Morgunblaðið - 22.08.1944, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. ágíist 1944
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda,
kr. 10.00 utanlands
I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk.
Bærinn okkar
í AFMÆLISVEISLU þeirri, sem bæjarstjórn Reykja-
víkur hjelt forseta íslands og frú hans síðastliðið föstu-
dagskvöld, mintist forseti á það í ræðu, sem hann flutti
við það tækifæri, að hann hefði orðið þess var í ferð sinni
um landið að undanförnu, að íbúar sumra kaupstaða úti
á landi legðu meira fram tiltölulega en Reykvíkingar, til
þess að fegra og prýða bæinn sinn.
Þessi ummæli forseta eru vafalaust rjett. En þau eru
um leið áminning til okkar Reykvíkinga, að vinna betur
einmitt á þessu sviði. Er þá einnig ástæða til að minnast
á annað atriði, sem forsetinn drap á við þetta sama tæki-
færi. Hann gat þess, að í Kaupmannahöfn hefði um 40
ára skeið starfað fjelag, er hefði það markmið að fegra
og prýða bæinn. Fjelag þetta legði fram fje í því skyni,
að ná hinu setta marki og hefði unnið mikið og gott starf.
Kvaðst forseinn vona, áð hjer í Reykjavík væri jarðvegur
fyrir slíkan fjelagsskap.
Vissulega ætti að vera góður jarðvegur fyrir slíkan
fjelagsskap hjer í Reykjavík. Ætti Reykvíkingafjelagið
að beita sjer fyrir stofnun þessa fjelags. En ef slíkt fje-
lag verður stofnað og fyrir því veljast menn, sem áhuga
hafa fyrir málefninu, þarf ekki að kvíða því, að fjelagið
fái ekki næg verkefni við að glíma.
Forsetinn hefir hjer hreyft góðu og nytsömu máli,
sem Reykvíkingar eiga að hrinda í framkvæmd. Því að
þótt rjettmætt sje og sjálfsagt, að borgararnir geri kröf-
ur til stjórnarvalda bæjarins um eitt og annað, sem betur
megi fara, verður árangurinn áreiðanlega 'mestur og
bestur, ef borgararnir eru sjálfir hvarvetna vel á verði
og sýni í verki, að þeir vilji einhverju fórna fyrir mál-
efnið.
Hrindum þessu góða máli í framkvæmd. Stofnum fje-
lagsskap meðal borgaranna, sem hefir það markmið að
fegra og prýða bæinn.
Fjölbreyttara atvinnulíf
EITT AF ÞVÍ, sem einna líklegast er til þess að auka
öryggið í efnahagsstarfsemi þjóðarinnar, er að okkur
takist að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Við þurfum að
nýta á sem fyllstan hátt hráefni láðs og lagar.
Kemur þar tvennt til greina. Að hefja nýja nýtingu
á hráefnum, sem við höfum enn lítið eða ekki notfært
okkur, og að vinna til frekari hlítar ýmislegt það, sem
þjóðin hefir fram að þessu framleitt að vissu marki.
Nokkuð hefir verið um það rætt, og undirbúningsat-
huganir átt sjer stað, að koma hjer upp áburðarverk-
smiðju og sementsverksmiðju.
Ýmsir möguleikar eru á því, að ryðja nýjar brautir í
meðferð og verkun sjávarafurða. Halldór Kristinsson,
hjeraðslæknir í Siglufirði, ritar um það í blað Sjálfstæð-
ismanna á Siglufirði, að ríkið ætti að reisa lýðisherslu-
smiðju á Siglufirði eins fljótt og auðið er. Árið 1939 samdi
Trausti Ólafsson efnafræðingur ýtarlega skýrslu um lýs-
isherslu, að tilhlutun þáverandi atvinnumálaráðherra. •—
Fram yfir kosti þess að lýsisherslan er frekari nýting
síldaraflans en áður, telur T. Ó. það, að slík verksmiðja
við hlið síldarverksmiðjanna myndi skapa fleira fólki
fasta ársvinnu, en það er m. a. eitt vandkvæði atvinnu-
lífsins hjer á landi, að suma mánuði ársins er nóg vinna
á stöðum, sem svo er ef til vill lítil eða engin vinna á
aðra mánuði. Kemur þetta mjög til greina við síldar- og
fiskiveiðar. Aukinn iðnrekstur krefst mikillar raforku.
