Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 11
Fimtudagur 10. ágúst 1944, 11 I.O.G.T. ST. FREYJA 218. Fundur í kvöld kl. 8,30. Vígsla embættismanna o. fl. i . Æðstitemplar. UPPLÝSINGASTÖÐ um. bindindismáþ opin í dag kl. 6—8 e. h. í Templarahöll- inni, Fríkirkjuveg 11. Tapað BRÚNN KRAKKAJAKKI tapaðiát á leiðinni um Hval- fjörð 25. júlí. Finnandi er viúsamlegast beðinn að gjöra aðvart í' síma 4542. TÓBAKSBAUKUR úr nýsilfri hefir tapast, senni- lega við Kárastíg. Vins.aml. hringjið í síma 4766 gegn fundarlaunum. JMH Fjelagslíf ÆFINGAR I KVÖLD Á íþróttavellinum: v '—' Kl. 8 Frjálsar íþróttir Á ITáskólatúninu: Kl. 8 Ilandbolti kvenna. Á Gamla Iþróttavellinum: , ,Kl- 7—8 Knattspyrna 2. fl. Stjóm K.R. Vinna HREINGERNINGAR Magnús Guðmundsson. .Tón & Guðni. Sími 4967. TÖKUM LAX, KJÖT FISK og aðrar vörur til reykingar. Reykhúsið Grettisgötu 50. — Sími 4467. Kaup-Sala KAUPUM allskonar húsgögn, ný og not- ,uð. Ennfremur gólfteppi, fið- lursœngur og ónýta dívana. SÖLUSKÁLINN Klapparstíg 11. Sími 5605. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. — Staðgreiðsla. — Sími 5691. — Fornverslunin Grettisgötu 45. HÁRLITUR fleiri litir, nýkominn. Versl. Reynimelur, Bræðraborgarst. 22. Sími 3076, Tilkynning RAFTÆKJAVINNUSTOFA min er nú á Njálsgötu 112. Halldór Ólafsson, rafvirkjameistari. Sími 4775. HJÁLPRÆÐISHERINN Samkoma í kvöld kl. 8,30. Velkomin. Ef Loftur getur bað ekki — bá hver? Gæfa fylgir trúlofunar- hringunum frá Sigurþór Hafnarstr. 4, <2I 223. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 9.40. Síðdegisflæði kl. 22.10. Ljósatími ökutækja frá kl. 21.50 til kl. 3.15. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Hjónaband. I dag verða gefin saman í hjónaband hjer í Reykja vík, af sr. Bjarna Jónssyni, ung- frú Hulda Pásdóttir og Þorfinn- ur Bjarnason, skrifstofustj. í Stykkishólmi. — Heimilisfang þeirra hjer í bænum er Hótel Vík. Sú villa slæddist inn í frásögn blaðsins í gær af skemtiferð Breiðfirðingafjelagsins, að sagt var, að gengið hefði verið frá Drápuhlíð að Grafarvogi. Átti að vera frá Mávahlíð að Grafarnesi. ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30 Morgunfrjettir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar): a) „Kalífinn frá Bagdad“ eftir Bolieldieu. b) Intermezzo eftir Meyer-Helmund. c) „Einn dag ur í Feneyjum“ eftir Nevin. 20.50 Frá útlöndum (Jón Magn- ússon). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Upplestur: „Við Babylons- fljót“, bókarkafli eftir Kaj Munk (Sigurbjörn Einarsson prestur). 21.35 Hljómplötur: Ensk þjöðlög. 21.50 Frjettir. Dagskrárlok. Hörð kosninga- rimma í Quebec- Kanada Quebec í gærkvöldi. KJÖRSÓKN hefir aldrei ver- ið eins mikil hjer í fylkinu, eins og í kosningum þeim, sem fram fóru í gær, er úr verður skorið um það, hvort fylkið á að hafa þá frjálslyndu stjórn, sem hjer náði völdum árið 1939. — Nú gengur hinn ungi Þjóðflokkur í fyrsta skifti til kosninga, og hefir hann og frjálslyndi flokk- urinn frambjóðendur í hverju einasta af hinum 90 kjördæm- um, en á þingi hefir frjálslyndi flokkurinn á oddinum, að hann hafi haldið hernaðarátakinu í horfinu, án þess að lögleiða her skyldu nje vinnuskyldu. Þriðji flokkurinn 1 baráttu þessari er Bloc Populaire, sem berst fyrir algeru frjálsræði Kanada og því, að þjóðin taki aldrei þátt í styrjöldum. — í dag varð í sambandi við kosn- inguna, all-róstusamt á götum Monlrealborgar og urðu þar þrír menn fyrir skotum og einn stunginn hnífi. — Þetta var í franska Gyðingahverfinu. Bú- ist er við að þáttlaka í kosning- um verði aldrei meiri en nú, þar sem þeita er 1 fyrsta skifti sem konur hafa kosningarrjett. Síðari fregnir hermdu að ó- eirðir hefðu aukist í Montreal og hefðu sjö menn orðið fyrir skotum en margir stungnir með hnífum í róstúm, sem urðu um miðbik borgarinnar. ■—Reuter. MORGUNBLÁÐIÐ Varisf kartöflusýk- ina! ÞAÐ ER vissara fyri þá, sem hafa