Morgunblaðið - 22.08.1944, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.08.1944, Qupperneq 8
r8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1944 Öndvegisbóndi við Djúp: lÓLAFUR í SKÁLAVÍK ÞANN 13. JUNI s. 1. varð 65 ára Ólafur Ólafsson, bóndi í Skálavík við ísafjarðardjúp. Ólafur í Skálavík er í röð fremstu bænda við Djúp og þótt víðar væri leitað. Snyrtimenska, hagsýni og umbótahugur eru þær eigindir, sem einkent hafa alt starf hans á hinni fögru bújörð hans, Skálavík í Mjóa- firði. Ólafur keypti Skálavík árið 1912,Hófst hann fljótlega handa um ýmsar umbætur á jörðinni. Árið 1922 byggir hann stein- steypt peningshús yfir 240 fjár, 6 kýr, 8 hesta, ásamt hlöðum, votheysgryfjum og áburðar- kjöllurum. Gripahúsin í Skálavík eru ekki einungis myndarlegar byggingar, heldur og sjerstak- lega vel um gengin og þrifa- leg. Árið 1928 ræðst Ólafur í rafvirkjun. Hann, eins og fjölda margir íslenskir bændur, þráði rafljós og hita á heimili sitt. — Og rafvirkjunin var fram- kvæmd. Árið 1934 byggir hann svo nýtt steinsteypt íbúðarhús. — íbúðarhúsið í Skálavík ber e. t. v. hagsýni húsbóndans greini legast vitni. Það er stórt og rúmgott, ein hæð og kjallari, með sljettu þaki. Ólaíur í Skálavík að- hyltist ekki strýtuhugsjón þá, sem um skeið rjeði í bygginga- málum sveitanna, bændum til skaða og framtíðinni til skap- ið og er athafnamaður. Hann hefir bætt jörð sína, sljettað túnið og aukið það. Hann hefir hýst jörð sína svo stórmyndar- bragur er að. En hann er einn, þeirra manna, sem kann að „flýta sjer liægt“. Hann hrap- ar ekki að neinu en vinnur störf sín og framkvæmir hug- sjónir sínar markvíst og á- kveðið. Slíkum mönnum vinst oft vel. Ólafur í Skálavík ber giftu til þess að geta nú litið yfir mikið lífsstarf. Og þó vita það allir menn, sem til þekkja, að þrátt fyrir 65 ár að baki hon- um á hann eftir að áorka miklu ennþá. Honum finnst hann eiga mikið ógert ennþá og hann á mikla krafta eftir til þess að framkvæma það. Bóndinn í Skálavík er yfir- lætislaus maður og traustur. — Hann er prúður og gætinn í allri framkomu, en festa, róleg yfirvegun og greind ræður gjörðum hans. Hann íiefir gegnt ýmsupi trúnaðarstörfum í sveit sinni og nýtur almenns trausts allra þeirra, er honum kynnast. Það er mín skoðun að ís- lenskri bændastjelt sje mikill sómi að búhöldum sem Ólafi í Skálavík. Jeg er ókvíðinn um framtíð íslensks landbúnaðar ef þeir, sem á landið trúa, fela í fótspor hans. Jeg óska svo Ólafi í Skála- vík góðs gengis á komandi ár- um. Við, sem höfum þekt hann og fylgst með starfi hans og ( umbótum, vitum, að sú ósk er best honum til handa, að hon- um megi endast þróltur til þess að bylta enn nýju landi og sjá það bera ávöxt, sjá Skálavík verða æ fegurri og stærri í hinum friðsælu örmum Mjóa- fjarðar. S. Bj. Ólafur Ólafsson bóndi í Skála- vík. raunar. Hinn hagsýni bóndi leit fyrst og fremst á það, hvað ha^kvæmt var á hinu fámenna íbúðarhúsið í Skálavík, framhlið. sveitaheimili þar sem hagnýta þurfti vinnuaflið til hins ítr- asta. , Ólafur í Skálavík hefir ver- Peningshúsin í Skálavík. • Til lamaða mannsins sem vant ar stól: Guðm. Kjartan kr. 100,00 J. og S. kr. 50,00,, Fríða kr. 5,00, ónefndur kr. 50,00, Axel kr. 10,00 Bílstjóri úr Keflavík kr. 50,00, G. og G. kr. 50,00, Ásta Lóa kr. 25,00, G. og S. kr. 5,00, G. J. kr. 50,00, Óskar kr. 15,00, J. J. kr. 10,00, N. N. kr. 100,00. — Bæjurkepnin Framh. af bls. 5. í sleggjukasti buðu Hafnfirð ingar sinn mesta ósigur. Þar höfðu Vestmannaeyingar 523 stig fram yfir þá. Simon Waag fjörð kastaði sleggjunni 38,07 m., sem er nálægt hálfum metra lengra kast, en Huseby hefir náð bestu í sumar. Áki Granz var einnig með ágætt kast 36.96 m. Úrslit í