En það er svo margt annað, sem kallar á raforkuna, og
iðnreksturinn er þá einnig vísastur til að ljetta fjárhags-
legan rekstur hinna stóru orkuvera.
Við íslendingar þurfum um fram allt að láta hina
bættu efnahagsafkomu undanfarinna ára verða að var-
anlegum sjóði bættrar efnahagsafkomu þjóðarinnar í
framtíðinni. Það yerður m. a. gjört með því, að stefna
markvíst að því, að auka fjölbreyttni atvinnulífsins.
I Morgunblaðinu
fyrir 25 árum
SIGURJÓN PJETURSSON á
Alafossi skrifar þá um þátttöku
Islendinga í Olympíuleikum.
Honum farast orð m. a. á þessa
leið:
29. ágúst.
„Margir eru þeir hjer á landi,
sem álíta það óráð mesta af oss
íslendingum að vilja reyna að
taka þátt í Olympíuleikunum
frægu. Kennir þar vantrausts á
þjóðinni sem íþróttaþjóð, sama
vantrausts, sem svo oft ber á á
öðrum sviðum: að íslendingar
geti ekki neitt. — Islendingar
standa að líkamsatgervi alls eigi
að baki öðrum þjóðum, en það
sem þá vantar marga er nógu
einbeittur áhugi og vilji til þess
að verða að manni, temja lík-
ama sinn og þroska hann. Það
kostar suma máske talsverða
sjálfsafneitun að misbjóða ekki
á neinn hátt líkamskröftum sín-
um. Tóbak og vín verður hver
sá að forðast, er iðka vill íþrótt
og fá fullkomnun í henni, því
hvorugt getur með nokkru móti
samrýmst íþróttaiðkun, en eyði-
leggur jafnharðan það, sem á
vinst með æfingum. Alt það, sem
getur skert vilja, einbeitni og
þol íþróttamannsins, verður
hann að forðast eins og heitan
eldinn“.
★
KJÖTIÐ þótti dýrt.
29. ágúst.
„Sláturfjelagið seldi kílóið af
kjöti í gær á kr. 4.80, fremur
sanngjarnt verð!!“
ÞA ÆTLUÐU Svíar að senda
hingað „general-konsúl“, eins
og það var orðað.
30. ágúst.
„Sænska stjórnin.hefir ákveð-
ið að senda hingað mjög bráð-
lega ræðismann — Consul miss-
us —. Hefir verið ákveðið að
stofna aðalræðismannsskrifstofu
hjer í Reykjavík líkt og Norð-
menn hafa gert nýlega.
Eigi mun það ráðið enn, hver
þetta embætti hlýtur. En ganga
má frá því vísu, að þar verður
ekki valið af lakari endanum.
Svíar hafa mikinn hug á því að
auka viðskifti sín við Islendinga.
Þeir eru oss mjög vinveittir og
það er full ástæða til þess að
gleðjast yfir þessari ákvörðun
þeirra. Því hag getum vjer haft
af auknum yiðskiftum við þá“.
*
ÞÁ VAR fyrsta listsýningin
hjerlendis opnuð. Um það seg-
ir m. a.:
31. ágúst.
„í dag gerist nýr atburður í
þessu landi, sá að opnuð verður
almenna listasýningin hjer á
landi.
Það er Listavinafjelagið, sem
gengst fyrir sýningu þessari og
forstöðunefnd sú, sem fjelagið
hefir kosið, hefir haft ærinn
starfa ....
Margir listamenn hafa sent
verk sín á sýninguna. Einna
mest ber á Ásgrími og Kjarval.
