Morgunblaðið - 30.08.1944, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. ágúst 1944,
„Þú ferð auðvitað hjeðan
strax eftir útförina?“ sagði hún
kuldalega.
„Já, jeg býst við því“, svar-
aði Miranda. Já, auðvitað varð
hún að fara. Ekki gat hún ver-
ið hjer ein með Nikulási. Niku-
lás! Hún neri saman höndun-
um og gekk út að glugganum,
til þess að Magda sæi ekki svip
hennar. Þegar hún yar farin,
ýtti Miranda matnum frá sjer,
án þess að snerta hann.
Nikulás var nú svo óendan-
lega langt frá henni. Hún vissi
ekki, hve hryggur hann var,
því að hún hafði aldrei verið
á því hreina með, hvernig til-
finningar hans í garð Jóhönnu
voru. En hún var eiginkona
hans — móðir dóttur hans —
og honum hlaut að líða mjög
illa. Miranda faldi andlitið í
höndum sjer.
Eftir dálitla stund fór hún
að hátta og sofnaði þegar í
stað.
Um miðnætti voru allir
komnir í ró á Dragonwyck.
Miranda svaf svo fast, að
hún vaknaði ekki við það, að
dyrnar á herbergi hennar voru
opnaðar. En hún vaknaði við
það, að nafn hennar var nefnt,
og þegar hún 'leit upp, sá hún
Nikulás standa við rúmið. Hún
lá grafkyrr, ennþá í svefnrof-
unum.
Hann setti kertið á borðið og
gekk síðan aftur að rúminu.
Hún starði á sorgarbandið,
sem hann bar um handlegg
sjer.
„Miranda“, sagði hann,
„líttu á mig“.
Hún leit hægt af bandinu á
andlit hans. Hann dró þungt
andann og áður en hún vissi
af, hafði hann þrifið hana í
fang sjer og helt yfir hana
brennandi kossum. Hún fann,
hvernig hjarta hans barðist
ótt og títt.
„Nei------nei“, hvíslaði hún
óttaslegin og reyndi að ýta
honum frá sjer.
Hann slepti henni, svo að
hún fjell aftur á bak í rúmið.
Hann stóð á fætur og rak upp
stuttan hlátur. „Ef jeg vildi
„já“, heldurðu þá að heimsku-
leg mótmæli þín gætu stöðvað
mig?“
„Jeg — jeg veit það ekki“,
hvíslaði hún. Ofsi hans hafði
gert hana óttaslegna, en þegar
hann stóð þarna fyrir framan
hana, kaldur og rólegur, fylt-
ust augu hennar tárum og hún
horfði biðjandi á hann.
„Klæddu þig í eitthvað“,
sagði hann og sneri baki við
henni, á meðan hún hlýddi
honum.
Þegar hún hafði lokið við að
klæða sig, gekk hún til hans og
staðnæmdist fyrir framan
hann, há og tíguleg, og gylt
hár hennar fjell laust niður um
herðarnar.
Hann tók vinstri hönd henn-
ar. Hún starði undrandi á,
meðan hann dró stóran hring
á l löngutöng hennar. Hún
hdr|$i á hringinn. Hann var úr
gulii, óg á hann voru greiptar
tvær hendur, sem hjeldu utan
um rauðan, hjartalagaðan
rúbínstein.
„Þetta er Van Ryn trúlof-
unarhringurinn“, sagði hann.
Hún leit vandræðalega af
hringnum á andlit hans. „Jeg
— jeg skil þetta ekki“.
„Jú, þú skilur það, Miranda“,
sagði hann blíðlega.
Ofsagleði gréip hana. En
svo dró hún að sjer hendina.
,,Jóhanna“, hvíslaði hún.
Svipur Nikulásar varð hörku
legur. „Hún bar aldrei þennan
hring“, svaraði hann. „Hann
var henni of lítill“.
Guði sje lof, hugsaði Mir-
anda. Þá getur ekki verið neitt
athugavert við það.
„Þú gerir nákvæmlega það
sem jeg segi þjer?“ sagði
Nikulás.
„Já“, hvíslaði hún. „Altaf“.
„Feldu hringinn. Segðu eng-
um frá honum. Á föstudaginn
ferðu heim til þín. Eftir ná-
kvæmlega tólf mánuði mun jeg
sækja þig“.
„Tólf mánuði------“, endur-
tók hún.
„Auðvitað — það verður eitt
ár í sorg“.
„En Nikulás", hrópaði hún
og horfði á hann í örvæntingu.
„Jeg get ekki trúað — jeg hefi
aldrei þorað að vona — —
elskarðu mig í rauninni — þú
hefir aldrei sagt það----?“
Nikulás brosti. Hann lagði
hendurnar á axlir hennar. „Jeg
hefi beðið þig um að verða
konuna mína. Viðkvæmnishjal
er aðeins fyrir skóladrengi.
