Morgunblaðið - 30.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1944, Blaðsíða 1
81. árgangnr. 193. tbl. — Miðvikudagur 30. ágúst 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f, BANDAMENN KOMNIR AÐ RHEIMS HAFA TEKIÐ SOISSONS OG CHALONS SkrLðdrekasveitir við Svissnesku. landamærin Bandamenn sækja hratt upp- eftir Rhonedalnum London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ ER NÚ staðfest að skriðdrekasveitir bandamanna sjeu komnar að svissnesku landamærunum eigi langt frá borginni Geneva og hafa bandamenn með aðstoð frakkneskra hersveita tekið nokkrar borgir og þorp þar nærri. Eru um 75 km. frá landamærum Belgíu London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRAMSVEITIR Bandaríkjamanna eru nú sagðar komn ar nærri borginni Rheims. en þaðan eru um 75 km. til landamæra Belgíu. Sækja bandamenn nú fram á 200 km. víglínu og er sókninni beint til norðausturs frá Marne. Eru framsveitirnar nú um 150 km. frá landamærum Þýskalands sjálfs. Teknar hafa verið borgirnar Soissons og Chalons, en framsveitir eru nærri Compigene-skóg- inum þar sem vopnahljessamningarnir voru undirritað- ir 1940 og einnig 1918. — Norðar eru allmiklar breskar og kanadiskar hersveitir komnar yfir Signu. Mikið af þeim slóðum, sem Bandaríkjamenn sækja fram á, eru vígvellir síðustu styrjaldar og nöfn borganna kunn úr þeim ófriði. — Taliðer^að hersveitir Pattons sjeu um 3 km. frá bænum Epernay. , Þá halda bandamenn áfram liraðri sókn uppeftir Rhone- dalnum. og hörfa Þjóðverjar af miklum hraða undan. Er því lítið um bardaga, en fraiiskar sveitir gera það sem þær mega til þess að tefja undanhald Þ.jóðverja. Bandamenn nálgast nú borg ina Nissa á strönd Miðjarðar- hafsins og hafa tekið nokkur þorp skamt frá henni. Þar eru bardagar harðari, og mót- spyrna allsnörp. Mótspyma í Toulon brotin Öll mótspyrna Þjóóðverja í Touion er nú brotin á bak aftur, en höfnin er ógurlega illa leikin, ekkert einasta hafnarmannvirki óskemt. Er þetta aðallega- vegna hinna, miklu loftárása bandamanna á höfn þessa, en á hana höfðu þeir vai'pað um 3000 smálest- um af sprengjum. Þar að auki er höfnin full af sokknum skipum, liggur orustuskipið Strasbourg þar sokkið og er að því er virð- ist flak eitt. Rjett þar hjá er beitiskipið Marseillase sokkið og s.jest aðeins á þiífar þess. Ennig eru allt að 10 sokknir kafbátar í höfninni. Allar byggingar í kaup- skipahöfninni eru í rústum,. hafa annaðhvort orðið fyrir sprengjum eða verið sprengd- a'r í loft upp. Vörugeymslu- hús eru brunnin til grunna og járnbrautarkerf ij hafnarinnar gjörsamlega ónýtt. Þá er raf- magnsstöð borgarinnar eyði- lögð og hjálparstöðvar einnig. Vopnuð lögregla Quislinga Frá norska blaðafulltrú- anum. ,1 lok júnímánaðar byrjuðu Quislingar í Oslo á því að setja á laggirnar alveg nýja lögreglu sveit, sem greinilegt er, að ekki á að senda til vígstöðvanna, heldur nota hana í Noregi, ef þörf krefur. Sagt er að sveit þessi hafi vjelknúin farartæki, skriðdrekabyssur og þungar vjelbyssur. Ekki er sveitin fjöl- menn enn, segja sænsk blöð. Tekið er fram að það hafi ver ið hersveitir úr her Tolbukins og landgöngusveitir úr Svarta- hafsflotanum, sem tóku Con- stanza. Var gerð atlaga að borg inni frá landi og einnig settar liðssveitir af skipum á land við borgina. Bardagar við Ploesti. Þýskur herfregnritari skýrir Framh. á hls. 11 Við hvern á hann nú að tala! OrSrómur gengur nú um það, að von