Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 6
6 M0RG0NBLAÐI6 Fimtudagur 10. ágúst 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrg?Sarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabðk. Skipulögð herferð ANNAÐ STÆRSTA verklýðsfjelagið á landinu, Verka- mannafjelagið Hlíf í Hafnarfirði, hefir ákveðið að segja upp samningum. Fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla inn- an fjelagsins um það, hvort segja skyldi upp samningum eða ekki. Úrslitin urðu þau, að alls voru greidd 283 at- kvæði og voru af þeim 231 með uppsögn, 51 á móti, en einn seðill var ógildur. Hefir því orðið mikill meirihluti með uppsögn samninga, en þeir renna út 10. september næstkomandi. ★ Þegar kaupdeila Dagsbrúnar stóð hjer yfir síðastliðinn vetur, voru kröfur fjelagsins m. a. reistar á því, að kaup verkamanna við suma vinnu í Hafnarfirði (bryggju- vinnu o. fl.) væri hærra en hjer í Reykjavík. Þetta töldu Dagsbrúnarmenn ósanngjarnt. — Ekki er ósennilegt, að sáttanefndin, sem starfaði að lausn þeirrar deilu hafi verið sömu skoðunar og sættir því tekist með þeim forsendum að hjer væri verið að koma á jöfnuði. Líkur benda einnig til þess, að ríkisstjórnin hafi litið eins á málið, því að á meðan verið var að reyna að koma á sættum í deilunni, lýsti ríkisstjórnin yfir því, að hún teldi sjálfsagt að verð- lagseftirlitið tæki til greina kauphækkun, sem atvinnu- rekendur kynnu að ganga að. En nú er Hlíf farin á stúfana á ný. Ekki er vitað, hvaða kröfur fjelagið ætlar að gera. Þó er víst enginn í vafa um, að enn verða auknar kröfur gerðar til atvinnurekenda. Og takist Hlíf að fá kaupið hækkað, skapast þar með ný átylla fyrir Dagsbrún, að segja upp samningum og krefj- ast nýrrar jöfnunar við hafnfirska verkamenn. Hjer er því svikamyllan í fullum gangi. ★ Hvenær skyldu augu verklýðsleiðtoganna opnast fyrir því, að með slíkum aðferðum eru þeir.beinlínis að grafa undan sinni eigin framtíð. Því að það hlýtur þessum mönnum að vera ljóst, að þegar stríðinu lýkur — og það getur orðið fyrr en varir — þá er ekkert upp á að hlaupa með atvinnu, nema til íslenskra atvinnurekenda. — Þá verður ekki nein vinna hjá setuliðinu, sem býður verka- mönnum nú í augnablikinu miklu betri kjör en fáanleg eru hjá íslenskum atvinnurekendum. Með þessu er verið að grafa undan íslenskum atvinnurekstri. Þó er ekki vit- að, að íslenska ríkisstjórnin hafi gert minstu tilraun til að koma hjer á jöfnuði. Þó liggja hjer rætur meinsemd- anna. Vera má, að þeir sem verklýðsfjelögunum stjórna, hafi annað og stærra í huga en það eitt, að bæta kjör hinna vinnandi stjetta. Þeir beinlínis stefna markvíst að því, að koma íslenskum atvinnurekstri á knje, til þess síðar meir að byggja upp sósíaliskt þjóðskipulag á rústunum. Ef að það er þetta, sem vakir fyrir leiðtogunum, ættu verkamenn vel að athuga, hvar þeir eru á vegi staddir, áður en lengra er haldið. Verkamenn geta verið þess full- vissir, að þjóðnýttur atvinnurekstur verður hvergi starf- ræktur til lengdar með hallarekstri. En þegar svo er kom- ið, að halli verður á þjóðnýttum rekstri, verður það ekki hlutskifti verkamanna að ákveða kjör sín með frjálsu sam- komulagi. Þá verður það hið opinbera valdboð, sem fyrir- ■ skipar. ★ Leiðtogum sósíalista er að sjálfsögðu frjálst, að halda fram þjóðnýtingunni. En þær umræður eiga að fara fram á hinum pólitíska vettvangi. Svo er það verkamanna og annara þjóðfjelagsþegna, að velja eða hafna. Hin aðferðin. sem nú er beitt, að grafa undan atvinnu- rekstrinum, vegna þess að hann er í einkarekstri, hlýtur fyrst að bitna á verkamönnum sjálfum. Með því er vit- andi vits verið að skapa atvinnuleysi og eymd í þjóðfje- laginu, sem þó hefir alla möguleika til þess að tryggja fólkinu glæsilega framtíð. