Morgunblaðið - 03.08.1944, Side 10

Morgunblaðið - 03.08.1944, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3. ágúst 1944. A\Y\ 13. dagur y Konungsdóttirin, sem ekki gat hlegið Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. Hún settist nú upp, þurkaði sjer um augun og leit í kring- um sig í herberginu. Svefnher- bergið á Astor gistihúsinu varð nærri því lítilfjörlegt við hlið- ina á þessu. Hjerna snjeru þrír gluggar móti suðri, og sá hún niður eftir öllu fljótinu, þegar hún leit út, og Catskills-fjallið sást óljóst í rökkrinu. Hún var á annari hæð, og komst seinna að því, að á þeirri hæð voru sex stór svefnherbergi, og herih ar herbergi var fyrir miðju, á suðurhliðinni. Húsgögnin voru úr dökkri valhnot, í gotneskum stíl, og gluggatjöldin voru blá, glitofin, eins og rúmábreiðan. Þvottaskálin og vatnskannan voru útflúruð með silfri. Eftir því sem Miranda leit betur í kringum sig, því betra varð skap hennar. Hugsa sjer, það var baðherbergi með silfurbað- keri hinum megin við ganginn! Og inn af herbergi hennar var ofurlítill skápur, sem bersýni- lega var ætlaður henni til eig- in nota. Hún hugsaði um allar ferðirnar til litla hússins, bak við runnana heima, og allt í einu kendi hún svo innilega í rjósti um þau öll. En hvað au vissu nú lítið um raun- verulega siðfágun! Þau kærðu Sig ekki einu sinni um að lifa öðru lífi en þau gerðu. Nema mamrria, hugsaði hún alt í einu. En hvað hún óskaði þess inni- lega, að hún væri komin hing- að líka! Hún tók nú kjólana sína upp úr tágakörfunni og hengdi þá inn í skrautlegan fataskáp. — Það voru þrír baðmullarkjólar. Hana langaði til þess að fara úr brúna merinó-kjólnum, sem henni fannst nú ótrúlega ljótur, en hún átti ekkert annað til að fara í. Baðmullarkjólarnir voru helmingi verri. Kvöldverðurinn var snædd- ur í þögn. Maturinn var mjög góður, en Miranda hafði enga matarlyst. Hún hafði ekki hug- mynd um, hvað hún átti að gera við alla þessa undarlega löguðu gafla og skeiðar, og hún var hálf hrædd við vínglösin, sem stóðu við endann á diskn- um hennar. Hún tók einu sinni sopa úr einu þeirra, vegna þess að Van Ryn hjónin gerðu það, og henni fannst hún vera bæði vond og óguðleg, þegar henni varð hugsað til föður síns. En þetta, sem var í glasinu, var súrt á bragðið, svo að hún laum aði því til hliðar, þegar hún hjelt að enginn sæi til sín. Nikulás, sem sat við annan endann á borðinu, sagði varla orð, nema til þess að spyrja hana um, hvort hana vanhag- aði ekki um eitthvað. Þetta gat varla verið sami maðurinn og skemtilegi fjelaginn, sem verið hafði henni samferða á skipinu. Jóhanna einbeindi líka allri athygli sinni að matnum, og það eina, sem hún sagði, voru einhverjar athugasemdir um hann. Þegar hún hafði troðið upp í sig síðasta bitanum af hunangskökunni, leit hún allt í einu á Miröndu. „Hvar er Ka- trín?“ spurði hún. „Jeg veit það ekki frú, því miður. Jeg hefi ekki sjeð hana ennþá“, svaraði Miranda óró- leg, og var að hugsa um, hvort hún hefði þegar brugðist skyldu sinni. Jóhanna hleypti brúnum. — „Þetta barn — hún er alltaf niðri hjá þjónustufólkinu. Nú, þegar þú ert komin hingað, vona jeg að þú getir haft ofan af fyrir henni hjerna uppi. Það var til þess, sem jeg- vildi fá handa henni fjelaga“. „Jeg mun reyna að gera mitt besta, frú“. Jóhanna leit óánægjulega á Miröndu. „Þú ert nú ekki eins og jeg bjóst við þjer, en jeg vona að þú sjert samviskusöm. Þú lítur út fyrir að vera það“, bætti hún við, með daufu brosi, og leit snöggt á Nikulás, sem ekki hafði litið upp. Síðan hóf hún sig upp úr stólnum og vaggaði yfir í stof- una við hliðina á borðsalnum. „Sendu ungfrú Katrínu inn til okkar, Tompkins“, sagði Nikulás, sem nú stóð á fætur og benti Miröndu að fara á eftir konu sinni, sem þegar hafði komið sjer fyrir í djúpum hæg indastól inni í hinni stofunni. Hún var eitt af þeim