Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 12
12 Stúdeniar yilja að hermönnum sje bönnuð dvöl á Þingyöllum Á FUNDl! Stúdcutaráðs Háskólans í gær, var ein- róma samþykt eftirfarandi álvktun: ,,Þar sem mjög hefir borið á því, að dvöl erlendra manna á Þingvöllum setti annan SA'ip á þann fornhelga sögustað en samrýinst geti þjóðar- heiðri og siðferðisvitund Is- lendinga, þá skorar Stúdenta- ráð Iláskóla Islands á ríkis- htjórnina að fá þvi framgengt við stjórn hinna erlendu herja. sem hjer dvelja, að hermönnum verði bönnuð dvöl á Þingvröllum“. JHtotgttttþUt Þessi selti líka met. Handknatfleiks- mát karla hetsl í kvöld í KVÖLD kl. 8 byrjar á í- þróttavellinum handknattleiks- mót karla, kept með -11 manna liðum. Fjögur fjelög, Ármann, Víkingur, Valur og Haukar frá Hafnarfirði taka þátt í kepn- inni. Tveir leikir verða háðir í kvöld. Keppa fyrst Ármann og Víkingur, síðan Haukar og Val- ur. Hvor leikur stendur í eina klukkustund. Þetta mót er nú háð í fjórða skifti. Hefir Valur unnið tvisv- ar, en Víkingur einu sinni. — Eins og kunnugt er, er hand- knatíleikur hin fallegasta og skemtilegasta íþrótt, en það hefir'mjög háð honum, að eng- ir æfingavellir hafa verið fyrir handknattleiksmenn og því erf- itt mjög með æíingar allar. Á þessu móti verða háðir alls sex leikir. Hinir fjórir munu að líkindum fara fram næstkom- andi föstudags- og mánudags- kvöld. Glímufjelagið Ármann sjer um mótið. Flugkona fullkomn- aði svifsprengjuna London i gærkveldi: — Þýska frjettastofan segir frá því í dag, að það hafi verið þýsk flugkona, Hanna Reich, sem mest hafi unnið að því að fullkomna svifsprengjuna, hið nýja þýska vopn. Segir frjetta- stofan ennfrerúur, að tilraunir í þessa átt hafi byrjað árið 1942 og xviynst afar erfiðar að ýmsu leyti, hafi meðal annars þurft að fljúga sprengjunum lengi vel meðan verið var að full- komna þær og hafi Hanna Reich gert það. — Hún er nú kapteinn í þýska flughernum að nafnbót. — Reuter. Aðalstöðvar fluttar ,........ London í gærkveldi: — Sic Tíenry Maitland Wilson yfirhershöfðingi bandamanna við Miðjarðarhaf hefir flutt aðalbækistöðvar sínar frá Algiers til Ítalíu. Voru þetta h'tiir umfagsmestu flutningar og tóku um 20 daga alls. Það er hægt að setja met í flestu, og það gerði tíkin hjerna á myndinni vissulega, þótt ekki væri það í neinni keppni. En metið var í því fólgið að eiga 23 hvoipa í einu. Bandaríkjamenn halda því fram, að þetta sje heimsmet. Hefir tíkin fengið ivær aðrar til þess að hjálpa sjer að koma hópnum á legg, því ekki h efir hún næga mjólk handa 23 hvplpum. TUGÞUSUNDIR ÞJOÐVERJ/I ¥INNH AÐ VIRlJAGERi Á AUSTURLANDAMÆRUNUM Bússar taldir undirbtía allsherjarsókn London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SKÝRT IIEFJIi verið frá því í þýskum fregn'um, að fólk frá mörgtun hjeruðum Þýskalands þyrpist nú til Austur- landamæranna, til þess að vinna þar að virkjagerð. Segja Þjóðverjar að þegar hafi 3000 km. langar skriðdrekagi’afir verið grafnar og fjöldi virkja reistur. Og sífelt er auglýst eftir fleira fólki til þessarra starfa, en að þeim vinna bæði karlar, konur og unglingar. Hver einasta manneskja milli 15 og 65 ára, sem þrek hefir til slíkra verka er flutt austur á bóginn ókeypis og sjeð fyrir verkfærum eftir því sem hæ'gt er. «— Þá herma fregnritarar í Moskva að Rússar sjeu nú að verða reiðubúnir til allsherjar atlögu að Austur-Prússlandi Vann ivenn verð- laun Model bygði ígulvirkin. Þýski hershöfðinginn, sem nú stjórnar vörninni að austan, er nefndur Model. Það var hann, sem fann upp og ljet reisa hin kunnu ígulvirki Þjóðverja á Austurvígstöðvunum vetur- inn 1941—1942 og dugðu þau vel, áður en Rússar lærðu hentugustu aðferðir til þess að sigrast á þeim. Model hershöfðingi hefir nýlega látið svo um mælt, að hann telji eng an vafa