Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. ágúst 1944 ■ Brjef: Skólavö rðuholtinu Ræðan á Herra ritstjóri. Mjer hnykti við, er jeg las ræðu sr. Sigurbjarnar Einars- sonar í Mbl. í gær. Jeg hefi haft mikið álit á sr. Sigurbirni, talið hann meðal bestu kennimanna landsins og heyrt mjög vel af honum látið. En mjer brá í brún er jeg las þessa ræðu hans, því að þar skýtur upp gömlum kunningja, sem jeg hafði haldið að prestar vorra tíma kærðu sig yfirleitt ekki um að kynna fyr- ir almenningi á ný. Jeg skal ekki nefna hann á nafn. En presturinn segir: ,,Jeg legg ekki alla and- stöðumenn þessa máls að líku. En þeir hafa beitt sjer fyrir þeirri andstöðu á bak við tjöldin og opinberlega af metnaði einum, öfund og hroka, eða blindum fjand- skap við kirkju Krists, þeir munu verða að svara fyrir það á sínum tíma, að þeir höfðu illt verk með höndum. myrkraverk. Því heiti jeg þeim í nafni Guðs“. Jeg býst við að fleiri en mig langi til að fá nánari skýringu á þessum orðum prestsins. Á að skilja þetta svo, að til standi að kirkjan fari að taka að sjer völdin hjer á landi og dæma menn fyrir afbrot gegn Guði, líkt og gert var fýrir fáeinum öldum síðan? Halda prestarnir enn að almáttugur Guð sje ekki einfær um að dæma í sínum málum? Eða er þetta bara lít- ilsháttar bannfæring til að hræða lítilsigldar sálir'frá allri mótspyrnu móti því að byggja fyrirhugaða Hallgrímskirkju? Úr því að presturinn heitir þessu í nafni Guðs, vill hann þá ekki gera svo vel að leggja embættisskilríki sín á borðið, svo að mjer og öðrum, sem ekki er kunnugt um að sr. Sigur- björn sje neinn sjerstaklega út- nefndur fulltrúi Guðs, þurfi ekki að blandast hugur um að hann hafi umboð til að tala eins og hann gerir. Því að margir hafa talað á líka leið áður um- boðslaust. Þessi tilfærðu orð prestsins eru, þótt í smáum stíl sje, bann- færing til handa öllum þeim mönnum, sem eru á móti því að Hallgrímskirkja sje reist fyrir opinbert fje, eins og ráðgert hefir verið, samkvæmt teikn- ingu Guðjóns Samúelssonar. Og við, sem hjeldum að við lifðum í sjálfstæðu landi á frjálsum tíma, þar sem mönnum væri heimilt að hugsa og segja það sem þeim sýndist um guði og menn! Og svo kemur það upp úr kafinu, að þeir sem hafa beitt sjer gegn því að þessi mikla kirkja verði reist, þeir eiga að vera að drýgja illt verk, myrkraverk, eftir því sem prest urinn segir. Ættum við ekki að reyna að athuga málið ofstækislaust og beita skynseminni eftir því sem við getum, í stað þess að leggja hana til hliðar og tala máli trú- arofsans? Árni Jónsson frá Múla sýndi fram á það í ^Verði" fyrir nokkrum árum, að fyrir það fje, sem þyrfti til að koma upp fyrirhugaðri Hallgrímskirkju mætti koma upp íbúðum fyrir jafnmargt fólk og gæti rúmast í kirkjunni. Jeg býst við, að margir, sem eru ekki prestar, telji það ekki síður Guði þókn- anlegt, að byggja yfir þá, sem eiga ekki þak yfir höfuð sjer og verða að hýrast í lítt eða óhæf- um og óhollum íbúðum, sem heilsu þeirra stafar hætta af, (sbr. skýrslu byggingarfulltrú- ans í Reykjavík), eins og að byggja kirkju, sem er lokuð milli messugerða. Jeg held jafn vel, að presturinn geti lent í vandræðum, ef hann ætlar að fara að útskýra það fyrir sókn- arbörnum sínum, að Guð meti meira glæsilegt musteri sjálf- um sjer til dýrðar, þar sem menn geti tilbeðið hann, heldur en heilsu sóknarbarna sinna. Margir menn halda að Guð sje ekki svo hjegómlegur. Og að hann sje betri og rjeltlátari en svo, að þeir menn, sem þann ig hugsa eigi að dæmast eins og glæpamenn fyrir myrkra- verk. Margir eru á móti því að Hall grímskirkja verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelsson- ar. Þeim þykir sem sú kirkja myndi ekki verða nógu stíl- hrein og