Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 10. ágást 1944. Frú Sigríður Sigfús- dóttir frá Arnheiðar- stöðum í DAG fer fram að Hólum við Kleppsveg húskveðja við burt- flutning jarðneskra leifa frú Sigríðar Sigfúsdóttur frá Arn- heiðarstöðum í Fljótsdal; en hún andaðist á Landakotsspít- ala hinn 1. ágúst síðastliðinn; eftir stutta legu; og verður nú flutt austur í Fljótsdal og verð- ur jarðsett að Valþjófsstað. Sigríður sálaða hefir nú dval ið hjá sonardóttur sinni Sigríði og manni hennar Ásbirni Guð- mundssyni að Hólum; siðan hún brá búi að Arnheiðarstöðum fyr ir nokkrum árum; og notið þar hinnar ágætustu umönnunar bæði sinnar nánustu og allra þar í húsinu, enda var hún á- kaflega þakklát öllum í því húsi fyrir hið hlýja viðmót, er henni var altaf sýnt af öllum. Með Sigríði er enn ein hinna austfirsku kvenskörunga flutt yfir landamærin til hinna full- komnari sviða, hvar fjöldi ást- vina hefir óefað fagnað komu hennar; hinnar ástkæru eigin- konu og móður; en hún hafði mist tvo eiginmenn og 5 börn. Þrjú á æskuskeiði en tvær efni- legar uppkomnar dætur( svo lífið hafði ekki ætíð leikið við hana sjeð frá okkar jarðnesku sjónarmiðum; en allar sínar þungu sorgir, bæði manna og barnamissinn bar hún með stakri stillingu og kjarki; sem sönn hetja. Við minnumst þess með hlýj- um hug; hve gott var að koma á heimilið hennar hve rausnin J og myndarskapurinn var mikill og hve aðsópsmikil og glaðvær húsfreýjan var; þar sem hún gekk um beina gesta sinna( enda var Sigríður afburða fríð- leiks kona og tíguleg. Sigríður var mjög vel gefin til sálar og líkama. Hún var mjög bókhneigð og fylgdist vel með öllum andlegum og verk- legum framförum allt til hins síðasta, enda sálarkraftarnir al gerlega óskertir til hins síðasta, þrátt fyrir hinn háa aldur. 88 ár. Söngelsk var hún mjög og var því oft tekið lagið á Arn- heiðarstöðum þegar gestir og heimafólk safnaðist að orgel- inu. Búkona var Sígríður í besta lagi; enda bjó hún við góð efni. Það sem mjer fanst sjerstaklega undravert í fari Sigríðar sál. var; með hve miklum og lif- andi áhuga hún fylgdist með öllum nýjungum hvort sém var á andlegu eða verklegu sviði og þessi áhugi dvínaði ekki; þó ald urinn færðist yfir hana. f Sjerstaklega hafði hún þó áhuga fyrir allri ræktun og hí- býlafegrun, og er skrúðgarður- inn á Arnheiðarstöðum sjerstak lega fallegur minnisvarði henn ar. en í honum vann hún hverja stund sem hún gat af- lögum fengið frá önnum heim- ilisins; sem ætíð var stórt og umfangsmikið og oft allgest- kvæmt. Áhugi hennar fyrir trjá j og blómarækt var svo lifandi, að einsdæmi voru á þeim tím ; um sem hún byrjaði á trjárækt og blómarækt, enda þekti hún jvíst allar íslenskar jurtir og j safnaði þeim í garðinn sinn. og gaman var að dvelja þar stund I með henni og heyra lýsingu |hennar; og sjá með eigin aug um( hvernig hinar íslensku jurtir gerbreyttust við það að koma í ræktaða jörð og njóta aðhlynningar hennar. Nú verða jarðneskar leifar þínar; kæra Sigríður; fluttar heim í sveitina þína til að hvíl- jast við hlið allra hinna mörgu j ástvina; sem farnir eru yfir landamærin á undan þjer. og jbúið þjer