúlfsstöðum kl. 10. Verður
riðið inn að Varmadal, þaðan
upp að Tröllafossi og Þverár-
koti, niður hjá Skeggjastöðum
og þar þvert, yfir að Miðdals-
vatni. Þar verður dansað á
grænni grund, ef veður verður
gott, en síðan riðið niður með
Ulfarsfelli og áfram sem leið
liggur að Breiðholti.
Ástaræfintýr í Cairo.
Cairo: — All-átakanlegt ást-
aræfintýr hefir borjð mjög á
góma hjer í borginni. Dóttir
vellauðugs lögfræðings, sem er-
Gyðingur, hljóp að heiman
með ungum starfsmanni ■ úr
stjórnarráðinu. Faðir stúlkunn-
ar krafðist málshöfðunar gegn
honum fyrir að hafa numið
stúlkuna á brott, en þá lagði
unga fólkið fram giftingarvott-
orðið. Þá ásakaði faðirinn
tengdason sinn fyrir það að
hann sæktist aðeins eftir auði
stúlkunnar.
Brúðurin fór þá fram á lög-
regluvernd gegn föður sínum
og var hún veitt. Sagði hún að
hann hefði hótað sjer dauða og
leigt morðingja til þess að
stytta sjer aldur. Varla hafði
verndin verið veitt í rjettinum,
er háir skothvellir heyrðust í
anddyri rjettarsalsins. Hafði þá
slegið í bardaga þar á milli ætt
manna brúðhjónanna og voru
ýmsir handteknir, en brúðurin
hefi'r leitað athvarfs í amerísk
um skóla.
ar geri sjerfrið
ANKARA í GÆR: — Sam-
komulagsumleitanir milli full-
trúa frá Rúmenum og fulltrúum
frá bandamönnum hafa strand-
að og er ekkert útlit fyrir það
eins og er; að tilraunir verði
gerðar til að halda samninga-
umleitunum áfram.
Fulltrúar, sem sendir voru
frá Rúmenum til Egyptalands
og Tyrklands til að ræða við
fulltrúa bandamanna; höfðu
umboð frá öllum flokkum í
Rúmeníu til að semja; þar á
meðal frá kommúnistum.
Stribey prins. sem yar formað-
ur samninganefndar Rúmena;
kom tillögum Rúmena um sjer-
frið á framfæri við fulltrúa
Breta, sem sendu tillögurnar til
Rússa. En Rússar höfnuðu til-
lögum Rúmena.
Síðar var fulltrúi frá vinstri
flokkunum; Visoianu að nafni;
sendur til að semja við Rússa;
Breta og Bandaríkjamenn.
Visoianu stakk upp á því. að
Rúmenar fengju Transylvaniu
og þeim yrði falið að stjórna
Dónársljettunni. Rúmenar Ijetu
hinsvégar af hendi Bessarabíu
til Rússa og Norður-Bukovinu.
Rúmenar myndu svo reyna að
hrekja Þjóðverja úr landi með
aðstoð Breta og Bandaríkja-
manna.
Rússar kröfðust þess hins-
vegar; að' Rúmenar greiddu
skaðabætur og' að rússneskt
setulið yrði í landinu þar til
Rúmenar hefðu greitt skaðabæt
urnar. Allir rúmensku stjórn-
málaflokkarnir höfnuðu þess-
um kröfum og samningaumleit
anirnar fóru út um þúfur. —
Reuter
X
Frídagur
verslunarmanna
SVO sem kunnugt er, er
frídagur verslunarmamía n. k.
mánudag. Nú hefir dagskrá
verið samin, báeði fyrir þau
atriði er frani eiga að fara í
útvarp og kvöldskemtun fje-
lagsins að Ilótel Borg. Kvöld-
skemtunin hefst kl. 10 e. h.
meeð dansi, en ýms skemtiat-
riði verða. Ágúst Bjarnason
og Jakob Hafstein syngja tví-
söng. og Lárus Ingólfsson leik-
ari skemtir. Útvarpið mun
helga eina klukkustund og
tuttugu mínútur af kvölddag-
skrá þess, verslunarmönnum,
en þar flytur fonnaður Yersl-
unarfjelags Reykjuvíkur,
Hjörtur Hánsson ávarp, Bald-
ur Pálsson flytur minni versl-
unarstjettarinnar og Konráðl
Gíslason minni Isiands. A milli;
ræðna mun Elísabet Einars-
dó.ttir syngja einsöng og út-
varpshljónjsveitin leika ís-
lensk þjóðlög.
Vildi ekki sýna sig.
London: — Einn af meðlim-
um heimavarnaliðsins breska
hefir verið sektaður um 130
pund sterling, fyrir að skrópa
13 sinnum af hersýningum. —
Fyrir rjettinum afsakaði hann
sig með feimni.
Myndafrjettlr
»**•*♦ **« ♦*♦ ♦** ♦*♦ **M**«*»4*«*H*^
V
$
'í
t
r
V
HINN NÝJI KONUNGUR ÍTALA
Þetta er. nýjasta myndin af hinum unga konungi ítala,
Umberto, sem raunar hefir ekki enn fengið konungsnafn-
bótina, en ekki ér talinn vafi á því, að ítalir hafi konungs-i
stjórn eftir styrjöldina. — Nú er hann aðeins nefndur „lands-
stjóri“.
ENDALOK FLUGVIRKIS
Þessar þr.jár myndir hjer að ofan sýna endalok amerísl
flugrvirkis yfir hinum herteknu löndum Evrópu. Efsta myn*
in var tekin rjett eftir. að flugvjelin varð fyrir loftvarn:
skoti, á þeirri næstu sjest að stjelið er eyðilagt og þrið
myndin sýnir vjelina steypast til jarðar.