Papen, fyrrum sendiherra Þjóðverja í Tyrk- landi, muni bráðlega hitta Roosevelt, Churchill og Stalin, en aðar frjettir segja að hann muni fara á fund Páfa. . Kínverjar rjúfa járnbraut. Chungking: — Kínverskar hersveitir hafa rofið járnbraut ina milli Nanton og Hankow, rjett fyrir norðan borgina Hengyang, sem Japanar tóku fyrir nokkru eftir lengstu umsát, sem þekst hefir í kín- versk-japanska stríðinu til þessa. — Reuter. Nóg atvinna í Svíþjóð. Stokkhólmi: — Það hefir ekki reynst mikill vandi að út- vega eistnesku flóttamönnun- um af sænskum ættum at- vinnu í Svíþjóð. Var sett á stofp sjerstök vinnumiðlunar- stöð þeirra vegna og rjeði hún 170 menn í vinnu á tveim mán uðum. Stjórnarskipti í Ungverjalandi London í gærkveldi. ÞÝSKAR fregnir herma í kvöld, að stjórnarskifti hafi orð ið í Ungverjalandi. í dag. Hefir yfirmaður setuliðsins 1 Buda- pest, Lakatos ofursti, verið gerður forsætisráðherra. Sca- ty verður áfram landvarnaráð herra og einnig fara sömu menn og áður með innanríkis- málin, fjármálin og landbún- aðarmálin. Utanríkisráðherra verður Henyer marskálkur, en dóms- málaráðherra Vladar. Hann var áður skrifstofustjóri þess ráðuneytis. Þá tekur einnig skrifstofustjórinn í viðskifta- málaráðuneytinu við ráðherra embættinu. — Reuter. (hurchill kominn heim London í gærkveldi: Um klukkan sex í kvöld lenti flugvjel Churchill forsætisráð- herra, sú, er flutti hann frá Ítalíu, á flugvelli í Bretlandi — Höfðu 12 orustuflugvjelar fylgt henni alla leið. Margt háttsettra hershöfð- ingja tók á móti Churchill, en opinberar móttökur voru eng- ar. Skömmu eftir að forsætis- ráðherrann steig út úr flugvjel inni, var hann kominn á leið heim til sín, ásamt frú sinni, sem komið hafði til móts við hann. — Reuter. Mótspyrna Þjóðverja er mjög lítil og rekast bandamenn að- eins á strjálar og fámennar sveitir. Ilætta á innikróun. Vafalítið þykir, að þesari sókn sje stefnt að því, að halda áfram til Ermarsunds og reyna að króa inni hersveitir Þjóð- verja, sem enn eru mikið vest- ar, á eystri bökkum Signu og ströndunum í Calaishjeraði. Þá halda Þjóðverjar Le Havre enn, og á því svæði, sem innikróun- arhættan er mest, er mikið af svifsprengjustöðvum Þjóðverja — Land verður verra yfirferðar hinum megin við Aisne, alt að Meuse-fljótinu. 92.000 fangar. Tilkynnt hefir verið, að tekn ir hafi vérið 92.000 fangar í bar dögunum í Normandie á dögun um, en talið að þar hafi fallið um 30.000 Þjóðverjar. Mann- tjóns bandamanna er ekki getið Ekki er ljóst, hvort enn sjeu nokkrar þýskar hersveitir vest an Signu, en kanadiskar og breskar sveitir eru víða komn- ar yfir. Hörð gagnáhlaup. Þjóðverjar gerðu gagnáhlaup gegn þessum hersveitum, til þess að reyna að halda þeim frá fljótsbakkanum, og urðu miklir bardagar. í kvöld berast fregn ir um það, að breskum skrið- drekasveitum hafi tekist að yf irbuga mótspyrnu Þjóðverja þarna og brjótast austur frá fljótinu. Talið er að borgin Rouen sje að mestu leyti um- kringd. Le Bourget flifgvöllurinn loks tekinn. í París er nú alt með kyrr- Framhald á bls. 11 Rússor tuka hufnur- borginu Constunzu Burist við Ploesti London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. TILKYNT var í kvöld í Moskva með dagskipan frá Stalin að Rússar hefðu í dag tekið hafnarborgina Constanza við Svarta- haf mestu hafnarborg Rúmeníu, og flotastöð. Þangað liggja olíuleiðslur frá Ploesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.