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Þá var mikil húsnæðisekla í bænum eins og nú. Um þetta segir m. a. í Morgunblaðinu: 21. ágúst. ,,Það mun nú láta nærri, að um 40 hús sjeu í smíðum í bæn ufn, flest fremur lítil, aðeins handa einni eða tveim fjöl- skyldum, en einstaka stærri. Ekki bætir það úr vandræðun- um að fullu, og það er ekki ann að fyrirsjáanlegt, en bærinn sjálfur verði að reisa bráða- birgðaskýli fyrir 20—30 fjöl- skyldur, svo sem hann hefir áð ur gert við Laufásveginn, hinn svokallaða Suðurpól". ★ Hús voru þá í geypiverði. „Verðið á húsum hjer í bæ er orðið svo hátt, að það liggur við að menn geti talað um ok- ur. Fyrir húskofa, sem virtur er til brunabóta á 6.000 krón- ur rúmar og eigi fylgir nema dálítill kálgarð.ur, var um dag inn krafist 42 þús. króna. Hús sem áður voru föl fyrir 18—20 þús., eru nú seld fyrir 50—60 þús. krónur“. ★ _ __________ Þá veiddist lítið af síld. 22. ágúst. „Síldveiðin hefir gengið mjög tregt síðastliðna viku, sama sem ekkert borist á land, hvorki fyrir vestan nje norðan. Storm ar hafa hindrað veiðina, skipin orðið að liggja á höfnum inni, flest. Við Isafjarðardjúp hyggja menn, að als sjeu komnar á land um 50 þús. tunnur“. -k _ 22. ágúst. „Jón Jónsson. Maður nokkur kom á rakarastofu hjer í bæn- um fyrir ekki löngu síðan. Voru þar sex menn fyrir. En svo skringilega vildi til, að allir hjetu þeir Jón, og enn skringi- legra var hitt, að allir voru þeir Jónssynir. Og þó eru menn að segja, að ættarnöfn sjeu óþörf“. ★ Þá þótti mörgum bifreiða- stjórar klaufskir við akstur. 23. ágúst. „Síðdegis í dag vildi það slys til, að bifreið var ekið á gam- almenni neðarlega á Laugaveg- inum. Datt maðurinn og meidd- ist víða, en hvergi mun hann þó hafa brotnað. Náðist strax til læknis, og fór hann með mann- inn vestur í spítala og saumaði saman mestu sárin. — Væntan- lega fer lögreglan nú að gera betri gangskör að því en hing- að til, að bifreiðastjórum hald ist ekki uppi að limlesta fólk. Slysin eru orðin svo tíð, að það má til að taka í taumana. ★ Þá hafði orðið bagaleg bilun á sæsímanum. 23. ágúst. „Sæsíminn er nú um það bil að komast í lag. Aðgerðarskip- ið hafði náð báðum endum sím- ans upp í gærkvöldi og ætlaði að bíða eftir birtunni í morg- un til að tengja þá saman. Mun því sambandið verða komið á fyrir hádegi í dag“. ★ Þá vildi samgöngumálanefnd Framhald á 8. síðu. Fjær og nær Framh. af bls. 2. ólfs Rjaniasonar hefir árum saman hamast á því, að stór_ , atvinnurekstur í höndum ein- I stakra manna væri íslensku þjóðinni óhollur. Þessum á- róðri hefir sjerstaklega verið | beint gegn útgerðarfjelaginu jKveldúlfi. Hvað eftir anriað hefir verið reynt að hindra rekstur fjelagsins með lög- gjöf. Er í því sambandi ó- 'þarft að rifja upp þegar fyr- j irskipa átti með sjerstökum lögum, að fjelagið skyldi gert gjaldþrota. Nóg er að minna á það, að á þinginu fyrri hluta ársins 1943 setti sameinuð hersing Framsóknar, Alþýðu- flokks og kommúnista inn í frv. til laga um dýrtíðarráð- stafanir, að ekkert útgerðar- fjelag mætti njóta hlunninda fyrir stærri nýbyggingar- sjóð en eina miljón krón'a. Nú kostar einn nýr togari sjálfsagt nær tveim miljónum en einni. Vera kann að það' verð Jækki eitthvað. Öllum var þó ljóst, að þessar hömlur á nýbyggingársjóðnum þýddu í raun og veru hið sama og bann við því, að hvert fje- lag ætti meira. en einn togara. Jlitt var torskildara, hvernig þetta bann gegn stórum út- gerðarfjelögum átti að draga úr dýrtíðinni. Að því sinni .tókst og að fá þetta bann felt niður. En stuðningsmenn þess fitjuðu upp á sama eða, svipuðum leik strax á næsta þingi. Atvinnurekendur verða, þess