Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. ágúst 1944 Útg.: H.f. Arvakur, ReykjavOc Framkv.stj,: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óia Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Ameríkuför utanríkis- málaráðherrans MEÐAL ALMENNINGS hjer í Reykjavík hefir að und- anförnu mikið verið rætt um seinustu Ameríkuförina. — Ekki þó för forsetans, því enginn getur neitt haft við það að athuga, að þjóðhöfðingi íslands taki á móti vinsam- legu bpði forseta Bandaríkjanna um heimsókn. En það sem vekur undrun manna og um leið áhyggjum er, að þessi för verður ekki talin kurteisisheimsókn eingöngu, heldur mun hún hafa á sjer pólitískan blæ. Er það vegna þess, að utanríkismálaráðherra íslands, þótt óþingræðis- legur sje, tekur þátt í förinni. Vafalaust hefir það mjög aukið á umtal manna um þessi efni, að rjett um sama mund og lagt var af stað í förina, barst hingað sú fregn frá Ameríku, að T. Conn- ally, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafi látið svo um mælt, að það væri „lífs- nauðsyn“ fyrir Bandaríkin „að hafa bækistöðvar á ís- landi“ að stríðinu loknu. 'k Utanríkismálaráðuneytið hjer fól sendiherra vorum í Washington að rannsaka, hvort tjeð ummæli væru rjett hermd. Er nú komið svar sendiherrans og segir þar, að í stórblaðinu New York Times hafi 22. þessa -mánaðar birst fregn frá frjettastofunni United Press, er var svip- uð fregninni er hingað var símuð. Sendiherra vor gekk hreint til verks og átti persónulega tal við herra Tom Connally, sem þá fullyrti, að ummælin sem eftir honum voru höfð varðandi ísland, væru röng. Vjer íslendingar fögnum því, að fyrgreind ummæli hafa verið borin til baka. — En við skulum samt ekki vera þau börn að halda, að blaðamennirnir vestra hafi ekkert við að styðjast, þegar þeir sí og æ eru að ympra á þessum málum. Hitt dylst engum, að blaðamennirnir hafa sagt annað og meira en þeir máttu. Það er þess vegna allra hluta vegna hyggilegast, að vjer íslendingar sjeum vel á verði og að vjer gætum þess í hvívetna, að halda fast á rjetti vorum. ★ Enginn getur verið í vafa um, hver vilji íslensku þjóð- arinnar er í þessum málum. Hann var markaður skýrt og greinilega í herverndarsamningnum frá 1941. Að þessu leyti ætti því ekki að stafa nein hætta af vesturför utan- ríkismálaráðherra. Það á ekki að þurfa að gera ráð fyrir, að honum komi til hugar að víkja frá þeirri stefnu, sem Alþingi hefir markað skýrt og afdráttarlaust. Er óhugs- andi að nokkur ráðherra leyfi sjer slíkt, jafnvel þótt hann starfi ekki á ábyrgð þingsins, En vegna þess að vesturför utanríkismálaráðherrans hlýtur að hafa á sjer pólitískan blæ — og hún getur kom- ið af stað leiðinlegum misskilningi — er nauðsynlegt að það komi skýrt fram, að utanríkismálaráðherrann hefir ekkert umboð frá Alþingi eða utanríkismálanefnd þings- ins, til þess að hefja stjórnmálaviðræður við amerísk stjórnarvöld. Þetta verður að taka skýrt fram, til þess að fyrirbyggja allan misskilning. ★ En í sambandi við vesturför utanríkismálaráðherrans, spyr almenningur hjer heima: Hver bauð utanríkismála- ráðherranum í þessa vesturför? Að sjálfsögðu verður að ganga út frá, að utanríkis- málaráðherranum hafi verið boðið, því að öðrum kosti er óhugsandi að ráðherrann hafi lagt upp í för þessa á þess- um tímum. En það setur líka pólitískan blæ á förina og gefur til kynna, að óskað sje eftir pólitískum viðræðum við ráðherrann. En þá spyr almenningur hjer: Hvaða pólitískar við- ræður eru það, sem óskað er eftir að eiga við utanríkis- rþðherra íslands vestur í Ameríku? Um hvaða mál á að r,æða? Og samkvæmt hvaða umboði fer ráðherrann slíkra erinda til Ameríku? JJ£)anry££rlurfrjettir: Þjoðverjar fyrir- huga bíóðbað 20. ágúst. FRELSISRÁÐ Danmerkur hefir sent