Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 1
81. áxgangur,. 189. tbl. — Föstudagur 25. ágúst 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. HERKVÍIN VESTAM SIGIMU AÐ LOKAST VARNIRNAR f S-FRAKKLANDI f MOLUM Frakkar taka ordeaux London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ ER NÚ EKKI leng- ur um neinar skipulegar varnir að ræða af hendi Þjóðverja í Suður-Frakk- landi. Þeir virðast ætla að verjast þar til yfir lýkur í einstökum börgum, þar sem þeir höfðu mikið setulið fyr ir, en það er ekkert sam- band á milli þýsku hersveit- anna, sem verja þessar borg ir. Sumstaðar verjast Þjóð- verjar í einu eða tveimur borgarhverfum og annars- staðar verjast þeir við her- mannaskála. Ein af þeim borgum, sem Þjóðverjar virðast ætla að verja á þenna hátt, er Avignon í.Rhonedalnum. Þar hafa Þjóð- verjar allmikið setulið og þar höfðu þeir birgðastöð. En þeir virðast ekki gera sjer ljóst, að slíkar varnir eru þýðingarlaus ar,- því hersveitir bandamanna hafa sött fram frá Grenoble inn í Rhonedalinn hjá Valence o'g umhverfis Lyons. Bordeaux á valdi Frakka. Fregnir frá Algiers herma, að hafnarborgin mikla við Biskayaflóa, Bordeaux, sje á valdi Frakka úr heimahernum. Heimaherinn franski hefir ver ið athafnasamur í Suður- Frakklandi og tekið margar borgir. Enn barist í Toulon. Enn verjast Þjóðverjar af raikilli heift í Toulon. Hafa þeir virki nokkur á valdi sínu, þar sem þeir verjast, en hersvcitir bandamanna-vinna að því að uppræta varnarlið Þjóðverja. I Marseilles er enn barist. Þjóðverjar verjast þar í nokkr um húsum og Vichysinnar berjast við Frakka úr heima- hernum. En Öll hernaðarlega þýðingarmikil hverfi eru á valdi bandamanna. 8 milj. kr. fjársöfnun til Bergenbúa. Frá norska blaða- fulltrúanum. FJÁRSÖFNUNINNI til þeirra sem biðu tjón í hinni hræði- legu sprengingu í Bergen, er nú lokið. 8 milj. krónur söfn- uðust. Uppreisn í ungverska hernum -Búlgarar vilja semja frio Rúmenar og Þjóðverjar berjasl London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÓKYRÐ OG KURR er kominn upp í leppríkjum Þjóðverja í Suðaustur-Evrópu, eftir að kuhnugt varð, að Rúmenar höfðu gert sjerfrið og gengið í lið með bandamönnum. Fregnir berast um að ungverskir hermenn hafi gert uppreisn í nokkrum setu- liðsborgum. . .... Ungverska stjórnin hefir. bannað alla starfsemi stjórn- málaflokka í landinu og hafa eigur þeirra verið gerðar Ugp- tækar. Er talið að ósamkomu- lag s.je innan stjórnarinnar SJélfrar uiu það hvort Ung- ver.jaland eigi að dæmi Ríimena. fara að Búlgarar leita hófana um frið Enn á ný berast þrálátar fregnir um, að Búlgarar vilji semja frið við bandamenn og jafnvel ganga í lið með.þeim. Er skýrt frá því, aðð fulltríii biilgörsku stiórnarinnar hafi; farið á fund sendiherra Breta í Ankara til að leita fyrir sjer tnn friðarsamninga. Ekki eru ¦fregnir þessar staðfestar enn sem komið er. Rúmenar og Þjóðverjar þerjast. 1 fregnum frá Rúineníu segir, að þýskar og rúmenskar hersveitir berjist. Litlar fregn ii- hafa borist í viðbót frá RúmeníiT. " ÞjóSverjar sögðu ekki frá atlmrðuniim í Rúmen' íu fyr en í ga>rdag og þá ó- Ijóst. Sögðu að Mikael kon- ungur hafi svikið. Þjóðverja. Þjóðverjar stofna ieppstjórn. Antoneseu, fyrverandi for- sætisráðherra í Rúmeníu og samstarfsmaðnr Þjóðverja er flúihn til Búkarest. Þjóðverj- ar hafa sétt á laggirnar 'lepp- st.jórn og hvetja þeir Riimena í útvarpi, að fylgja þeirri stj(5rn. Stjórnmálaritari. þýsku frjettastofunnar Sigfried Horn skrifar í kvöld, að vegna hern aðarstöðu Þjóðverja sje þeim, nauðsynlegt, að gera nú skjót ar gagnráðstafanir í Rúmeníu; en.í hverju þær gagnráðstaf- anir ættu að vera fólgnar, getur hann ekki. Enn er barist í Parísarborg London í gæi/. