Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 5
Fimtudag'ur 3. ágiíst 1944. &I ORGO NBLl M9 & Biörn E. Jónsson: • A U M I N G J A J Ó H A N N SUMUM íslenskum læknum ’ virðist standa mikill stuggur af hreyfingu þeirri sem Jónas Kristjánsson læknir hefir vakið hjer á landi. Síðari Náttúrulækn ingafjelag íslands var stofnað fyrir rúmum fimm árum. og einkum eftir að það hóf útgáfu- starfsemi sína; hafa þeir sent hina ritfærustu og skeleggustu menn sína út á vígvöllinn, hvern á fætur öðrum, í útvarpi og blöðum; og einkum þó í tíma ritinu „Heilbrigðu Lífi“. Hefir verið grunt á miður vingjarn- legum ummælum í garð fjelags ins; og sumum æði ósmekkleg- um; og hefir kveðið svo ramt að þessu. að jafngætinn og orð- var maður og ritstjóri Eimreið- arinnar. hr. Sveinn Sigurðsson. hefir fundið hvöt hjá sjer til að setja ofan í við lækna fyrir þetta í síðasta hefti Eimreiðar- innar. á bls. 160. þar sem hann talar um ..órökstuddar hnútur í læknalímaritum“ og skorar á læknana. ef þeir geti sýnt fram á skaðsemi fjelagsins. að gera það — með rökum. y Forráðamönnum Náttúru- lækningafjelagsins-hefir komið saman. um ao láta skæting lækna í garð fjelagsins afskifta lausan. enda er honum jafnan best svarað með þögninni og kemur venjulega þeim í koll. er hann sendir. Þessari reglu munum við fylgja að öllum jafnaði. eins þegar við .eignumst okkar eigið málgagn. ★ Þó er ekki þar með sagt, að við sitjum þegjandi við öllu. sem á okkur er borið. T. d. eru í síðasta hefti ..Heilbr. Lífs“ um mæli. sem gefa mjög> villandi upplýsingar um starf fjelagsins og kenningar. Það er reynt að telja fólki trú um, að Are Waerland. höfundur bókarinn- ar ..Matur og megin“. fordæmi mjólkurost sem óheilnæma fæðu. Og það er reynt að læða þeirri hugmynd inn hjá les- endum. að á fundum fjelags- ins flytji leikmenn frumsamin erindi um læknisfræðileg efni. eins og mataræði ungbarna og gyllinæð. Á útbreiðslufundin- um. sem við er átt. lásu íveir leikmenn þýdda bókakafla eftir tvo þekta ameríska lækna. eins og greinilega er frá skýrt í dag blöðum bæjarins. Annar lækn- irinn var hinn nýlátni. heims- kunni náttúrulæknir. dr. J. H. Kellog. en hinn er yfirlæknir við eitt helsta náttúrulækninga hæli Bandaríkjanna. Sun-Diet- Sanatorium Alsaker að nafni 5 •> svo að ástæðulaust er fyrir ís- lenska lækna að móðgast yfir því. að fram hjá þéim var geng- ið. ★ í þessu hefti kemur fram á ritvöllinn einn hinn ritfærasti úr læknastjett, Jóhann Sae- mundsson. Hanri ritar langt mál. sem á að heita ritdómur um bókina ..Matur og megin“; og þykir svo mikils við þurfa til að kveða Waerland. höfund bókarinnar. og fjelagið í kút- inn; að Þjóðviljinn er fenginn til að birta greinina í heild. J?Tónninn“ í ritdómi þessum er eftirtektarverður. Óvildin í garð bókarinnar. höfundar' hennar og fjelágsins er svo augljós og lítt dulin. að fyrir- fram er erfitt fyrir hlutlausan lesanda að hugsa sjer, að rit- dómurinn geti verið óvilhallur. Og jafnvel þótt ritdómarinn þykist ekki taka Waerland al- varlega og langi til að gera hann hlægilegan, þá gengur það skröksögu næst, að nokkur læknir, og það læknir í ábyrgð- ar- og virðingarstöðu. skuli geta verið þektur fyrir að tala af slíkri ljettúð og gáleysi um jafnalvarleg mál og heilbrigð- ismálin eru. J. Sæm. ver löngu máli í að reyna að gera