Dönum hvatningu um að halda 29. ágúst hátíð- legan til minningar um þá Dani, sem fjellu í fyrra. Frels- isráðið segir einnig, að liðna árið hafi verið sigurár fyrir dönsku þjóðina. Andstöðuhreyf ingin hefir ákveðið, hvenær og hvernig aðgerðunum gegn Þjóðverjum skuli hagað. Þjóðverjar hafa nú flutt lög- reglulið og herlið til Danmerk- ur til þess að nota daginn 29. ágúst til blóðbaða. Frelsisráð- ið brýnir fyrir öllum að aðhaf- ast ekkert það, sem geti gefið Þjóðverjum tilefni til að sker- ast í leikinn. „Við munum sjálf ir ákveða, hvenær við heyjum úrslitabaráttuna fyrir frelsun föðurlandsins“. k Á aðalfundi danskra lögreglu þjóna í Næstved í sumar var frá því skýrt, að 14 danskir lögregluþjónar hefðu verið drepnir árið 1943. Yfirmaður dönsku lögreglunnar tók það fram á fundinum, að lögreglan vildi gera alt, sem hún gæti, til að aðstoða dönsku þjóðina, og þjóðin ætti að treysta lögregl- unni. 'k Danskir stúdentar hafe að- stoðað við uppskeruvinnuna gegn lágum launum, sem þeir hirða þó ekki sjálfir, heldur senda bágstöddum Norðmönn- um. ★ Frá Kaupmannahöfn er til- kynt, að 1158 danskir sjómenn hafi látið lífið í stríðinu. Þar við bætast 153 fiskimenn, og af þeim hafa 46 látið lífið á þessu ári. ★ ★ Bæði danskir og norskir flóttamenn hafa fengið bæki- stöðvar í Svíþjóð, þar sem ung um og vopnfærum mönnum er kent til lögregluþjónsstarfa. Það er ætlunin, að þessir lög- regluþjónar starfi í Danmörku eftir að hernámi Þjóðverja lýkur. ★ Flóttamenn í Svíþjóð á full- orðinsaldri eru nú 50.000, að því er segir í opinberri tilkynn ingu. Af þeim eru 14.500 Dan- ir. Auk þess börn og ungmenni, svo að í Svíþjóð munu nú vera 18—20 þús. danskir flóttamenn Margir danskir flóttamenn hafa gengið að eiga Svía, en þó eru meiri brögð að gifting- um Norðmanna og Svía. (Samkv. danska út- varpinu hjer.) \Jilverji ólrifar: i. A A A >. A i». A ■«. A vvvww % %ír (laglefjci lífinu Nýtt sænskt hæðar- met í svifflugi. - Stokkhólmur: Wennerström löjtenant setti nýtt hæðarmet í svifflugi um daginn við Aalleberg. Komst hann í 6,272 metra hæð. Um símskeyti og símasamtöl. ÞAÐ ER ekki langt síðan, að getið var um það í blöðum hve miklir erfiðleikar eru á að ná símasambandi hjeðan við helstu símastöðvar úti á land. En ferða menn, sem farið hafa um landið í sumar hafa og komist að raun um, að það gengur ilía að fá sam band frá símstöðvum úti á landi jafnvel þó beðið sje um hraðsam töl. í júlímánuði s. 1. var Sigbjörn Ármann kaupmaður á ferðalagi um Norður og Austurland. Hann er athugull maður, sem kunnugt er og er heldur ekki myrkur í máli, ef honum finnst eitthvað fara aflögu, eða vera eins og það á ekki að vera. Fyrir nokkrum dögum fór Sigbjörn úr bænum, en áður en hann fór rjetti hann mjer brjef, sem hann hafði skrif- að eftir þetta ferðalag sitt. Gætir ýmsra grasa í brjefi Sigbjörns og hefi jeg tekið úr því eftirfarandi kafla: Samtal við símamála- stjóra. Póst- og símamálastjóri átti er indi við mig, og jeg við hann, við erum gamal kunnugir. Jeg hafði sgnt honum símleiðis kvörtun um að 3ja flokks stöðin Varma- hlíð í Skagafirði komst aldrei að sunnudaginn 9. júlí á milli kl. 4 og 5 e. m. með hraðsamtal við Akranes, þrátt fyrir að símstjór inn í Varmahlíð reyndi alt til að fá Borðeyri til að svara og kom ast í samband. Símamálastjóri vísaði mjer til greinargerðar hans sem kom út í einu dagblaðinu hjer í Reykja- vík. Það skal þegar játað að síma málastjóri á þakkir alþjóðar fyr- ir baráttu sína fyrir þvf að auka jarðsímalagningar, og ætti bæði þing og stjórn að fylgja honum í þeim málum. • Hvað segir í síma- skránni. EN GREINARGERÐ hans hagar ekki því að í símaskrá, sem gefin er út 1942—’43, er sagt að 3ja flokksstöðvar.sjeu opnar á mili kl. 16—18, og vitanlega opnar til að taka á