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BARIST VAR í sumum hverfum í París í dag, þó franski heimaherinn hafi mestan hluta borgarinnar á sínu valdi. Bað franski heimaherinn um aðstoð frá hersveitum bandamanna og hefir sú aðstoð verið veitt. Hersveitir bandamanna, sem sækja að borginni hafa mætt öflugri mótspyrnu Þjóðverja, en ekki er talið að sú mótspyrna muni standa lengi. Þjóðverjar sviku samkomulag.x Yfirmaður frönsku hersveit- anna í París hafði fengið beiðni um það frá þýska herforingj- anum í borginni, að vopnahlje yrði sett þar til á hádegi á mið vikudag, en hershöfðinginn lof aði í staðinn, að allur þýskur her skyldi hafa yfirgefið borg- ina fyrir þahn tima. Franski herforinginn ráð- færði sig við Bradley hershöfð ingja, sem sagði honum, að hann skyldi veita vopnahljeið, og var það gert. En þegar vopna hljessamningarnir voru útrunn ir, sviku Þjóðverjar samkomu- lagið og í stað þess að yfirgefa borgina, samkvæmt samning- um, hafa þeir veitt mótspyrnu á stöku stað. Það er þó talið, að sú mót- spyrna muni ekki standa lengi. Breskur fallhlífaher við Signuósa London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. UM 35 KÍLÓMETRAR eru nú á milli hersveita banda- manna, sem sækja frá Ermarsundsströndum inn í.land og hersveita Bandaríkjarríanna, sem sækja niður með Signufljóti. Þegar þessar hersveitir ná saman, eru þýsku hersveitirnar, sem verjast fyrir sunnan Signu neðanverða í herkví. Margt virðist benda til, að Þjóðverjar ætli að forða sjer með flótta austur yfir Signu, en engin brú er á því svæði, sem þeir gætu komist yfir fljótið og þar er það einna breiðast. r< Rússur tako höf- uðborg Bessarabíii London í gærkvöld: RÚSSAR SÆKJA hratt inn', í. Rúmeníu eftir töku Jassy, og í kvöld (fimtudag) til- kynnti Stalin marskálkur í dagskipan, að rtissneskar her- sveitir hafi tekið borgina Kishinev, sem er hofuðborg Bessarabíu. Ennfremur tóku Rússar í dag rúmensku borgirnar Bae- av, Barlad, Husi og Roman. Allar eru þessar borgir milli fljótanna Prut og Seret og' borgirnar Roman og Bacav eru við Seretána á aðalvegin- um og við járnbrautina sem liggur til miðhjeraða Rúmeníu og olíulindanna þar. Meðfram Svartahafsströndum sækja Ríissar einnig fram og nálg- ast Akkerman, en þaðan er ekki nenta um 100 km. til Dón árósa. Rúmlcga 20.000 fangar. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld segir, að undan- farið hafi Rússar tekið rúni- lega 20.000 fanga 1.750.638 útvarps- notendur í Svíþjóð. Annan fjórðung þessa árs hafa verið gefin út leyfi fyrir 15,205 útvarpstækjum í Svi- þjóð. Eru iitvarpsnotendur í Svíþjóð þá oi-ðnir 1.750,205. Þjóðverjar hörfa frá Touques Þjóðverjar ætluðu augsýnilega að veita bandamönnum viðnám við ána Touques, en nú hörfa þeir þaðan, sem skjótast austur til Signu. Hafa Þjóðverjar hörfað úr Lisieaux, nema norð- urhverfum borgarinnaar og verjast þeir ennfremur í frægri kirkju á hæð einni, þar sem þeir sjá y^fir vegi að borginni og geta veitt bandamönnum mikið tjón með stórskotahríð. Kirkja þessi er gömul og fræg og hafa bandamenn ekki ennþá hafið skothrí á kirkjuna en svo getur farið að þeir neyðist til þess. Breskir fallhlífarher- menn við Signuósa. Breskir fallhlífarhermenn svifu í dag til jarðar hjá smá- þorpinu Criqueboeuof við Signuósa. Sjer þaðan til hafn- arborgarinnar Le Havre. Hafa fallhlífarhermennirnir náð þorpinu á sitt vald að mestu. Meðfram ströndinni hafa belgiskar hersveitir sótt fram til Trouville. Bandamenn sækja yfir Signu. Hersveitir bandamanna hafa sótt austur yfir Signu á nokkr- um stöðum ennþá. Fyrir austan París hafa hersveitir Pattons sótt alt að 100 km. austur frá höfuðborginni og hafa náð borg, sem er við aðalveginn til Rheiros og lfndamæra Belgíu. Neðar með Signu hafa Banda- ríkjahersveitir sótt yfir Signu hjá Melun og Corbeil, enn frem ur hjá Mantes fyrir vestan París. Vjelahersveitir Bandaríkja- manna hrfa sótt fram niður með Cignu, alla leið til Elbeuf, en þar eru þeir komnir næst til móts við Kanadamenn, sem sækja upp með ánni. Á þess- um slóðum renr-ur Signa í mörg um hlykkjum og cr leiðin eftir ánni um 150 km., en ckki nema 35 í beina í stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.