Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 10
10 I p a * MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. ágúst 1944 Sögur Bertu gömlu Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. mjer, hleypti jeg af, fyrst af öðru hlaupinu, það klikkaði, svo hinu og það brann fyrir, og þegar skotið loksins reið af, komu refahöglin í grenitoppana hinumegin árinnar, en úlfarnir tóku á sprett með skottin beint afturundan sjer. Jeg reis nú á fætur og var heldur stúrinn, sársaukinn í fætinum óx og með byssuna fyrir staf drógst jeg niður á ísinn, til þess að átta mig nákvæmlega á því, hvar jeg væri staddur. Mjer til mikils ljettis sá jek reykjarstrók upp yfir trjátoppana hinumegin árinnar, og sá móta fyrir húsþaki þar milli trjánna. Jeg þekti mig þegar. Þetta var Toppuhaugur, hjáleiga frá bænum sem jeg bjó á. Með miklum erfiðismunum skreið jeg um hundrað faðma upp aflíðandi brekku, en þá sá jeg líka glampann af við- areldi gegnum gluggann. Jeg haltraði að dyrunum, lyfti klinkunni og fór inn, eins og jeg stóð, — það sá ekki í mig fyrir snjó. ^ ,,í Drottins almáttugs nafni, hvað er þetta?“ sagði Berta gamla hrædd og slepti hangiketsbita, sem hún var að narta í. „Góða kvöldið, vertu ekki hrædd, þekkirðu mig ekki, Berta?“ sagði jeg. ,,Æ, það er stúdentinn, ósköp er hann seint á ferðinni. Það setti bara að mjer óhug, — hann er alhvítur af snjó og komin nótt“, svaraði Berta gamla á Toppuhaugi og stóð upp. Jeg sagði henni frá óhappi mínu og bað hana að vekja einhvern af strákunum og senda hann heim til mín eftir hesti og sleða. ,,Ja, er það ekki eins og jeg hefi altaf sagt, úlfarnir hefna sín“, tautaði gamla konan við sjálfa sig. „Þessu vildu þeir ekki trúa, þegar þeir söfnuðu liði til þess að veiða þá í fyrra og hann Pjetur fótbrotnaði, en nú sjest það, þeir hefna sín úlfarnir“. „Æ, já“, sagði hún og gekk að rúmi úti í einu horninu, þar sem fjölskyldan lá og hraut í kór. „Þeir hafa nú verið að aka timbri allan daginn norðan úr skógum, aumingjarnir, og gera það meðan færið er sæmilegt. Vaknaðu Óli litli, þú verður að sækja hest handa stúdent- inum, vaknaðu segi jeg, Óli minn“. „Ha?“ sagði Óli gegnum nefið og sneri sjer í rúminu. Hann gat nú sofið, pilturinn sá, og var ekki að láta svona smánöldur trufla sig, og svo leið eilífðartími, hann geisp- aði, neri augun og teygði sig allan, en inn á milli spurði Hún: — Jeg verð að segja þjer það, pabbi er orðinn gjald — Jeg hefi skotið tígrisdýr í Afríku. Huysmann tók andköf. „Leiguliðarnir verða mjög reið ir, þegar þeir sjá það. Þeir geta gert yður mein — eða“, hann hikaði, því að hann var hálf hræddur við Nikulás, “eða mjer og fjölskyldu minni. Þeir vita um hollustu mína við yð- ur“. Nikulás hleypti brúnum ,,Það er engin ástæða til þess að óttast leiguliða mína. Eng- in. Haldið þið að við getum ráð ið við þá núna, eins og tekist hefir að ráða við þá í tvö hundr uð ár? Þessar óeirðir líða hjá, eins og þær hafa áður liðið hjá“. Presturinn leit snögt á Niku lás og hneigði sig síðan. „Þjer hafið án efa rjett fyrir yður, herra.“ Það var Miranda ein, sem ef- aðist um, að Nikulás hefði rjett fyrir sjer. Hún mundi eftir fundinum heima hjá Jeff Turn er, höggunum á vagnþakinu — og skotinu. Gat það verið, að Nikulás skjátlaðist? Nikulás skjátlaðist ekki að því leyti, að árangurinn af upp reisn þessari hafði engin áhrif á hann persónulega. Hann vissi hvorki nje hefði trúað því, að atburðir næstu daga — sem hann tók engann þátt í og skipti sjer ekkert af — ættu eftir að móta líf hans. — Ókyrrðin á Kolumbía- landinu náði hámarki sínu þann 12. desember. Fógetinn, Henry Miller og erindreki hans geru tilraun til þess að reka tvo bændur, sem höfðu verið seinir á sjer að greiða leiguna, af jörðum sínum. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Smith Bourghton, dulbúnum sem Eldingunni, tókst að æsa 300 Indíána svo upp, að þeir rjeðust að fógetan um og brendu skjöl hans. Viku síðar kallaði Eldingin saman fund á Smoky Hollow- kránni, rjett hjá Claverack. — Nærri því 1000'Indíánar söfn- uðust saman á torginu fyrir framan krána. I þetta sinn höfðu margir þeirra byssur meðferðis og þeir höfðu rænt krárkjallarann, sem hafði verið fullur af viskíi. Þeir voru hams lausir og fundur þessi endaði með skelfingu. Á meðan Smith læknir var að reywa að koma vitinu fyrir þá frá krársvölunum, varð einn þeirra fyrir voðaskoti -— ungur piltur að nafni Bill Rif- enburg, einkasonur fátækrar ekkju. Jeff, sem ekki var dulbúinn, hafði verið uppi á svölunurp hjá Smith Bourghton. Læknarn ir litu í skelfingu hvor á ann- an, þegar þeir sáu Bill hníga niður. „Nú eh úti um þá“, hróp aði Jeff. „Reyndu að róa þá og jeg ætla að sjá, hvað jeg get gert fyrir drenginn". Jeff þaut niður stigann og út á torgið. Hann kraup niður við hliðina á piltinum, en það var ekkert hægt að gera. Hann var að hugsa um, hvernig hann ætti að fara að því segja frú Rifenburg frá þessu, þegar Miller fógeti með fimm menn í fylgd með sjer, tróðst í gegn- upi hópinn. „Svo að það er einnig morð!“ hrópaði hann, þegar hann var kominn að þeim. Síð an kom hann auga á manninn uppi á svölunum og hrópaði: „Áfram piltar — þarna náum við loksins í sjálfa Eldinguna!“ Þeir þustu síðan inn í krána, náðu Smith, sem veitti litla mótstöðu, og ráku hann niður. Þeir bundu hann ofan á hest og fluttu hann á brott. Jeff horfði hjálparvana á þá. Hann gat ekkert gert fyrir vin sinn, því að frekari mót- þrói gegn lögunum myndi valda þeim ómetanlegu tjóni. Hann hjálpaði síðan til þess að flytja Bill Rifenburg heim og gerði það sem hann gat fyr- ir móður hans. Honum var þungt um hjartaræturnar, þeg- ar hann sneri aftur heim á leið. Eldingin var í fangelsi, en yf irvöldunum leið ekki sem best. Bændurnir sendu hvert hótun- arbrjefið af öðru. Þeir ætluðu að leysa foringja sinn úr fang- elsi með valdi. Þeir ætluðu að brenna borgina til ösku. Ridd- araliðið í Hudson tók að her- væðast og borgaraliðið í Al- bany kom til hjálpar. Og loks var hjálparbeiðni send til New York, og hersveitir, undir stjórn Kracks kapteins, voru sendar til Hudson. — Jeff stóð í dyrunum á húsi sínu, og virti fyrir sjer her- sveitirnar, sem þrömmuðu framhjá, í áttina til Warren. I broddi fylkingar gekk lúðra- sveit og Ijek hergöngulög. Alt þetta þurfti til þess að buga nokkra fátæka bændur og einn mann, sem sat í fang- elsi. Jeff ypt-i öxlum og gekk þreytulega inn í vinnustofu sína. Þar kastaði hann sjer nið ur í stól, og hvíldi höfuðið í höndum sjer. Eftir dálitla stund kom Rillah gamla, svertingjakonan, sem hugsaði um hann, inn og setti vínkrús fyrir framan hann. „Drekkto þetta, góði minn“, sagði hún. „Þú hressist á því“. „Hvað yrði um mig, ef jeg hefði þig ekki?“ tautaði Jeff. Hann tæmdi krúsina og and varpaði ofurlítið. Það er best að j*eg heimsæki Boughton í fangelsið, hugsaði hann. Nú hafði máli hans verið frestað þar til í mars, svo að það veitti ekki af, að hressa ofurlítið upp á hann. Á leiðinni til fangelsisins, mætti Jeff alsstaðar hermönn- um, og honum varð hugsað til Nikulásar Van Ryn. Fjandinn hirði hann, hugsaði hann alt í einu. Jeg held, að harín sje í rauninni hættulegur. Guð hjálpi þeim, sem reynir að þrjóskast við hann. Honum datt Miranda í hug. Þessi til- gerðarlegi, litli kjáni, sem þótt ist vera einhver heldri kona og dró enga dul