móti skeyt- um og símtölum fyrir þá þegna þjóðarinnar, sem á þessu menn- ingar-tæki þurfa að halda, en ekki til að fífla þá og gera þeim illt í skapi, eða að taka á móti skeytum gegn fullri greiðslu og koma svo ekki skeytunum til 9 r skila, eins og atti sjer stað 1 þessu ferðalagi okkar fjelaga. Símamálastjóri virtist ekki taka þetta eins alvarlega eins og mjer fanst honum bera skylda til, svo að jeg undirstrikaði það með því að tjá honum að Sveini bónda á Egilsstöðum hefði ekki komið þetta á óvænt, hann kvað það ekkert nýtt að skeyti til hans komist ekki til skila, eða þá að ferðafólk sem símaði á leið inni frá Akureyri, væri komið til hans alla leið áður en skeytið kæmi fram. e Óþolandi. SLÍKT ÁSTAND er óþolandi, í ekbi vandasamari starfi. Sje síminn ofhlaðinn er það auðvit- að þeim, sem ábyrgð á stjórn símamálanna bera, einum um að kenna, en ekki því fólki sem þarf að nota símann. Hvernig annars mundi tónninn verða, ef hjer væri um einkarekstur að ræða? Ef jeg sendi skeyti og við því er jtekið, á jeg heimtingu á áð skeytið kömi til skila, sömuleiðis ef jeg frímerki brjef og kaupi á það ábyrgð ber póststjórninni að koma því til skila. Hliðin á þjóðvegun- um. ÞÁ KEM jeg að vegamálunum og ómögulegt er að minnast á j)au nema að kljást dálítið við vegamálastjórann sjálfann. Jeg veit að hann hefir fangið fullt. En því örðugra er það fyrir hann að komast út úr öllum þeim vandamálum, þess fleiri hlið sem eru lokuð honum. Myndi vegamálastjórinn ekki geta fallist á það með mjer, að líklega hvar sem leitað væri með logandi ljósi á öllum alþjóðaveg um í veröldinni, væri land okk- ar ísland með flest hlið sem girt er fyrir þjóðbraut. Til dæmis mætti nefna Jökuldalinn og Vell ina og Fljótsdalshjerað, að jeg nefni nú ekki ástandið á brúm þeim sem liggja yfir gilin á Jök uldalnum, þær eru búnar að vera stórhættulegar tvö síðastlið in sumur, og eiga sjálfsagt'eftir að verða einhverjum að slysi, ef ekki er aðgert. Maður freistast nærri því til að ráðleggja vega- málastjóra að fara að dæmi síma málastjóra að leggja veginn neð anjarðar, vegna brúnna og hlið anna á Jökuldalnum. En slepp- um öllu gamni. Af öllu því fje sem varið er til vegamála munaði það ekki dropa í fulla vatnsfötu til að girða meðfram þeim túnblettum sem þjóðvegurinn liggur í gegn um, til þess að ljetta undir með þeim bændum sem þennan á- troðning hafa. Hitt er óþolandi að þjóðvegurinn sje afgirtur með óteljandi hliðum, og á sjer hvergi stað nema á Islandi. Bílarnir, sem þeir mættu. Á ÞESSA LEIÐ fórust Sigbirni orð í brjefinu og munu flestir vera honum sammála í þeim efn um, sem hann minnist á. Síðar segir svo í brjefi Sig- björns: „Þegar maður ferðast um land ið sitt mætir maður mörgu og margt ber á góma. Morgunblað- ið getur maður nú orðið fengið samdægurs, eða einum eða tveim dögum eftir útkomu þess alsstað ar á helstu stöðum, sem maður staðnæmist á. Þá voru það bílgarmarnir sem við mættum á leiðinni sem end- urminningin kallar fram. Mikið gátum við vorkent mörgum þeirra sem vegna varastvkkja- leysis og gúmmíleysis voru strandaðir á leiðinni og þurftu altaf að gera við farkostinn. — Einum slíkum bíl mættum við 3 eða 4 sinnum, sem var altaf lamaður, sitt í hverjum stað. — Það seig brúnin á farþegum þessa bíls þegar Hermann Jónas son, lögfræðingur brunaði fram- hjá þeim í hinum nýja bil Bún- aðarbankans og þeir frjettu að símamálastjóri hefði fengið einn nýjan bíl fyrir Landssímann, eft ir að hann hafði selt sinn eigin einkabíl. • Kosningabensínið. FRÁ atvinnumálaráðuneytinu hefi jeg fengið þær upplýsingar, ,að kosningabensínskamturinn, sem lofaður var þeim, er óku I lýðveldiskosningunni, hafi ver- ið afhentur landsnefnd lýðveld- iskosninganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.