á því, að hægt sje að verja landamæri Þýskalands að austan. — Model er hershöfð- ingi af gamla skólanum, en mjög hrifin af Hitler, þannig sendi hann Hitler heillaóska- skeyti, er hann slapp með lífi úr tilræðinu fyrir skenístu. Sex til sjö sóknaráætlanir. Fregnritari vor í Moskva sípi ar í dag, að rússneski herinn hafi nú þvínær lokið við undir- búning sinn til alsherjarsóknar gegn Austur-Prússlandi. Hafa herir Chernyagowskis lokið við að hreinsa til umhverfis Kovno og sje að endurskipu- leggja herinn. Hefir skriðdreka foringjum Rússa verið gert kunnugt um 5 eða sex sóknar- áætlanir. Ógurleg gagnáhlaup Þjóð- verja í gær. Rússneska herstjórnartilkynn- ingin í kvöld skýrir frá hatram- legum gagnáhlaupum Þjóðverja fyrir austan landamærin. Kveða Rússar áhlaup þessi hafa verið gerð með miklu skriðdreka- og fótgönguliði. Segja Rússar á- hlaupum þessum hrundið. Þá segjast Rússar aftur hafa byrjað áhlaup á Varsjávígstöðvunum og tekið nokkur þorp þar, I fyrsta skifti í sögu hljóm- listarhátíðarinnar í Winnipeg, en hún hefir nú verið haldin árlega í 26 ár, vann sama stúlkan bæði verðlaunin, sem um var kept. Er hún söngkona og rödd hennar óvenjulega há og hrein. Keppendur voru 2500, en sigurvegarinn heitir Mary Morrison og er frá Winnipeg, 17 ára gömul. Farþegaflugvjel ferst. Havana í gærkveldi: — Flug bátur Pan-American flugfje- lagsins, sem hafði innanborðs 26L farþega, hrapaði i sjóinn og sökk við Antillaeyjar í dag. — Ekki er enn vitað um afdrif á- hafnar og farþega með vissu. Fimtudagur 10. ágúst 1944, Forsetinn kom- inn heim KLUKKAN 10 í gærmorg^ un (miðvikudag) kom forset| Islands til bæjarins með varð- skipinu „Ægi“. Bjöm Þórð- arson forsætisráðherra, Vil - hjálmur Þór utanríkisráðhj og Einar Arnórsson dóms-x málaráðh. og Agnar Tvofoed- Hansen tóku á móti honum á! jhafnarbakkanum, er Ægir) lagðist að. Forseti ók þegar til skrif- stofu sinnar og tók að sinna embættisstörfum sínum. Neislaramól í S í hefsl á laugardag Á LAUGARDAGINN kemur hefst Meistaramót í. S. í. í frjálsum íþróttum. 66 menn taka þátt í mótinu, flestir úr K. R., 24. Einnig keppa íþróttamenn úr Ármanni í. R. og Fimleikafjelagi Hafn- arfjarðar. Þá taka að þessu sinni þátt í mótinu óvenjumarg ir íþróttamenn utan af landi, 5 frá Austfjörðum, þar á meðal Guttormur Þormar, Þorvaldur og Tómas Árnasynir, en þeir eiga allir Austfjarðamet, og 8 frá Vestmannaeyjum, en þar eru margir ágætir íþróttamenn, eins og íþróttakeppnin á ný- afstaðinni þjóðhátíð þar ber vitni. Það er ekki að efa, að kepnin verður hörð og tvísýn og ís- landsmetin mörg hver í yfirvof andi hættu. Fullirúl Frakka af- hendir skibíki Frá utanríkismálaráðu- neytinu 9. ágúst. Sendimaður Frakka, herra Henri Voillery, gekk í dag fyrir utanríkisráðherra og afhenti honum umboðsskjal frá utan- ríkisráðherra bráðabirgðastjórn ar franska lýðveldisins, en með því er hann skipaður sendimað ur hjá stjórn lýðveldisins ís- lands. Við afhendinguna tók herra Voillery það fram að honum væri það sjerstök ánægja og heiður að afhenda þetta um- boðsskjal og bar fram óskir um góða samvinnu við ríkisstjórn- ina og um bjarta framtíð fyrir íslenska lýðveldið. Utanríkisráðherra lýsti yfir því að honum væri ánægja að því að veita herra Voillery við- töku sem umboðsmanni bráða- birgðarstjórnar franska lýð- veldisins og fullvissaði hann um góðan hug sinn og ríkis- stjórnarinnar til góðrar og vin- samlegrar samvinnu við Frakk land á komandi tímum og lýsti þeirri von sinni og ósk að franska þjóðin mætti sem fyrst öðlast fullt frelsi. 100 smál. skriðdreki. London: — Þýska útvarpið hefir þá fregn eftir þýskum stríðsfrjettaritara á Vesturvíg- stöðvunum, að þar háfi Bretar notað nýja slcriðdreka, geysi- stóra, eða alt að 100 smálestir að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.