kartöflugarða, að vera vel á verði, því að þannig viðrar nú, að mikil hætta er á myglu- sjúkdómi í gaxðana. En það væri meira tjón en með tölum yrði talið, ef sýking kæmist nú í garðana og eyðilegði uppsker una, því að langt er síðan kart öflugarðar hafa verið eins fal- legir og vel útlítandi og nú. Eru því allar líkur til, að uppsker- an verði með langmesta móti í haust, ef ekkert óhapp kemur fyrir garðana. Blaðið hefir minst á þetta mál við ræktunarráðunaut Reykjavíkurbæjar. Telur hann mikla ástæðu til að óttast myglu í garðana, ef ekki er ver ið vel á verði og garðarnir sprautaðir varnarlyfjum fyrir þessari sýkingarhættu. Eins og að undanförnp sjer Reýkjavíkurbær um sprautun leigugarða bæjarins. Þetta var þörf og góð rjettarbót. Var byjjað að sprauta garðana hjer í bænum 20. júlí og hafa þeir allir verið sprautaðir einu sinni. Er nú verið að sprauta í annari umferð. Kvaðst ræktun arráðunauturinn fara við og við um garðana og athuga þá, en hann kvaðst hvergi hafa orðið var við myglun, enn sem kom- ið er. Kvaðst hann vona, að takast mætti að halda görðun- um hreinum af þessum skað- semdar sjúkdómi, með því að sprauta meðan sýkingarhættan vofir yfir. Þeir, sem hafa leigugarða hjá Reykjavíkurbæ geta því verið öruggir um garða sína, því að það verður gert alt sem unt er, til þess að halda þeim heilbrigð um. En aðrir garðeigendur verða einnig að vera vel á verði. Þeir mega ekki vanrækja að sprauta garðana. Sú vanræksla getur orðið þeim dýrkeypt. Samið um olíumál Washington í gærkveldi: í GÆR VAR undirritaður hjer samningur um olíumál milli Breta og Bandaríkja- manna og undirrituðu þeir samningin, Stettinius utanríkis ráðherra fyrir hönd Bandaríkj- anna og Beaverbrook lávarður fyrir hönd Breta. Samningur þessi gengur í gildi, er báðar ríkisstjórnir hafa lýst sig reiðubúnar til gild istöku hans. I samningnum eru á breiðum grundvelli reglur um alþjóða olíuviðskipti í fram'tíð- inni. Er samningnum ætlað að Myggja það, að allar friðsamar þjóðir hafi nægilega olíu, og ennfremur hitt, að framleiðslan gangi ekki saman, heldur verði aukin eftir megni. — Nefnd verður sett á laggirnar, til þess að reikna út, hve mikið af olíu heimurinn þurfi. — Segja má upp samningi þessum með þriggja mánaða fyrirvara. — Reuter. London í gærkveldi: SæiMika skipið „Drottning- hoIm“ kom til Liverpðol í dag með 900 breska þegna innan- borðs. Ilefir þetta fólk verið í haldi í Þýskalandi. — Reuter. ÚTSÖLUVERÐ á amerísku reyktóbaki má ekki vera hærra en hjer segir: Sir Walter Raleigh 1 lbs. pappadós Kr. 30.00 i/2 lbs. — 1% oz. — sliced 1% oz. — Edgeworth ready rubbed 1 lbs. blikkdós ------ iy2 oz. pappadós Dills Jíest rubbed % lbs. blikkdós ------ 1 7/8 oz. pappadós — 15.00 — 3.75 — 4.00 — 40.00 — 4.00 — 15.00 — 3.50 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Nýkomnar amerískar peysur mikið úrval, slacks blússur, hlýrapils. Verzlunin Hof Laugaveg 4. <S> Oss vantar Trjesmiði nú þegar. Akkorðsvinna og tímavinna. Byggingarfjelagið Brú hl Hverfisgötu 117. Sími 3807. •^<^<$x$>3>^K$x$x£<íxSx£<§K$x$xex$x$xSx$x$x$x®x$x$xíxeK$x^x$<^x$x$>3xSx»<$xSx®K$x$xSx$x$> Konan mín SÓLRÚN MAGNÚSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Brunnstíg 2 í Keflavík mánu- daginn 7. ágúst. Þórðúr Þorkelsson. Systir mín RAGNHEIÐUR GUÐRÚN andaðist 9. ágúst að Kristneshæli. Jarðarför auglýst síðar. Ríkharður Kristinsson. Jarðarför ÓLAFS PJETURS SVEINSSONAR fer fram föstudaginn 11. þ. m. 0g hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Fjölnisvegi 11 kl. 1,30. Jarðað verður frá Dómkirkjunni. Aðstandendur. Hjartans þakklæti færi jeg öllum vinum og vandamönnum, fjær og nær, fyrir auðsýnda samúð og virðingu við fráfall og jarðarför mannsins míns, og föður okkar, JÓNS JÓNSSONAR, Fossi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og bama minna Jórunn Markúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.