mörgu herbergjum, sem Miranda hafði ekki enn sjeð. Hún var kölluð >„rauða herbergið“, vegna þess að veggfóðrið og gluggatjöldin voru rauð, og hún var tiltölu- lega lítil, þar eð hún hafði til- heyrt gamla húsinu og Nikulás hafði ekkert látið breyta henni. I kringum arininn voru ennþá gömlu bláu og hvítu hollensku tígulsteinarnir, sem áttu að tákna sögu Adams og Evu og Syndafallsins. Húsgögnin voru mjög einföld. Fyrir utan borð- ið, sem stóð á miðju gólfi, voru þar aðeins þrír stólar og legu- bekkur og úti í einu horninu stóð gamalt harpsikord. í fyrstunni fannst Miröndu þetta herbergi heimilislegra og notalegra en hin herbergin, sem hún hafði komið inn í. Hún sat feimin úti í . horni hjá harpsikordinu. — Nikulás, sem sat og sneri baki við arininum, var niðursokkin í morgunblöð- in, sem hann hafði komið með. frá New York. Tíu kerti vörp- uðu vinalegri birtu um herberg ið. En þegar Miranda sat þarna, varð hún allt í einu gripin ein- hverri ónotalegri kennd, sem hún ekki gat greint, og um leið var eins og kuldahrollur færi um hana. Ætti jeg að biðja þau að kveikja upp, hugsaði hún með sjer, en vissi um leið, að hún myndi aldrei koma sjer að því. — Júní-kvöldið var hlýtt og hún sá stóra svitadropa glitra á enni Jóhönnu. Miranda hreyfði sig órólega í sætinu, og allt í einu. vissi hún, að þessi ónotakennd, sem hún hafi ekki getað greint áð- an, var blindur, heimskulegur ótti. Ótti við hvað? Hún vætti á sjer varirnar og leit í kring- um sig. Þar var ekkert að sjá, annað en vistlegt herbergið. — Hún neri saman höndunum, og bældi niður ákafa löngun til „Gott er það, lagsi“, sagði konungur, „en hræddur er jeg um að það gangi ekki sem best, þvi hjer hafa verið margir fyndnir og skemtilegir menn, sem hafa reynt við þetta, en hún dóttir mín blessunin, er eitthvað svo þung- lynd, að henni stekkur ekki einu sinni bros, — og hum, hum, þú veist hvernig fer fyrir þeim sem reyna ár- angurslaust“. En piltur hjelt að það væri ekki mikill vandi fyrir sig að leysa þessa þrekraun af hendi, því ekki væru þeir svo fáir, sem hann hefði komið til að hlægja, bæði háir og lágir, þegar hann var í herþjónustunni undir stjórn Fanti- fars hershöfðingja. Síðan steig hann upp á svalirnar undir glugga konungsdóttur og tók að herma eftir Fantifar hershöfðingja, er hann skipaði fyrir á heræfingunum. Og þótt það væri skringilegt, þá stökk konungsdóttur ekki bros. Þá komu böðlarnir, sem að vísu voru orðnir nokkuð þreyttir, en drógu þó ekki af þeim kröftúm, sem þeir enn höfðu við hýðinguna. Svo var piltur sendur heim og var ekki alveg eins gleiður, er þangað kom, eins og þegar hann lagði af stað. En þótt hann færi nú ekki meiri frægðarför, en þetta, þá vildi næstelsti bróðirinn endilega reyna hvað hann gæti, sagði sem svo, að bróðir sinn hefði aldrei fyndinn maður verið, og að sjer yrði ekki skotaskuld úr því að koma konungsdóttur til þess að skríkja svolítið. Hann var kennari og ákaflega skrítinn og undarlegur í fram- göngu. Fætur hans voru mislangir og þegar hann stóð í þann styttri, var hann eins og smákrakki, en er hann rjetti sig upp á lengri fótinn, varð hann eins og risi að hæð, en heldur ólánlegur. Og margt skemtilegt gat hann sagt. Þegar hann kom til konungshallar og vildi reyna að koma konungsdóttur til að hlægja, fanst konungi að það væri alls ekki víst, nema það gæti heppnast fyrir honum að kom^ hinni þunglyndu mey, dóttur hans, til að hlægja, „en fast skaltu verða hýddur, ef þú getur það ekki, við erum alltaf að verða harðhentari hjerna, eftir því sem fleirum mistekst“. Kennarinn tók sjer nú stöðu fyrir utan glugga konungs- dóttur og byrjaði á því að herma eftir sjö prestum og sjö hringjurum, og konungur hló svo mikið að honum, að þess að hlaupa út úr herberg- inu. Þá opnuðust dyrnar og lítil stúlka kom inn. Ótti hennar og kuldahrollur hurfu nú eins og dögg fyrir sólu. „Jæja, þarna értu væna mín“, sagði Jóhanna letilega. „Þú ert vond stúlka, að vera svona lítið uppi hjá mömmu“. Nikulás tók í höndina á barn inu og leiddi hana yfir til Mir- öndu. „Þetta er frænka þín„ Katrín". Stúlkan stakk fingrinum upp í sig og góndi á Miröndu, sem brosti og rjetti út hendurnar. Katrín var lík móður sinni. Hún var feitlagin, hár hennar var þunnt og ljósgult og aug- un lítil og litlaus. „Heilsaðu frænku þinni“, sagði Nikulás, og Katrín hlýddi. „Við verðum góðir vinir, er það ekki?