.... Þór. B. Þorláksson á marg-
ar myndir. Þá eru myndir eftir
Kristínu Jónsdóttur, Júlíönu
Sveinsdóttur, Emil Thoroddsen,
Guðm. Thorsteinsson, Jón Helga
son veggfóðrara, Jón Þorleifsson
frá Hólum, Ólaf Túbalsson frá
Múlakoti, Ríkarð Jónsson og
Arngrím Ólafsson. — Högg-
myndir eru á sýningunni eftir
Einar Jónsson, Nínu Sæmunds-
son og Ríkarð Jónsson, samtals
21".
'UíLverji áírij^ar;
M. .♦. .». .♦. AAAA
'l jr clagiegci (íjinu
i
j
•>
Barnaleikvellirnir.
EITT ALGENGASTA viðfangs
efni í smáletursgreinum Reykja
víkurblaðanna er gagnrýni á
það, sem miður virðist fara. Hitt
er sjaldnast orðað sem vel fer og
til fyrirmyndar getur kallast. —
Það er tekið sem sjálfsagður hlut
ur. En nú langar mig til að minna
á barnaleikvellina hjer í bænum,
sem eru sannarlega bænum til
sóma og eru þar að auki það sem
meira er um vert til öryggis, holl
ustu og ánægju fyrir yngstu
borgara bæjarins.
Bæjaryfirvöldin hafa látið
gera barnaleikvelli allVíða í bæn
um. Þar hefir verið.komið fyrir
rólum, sandkössum og „söltum“.
Auk tækja til leikja fyrir börn-
in eru flestir leikvellirnir vel
ræktaðir. Þar eru grænar gras-
flatir og skrautblóm, sem auka
á ytri fegurð leikvallanná.
Á’ leikvöllunum una börnin
sjer allan daginn og það er un-
un að ganga framhjá og sjá glöð
og ánægð börn að leik í góða
veðrinu.
Það hlýtur að vera foreldrum
barnanna, sem búa nálægt barna
leikvöllum, mikill ljettir, að vita
af börnum sínum á öruggum
stað, í stað þess, að þau sjeu á
götunni, þar sem hættan vofir SÍ-
fellt yfir þeim af umferðinni.
Það er full ástæða til að þakka
bæjarstjórninni fyrir, hve mikla
rækt hún hefir lagt við barna-
leikvellina, en um leið mætti
bera fram þá ósk, að haldið yrði
áfram á þeirri braut, að fjölga
barnaleikvöllum í bænum eftir
bestu föngum.
•
Gömlu kaffikvarnirn-
ar í notkun á ný.
UM HELGINA kom jeg í
heimsókn til kunningja míns og
var boðið upp á kaffisopa, að
góðum og gömlum íslenskum
sið. „En þú verður að bíða á
meðan jeg mala“, sagði húsfreyj
an.
Það er svo langt síðan, að jeg
heyrði þessa setningu, að jeg
spurði húsfreyjuna hvað hún
ætti við.
— Jú, sagði hún, veistu ekki,
að það er farið að þera á skorti
á brendu og möluðu kaffi í bæn-
um, vegna Iðjuverkfallsins og nú
eru gömlu kaffikvarnirnar komn
ar í notkun á ný.
Svona er það. Maður gerir
sjer ekki ljóst, dagsdaglega, hve
þægindin hafa aukist á heimil-
unum síðustu árin. Kaffikvarn-
ir eru áhald, sem óvíða eru til
á heimilum hjer í bænum nú orð
ið. En þær koma sjer vel hjá
þeim sem enn eiga þær.
Menn eru fljótir að venja sig
við nýtísku þægindi og gleyma
því, að það er hægt að komast
af án þeirra. Nýlega var jeg
staddur í þorpi úti á landi. Þar
var vatn alt sótt í brunna. Raf-
magnið kostaði á aðra krónu
kílóvattstundin. Símanum var
lokað kl. 8 á kvöldin. En það var
ekki að sjá á fólkinu í þorpinu,
að það væri óánægt með sitt hlut
skipti í lífinu. En hjer ætlar alt
vitlaust að verða, ef augnabliks
truflun kemst á þau þægindi,
sem fólkið er orðið vant við.