Waerland tor- tryggilegan með því að skýra frá þvi. að hann hafi lagt stund á og ritað um heimspeki. stjórn mál, orðið landflótta. sje efn- aður og þurfi ekki að vinna fyr ir sjer o. fl. o. fl rjett eins og maðurinn geti ekki verið vel að sjer í læknisfræði og manneld- isfræði fyrir því! Alt þetta vissi jeg fyrir löngu. En mjer fanst það bara ekkert koma efni bókarinnar við. Var Pad- erevski ekki jafngóður píanó- leikari fyrir því, þótt hann væri sljórnmálamaður? Ef jeg heyri fagurt tónverk eða les góða bók, þá kastar það í mín- um augum engri rýrð á verkið, þótt höf. þess hafi aðhafst éitt- hvað annað um dagana en semja tónverk eða ritabækur. Og hinsvegar er ómerkilegur ritdómur jafnómerkilegur fyrir því. þótt hann sje t.sd. ritaður af jafnlærðum manni og Jó- hann Sæmundsson er. ★ x J. Sæm. er hjer að ritdæma bók um manneldismál. Og hið kynlega við ritdóminn. þegar þess er gætt. að hann er eftir lækni, er það, hve undarlega lítið þar ber á fræðimensku og lærdómi fagmannsins, en þeim mun meira á fullyrðingum, hár togunum og — því miður — hreinum og beinum vitleysum. J. Sæm og aðrir læknar verða að gá að því. þegar þeir gagn- rýna Waerland, að hann stend- ur þeim fyllilega á sporði í læknismentun. — Hann hefir stundað læknisfræðinám í 5— 6 ár við háskóla, eða álíka lengi og venjulegir læknar. Og eftir það hefir hann varið allri ævi sinni að mestu leyti í nám, lest- ur bóka og sjálfstæðar rann- sóknir i heilsufræði og mann- eldisfræoi. Hann er efnaður og hefir ekki þurft að vinna fyr- ir sjer með læknisstörfum og hefir því haft aðstöðu til að afla sjer miklu meiri þekking- ar en venjulegir starfandi lækn ar. Það liggur því í hlutarins eðli, að í manneldis- og nær- ingarfræði, þar sefn venjulegir læknar hafa til skamms tíma verið — og éru jafnvel enn — sorglega fáfróðir, kehast J. Sæm. ekki méð tærnar þar sem hann hefir hælana, sem varla er hægt að ætlast iil og enginn álasar honum fyrir. Enda er WaeiTand af ýmsum merkum læknum erlendis, sem standa áreiðanlega ekki ‘að baki J. Sæm., viðurkendur sem merk- ur manneldisfræðingur, smbr. ritgerðir þær, sem prentaðar eru aftast í ,,Matur og megin“, eftir danska magalæknitinn Axel Borgbjærg og dr. Hind- hede. Um leið og J. Sæm. for- dæmir Waerland og rit hans, stimplar hann þessa erlendu stjettarbræður sína sem fáráð- linga, og ásamt þeim ekki ó- merkari mann en einn fræg- j asta skurðlækni Englendinga, Sir Arbuthnot Lane, sem rit- aði á sínum tima formála að stórri bók eftir Waerland. ★ Hjer er annars ekki ætlunin að gagnrýna ritdóm Jóhanns Sæmundssonar lið fyrir lið, enda er hann líkari óhlutvandri ádeilugrein og beinni árás á menn og málefni en fræðilegum ritdómi. En rildómarinn er svo djarfur, að leggja Waerland orð í munn sem hann hefir aldrei J talað, m. a. þar sem hann hefir eftir honum ao mjólkurostur sje .skaðlegur. Þetta er fullkomið ranghermi og tilbúningur rit- dómarans, a. m. k. er mjer ekki Jsunnugt um, að W. gefi þetta nokkurs staðar í skyn, og í „Matur og megin“ er hvergi stafur fyrir því. Þetta rang- hermi lel jeg mjer skylt að leiðrjetta, vegna hinna fjöl- mörgu lesenda og aðdáenda Waerlands hjer á landi, sem mundu máske fá ótrú á jafn ágætri fæðu og mjólkurostur er ef tilbúningi J. Sæm. um þetta atriði væri látið ómótmælt. — W. talar víða um osta í