Lifðu fyrir framtíðina, Mir-
anda — eins og jeg“.
Hann beygði sig niður og
kysti hana blíðlega. Síðan yfir-
gaf hann herbergið og Miranda
stóð ein eftir og starði eins og
dáleidd á trúlofunarhringinn á
fingri sjer.
★
í sama mund var Jeff að
ljúka við rannsóknir sínar, á
læknastofu sinni í Hudson.
Hann átti enga bók um eðli og
áhrif eiturefna, en hann fann
kafla um eiturlyf í einni af
kenslubókum sínum.
Á disk fyrir framan hann
lágu nokkrir kökumolar — og
það var alt, sem eftir var af
hunangskökubitanum, sem
hann hafði hnuplað með sjer
frá Dragonwyck. Sumt af hon-
um hafði hann athugað undir
smásjá sinni, en hann hafði
ekkert sjeð. Eftir fyrirsögn í
bókinni brendi hann dálítið af
kökunni og á annan bita stráði
hann vissum efnablöndum. En
allar þessar tilraunir urðu nei-
kvæðar.
Alt í einu tók hann diskinn
með kökuleifunum og henti
honum í ruslakörfuna, svo að
hann brotnaði í ótal mola.
Jeg ætti að blygðast mín,
hugsaði hann. Grunur minn
var ekki annað en barnaleg
þykkja yfir því, að mjer skyldi
hafa skjátlast og sjúklingur
minn dáið.
Hann lokaði kenslubókinni
og stakk henni aftur upp í
hillu. Síðan fór hann að hátta,
fastráðinn í því að hugsa
aldrei um þetta frgmar.
X. KAPÍTULI.
Jóhanna var grafin með mik-
illi viðhöfn og morguninn eftir
fór Miranda frá Dragonwyck.
Henni sárnaði mjög, að Niku-
lás skyldi ekki koma niður og
kveðja sig. Hann hafði skipað
svo fyrir, að hún skyldi fara í
ljettivagninum, með Dick.
Grjeta, miðaldra þjónustu-
stúlka, átti einnig að fylgja
henni, þar eð þau myndu verða
tvo daga á leiðinni og ekki var
sæmandi hefðarkonu að gista
ein á krá.
Þegar vagndyrnar lokuðust
á eftir henni, þrýsti hún and-
litinu að rúðunni og horfði í
síðasta sinn á Dragonwyck.
Örvæntingin greip hana og
augu hennar fyltust tárum.
Hún greip utan um hringinn,
sem hún bar í festi um’ háls
sjer, eins og til að leita hugg-
unar hjá honum.
Þegar vagninn var kominn
af stað, dró Grjeta brjef upp
úr tösku sinni og rjetti Mir-
öndu. „Gjörið þjer svo vel,
ungfrú“, sagði hún. „Húsbónd-
inn bað mig að fá yður þetta,
þegar við værum komin af
stað“. Á heimskulegu andliti
hennar var enginn forvitnis-
svipur. Hún var góður og hlýð-
inn þjónn, en mjög heimsk. Það
var þess vegna, sem Nikulás
hafði valið hana til þess að
fylgja Miröndu.
Miranda hafði ákafan hjart-
slátt, þegar hún opnaði brjef-
ið. Það var á þessa leið:
„Mjer þykir mjög leitt að
geta ekki kvatt þig. En það
er betra að hafa það þann-
ig, og við eigum ekkert van-
talað. — Þegar er einn dag-
ur liðinn af hinum ákveðna
tíma — ástin mín. ■— N.“
Miranda gleymdi allri var-
færni og þrýsti brjefinu að vör
um sjer. Síðan leit hún ótta-
slegin á Grjetu, til þess að sjá,
hvort hún hefði veitt sjer at-
hygli. En gamla konan var far
in að dotta.
Jeg ætla að vera svo góð,
hugsaði hún. Jeg ætla að lesa
mikið og læra, svo að jeg verði
honum samboðin. Við hverja
mílu, sem hún fjarlægðist
Dragonwyck, varð henni ljett-
ara í skaþi. Samband hennar
og Nikulásar varð eins og hún
vildi hafa það. Hann elskaði
hana og hún elskaði hann, og
brátt myndu þau giftast. Hún
gleymdi Jóhönnu og hinum
undarlegu og óskýranlegu
dutlungum Nikulásar. Við eig-
um aldrei að líta aftur, hugs-
aði hún, heldur aðeins að lifa
fyrir framtíðina, eins og Niku-
lás segir.
Vagninn ók nú í gegnum
Hudson, og þegar þau vofii að
aka út úr þorpinu, datt henni
alt í einu Jeff Turner í hug,
og jafnvel hugsunin um hann
hafði mátt til þess að koma
henni í ilt skap.
Ef Loftur íretur bað ekk1
— bá hverl
Sögur Bertu gömlu
Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen.