fögur, vilja reisa feg- urra og veglegra musteri. Á að refsa þessum mönnum fyrir hroka, öfund og metnað fyrir að vilja veg Guðs sem mestan? Jeg skal játa það, að jeg er meðal þeirra sem álíta að okk- ar litla þjóð hafi meiri þörf fyrir margt annað en stóra kirkju, meðan þær kirkjur, sem hjer eru, standa hálftómar. Jeg held t. d. að meiri þörf væri að reisa litlar kirkjur, sína í hverjum kirkjugarði, svo að jarðarfarir gætu farið fram það an og bæjarbúar losnað við þá ómenningu sem er að dagleg- um, löngum jarðarfarargöngum í gegn um höfuðborgina. Jeg held að meiri þörf væri að reisa vandað og vel útbúið dagheim- ili fyrir börn, sem veitti börn- unum gott uppeldi og mæðrun- um frelsi til að stunda vinnu sína. Og marga hluti gæti jeg nefnt fleiri, sem jeg tel nauð- ‘synlegri, og líklegri til að koma almenningi að gagni heldur en stór kirkja. Samkvæmt heimildum Nýja Testamentisins prjedikaði Jesús frá Nazaret úti á bersvæði, rjett eins og sjera Sigurbjörn á sunnudaginn var. Hans orð höfðu sín áhrif, þótt þau væru aldrei í kirkju töluð. Og mjer er ekki kunnugt um að hann hafi nokkurntíma minnst á að það þyrfti að byggja kirkju. Presturinn segir í sæðu sinni, að ,,hvert verk, sem vjer menn- irnir áformum og vinnum að, er annaðhvort gott eða illt“. Jeg hefi heyrt um langa trúarstælu út af þessu atriði og sýnilegt er að presturinn hefir hjer mark- að stefnu sína. En má jeg spyrja, gott eða illt fyrir hvern? Því að í sjálfu sjer er ekkert verk gott eða illt. Og ef sjera Sigurbjörn heldur að það þurfi endilega að vera gott verk, að reisa stóra og glæsilega kirkju, þá er það mikill misskitningur. Úr þeim musterum hefir mönn um stafað meira hætta en al- menningi er ljóst, því ao heim- urinn væri mun lengra á veg kominn en hann er, ef kirkjan hefði ekki staðið sem sífeldur farartálmi fyrir hverjum þeim manni, sem vildi færa heimin- um aukna þekkingu og nýjan sannleika- Og það var alt gert í Guðs nafni, af mönnum, sem töldu sig hafa ekki minna um- boð frá Guði almáttugum en sjera Sigurbjörn mun telja sig hafa. Þau heilögu orð, sem hann og aðrir prestar eru stöðugt að Vitna í og einu sinni voru talinn heilagur sannleikur, eru hvorki heilagri nje sannari en það, að þau eru aldagamlar hugmyndir ófullkominna manna, sem höfðu ófullkomnar hugmyndir um himin og jörð, sem eðlilegt er og var, en sem prestarnir hafa öldum saman reynt að telja fá- fróðum almenningi trú um að væri sannleikur innblásinn af heilögum anda. Sú saga er svo ljót, að jeg býst ekki við að kirkja vorra tíma vinni neitt við að hún sje rifjuð upp. Og hótanir sjera Sigurbjarn- ar minna óþægilega mikið á að- ferðir löngu liðinna starfs- bræðra hans, sem hótuðu deyj- andi mönnum öllum helvítis pyndingum, uns þeir höfðu gefið allar eigur sínar fyrir sálu sinni. Oll sú hyldýpis-heimska, grimmd og mannvonska, sem kirkjan hefir gert sig ‘seka um á liðnum öldum er ekkert ann- að en hörmulegar afleiðingar ofstækisfullrar, þröngsýnnar trúar, sem fordæmir alt og alla. sem játa ekki þá trú, sem á hverjum tíma hefir verið við- urkend af kirkjuvaldinu sem sú eina sanna. Jeg er þess fullviss, að sjera Sugurbjörn er jafn andvígur því eins og jeg, að slík afglöp endurtaki sig í nafni Guðs. Og því bjóst jeg ekki við, að hann sem góður prestur færi að taka upp á slíkum heiting- um. Það var falleg hugmynd, að tala úti á bersvæði, eins og Jesús frá Nazaret. Jeg held að sjera Sigurbjörn hafi, þar sem hann stóð, með jörðina undir fótum og himingeiminn alt í kring um sig á fögrum sumar- degi, staðið í veglegra musteri heldur en jafnvel í stærstu og fegurstu kirkju. Og hver veit nema þröngsýn- in ætti erfiðara uppdráttar í slíku víðsýni, þótt hjer tækist illa til í fyrsta skifti á Skóla- vörðuholtinu? Rvík 23. ágúst 1944. Niels Dungal. Happdrætti sænska Rauða Krossins. STOKKHÓLMUR: — Stjórn sænska Rauða Krossins hefir farið fram á það við ríkisstjórn ina, að Rauða Krossinum verði leyft að efna til happdrættis. Vinningarnir verða 500.000 að tölu, ca. 13 kr. hver. Ágóðinn, sem yrði af happdrættinu, verður notaður til þjóðlegra og alþjóðlegra framkvæmda eftir stríð. 