bók sinni og mælir með þeim, þótt hann hafi mest dálæti á mysu- osti. T. d. segir hann neðst á bls. 125: „Með þessu er borðað hveitibrauð eða rúgbrauð úr heilmjöli með smjöri og osti — helst mysuosti“. Það er annars einkennilegt, að ritdómarinn, sem kveðst mundu þurfa að skrifa heila bók, ef hann ætti að hnekkja öllum staðleysum Waerlands, skuli þurfa að grípa til þess ó- yndisúrræðis, að búa til um- mæli, sem hvergi standa í bók- inni, og fordæma hana svo á þeim grundvelli. Og hann er lítið heppnari í viðureign ''sinni við „Bacillus Welchii“, sem Waerland segir að lifi á eggjahvítu og kolvetn- um. „Vesalings Waerland“ verð ur J. Sæm. að orði. „Hefði hann bara vitað, að Bacillus Welchii þrífst ekki á neinu nenia kolvetnum, og alls ekki á kjöti eða eggjahvítu . . .“ (auð- kent af B. L. J.). „Aumingja Jóhann“, má nú segja. Hefði hann bara haft vit á að spyrja sjer fróðari mann í þessum efn- um, t. d^ Sigurð H. Pjetursson gerlafræðing, þá hefði hann getað sannfærst um, að Bac- illus Welchii lifir einmitt bæði á eggjahvítuefnum og kölvetn- um og sparað sjer leiðindin af því að liggja þarna á sjálfs sín bragði/fyrir Waerland, við litlu minni orðstír en í viðureigninni við mjólkurostinn. ★ Jeg ætla ekki að fara að karpa við J. Sæm. um einstök atriði. þessa ritdóms. Til þess er tilgangur hans of augljós, sá að spilla fyrir bókinni og starfi fjelagsins í stað þess að- gagnrýna hana á heiðarlegan og fræðilegan máta. En með því samt að mjer virðist ritdómur- inn allur harla óljós og órökvís, vildi jeg mega biðja ritdómarann, í allri auðmýkt fyrir háskólamentun hans, að sýna mjer og öðrum fáfróðum leikmönnum það lítillæti sem ritdómaranum virðist vera í blóð borið, að gefa nánari skýf- ingar á eftirfarandi atriðum: 1. Hversvegna ver J. Sæm. svona löngu máli til að afsanna ummæli Jónasar Kristjánsson- ar í formála bókarinnar, um að Waerland hafa varið „allri starfsævi sinni“ til náms og rannsókna í heilsufræði. þegar W. segir einmitt sjálfur (Mat- ur og megin, bls. 130), að hann hafi verið rúmlega tvítugur, þegar hann* var kominn til Englands og heilsa hans tekin að breytast til batnaðar vegna þesg að hann breytti mataræði sínu og lagði niður kjöt- og fiskát, og Axel Borgbjærg segir (bls. 129), að hann hafi hætt við heimspekinám sitt í miðju kafi og farið að stunda læknis- fræði í Edinborg? T Hvar hefir W. sagt, að rojólkurostur sje óhollur eða „bannfærir hann sem eitur og krabbameinsorsök“? Hefir J. Sæm. þessi tvö atriði eftir öðr- um heimildum en bókinni, sem hann er að ritdæma, eða eru þau bæði tilbúningur ritdóm- arans? 3. W. heldur því fram, og jeg hefi sjeð hið sama fullyrt af ýmsum erlendum læknum, sem hafa sennilega engu minni há- skólamentun nje minna álit en J. Sæm., að botnlangatotan hafi þýðingu fyrir meltinguna. J. Sæm. segir hinsvegar, að þetta geti ekki átt sjer stað, vegna þess að „fæðan fer fram hjá henni“. Nú vil jeg spyrja: Sjer ekki J. Sæm„ hve hlægi- legan hann gerir sjálfan sig með svona röksemdarfærslu? Er hann að draga dár að les- endum með heilbrigða skyn- semi? Eða hefir allur háskóla- lærdómurinn — sem hann telur Waerland eiga alt það að þakka, sem hann fer rjett með í bók- inni — gert út af við alt sem heitir rökrjett hugsun hjá hon- um? Ef röksemdafærsla lækn- isins væri rjett, þyrfti fæðumaukið í skeifugörn- inni að taka krók á sig alla leið inn í gallblöðru, til þess að hún nái að verka á meltingu þess. Hefir J. Sæm. hvergi sjeð þess getið, að botnlangatotan gefi frá sjer .vökva, s em verki á fæðumáukið í ristlinum? 