Morgunblaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 8
8 Frá innrásinn! é Saipan Þessi mynd var tekin, er innrásarherir bandamanna voru á leiðinni til hinnar mikilvægu eyjar Saipan í Kyrrahafi. A þeirri ey höfðu Japanar mikla nýlendu og voru þar fjölmennir. BardagSrnir á eynni voru mjög harðir og tjón beggja mikið, en nú er vörn Japana á eynni að fuilu lokið og voru hinir síðustu króaðir inni í norðvesturliorni eyjarinnar. Engin skipuleg vörn Þjóðverja ú iretag- neskaga Sótt til Brest og Nantes London í gær, Einkaskeyti tíl Morgunblaðsins frá Reuter. BANDARÍKJAMENN, sem sækja fram á Bretagneskagaj mæta engri skipulegri vörn Þjóðverja þar um slóðir. en eiga hinsvegar stundum í höggi yið smáflokka þýskra hermanna. — Stefna nú fylkingar Bandaríkjamanna til þriggja mikilvægra borga, Brest; Nantes og St. Nazaire, en um St. Malo er nú bar- ist. Austar hafa Bretar náð aftur Evrecy? en breytingar hafa orðið fremur litlar þar. forseti kvelor Akureyringa Frá frjettaritara vorö'm á Akureyri. — I.augat - daginn 5. ágúst. daginn 5. ágúst. Klukkan 11 f. h. í dag lagði forseti af stað frá Akureyri með varðskipinu Ægir. Áður hafði fjöldi fólks safnast saman á bryggjunni, þar sem skipið lá við festar. Bæjarfógeti. bæjar- stjóri og bæjarstjórn var mætt. Lúðrasveit Akureyrar ljek rsokkur lög. en mannfjöldinn fcvaddi forseta með ferföldu húrra-hrópi, en forseti þakkaði og bað Akureyri lengi lifa. Á meðan skipið lagði frá landi ljek lúðrasveitin þjóðsöng inn. Þess má geta til viðbótar frjettum frá Akureyri í blað- inu í gær, að Sigurður Guð- mundsson. skólameistari, hafði boð inni fyrir forseta meðan liann dvaldi á Akureyri. Jakob SigurSssoíi frá Veðramóti lýkur dokíorsprófi vesfra Jakob Sigurðsson frá Veðra- rnóti hefir nýlega lokið doktors prófi í matvælaiðnfræði við The Massachuseths Institute of Tecbnology í Boston í Banda- ríkjunum. Jakob sigldi sumarið 1036 með styrk úr Kanadasjóði til náms í efnafræði og fiski- iðnfræði við Torontoháskóla í fT.anada og lauk hann prófi það an, — Bachelor of Scince, árið 1940 með mjög lofsamlegum vítnisburði. Ári síðar lauk hann rneistaraprófi (M. Sc.) í fiski- iðnfræði við Dalhousie háskóla i Halif jx, Canada. Árið 1941— 1942 var hann ráðinn starfs- maður við Tilraunastöð í fiski- fræði, sem Kanadastjórn starf- rækir í Halifax. Árið 1942 rjeðist hann til The Massachusetts Institute of Technology í Boston, en það er talinn besti verkfræðingaskóli Bandaríkjanna. Hefir Jakob unníð þar að rannsóknum á matvælaiðnfræði síðastliðin tvö ár, þar til hann lauk þar dokt- orsprófi (Doctor of Philosop- hy) fyrir skemstu. Hann hefir unnið að tilraunum með nú- tima geymsluaðferðir á matvæl um, áðallega fiskiafurðum þ. e. hraðfrystingu, þurkun og nið- (írsuðu. I sumarleyfum sínum hefir li.ann jafnan unnið að fisk- og síldarverkun á ýmsum stöðum, víðsvegar í Kanada og Banda- ríkjunum. Jakob Sigurðsson ráðgerir að koma heim til Islands á næsta bausti. Er gott til þess að vita að vjer fáum hingað mann með bestu fáanlega mentun og' æf- iogu í þessari iðngrein-, sem er svo þýðingarmikil hjer á landi. London: Svifsprengja fjell til jarðar á grasflöt fyrir framan .sjúkrahús eitt hjer, fyrir nokkru. Hrundi framhlið bygg ingarinnar að nokkru leyti, en glerbrotum og steinflísum íigndi yfir sjúklinga og starfs- fóík, en ekki meiddist nokkur n laður. Þegar síðast frjettist hafði ekkert dregið úr sóknarhraða Bandaríkjamanna á Bretag- neskaganum og nálguðust þeir óðfluga borgirnar Nantes og St. Nazaire, en ein fylking- in sækir fram beint norðvest- ur skagann og stefnir til herskipahafnannnar frægu, Brest, Þ.jóðver.jar vcrjast af hörku í St. Malö, en búist er við að" borgin falli bráðlega, og er hún nú þvínær nmkringd. Hafa Bandaríkjamenn getað sétt lengra fram með strönd- inni. Við Omefljót Þar hafa breytingar ekki orðið miklar, fremur en fyrri daginn, eu þó hafa Bretar unnið nokkuð á sumsstaðar, en Þjóðverjar verjast þarná altaf af jafnmikilli hörku og auðsýnt að þeir ætla að halda stöðvum þarna í lengstu lög., Bretar hafa nú náð aftur1 þorpinu Evreey, sem mikið hefir verið barist um, en í Vire verjast Þjóðverjar stöð- ugt og eru háðir harðir bar- dagar í bænum. Kveðja frá íslendingum í Oslo Frá utanríkisráðuneytinu hefir blaðinu borist eftir- farandi frjett: Frá Guðna Benediktssyni, formanni íslendingafjelagsins í Oslo; hefir þessi kveðja borist; dagsett í Oslo 17. júní: );íslendingar og Norðmenn^ sem mættir eru