“ sagði Miranda, og reyndi að draga barnið að sjer, sem streyttist á móti. „Jú, Miranda frænka11, svar- aði Katrín, án þess að brosa. „Má jeg fara og leika mjer við kettlinginn núna, mamma?“ spurði hún svo. „Já, ætli það ekki —“, byrj- aði Jóhanna önuglega, en litla stúlkan beið ekki eftir að heyra meira. Hún leit snöggt, og eins og hálf óttasleginn á föður sinn, og þegar hún sá, að hann skipti sjer ekkert af henni, flýtti hún sjer út úr herberginu frá móð- ur sinni, sem alltaf var óánægð og leiðinleg, og föður sínum, sem hún var hrædd við, niður í eldhús til Annetju, sem alltaf var góð við hana. Nikulás fylgdi dóttur sinni eftir með augunum, og Mir- anda sá, að þetta leiðinlega og óásjálega barn hafði valdið honum mikilla vonbrigða. — Hana gat þó ekki grunað, hve mikil og djúp þau vonbrigði voru. Jóhanna andvarpaði, og beygði sig yfir fangamarkið, sem hún var að sauma. Mir- anda sá, að það var fangamark Nikulásar, og hún sá einnig, að stafirnir voru allir skakkir og bognir. „Jeg get hreint ekki skilið“, sagð i Jóhanna, „hvers vegna Trina sækir svona til þjónustu- fólksins. Ekki getur hún haft það úr minni ætt, og ekki held- ur úr þinni, Nikulás, nema þá frá Gaansevants-fólkinu, sem var aðeins almúgafólk“. Miranda hrökk við og leit upp. Jóhanna hlaut að gera sjer grein fyrir, að með þessu móðgaði hún gest sinn, því að skyldleiki hennar við Van Ryn ættina var einmitt í gegn- um Gaansevants-fólkið. En þeg ar hún leit á Jóhönnu, varð hún rólegri. Það var auðsjeð á svip hennar, að hún hafði ekki haft neitt slíkt í hyggju, þegar hún sagði þetta. „Engum kemur í hug að ef- ast.um, að forfeður þínir hafi haft hreint höfðingjablóð í æð- um sínum, ástin mín“. Og aftur var eins og Miröndu fyndist Nikulás vera grunsamlega blíð ur í rnáli. Prestur einn endaði ræðu sína sunnudag nokkurn með því að segja: „Næsta sunnudag ætla jeg að ræða um lýgina og ósann- indamenn. Til þess að þið getið betur fylgst með og skiljið bet- ur það sem jeg segi, bið jeg ykk ur að lesa 17. kapítula Markús- ar-guðspjalls“. Næsta sunnudag byrjaði presturinn messu með því að spyrja: „Jæja, allir þeir, sem hafa farið að ósk minni og lesið 17! kapítula Markúsar-guðspjalls, bið jeg um að rjetta upp hend- ina“. Mikill meiri hluti þeirra, sem í kirkjunni voru, rjettu upp hendur sínar. „Þið eruð einmitt fólkið, sem jeg þarf að beina orðum mín- um til“, sagði prestur, „það er enginn 17. kapítuli til í Mark- úsar-guðsjalli“. ★ / „Ó, jeg get ekki lifað án yð- ar, fagra ungfrp. Viljið þjer gift ast mjer?“ „Góði maður, það er ekki nema vika síðan jeg hryggbraut yður!“ „Hamingjan góða, voruð það þjer?“ ★ Vegna misgánings fjekk fá- tækur verkamaður einu sinrii brjef, sem var ætlað frægum kvikmyndaleikara, sem nýlega var giftur. Þegar brjefið var opnað kom í ljós, að það inni- hjelt hótun um, að ef stór fjár- upphæð yrði ekki greidd þegar í stað, myndi konu hans verða rænt. Verkamaðurinn settist þegar niður, til þess að skrifa svar: „Kæri herra, jeg á ekki mikla peninga, en jeg hefi mikinn áhuga á uppástungh yðar“. V ★ Konan (grátandi): Veistu að vinnukonan okkar er vanfær?“ Maðurinn: „Hún um það“. Konan: „Mjer er sagt, að þú eigir barnið“. Maðurinn: „Jeg um það“. Konan: „Er ekki von mjer sárni?“ Maðurinn: „Þú um það“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.