vegna að vera við því búnir að starfserni stórra út- gerðarfjelaga verði með öilu hindruð af skattalöggjöfinni. Það hefði því mátt ætla. að vinstri fylkingin hefði giaðst, þegar Kveldúlfur fór að selja skip sín. Slíkur samdráttur fjelagsins hlaut að vera ó- hjákvæmileg afleiðing af hinni rauðu skattastefnu og vaka fyrir frumkvöðium hennar. En í stað þess að gleðjast er hafin _ ný árás á fjelagið. Nú fyrir, að það ætli að verða of lítið og vilji taka peningana úr útgerðinni. Þessu er blákalt haldið fram, þótt allir viti, að með sölu togaranna eru nýir peningar einmitt dregnir inn í útgerð- ina frá kaupendunum, og Kveldúlfsmenn geta eigi náð eyri úr útvegnum með söl- unni, því að andvirði skip- anna stendur inni f fjelaginu. Ef þá peninga á að taka úr útvegnum verður að borga mestan hluta þeirra í skatta. Vilji eigendurnir halda þeim verða þeir að verja þeim til útgerðar með einhverjum hætti. Mun og ekki af veita, því að vitað er, að fyrir ein- um nýjum þarf andvirði margra gamalla togara. Er eignarskatturinn hærri á Ásvallagötu en í Tjarnargötu? Tíminn er öðru hvoru að bera saman útsvörin í Reykja- vík og Akureyri. Samanburð- ur þessi er með sama hætti og blaðið fullyrti, að eigna- skatturinn væri hærri á Ás- vallagötu en í Tjarnargötu, vegna þess að Eysteinn Jóns- son, sem býr á Ásvallagötu borgar 28 kr. í þann skatt en ITermann Jónasson í Tjarnar- götunni ekki neina 19 kr. Skatturinn er auðvitað jafn, hár á báðum stöðum. Annar maðurinn aðeins efnaðri en hinn. Svipað er um Reykja- vík og Akureyri. Útsvör eru að vísu lægri á mann á Akur- eyri en í Reykjavík. En samt er útsvarsstiginn lægri í Reykjavík en á Akureyri. Hjón með 1 barn og 15 þús- und króna tekjur borga t. d. í Reykjavík 715 kr. en á Ak- ureyri 770 kr. Ef þau eiga 5 börn borga þau í Reykjavík aðeins 165 kr. en á AkUreyri, 240 kr. Ástæðan til þess, að jafnaðaruppliæðin á mann er engu að síður lægri á Akur- eyri er sú, að Akureyringar eru ekki eins tekjuháir og, Reykvíkingar. Skatt-upphæð- in á fátækan mann er lægri en á efnaðan, alveg eins og Hermann borgar lægri skatt en Eysteinn af því að sá fyr- nefndi er fátækari en hinn. ÓÐUR BERNADETTU. Nú er komin út á íslensku bók, sem mjög hefir verið umtöluð er- lendis á undanförnum árum. Það er bókin Óður Bernadettu (The Song of Bernadette) eftir Franz Werfel. Nærri þrjú ár eru liðin síðan bókin kom fyrst út á ensku, og lengst af þeim tíma hefir hún selst best allra bóka, og munu það vera nærri einsdæmi, Höfundurinn var að flýja frá Evrópu, eins og fjölda margir rithöfundar aðrir. Hann dvaldi nokkrar vikur í hinni gömlu frönsku borg Lourdes. Þar tók hann þá ákvörðun, að ef hann kæmist heill á húfi undan, skyldi hann færa þakk- arfórn, með því að semja skáld sögu, sem væri bygð á ævisögu Bernadettu, fátæku bændastúlk unnar, sem fyrir áttatíu árum vitraðist ósegjanlega mild og fögur mær við lindina í Lour- des. Margir erlendir bókmenta fræðingar hafa ritað dóma um bók Werfels, og lofað hana mjög. Þeir telja hana lifandi frásögn, þrungna næmri tilfinn ingu og gletni, sem stígur eft- ir því sem líður á bókina, en að alt beri að sama brunni: ást- inni til mannanna. Þessarar bókar verð'ur nánar getið síðar. Strætisvagnabí!- sljórar segja upp ALLIR bifreiðastjóraT „Strætisvagna Reykjavíkui’ h. f.“ hafa sagt upp störfum frá 20. ágúst n. k. að telja. Bifreiðastjórarnir vilja fá grunnkaup hækkað úr 450 kr. í 550 kr., en stjórn „Strætis- vagna Reykjavíkur h.f.“ taldi sig ekki geta orðið við þeirri kröfu, meðan ekki væri vitað, hvort bærinn myndi taka að sjer rekstur strætisvagnanna, en bæjarráð hefir haft það mál til athugunar um nokk- urt skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.