85 ára: Guðmundur Guð- mundsson t DAG er Guðmundur Guð- mundsson trjesmiður, Bjarg- arstíg 14, 85 ára. Guðmundur fluttist til bæj- arins norðan úr Húnavatns- pýslu fyrir nær 60 árum og nam trjesmíði og hefir starf- oð við þá iðn samfleytt þar til hann varð 75 ára, að hann hætti vinnu vegna sjóndepru. Guðmundur er tvígiftur og citti 5 syni með fyrri konunni, sem allir eru handverksmenn hjer í bænum: Ragnar trje- smiður, Sigurður dömuklæð- pkeri, Magnús bakarameistari, punnlaugur skósmiður og {3öfus skósmiður. Með seinni konunni á Guðmundur 5 börn ó lífi, sem öll eru gift og bú- sett hjer í bænum: Guðrún, Þórður, Ingunn, Steindór og Fríður. . Guðmundur er ern og hress pg fylgist vel með öllu sem gerist í umheiminum, það eina, eém háir honum er að hann. getur nú ekki lengur lesið vegna sjónleýsis. Guðmundur hefir konnð öllum sínum börnum upp með: pínum sjerstaka dugnaði og reglusemi, og frekar hefir hann verið veitandi en þiggj- andi. Guðmundur e,r sjerstakt prúðmenni, sem allsstaðar hef ir unnið sjer traust og virð- jngit hvar sem hann hefir ver- ið. Hinir mörgu vinir og kunn- ingjar Guðmundar óska hon- um til hamingju með daginn og að þeir megi enn lengi njóta vináttu hans. G. Ný aðferð við mó- vinnslu STOKKHÓLMUR: — Sví- inn Hjalmar Klint hefir fund- ið nýja aðferð við móvinnslu, sem geiár móinn að hentugra og ódýrara eldsneyti. Jarðfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að í Svíþjóð er svo rnikið af mó í jörðu, að hann ætti að geta fullnægt kola- og olíuþörfum Svía í næstu 1000 ár Ef Loftur Retur bað ekki — bá hver? 75 ára: Sfefán Magnússon frá Berunesi 75 ára er í dag Stefán Magn- ússon frá Berunesi við Reyðar- fjörð. Stefán hefir átt heima síð- astliðin 10 ár hjer í Reykjavík og annast afgreiðslu í Sæbúð- inni við höfnina og er mörgum sjómönnum og verkamönnum að góðu kunnur. Fyrstu áratugi aldarinnar bjó hann að Berunesi við Reyð arfjörð og var ath^fnamikill forgöngumaður í jarðabótum og húsabyggingum. Tók jörðin miklum stakkaskiptum á bú- skaparárum hans og hefir síð- an verið talin með bestu bú- jörðum í Fáskrúðsfjarðarhreppi enda hefir Stefán verið kendur við Berunes æ síðan. Fæddur er Stefán og uppal- inn á Fljótsdalshjeraði. Föður ættin er hin svonefnda Sand- fellsætt, sem alkunn er eystra. Börn Stefáns og Ásdísar konu hans eru 5 á lífi, tvær dæt ur og þrír synir. Eru þau öll gift og eiga bræðurnir og önn- ur systirin heima í Reykjavík, en hm í Kaupmannahöfn. Stefán hefir verið vinsæll maður alla æfi og hefir heimili þeirra hjóna verið orðlagt fyr- ir rausn og myndarbrag. Frá .þessu kennileiti lítur Stefán um öxl, yfir mikið og heilladrjúgt starf. Vinir hans og góðkunningjar fjær og nær samfagna honum og árna allra heilla. Góðkunningi. ALDREI vond hægðalyf. ALTAF Þessa Ijúffengu, náttúrlegu fæðu. Hið hrökka ALL-BRAN bætir meltinguna. • Það er ekkert ráð við hægða teppu að nota vond hægðalyf. Þau knýja aðeins fram bylt- ingu í meltingarfærunum. Til þess að fá varanlegan bata skuluð þjer borða Kell- ogg’s All Bran reglulega. Þessi I næringarmikla fæða breytir meltingunni á eðlilegan hátt. Með mjólk og sykri, eða á- vöxtum er það svo hressandi og ljúffengt, að yður mun þykja það betra með hverjum degi. Biðjið verslun yðar um Kellogg’s All Bran í dag (3941)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.