á, að hún til- bað húsbóndann á Dragon- wyck. Hún fengi áreiðanlega að kenna á því, áður en lyki. Það sem hún þurfti með, var heiðarleg vinna og heiðarlegur maður, sem hristi þessa vit- leysu úr kollinum á henni og eignaðist með henni stóran hóp af börnum. Hún er svo sem nógu heilbrigð til þess, ef hún aðeins hefði dálítið meira kjöt á beinunum, hugsaði Jeff gremjulega. Hann var svo niðursokkinn í þessar hugsanir sínar, að hann rak sig á kvennmann, þegar hann var að fara yfir Fyrstu Götu. Hann heyrði fliss og tvö dökk augu litu glettnislega á hann. „Drottinn minn dýri, Turner læknir, þú ætlaðir al- veg að ryðja mjer um kolI!“ hrópaði stúlkan. Það var Faith Folger. Hún var í grárri kápu með gráa húfu, og hafði enga rauða borða í hárinu núna, því að móðir hennar hafði náð í hana, áður en hún fór út. En Faith þurfti enga borða til þess að draga að sjer athygli karlmann anna. Á meðan Jeff var að af- saka klunnaskap sinn, námu tveir riddaraliðsforingjar stað- ar hjá þeim og rendu vonar- augum til hennar. „Og hvað ert þú að gera hjerna, stúlka mín, innan um alla þessa hermenn?“ spurði Jeff ertnislega. Faith kastaði til höfðinu og leit út undan sjer á riddara- liðsmennina tvo. „Jeg er að fara niður í lyfjabúðina fyrir mömmu", sagði hún alvarleg á svip. Hún teygði fram varirn- ar og horfði á Jeíf gegnum augnahárin. Jeff horfði á rauðan, girni- legan munninn, eins og ætlast var til. Hann hafði nokkrum sinnum stolið þaðan krossi, og haft mjög gaman að. En nú, alt í einu, freistaði Faith hans ekki eins og venjulega. Honum fanst hún helst til blómleg. „Jæja, en þú mátt ekki stela neinum hermannahjörtum á leiðinni“, sagði hann glaðlega og tók ofan hattinn. Stúlkan starði undrandi á hann. „Ætlar þú ekki að fylgja mjer, Jeff“, spurði hún. Hann hafð altaf sóttst eftir fjelags- skap hennar, og þótt ekkert hefði verið ákveðið ennþá, vissi hún, að fjölskylda hennar var því samþykk, og hún sjálf mjög fús til þess að verða frú Turner. „Mjer þykir það mjög leitt, en jeg má ekki vera að því núna“, sagði Jeff, sem hafði nógan tíma til þess. „Jeg er á leiðinni til vesalings Bough- tons“. „Ó“, sagði hún og leit dálítið vandræðalega á hann. Það sem eftir var leiðarinnar gekk hún niðurlút, eins og ungri stúlku sæmdi, og þóttist ekkert taka eftir riddaraliðsforingjúnum tveim, sem gengu rjett-á eftir henni, og hrósuðu henni há- stöfum hvor við annan. þrota. Hann: — Þetta vissi jeg altaf að hann myndi finna upp á ein hverju til þess að stía okkur í sundur. . ★ Hænan: — Eitt gott ráð skal jeg gefa þjer, ungi litli. Unginn: — Og hvað er það? Hænan: — Eitt egg á dag heldur slátraranum í hæfilegri fjarlægð. Kennarinn: — Hversvegna svarar þú ekki? Nemandinn: — Jeg svaraði, jeg hristi höfuðið. Kennarinn: — Þú getur varla búist við því, að jeg heyri hringla í kvörnunum í þjer alla leið hingað. ★ ' Faðirinn: — Jeg skil ekki, hvernig stendur á því, að úrið mitt gengur ekki. Jeg þarf víst ao láta hreinsa það. Sonurinn: — Nei, pabbi, það [ er alveg óþarfi. Við Stína þvoð um það í morgun. — Það eru engin tígrisdýr í Afríku. •— Það veit jeg vel. Jeg er búinn að skjóta þau öll. ★ Gesturinn: — Mjer þykir þjónustustúlkan haga sjer frekjulega gagnvart yður. Húsmóðirin: — Já, en maður_ verður að þola gömlum hjúum margt. Hún er búin að vera hjá mjer í þrjá mánuði. ★ Hún: — Hugsaðu þjer, mig var að dreyma hana mömmu í alla nótt. Hann: — Það kallar maður ekki draum, heldur martröð. ★ Bílstjóri (eftir að hafa ekið á slátrarasendisvein): — Er nokkuð að þjer? Drengurinn: — Við skulum sjá, hjerna er lærið og þarna er lifrin, en hvar eru nýrun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.