6.
fjelaga sinna. Þeir hjeldu hann hafa farið heim eftir
meira nesti, og það sagðist hann líka hafa gert. En hann
var ekki sami maður síðan, hann gat alt í einu tekið
viðbragð án minsta tilefnis. Það var huldukonunni að
kenna, skal jeg segja yður.
En svo var það nokkru eftir þenna atburð- að hann var
að kljúfa trje nokkru fyrir ofan bæinn sinn. Hann hafði
rekið fleyg í trje eitt og var þar komin rifa á. Þá sýndist
honum konan hans koma með miðdegismatinn, og sýnd-
ist honum hún hafa meðferðis fulla fötu af rjómagraut
og var fatan svo falleg og gljáandi, að hann hafði ekki
sjeð slíkt ílát áður. Hún settist á trjeð, sem fleygur-
inn var í, en hann á trjestúf þar rjett hjá, en um leið
og hann settist niður, sá hann, að hún var með langan
hala eins og kýrhala og hann fór niður í rifuna á trjenu.
Hann fór ekki að borða, heldur settist hjá henni og
reyndi að ná fleygnum úr trjenu og tókst það líka, og
um leið skrapp trjeð saman utanum halann, sem sat þar
fastur í illilegri klípu, en Lási skrifaði Jesú nafn á föt-
una með fingrinum. En þá tók hún aðeins til fótanna,
þaut svo skjótt upp, að halinn slitnaði af henni og sat
fastur í rifunni, og á brott var hún; hann sá ekki hvað
af henni varð. En fatan og maturinn var þá ekki annað
en börkur með kúaskán í. Síðan þorði hann næstum því
aldrei út í skóginn, því hann var hræddur um að hún
myndi hefna sín.
En eitthvað fjórum, fimm árum seinna týndist hestur
sem hann átti, og hann hafði engan til að leita að honum
og varð að gera það sjálfur. Um leið og hann kom inn
í skóginn, var hann kominn inn í kofa til einhvers fólks,
hann vissi ekki hvernig hann komst þangað. Var þar inni
ljót kerling að búverkum, en úti í horni sat krakki, sem
hefði getað verið fjögurra eða fimm ára gamall. Kerling
tók ölkönnu og fjekk krakkanum: „Farðu nú“, sagði hún
,,og bjóddu honum pabba þínum að drekka“. Hann varð
svo skelkaður að hann tók til fótanna, og síðan hefir
hann hvorki heyrt nje sjeð hana eða krakkann, en enn
varð hann einkennilegri eftir þenna atburð“.
,,Já, skrítinn held jeg hann hafi verið, hann Lási
Skosk frú var á ferðalagi um
Island og var fararstjórinn orð
inn þreyttur á spurningum
hennar.
— Hvernig mynduðust þessi
jarðföll? spurði konan, þegar
hún sá 91mannagjá.
— Þau mynduðust þannig,
vat svarið, að Skoti misti shill-
ing niður í músarholu.
★
Skoti hitti kunningja sinn.
— Hvers vegna ertu svona
súr á svipinn, Jimmy?
— Við verðum að leysa upp
knattspyrnufjelagið, sem hefir
starfað í 50 ár.
— Af hverju?
— Knötturinn sprakk.
i*
„Ágætt“, sagði maðurinn,
um leið og hann lagði frá sjer
dagblaðið, „nú lækkar bensín-
ið í verði“.
,,Já“, svaraði kunningi hans,
„það er gott fyrir ykkur bíla-
eigendurna“.
„Jeg er nú ekki einn af þeim,
en jeg á vindlakveikjara.
★
Karlmaður spyr aldrei stúlku
að því, hvort hún elski sig, fyr
en hann er nærri viss um, að
svo sje.
ðtúlka spyr karlmann aldrei
að því, hvort hann elski sig,
fyr en hún er nærri viss um,
að svo sje ekki.
*
— Ferðu nokkurn tíma með
konuna þína í bílnum?
— Nei, aldrei, jeg get ekki
stjórnað báðum í einu.
★
Tveir blökkumenn eru fyrir
rjetti í Ameríku, ákærðir fyr-
ir að hafa brotið umferðarregl
urnar.
„Hafið þið lögfræðing?“
spurði dómarinn.
„Nei“, svaraði annar, „við
höfuð ákveðið að segja satt og
rjett frá öllu“.
★
Karl litli hafði dottið í poll
og kom heim rennvotur og hríð
skjálfandi. Faðirinn var reiður
og skipaði drengnum að hátta,
en sagði um leið:
„Altaf þarftu að gera ein-
hverja skyssu. Farðu nú í rúm-
ið, en þegar þjer er orðið heitt,
þá flengi jeg þig duglega“.
Klukkutíma seinna hrópar
yngri bróðir Karls litla:
„Pabbi, nú er Kalla orðið
heitt“.