Ekki kemur kosninga-
bensínið.
H. Þ. skrifar:
„í VOR þegar menn voru hvatt
ir til þess að lána bifreiðar sín-
ar til aksturs við lýðveldiskosn-
ingarnar, var þeim lofað, sem
bifreiðarnar lánuðu, að þeir
skyldu fá auka bensínskammt
svo ekki hallaðist á þá hvað ben
sínið snerti. Hefir heyrst, að for
rhaður lýðveldiskosninganefndar
innar hafi gengið frá tillögum
um bensínmagn það sem hverj-
um bifreiðaeiganda ber til end-
urgjalds fyrir bifreiðalánið. Nú
er sumarið að verða búið og von
á minnkandi bensínskammti. —
Væri ekki úr vegi að menn
fengju þennan skammt, ef lof-
orðið um hann á að efna, áður
en bifreiðunum er lagt í vetrar-
geymslu.
Fyrir nokkrum dögum minnt-
ist jeg á þetta mál hjer í dálk-
unum tvisvar sinnum. Það er
sannarlega undarlegt ef stjórnar
völdin ætla sjer að þverskallast
við sjálfsagðri kröfu bílaeigenda
í þessu efni og ganga á gefin lof-
orð.
©
Úthlutun bygginga-
lóða.
KÆRI VÍKVERJI!
Ónefndur brjefritari hefir
skrifað þjer um úthlutun bygg-
ingalóða. Hann telur, að óþarfi
sje að úthluta mönnum lóðum í
úthverfum bæjarins, svo sem í
Kaplaskjóli, á meðan óbygðar
lóðir sjeu fyrir hendi innan
Hringbrautar, er bæjaryfirvöld-
in ráða yfir. Hann bendir á eína
óbygða lóð í bæjarins eigu við
Ásvallagötu. En honum hefir, af
skiljanlegum ástæðum láðst að
framvísa fleiri lóðum miðsvæð-
is í bænum.
Jeg segi af skiljanlegum ástæð
um. Og ástæðurnar eru þær, að*
slíkar lójðir innan Hringbrautar
eru ekki til, að heitið geti. Þáð
er hægt að fullyrða margt og
staðhæfa eins og þessi brjefrit-
ari hefir gert, án þess að færa
rök fyrir máli sínu. Bærinn þarf
á tugum og hundruðu.m lóða að
halda, til að fullnægja eftirspurn
inni eftir byggingalóðum. Og
þær eru ekki til, nema í úthverf-
unum, nema ef horfið yrði frá
því að halda óbygðum þeim
svæðum, sem ætluð hafa verið
og ætluð eru fyrir skemtigarða,
torg, leikvelli og opinberar
byggingar, sem enn eru óbygð-
ar og verða að vera miðsvæðis
í bænum. En hverjum dettur
slíkt í hug?
Brjefritarinn talar um, að ó-
bygðar lóðir innan Hringbraut-
ar sjeu „notaðar til óþrifnaðar",
og telur, sem rjett er, það illa
farið.
En sú gagnrýni hans kemur
helst til seint. Því eins og allir
vita er nú einmitt verið að þrífa
bæinn betur en nokkru sinni hef
ir áður verið gert,,og taka til
handargagns ýmislegt skran ó-
nýtt og nýtilegt, er legið hefir
árum saman á meira og minna
afviknum stöðum, þó ekki hafi
kveðið svo mikið að því, að fylt
hafi nýtilegar byggingalóðir, eða
staðið í vegi fyrir byggingum.
Loflárásir gerðar
í misgripum
MEÐAN haldið var uppi hörð
ustum loftárásum á stöðvar
Þjóðverja nærri Falaise, kom
ekki ósjaldan fyrir, að flugvjel-
ar bandamanna vörpuðu
sprengjum á kanadiskar her-
sveitir, sem hjer a| biou all-
mikið tjón. Var mest um þetta
síðustu dagana fyrir helgina síð
ustu, að því er yfirstjórn kana-
diska hersins tilkynnir.