Morgunblaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1944, Blaðsíða 1
81. árganguz. 184. tbl. — Föstudagur 18. ágúst 1944. ísafoldarprentsmiðja h.f. FALLBYSSIJDRUNUR HEYRAST I PARIS BARIST EINA 40 KM. FRÁ BORGINNI CHARTRES, OREUX, ORLEAIMS EALLNAR Fyrsta þætti innrásorinnar í Suður-Frakklandi er lokið Bandamenn hafa 160 km. strandlengju og eru komnir 45 km. inn í land London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FRÁ AÐALBÆKISTÖÐVUM bandamanna á ítalíu er tilkynt í kvöld, að fyrsta þætti innrásarinnar í Suður-Frakkland sje lokið, þar sem búið sje að taka mikið landsvæði og 160 km. strándlengja milli Cannes og Toulon sje örugglega á valdi inn- rásarhersins, sem kominn sje lengst 45 km. inn í land. Varalið streymir stöðugt á land. Það er álitið að landssvæði það, sem bandamenn hafa þeg- ar á valdi sínu í Suður-Frakk- landi, nemi nú 500 fermílum að flatarmáli. Eru þeir ekki nema 15 km. frá flolahöfninni Tou- lon, og má vera að þeir sjeu komnir inn í Cannes, þótt það hafi ekki verið staðfest. Sótt fram í dölunum. Þar sem innrásarliðið er lengst komið inn í landið, mun það vera komið um 45 km. Er það í dal einum og er þar sótt fram gegn lítilli mótspyrnu, eins og víðasthvar á orustusvæð inu. —- Hafa landgöngusveitir bandamanna nú víðasthvar náð saman við fallhlífahersveitirn- ar, sem svifu til jarðar lengra inni í landi. : Frartíh. á 2. síðu. Svifsprengjur laska Buckinghamhöll Þjóðverjar halda áfram svifsprengjuskothríðirmi á London og hefir enn orðið allmikið tjón. Bin sprengja kom niður rjett við Bucking- 1 hamhöllina, bústað Bretakon- , ungs, og sprakk þar. Ur'ðu l,nokkrar skemdir á höllinni af jloftþrýstingnum, og tennis- völlur Bretakonungs við höll- ina eyðilagðist gersamlega, Ekki varð jiarna tjón á mönn- um, — HaldiÖ er áfram að ¦ flytja fólk á brott úr Lond- on og er nvi mikill fjöldi farinn úr borginni. — Reuter. Alþíngi kcmur saman 2. sept. Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær var gefið út forsetabrjef, er stefnir Alþingi saman til fram- haldsfunda laugardaginn 2. september n. k. kl. 13.30. Þýskaland og Japan verða hernumin — segir Roosevelt. Washington í gærkveldi. Roosevelt Bandaríkjaforseti ljet svo um mælt í dag," að; Þýskaland og Japau skyldu verða hernumin er sigur væri unninn. Sagði fosetinn, að Þjóðvej-jar hefu komist hjá,, þessu í síðustu styrjöld, en, nfi skyldi annað verða uppi á teningunum. — Sagði Roose- velt að strangt hernám þess. ara nefndu landa væri hin mesta nauðsyn, til þess að kenna þjóðum þeirra að fara ekki í styrjöld aftur. — Reuter. Þjóðverjar byrjaðir undanhald á norður strönd Frakklands London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÍBÚAR PARÍSARBORGAR finna nú aftur stríðið nálgast, þar sem fallbyssudrunurnar frá vígstöðvunum fyrir vestan borgina heyrast nú glögt þangað. Bandaríkjahersveitir undir stjórn Pattons hershöfðingja eru nú sagðar eina 40 km. frá París og sækja fram, Hafa þær tekið þrjár borgir, Chartres, Dreux og Orleans og sækja að París á þvínær 100 km, víglínu. UNDANHALD VIÐ ERMARSUND Þjóðverjar hafa nú byrjað allsherjar undanhald á svæð- inu milli Falaise og sjávar, en þar hafa þeir varist harðast hingað til. Sagt er að Kanadamenn hafi tekið Troarn, en um þá borg hefir lengi verið barist. Undanhald Þjóð- verja er allsstaðar skipulegt og lítið um bardaga á svæð- inu, sem þeir hörfa á. FRÁ FALAISE-ARGENTAN „POKANUM" Bandamönnum hefir enn ekki tekist að slá hring um 7. þýska herinn, sem var innilokaður á þrjár hliðar fyrir vestan Falaise-Argentan, og er her þessum enn opin und- anhaldsleið austur á bóginn. Við Argentan er barist af ákafa og er talið að þar sjeu að verki þær skriðdreka- sveitir Þjóðverja, er sluppu- úr gildrunni vestan Argen- tan og berjast þær af mikilli hörku. Talið er að ekki sjeu meira en 40 þús. menn þýskir í gildrunni enn, en upp- haflega munu þeir hafa verið um 110 þúsund. ENN ER HÆTTA Á INNIKRÓUN Hætta er nú á, að sveitir Bandaríkjamanna, sem sækja fram fyrir suðaustan Dreux geti komist milli hersveita Þjóðverja við Argentan og Signufljóts og þar með rofið undanhaldsleiðir þeirra. Herfræðingar halda, að Þjóð- verjar muni þegar í nótt sem kemur, yfirgefa Argentan og halda austur á bóginn með miklum hraða. ENN VERST LIÐIÐ f ST. MALO Setulið Þjóðverja í St. Malo verst enn og heTir það lið nú barist stöðugt í hálfan mánuð og neitao þrisvar að gefast upp. í dag sæmdi Hitler yfirmar.n varnarliðsins, Auloch yfirforingja, eikarlaufum við riddarakross járn- krossins, fyrir frækilega frammistöðu. — Sumt af setu- liðinu í Dinard komst til St. Malo og hefir verjendunum þar þannig bæst liðsauki nokkur. — Frá Brest og Lorient eru engin tíðindi sögð. SPILIN GEFIN AD NÝJU Að sögn þýsku frjettastofunnar sagði þýskur herfræð- ingur í kvöld: „Vígstöðvarnar í Normandi hafa verið yfir- gefnar af þýsku herjunum og hörfa þeir í ausUirátt. Verið er nú að stokka spilin fyrir nýU spil og verða þau bráð- lega gefin að nýju".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.