einstökum greinum urðu annars sem hjer segir. (I svigum eru stigin frá því í fýrra): Langstökk: 1. Oliver Steinn, H. 6.84 m. 2. Þorkell Jóh. H. 6.30 m. 3. Guðjón Magn. V. 6.17 m. 4. Gunnar Stef. V. 6.17 m. H: 1389 (1059) — V: 1234 (1000). Kúluvarp; 1. Valtýr Snæbj. V. 12.55 m. 2. Ing. Arnarson V. 12.54 m. 3. Ragnar Emilss. H. 10.02 m 4. Gísli Sig. H. 9.41 m. V:* 1343 (1188). — H: 847 (976). Stangarstökk: 1. Guðjón Magn. V. 3.65 m. 2. Torfi Bryng. V. 3.30 m. 3. Þorkell Jóh. H. 3.00 m. 4. Magn. Gunnarss. H. 2.80. V: 1367 (1296). — H: 932 (1060). Kringlukast: 1. Einar Halld., V. 35.68 m. 2. Ing. Arnarss. V. 34.77 m. 3. Guðj. Sigurj. H. 31.52 m. 4. Garðar S. Gíslas. H. 30.00. V: 1151 (1090). — H: 916 (679). 200 m. hlaup: 1. Gunnar Stef. V. 24.1 sek. 2. Sveinn Magn. H. 24.5 sek. 3. Einar Halld. V. 24.9 sek. 4. Geir Jóelss. H. 25.2 sek. V: 1201 (1392). — H: 1137 (1405). (100 m. hlaup: 1. Oliver Steinn’H. 11.5 sek. 2. Gunnar Stef. V. 11.9 sek. 3. Sveinn Magn. H. 12.3 sek/ 4. Einar Halld. V. 12.5 sek. H: 1246 (1280). — V: 1117 (1194). j Hástökk: 1. Oliver Steinn H. 1.81 m. 2. Árni Gunnl. H. 1.63 m. : 3. Óli Kristinss. V. 1.60 m. 4. Guðj. Magn. V. 1.55 m. H: 1392 (1426). — V: 1075 (1138). Þrístökk: 1. Þorkell Jóh. H. 12.73 m.: 2. Sig. Ágústss. V. 12.46 rrú 3. Óli Kristins. V. 12.41 iri. 4. Guðj. Sigurj. H. 12.28 m. H: 1172 (1249). — V: 1154 (1152). Sleggjukast: 1. S. Waagfjörð V. 38.07 m. 2. Áki Granz V. 36.96 m. 3. Gísli Sig. H. 25.87 m. 4. Pjetur Kristb. H. 22.43 m. V: 1211 (1084). — H: 688 (892). Spjótkast: 1. Þórður Guðj. H. 45. 69 m. 2. Magn. Grímss. V. 44.16 m. 3. Ingi Sig. V. 42.71 m. 4. Guðj. Sigurj. H. 40.49 m. V: 943 (1019). — H: 931 (782). 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit H. 46.6 sek. 2. Sveit V. 47.4 sek. H: 674 (760). — V: 629 (710). Vestmannaeyingar hlutu 12425 stig á móti 12273 í fyrra og Hafnfirðingar 11324 stig á imóti 11568 stigum í fyrra. •—- Vestmannaeyingar unnu þann ig 6 greinar, öll köstin, stang- arstökk og 200 m. hlaup og áttu fyrsta mann í 5 greihum. Hafnfirðingar unnu aftur á móti 5 greinar, 100 m. hlaup, hástökk, þrístökk, langstökk og 4x100 m. boðhlaup og áttu fyrsta mann í 6 greinum. Besta afrek mótsins er há- stökk Olivers, 1. 81 m., serh gefur 798 stig. Annað besta af- rekið er langstökk Olivers, 6.84 m., sem gefur 762 stig, — þriðja besta afrekið stangar- stökk Guðjóns, 3.65 m., sem gef ur 754 stig og 4. 100 m. hlaup Olivers, 710 stig. Þ. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU •: X-9 ^ < > íW Eflir Roberl Storm ; < WE ON BUTT0N5 FOK TM£ FMPð ON WINTBR UNDÉfZW£AR TURéAD UP A NEEDL-B, cmm.. JON£$ WILL $MOW VOU m to your 8ENCM! /<777" OAV I DON'T VVANT TO BE NOSY , BLUB'JAW, BUT wUAT‘6 ON TNE READV-TPAOK? WNAT D'VOU BO UP W£RE IN TH£ hille,? MMhai YOU'RE ' A CAZD, 3LUE-JAWÍ f M£V, BLUE'JAW/ ITCHV CAN'T 6ET OUT OF 8ED...6AV6 HI6 LUMBA60 1-146 MíM ALL , TIED IN KN0T6! ~~ JU6T 6T£P 7HI6 WAV, OEAPIE.. W£ DO PlEC£-WOg<: OKAV, VOU LU66...IU 6EW A B UTTON [ ON MS l s LlP. Á 1—2) X-9: Heyrðu, Blákjammi, jeg kæri mig ekki um að vera með nefiðmiðri í neinu, en hvað stendur til? Hvað gerið þið hjerna? Blákjammi: — Við fest- um tölur á klaufar á síðum nærbuxum. Þræddu nálína, lasm. Frú Jones mun vísa þjer til sætis. — Einn manna Blákjamma: — Hahhaha. Þú ert ger- semi, Blákjammi. 3—4) Glæponinn: — Gerið þjer svo vel, þessa leið, góða mín, Við vinnum alt í höndunum. X-9: Gott og vel, strákar, jeg skal sauma saman á mjer kjaftinn. Glæpamaður: — Heyrðu, Blákjammi! Itchie kemst ekki fram úr bælinu. Hann segist vera allur saman hnýttur af gigt. Blákjammi: •— Það getur hann ekki gert mjer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.