4. „Þessi bannfærði gerill, „Bacillus Welchii“, sem á að lifa í kjöti, eggjum og fiski, er „framar öllu í kynfærum kvenna“, (bls. 24), þótt ekki sje vitað, að þessi fæða liggi þar undir rotmin“, segir ritdóm arinn (auðkent af B. L. J.). Veit þá ekki sjálfur læknirinn, að iðulega er sægur af gerlum í kynfærum kvenna, einmilt samskonar gerlum og hafast við í ristlinum, og að þeir flytjast á milli á næsía einfaldan og auðveldan hátt? 5. Vill J. Sæm halda því frarn í fullri alvöru, að Waerland, Jónas Kristjánsson og skoðana- bræður hans telji rjett matar- æði eina skilyrðið fyrir fullkom inni heilbrigði, þannig að „ktæð leysi, örbirgð, heilsuspillandi íbúðir, manndrápsskilyrði á vinnustöðvum. geri ekkert til“ eða að óhætt sje að „hætta öll- um öðrum heilbrigðisráðstöf- unum, láta farsóttir leika laus- um hala, láta berklasmitun af- skiítalausa, óþarft að hugsa urn bættan húsakost“ o. s. frv.? — Þarf ekki meira en í meðallagi mikinn vilja til hártogana .til að draga slíkar ályktanir af bók sem auk mataræðis leggur mjög ríka áherslu á heilnæmt loft útivist, hreyfingu, böð, húð- ræstingu, þótt ekki sje rætt um hvern einasta þátt heilbrigðis- lífsins? 6. Waerland telur eðlilegt atf hafa hægðir oft á dag, a. m. k. eins oft og máltíðir eru margar. Kellogg, Lane og fjöldi annara þektra lækna eru honum sam- mála um þetta. Treystir J. Sæm. sjer til að fullyrða, að skoðanir þessara manna sjeu bábiljur einar og að mönnum sje eðlilegt og nægilegt að hafa hægðir t. d. einu sinni á dag? Er það nokkur sönnun, þótt meiri hluti lækna trúi þessu enn óg það sje máske kent í læknaskólum? Hafa ekki marg- ar staðleysurnar verið kendar þar? Og má ekki líta á það sem sterka stoð undir skoðun Waer- lands, að mikilsmetinn maga- lækriír danskur, Axel Borg- bjærg, aðhyltist kenningar Waerlands um þetta („Matur og megin“, bls. 132), eftir margra áratuga reynslu sem læknir, og er þar að auki svo ærlegur og svo laus við hroka og sjálfbyrgingsskap, að hanrr viðurkennir opinberlega, að hann hafi áður haft rangt fyr- ir sjer og skift um skoðun? 7. Fyrir hvaða flokk lesenda skrifar J. Sæm. ritdóm sinn: Fyrir óvita eða flón, sem eng- in skil kunna á rangri og rjettri hugsun? Fyrir lítilsigldustu les endur Þjóðviljans sem sækjast eftir mergjuðum og skrumkenct um ádeilugreinum, eða fyrir þroskaða og hugsandi menn, sem kaupa „Heilþr. Líf“ í því skyni að drekka þar í sig hlut- lausa og haldgóða fræðslu um heilbrigðismál úr penna ment- aðra og sannleikselskandi fræði manna? 8. Heldur J. Sæm„ að hann vinni landslýð gagn með skrif- um slíkum sem þessum og auki með þeim traust almennings á honum og stjettarbræðrum hans? ★ Jeg skal engu spá um fram- tíð náttúrulækningastefnuhnar og fjelagsins hjer á landi. En það þori jeg að fullyrða, að feng inni reynslu, að svona skrif verða henni ekki að falli. Fje- lagið telur nú um 1200 fjelaga, þar á meðal fjölda ágætra mentamanna og áhrifamanna og fólks úr öllum stjettum, og fer ört vaxandi. Og hreyfingm er orðin það öflug, að það þarf Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.