til að hylla 17. júní og hið nýja sjálfstæði Is- lands, senda landi og þjóð kær- ar kveðjur og heillaóskir. Lifi ísland — lifi frelsið“. Beaverbrook gefur gjafir. London: Beaverbrook lávarð ur gaf nýlega 1000 pund sterl- ing í sjóð þann til hjálpar Kín- verjum, sem safnað hefir verið af frú Stafford Gripps. Við þessa gjöf komst sjóðurinn upp í 195.000 pund. Lögregluvarslan á Þingvöllum MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það í gær hjá lög- reglústjóra, hvernig væri hátt- að lögregluvörslu á Þingvöll- um. Fekk blaðið um það mál eftirfarandi upplýsingar: Lögregla er á Þingvöllum um allar helgar yfir sumar- mánuðina. Fer hún til Þing- valla kl. IV2 á laugardögum og kemur heim á mánudags- morgna eða seint á sunnudags kvöldum^ ef lítið er um að vera. Er venjan að senda þrjá lög- regluþjóna til þessarar gæslu og er einn á mótorhjóli. Einnig er lögregla á staðnurfl frá setu- liðinu um allar helgar. Um þessa helgi verður lög- regluvarsla á Þingvöllum aukin til muna og verður hún á staðn um fram yfir frídagana. Það út af fyrir sig er gott og blessað, að hafa lögregluvörslu á Þingvöllum um helgar. en það nægir ekki. Lögregla á að vera þarna alla daga yfir sumarmán uðina. Engir verkamenn frá Eire. London: Margir írskir land- búnaðarverkamenn hafa venju lega farið til Bretlands til upp- skeruvinnu á sumrin, en nú er ekki búist við að neitt verði um þetta. Eiiæ hefir sjálft þörf fyrir alla sína landbúnaðar- verkamenn. Vegna hafnbanns þess, sem sett hefir verið á landið, hefir þar verið tekið af- armikið land til ræktunar og er frekar að íra vanti vinnuafl, en geti látið það í tje. Sunnudagur. 6. ágúst 1944, 219. ðagur ársins. Árdegisflæði kl. 7.45. SíðdegisflæSi kl. 20.05. Ljósatími ökutækja frá kl. 23.10 til kl. 3.55. Helgidagalæknir er Eyþói’ Gunnarsson, Miðtúni 5, sími 2111 Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki. Næturakstur annast Bs. íslands sími 1540. Messur í dag: Dómkirkjan kl. 11 f. h. Sjer^ Friðrik Hallgrímsson. Grímur Jónsson, Sandvík á Miðnesi er sjötugur n. k. mánu- dag, þ. 7. þ. m. 40 ára er í dag Þórarinn Vil- hjálmsson, Lokastíg 28 A.. Starfsi maður hjá Slippfjelaginu í Rvík. Brandur Jónsson hefir verið sett ur forstöðumaður Málleysingja- skólans í Reykjavík frá 1. sept. n. k. að telja, en frú Margrjeti Rasmus hefir verið veitt lausn frá starfinu, sem hún hefir rækt af mikilli prýði um margra ára skeið. Brandur er frá Kollafjarð arnesi í Strandasýslu, sonur sr. Jóns Brandssonar prófasts þar. Brandur er stúdent, en hefir auk þéirrar mentunar stundað sjer- nám í málleysingjakenslu I Berlín, Kaupmannahöfn og Nort hampton í Massachusetts. Búrhvelið, sem getið var í blað inu í gær, rak á Þykkvabæjar- fjöru í Landbroti, en ekki Álfta- veri. Stafaði missögnin af mis- heyrn í síma. ÚTVARPIÐ f DAG: 8.30 Morgunfrjettir. 11.00 Messa í Hallgrímssókn (sr. Sigurbjörn Einarsson). 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar (plötur) a) Tríó eftir Bach-Casella. b) Tríó í G-dúr eftir Haydn. c) Kvartett nr. 21 í D-dúr eftir Mozart. d) Kvartett, Op. 95, í f-moll, eftir Beethoven. e) 15.00 Sönglög eftir Richard Strauss. 19.25 Hljómplötur: a) „Galdra- neminn“ eftir Dukas. b) „Bo- lero“ eftir Ravel. 20.20 Einleikur á cello (Þórhall- ur Árnason): Sónata í g-moll eftir Marcello. 20.35 Erindi: Horft um öxl og fram á leið I. (Brynleifur Tob- íasson mentaskólakennari). 21.00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.15 Upplestur: Úr kvæðum Guðmundar Friðjónssonar (Jón Norðfjörð leikari). 21.35 Hljómplötur: „Ameríku- maður í París eftir Gershwin, 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 8.30 Morgunfrjettir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30— 13.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög leikin á bíó-orgel. 20.30 Dagskrá Verslunarmanna- fjelags Reykjavíkur: Ávorp og ræður: (Hjörtur Hanson, kaup maður, Konráð Gíslason kaup- maður). Einsöngur (frú Elísa- bet Einarsdóttir). — Útvarps- hljómsveitin. 21.50 Frjettir. Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á ÞRIÐJUDAGINN: (8. ágúst). 8.30 Morgunfrjettir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30— 16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Barátta Germana og Slava um Evrópu, I. (Sverr ir Kristjánsson sagnfræðingur) 21.55 Hljómplötur: a) Kvintett eftir d’Indy. b) Inngangur og Allegro eftir Elgar. c) Kirltju- tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.