fagran dvalarstað þar og við sem nú dveljumst fjarri 1 æskustöðvunum •— sveitinni okkar fögru — fylgjum þjer i anda til hins hinsta jarðneska hvílustaðar, en við vitum líka að þó duftið hverfi til jarðar- innar; þá lifir andinn að eilífu. Því kveðjum við þig; þínir mörgu vinir og frændur, ekki í sorg. heldur sannarlegri gleði og samfögnuði yfir að þú skul- ir nú vera laus við hinar jarð- nesku viðjar og vera komin á annað fulkomnara stig lífsins; þar sem hin þróttmikla sál þín fær tækifæri til að þroskast til þess fullkomleika sem oss öll- um er búinn og þú hafðir í svo ríkum mæli skilyrði til að taka á móti. Guð blessi þig að éilífu. P. Þ. G. Harðar árásir á Þýskaland og Ung- verjaland í gær London í gærkveldi: — Um 500 amerískar sprengju- flugvjelar rjeðust í dag á járn- brautarstöðvar í Stuttgart og Saarbrúcken. Lentu þær í loft- orustum og skutu niður 30 þýsk ar flugvjelar, en sjálfir mistu Bandaríkjamenn þarna 18 stór ar sprengjuflugvjelar og 2 or- ustuflugvjelar. Sumar flugvjel- anna geru atlögur að járnbraut arlestum á ferð. Þá rjeðust flugvjelar frá ítal íu til atlögu að olíuhreinsunar stöðvum nærri Budapest. Einn ig þar kom til loftbardaga. Moíaða blikkbrúsa ******* 1 kaupir I j VerzEun 0. Ellingsen hl | <®x$x^$x$>@*3x£<®x$>$x^<£<SxíxS^x^@K$<$<Sx^<gx^$x^<£<3x$xíx$x£<í~$K^xSx®><$*$x£<$><$xíS> Frjeftir frá í. S. í. Sambandsstjórnin hefir stað fest eftirtöld mett Langstökk 6.86 m., sett af Olíver Steini Jóhannessyni, Fimleikafjelagi Hafnarfjarðar. Kúluvarp betri handar 15.50 m. og einnig samanlagt 26.78 m., bæði metin sett af Gunnari Huseby, 1 Knattspyrnufjelagi Reykjavíkur. 400 m. hlaup 42.3 sek., sett af Kjartani Jóhannessyni, í- þróttafjelagi Reykjavíkur. Þorgeir Sveinbjarnarson frá Laugum hefir verið ráðinn framkvæmdastjóri sambands- ins til eins árs. Eitt fjelag, Skylmingafjelag Reykjavíkur, hefir gengið 1 sambandið. Form. þess er Hörð ur Ólafsson. Fjelagið er nýlega stofnað. Stjórn í. S. í. 17.000 fóru. Vandað íveruhús til sölu á Eyrarbakka. Upplýsingar gefur | ÞORÐUR JONSSON Fjelagsprentsmiðjunni. Þvottapottar emaileraðir fyrirliggjanöi. Sighvatur Einarsson & Co. Garðastræti 45. — Sími 2847. London: í gær fóru 17.000 konur og börn hjeðan úr borg- inni. Þetta fólk mun dvelja um- hverfis Birmingham og jafnvel í þeirri borg sjálfri. A AA «•. A .»■ .»■ .<■ .♦. .♦. .♦. .♦. .♦. ■«. .♦. .♦. ♦. .♦. ♦ ♦ .♦. Best að auglýsa í Morgunblað inu f i FRANZ WERFEL ur Óður Bernadettu er falleg saga. Hún býr yfir þeirri sterku og heillandi fegurð, sem sprottin er af sönnum skiln- ingi á óendanlegum margbreytileika mannssálarinnar og sameiningunni við hana. Hún myndi vera dásamleg á öll- um tímum. Á þess- um tímum býr hún yfir töframætti. Enskur bókmentafræðingur sem skrifaði um bókina. er hún var nýkomin út, sagði meðal annars: „Franz Werfel hefir hjer ekki aðeins skrifað óvenjulega bók, heldur, eftir því sem jeg best veit, bók, sem á sjer ekkert fordæmi. Það má segja að bók þessi sje hið undraverðasta af undrunum í Lourdes“. — Oður Bernadettu nær til hjarta hvers einasta manns. % ♦'* % •> t t t t I V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.